Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 7

Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Fjögnrra ára fangelsi fyrir kókaínsmygl í Sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum var á laugardag kveðinn upp dó'mur í máli brasilíska karl- mannsins, sem flutti tæp 450 grömm af kókaíni til landsins í október sl. Maðurinn var dæmd- ur til 4 ára fangelsisvistar og hefur þegar hafið afplánun. Þetta er stærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Maður þessi, Ald Ayres de Lima Aquilar, sem er 26 ára, var hand- tekinn þann 17. október á gisti- heimili í Hveragerði, ásamt eiginkonu sinni. Þá fannst fíkniefn- ið í fórum hans og einnig um 780 þúsund krónur, bæði í dollurum og íslenskum krónum. Konunni var sleppt fljótlega, enda átti hún engan hlut að máli. Maðurinn játaði við yfirheyrslur að hafa flutt efnið til landsins, en sagðist ekki eiga það sjálfur og neitaði að hafa selt kók- aín hér á landi. Hann kvaðst hafa ætlað að flytja efnið til Banda- ríkjanna. Hluta peninganna reynd- ist eiginkona hans eiga, en í ákæru var þess krafist að lagt yrði hald á 360 þúsund krónur í hans eigu. Ekki kom til þess þar sem maðunnn afsalaði sér peningunum,sem hann kvaðst hafa ætlað að nota til að kaupa ullarfatnað hér á landi og selja í Bándaríkjunum. Þrátt fyrir að maðurinn hafi ekki selt efni hér á landi eða ætlað það til sölu hér þótti dómara alvarlégt brot að flytja fíkniefnið inn í landið. Því var maðurinn dæmdur í 4 ára fangelsi og til greiðslu sakarkostn- aðar, auk þess sem kókaínið var gert upptækt. Bæði sakbomingur og ákæruvald hafa lýst því yfir að Niðurstöður starfshópa lagðar til grundvallar áframhaldandi starfi - segir Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu MIKIL þáttaka var í ráðstefnu um menntamál, sem menntamálaráðu- neytið, í samvinnu við Bandalag Kennarafélaga, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands, efndi til í Borgartúni 6 siðastliðinn laugar- dag. Að sögn Sólrúnar Jensdóttur, skrifstofustjóra í menntamála- ráðuneytinu, komust færri að en vildu og þótti ráðstefnan takast mjög vel enda hefði verið gerður góður rómur að þessu framtaki meðal þáttakenda. Ráðstefnan var haldin í fram- haldi af útkomu skýrslu Efnahags- og þróunarstoftiunar Evrópu (OECD) um menntasteftiu á íslandi og sagði Sólrún að ráðstefnan hefði öðrum þræði verið hugsuð sem til- raun til að tengja efni skýrslunnar við almenna umræðu um mennta- mál hér á landi. „Við teljum að þetta hafí tekist mjög vel, “ sagði hún. „Erindi frum- mælanda voru afar fróðleg og eins var unnið mjög vel í starfshópum. Það var greinilegt að mikiil áhugi er ríkjandi um þessi mál og ætlunin er að nota niðurstöður starfshóp- anna til að undirbúa fjórar aðrar ráðstefnur, um afmarkaðari efni. Þessi tilhögun gæti auðveldað okk- ur mjög að komast að niðurstöðu um forgangsröð á verkefnum, það er hvað sé brýnast að gera á hveiju skólastigi. Það má þvf segja að þessi ráðstefna hafi orðið til • að ryðja brautina fyrir áframhaldandi starf til úrbóta í íslenska skólakerf- inu,“ sagði Sólrún. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra setti ráðstefn- una og boðaði þar meðal annars aukna áherslu á móðurmálskennslu, sögu og bókmenntir, eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Aðrir frum- mælendur voru Sólrún Jensdóttir, Svanhildur Kaaber, Arthúr Mort- hens, Jón Hjartarson, Wincit Jóhannsdóttir, Dr. Ólafur F’roppé Rósa B. Þorbjamardóttir, Dr. Sig mundur Guðbjamarson, Dr. Jói Torfi Jónasson, Hrólfur Kjartans son, Hörður Lárusson og Örlygu; Geirsson. Fjórir starfshópar störfuðu og flölluðu þeir um grunnskólastig framhaldsskólastig, kennaramennt- un og nám á háskólastigi. Niður- stöður þeirra voru kynntar á ráðstefnunni, en skriflegar skýrslui hópanna, sem væntanlegar eru ; þessari viku, verða lagðar til gmnd- vallar við undirbúning að frekara starfi í þessum efnum. Morgunblaðið/Bjami Vel heppnuð ráðstefna um menntamál: þessum dómi verði unað og hefur maðurinn þegar hafið afplánun hans. Þetta er lengsti dómur.fyrir fíkniefnabrot, sem ekki hefur verið áfrýjað, en fíkniefnadómstólinn hef- ur mest dæmt mann í fímm ára fangelsi. Þeim dómi var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar, sem stytti hann um helming. Ásgeir Friðjónsson, sakadómari, kvað upp dóminn. Húsfyllir var á ráðstefnunni og komust færri að en vildu. _______________ .... CCORD EX ARG. ’8 MERKI HINNA VANDLÁTU Verd frá kr. 828.600.- Kynnið ykkur okkar hag- stæðu lánakjör. Aðeins 25% út, afgangur lánaður í allt að 30 mánuði. H0NDA KJÖR H0NDA GÆÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.