Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Minning: Sr. Hannes Guðmunds son íFellsmúla Fæddur 23. marz 1923 Dáinn 23. janúar 1988 „Seint eður snemma á sama tíma sofna muntu hinsta blundinn. Hvar eða hvemig að það að ber enginn veit. En þetta er stundin. Hvað eða hvemig að það að ber engu skiptir ljóssins vini. Árdags vegsemd við þeir sofiia, vakna í Zions geisla skini.“ Þessar hendingar úr ljóði Stefáns G. Stefánssonar, er hann nefnir: Gömul trú, komu mér í hug, er ég frétti að séra Hannes væri dáinn, hinzta stundin komin. Dauða hans bar snöggt að, þó að við vissum, að hann gekk ekki heill til skógar. Það ríkir m ikill söknuður heima í prestakalli hans og hjá okkur öllum, sem þekktum hann, þegar hann er farinn sína hinztu för. En þetta er „staðreynd allra staðreynda", eins og vitur maður eitt sinn orðaði dauðann. Þetta er stundin. í dag kveðjum við þennan mæta mann og kirlq'unnar þjón. Hans er minnst með hlýhug, þakklæti og virðingu. Minning hans er björt og hlý. Það á við hann,_ sem þá er Stef- án G. hugsar til: „Árdags vegsemd við þeir sofna, vakna í Zions geisla skini.“ Þegar ég hugsa um starfsferil séra Hannesar og persónuleika hans, sé ég hann fyrir mér í orðum postulans: „Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í and- anum. Þjónið Drottni. Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni og staðfastir í bæninni." (Róm. 12:11.12.) Þannig kom hann mér fyrir sjónir í viðkynningu og sam- starfí. Sífellt var hann hvetjandi til góðra hluta, sannfæringarkraftur og trúarhiti fylgdi orðum hans í ræðustól og samtali. Hann varð- veitti innra með sér þá birtu og gleði, sem ávallt fékk að skína í gegn. Hann var brennandi af áhuga á kirkjunnar málefnum og fylgdi skoðunum sínum fast eftir. Við munum atfylgi hans og skörungs- skap. Hann hafði næman smekk fyrir íslenskri tungu, eins og fram kom í ræðu hans og riti. Að eðlisfari var séra Hannes glaðlyndur og alúðlegur í viðmóti. Kemur þá í hug minn annar ritning- artexti: „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin, ég segi aftun verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnumj Drottinn er í nánd." (Fil. 4:4.). I hópi vina, kunningja og kollega var hann jafnan hrókur alls fagnaðar. Hann átti létt með að slá á gleðinn- ar strengi. Þó hefur hann óefað eins og aðrir átt sínar þungbæru og erfíðu stundir. Oft minnist ég heimsóknar okkar hjónanna til hans í Fellsmúla á vísi- tasíuferð um Rangárvallaprófasts- dæmi. Það var auðfundið í hve rfkum mæli hann átti hlýhug og vinsemd sóknarbama sinna. Og það var eins cg smáfuglamir í fjalla- sveitinni ættu hann að vini, því að þeir flögruðu stöðugt fyrir utan stofugluggann hans, eins og þeir ættu þar heima. Þegar við kveðjum séra Hannes Guðmundsson grípur okkur sama hugsun og Jónas Hallgrímsson, er hann talar í einu kvæða sinna um „örstutt æviskeið". Séra Hannes er frá okkur farinn fyrr en varði. Hon- um á kirkjan mikið að þakka. Guð blessi störf hans og þjónustu alla. Guð huggi systkini hans og söfn- uði. Veri hann sæll í Ðrottins hönd. Pétur Sigurgeirsson í dag verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, séra Hannes Guðmundsson, sóknar- prestur að Fellsmúla í Rangárvalla- prófastsdæmi. Hann andaðist í gjörgæsludeild Landspítalans laugardaginn 23. janúar síðastliðinn, en þann dag veiktist hann alvarlega og lffsbjörg varð árangurslaus. Að vísu hafði séra Hannes kennt sjúkleika að undanfömu og leitað læknishjálpar til Reykjavíkur fyrir nokkm síðan, en vini hans gmnaði eigi að svo skammt væri til æviloka. Hannes Guðmundsson fæddist í Elfros, Saskatchewah í Kanada, 23. mars 1923 og skorti því tvo mán- uði til 65 ára aldurs. Foreldrar hans vom Elísabet Jónsdóttir frá Laxár- dal í Hmnamannahreppi í Ámes- sýslu og Guðmundur Guðmundsson til heimilis að Hálsi í Kjós í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, vesturfarar frá Islandi. Tveggja ára gamall fluttist Hannes heim til íslands með for- eldmm sínum, sem síðar slitu samvistum. Eftir það ólst Hannes upp hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, er bjó í húsi bróður þeirra systra, Ingimars Jónssonar, fyrrum prests að Mosfelli í Grímsnesi, þá skólastjóri í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, en til heimilis í hom- húsi við Hverfísgötu og Vitastíg í Reykjavík. Hannes átti einnig í uppvexti gott og hlýlegt samband vð föður- systur sína, Sigrúnu Guðmunds- dóttur, er gift var Kjartani Ólafssyni frá Sandhólafeiju í Rang- árvallsýslu. Þau hjón bjuggu lengst af í Hafnarfírði en 'hin síðari ár í Reykjavík. Mér var fullkunnugt að Kjartan bar hlýjan hug til hins unga frænda konu sinnar, og veitti honum lið- sinni til náms og við starfsval. Hannes eignaðist tvö alsystkin, Matthías, sem lengi var kennari, en hefír nú hætt þeim störfum fyr- ir aldurs sakir, og Sesselju, sem starfar hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Þau em bæði búsett hér í borg. Móðir Hannesar giftist öðm sinni, Guðjóni Hallgrímssyni bónda að Dysjum í Garðahverfi á Álfta- nesi, en tvær systur hans vom giftar kunnum og virtum kaup- mönnum í Hafnarfírði, Ólafía, Steingrími Torfasyni, og Katrín Ólafí H. Jónssyni. Þau Elísabet og Guðjón eignuð- ust þijú böm, Rannveigu, er andaðist á fyrsta aldursári, en á lífi em Jón og Hallgrímur, sem býr að Dysjum. Hannes Guðmundsson hóf störf í Útvegsbanka íslands hf. þann 1. nóvember 1939, að loknu námi í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, þá rösklega 16 ára gamall. Á þeim tímamótum urðu fyrstu kynni okkar Hannesar Guðmundssonar, sem hafa verið mér minnisstæð og kær í næstum hálfa öld. Fyrstu störf Hannesar Guð- mundssonar vom í sparisjóðsdeild bankans, en lengst af vann hann við gjaldkerastörf, allt til þess að hann hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- prófí vorið 1950. Þaðan lá náms- braut hans í Háskóla íslands og lauk hann þar námi í guðfræðideild skólans 1955. Á námsámnum starfaði Hannes fyrstu sumrin í Útvegsbanka ís- lands hf. en á ámnum 1950 til 1953 var hann ritari íjárveitinga- nefndar Alþingis og ferðaðist þá með nefndinni vítt og breitt um byggðir landsins til könnunar á hag og afkomu landsins bama. Hannes Guðmundsson ávann sér velvilja og hlýhug í samskiptum sínum við viðskiptavini og starfs- félaga í bankanum. Hann var lipur og ljúfur í fasi og framkomu. Gerði sér ríkulegt far um að vanda vel til allra verka, sem honum vom falin til úrlausnar og var trúr þjónn þeirra stofnana, er áttu hug hans allan og orku til vaxtar og vel- gengni. Hannes Guðmundsson var skip- aður sóknarprestur í Fellsmúla- prestakalii í Rangárvallaprófasts- dæmi þann 10. júlí 1955, ogþjónaði þar til dánardægurs, eða nær þriðj- ung aldar. Hannes Guðmundsson var ein- lægur trúmaður og lét sér annt og umhugað um söfnuð sinn og sókn- arkirkju. Hann hafði með höndum aukaþjónustu í Kirkjuhvolspresta- kalli 1972 og einnig 1978. Hann var formaður Kirkjukórasambands Rangárvallaprófastsdæmis 1973—1977. Sat í prófastdæmaráði Rangárvallaprófastsdæmis frá 1978. Ennfremur í þjóðhátíðar- nefnd Rangárvallasýslu 1974. Á unglings- og uppvaxtarámm í Reykjavík vann Hannes Guðmunds- son merk og margþætt störf í þágu Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og var mikilsvirtur af prestum kirkj- unnar, séra Áma Sigurðssyni og Þorsteini Bjömssyni, enda átti hann sæti í safnaðarráði kirkjunnar 1942 til 1955. Hannes Guðmundsson kvæntist 17. júlí 1964 Guðnýju Margréti Sveinsdóttur frá Miðhúsfelli í Fella- hreppi í Rangárvallasýslu. Þau slitu samvistum. Á kveðjustund kalla minninganár fram í hugum okkar vina og sam- ferðamanna Hannesar Guðmunds- sonar ótal þakkir fyrir drengskap og hjartahlýju er gæddi líf hans birtu og hamingju öðmm til sannr- ar Iífsgleði. Aðstandendum votta ég hlut- tekningu og samúð. Adolf Björnsson Þegar maður deyr, á tímum þeg- ar offramboð er á orðum, þegar búið er að segja allt sem segja þurfti, þegar honum hefur verið hlíft við því eina sem hann kveið — hveiju er þá við að bæta? Ekki miklu, en minna má nú ekki vera en að í minningu séra Hannesar Guðmundssonar í Fells- múla falli fáein orð þakklátrar manneskju sem átti hann að vini, þennan mann sem öðmm fremur hafði skilning á lífinu í allri þess dýrð og allri þess eymd. Þeir, sem einhvemtíma hafa fylgzt með séra Hannesi halda inn- reið sína á þvingað og þegjandalegt mannamót, sem á svipstundu breyttist í glaðværa samkomu þar sem öllum leið vel, gleyma því víst seint. Og þeir sem sáu hann enn kátari í félagi við hrafna en menn, þessa kostgangara-hans sem skildu mannamál og renndu sér fótskriðu niður eftir þakinu á prestsetrinu á Fellsmúla, og þeir sem sáu hann aldrei nærgætnari en við maríjötl- una í hreiðrinu undir þakskegginu, aldrei röggsamari en þegar hann stuggaði við veiðibjöllunni þegar hún ætlaði sannarlega að gæða sér á andamngunum sem skoppuðu ofan á bæjarlæknum, aldrei þolin- móðari en þegar hann var að halda líftómríni í fáeinum skrautstráum í næðingnum undir húsvegg á þess- um berangri þar sem hann átti heima meirihluta ævinnar, og aldrei glaðari en þegar hann leit yfír landið á sólbjörtum sumardegi og vegsamaði skapara bláfjallageims- ins þar efra, þeir gleyma þvi ekki. Þessi lotning fyrir lífínu er fágæt, en hún var eiginleg séra Hannesi og birtist í öllu hans dagfari. Kristi- legra Iíf en það sem hann ástundaði leyfí ég mér að efast um að sé tíðkanlegt. Ströng siðavendni var honum víðs ljarri. Hann lét hveijum degi nægja sína þjáningu. Sjald- gæft mun það jafnaðargeð og umburðarlyndi gagnvart náungan- um sem hann var gæddur. Hann samgladdist af öllu hjarta og hlut- tekningin var djúp og hrein þegar hennar var þörf. Nú er þessi góði maður genginn og þeim sem þótti vænt um hann þykir sem veröldin sé hálftómleg árí hans. Það er bót í máli að kvíðinn fyrir elli og heilsuleysi og því að verða öðrum byrði er að engu orð- inn. Hann var sáttur við guð og menn og sáttur við sjálfan sig og hvemig sem aðkoman er fyrir hand- an er víst að hann kveið henni ekki. Áslaug Ragnars „Mínir vinir fara Qöld, feigðin þessa heimtar köld, eg kem eftir, kannski í kvöld, með klofínn hjálm og rifínn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld." (Bólu-Hjálmar) Enn hefur maðurinn með ljáinn verið á ferð og höggvið stórt skarð í vinahópinn. Nú var það presturinn í Fellsmúla, séra Hannes Guð- mundsson, vinur okkar, sem varð fyrir höggi sem geigaði ekki. Hans skarð verður vandfyllt. Þótt við vissum að séra Hannes gekk ekki heill til skógar síðustu mánuðina, kom andlát hans sem reiðarslag yfír vini hans. Hann sem var svo glaður og fullur af lífsorku síðast er ég sá hann. En þetta er 'gangur lífsins. Þegar við eldumst sjáum við vini og vandamenn hverfa yfír móð- una miklu. Við sitjum eftir hrygg í huga og sjáum eftir þeim sem okkur eru kærir og söknum þeirra. Sumir samferðamenn verða manni hugum kærari en aðrir. Mynd þeirra máist ekki né fölnar, þótt maðurinn hverfí af sjónarsvið- inu. Séra Hannes hafði sérstakan persónuleika og viðmót. Þessi hlýi og hressandi blær sem frá honum streymdi heillaði alla. Það var eng- in lognmolla þar sem hann fór. Hann átti svo auðvelt með að ná til fjöldans og láta áheyrendur gleðjast með sér á gleðistundum. Eg hef ekki þekkt snjallari veislu- stjóra, enda var hann búinn að fá góða þjálfun í því fagi hjá Land- mönnum á þorrablótum og fleiri hófym. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast séra Hannesi fljótlega eftir að ég kom í Landsveitina fyrir tuttugu árum. Það var í gegnum kirkjukóra- söng, en hann æfði kirkjukórinn sjálfur heima í Fellsmúla, og held ég að hann hafí haft mikla ánægju af því, enda var hann músíkalskur fram í fíngurgóma. Ekki brást það er við hugðumst kveðja dyra hjá séra Hannesi að hann stóð úti á tröppum í drifhvítri skyrtunni og heilsaði okkur með þessum orðum: Komiði blessuð og veriði velkomin. Mikið er gaman að sjá ykkur. Séra Hannes var fluggáfaður, enda sýndu öll hans prestsverk að þar var enginn meðalmaður á ferð. Ég og fjölskylda mín kveðjum séra Hannes með þessum fátæklegu orðum og vottum ættingjum hans samúð. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi, hafði hann þökk fyrir allt og allt. Benedikt Sveinbjarnarson og fjölskylda, Lyngbrekku, Laugarási. „Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast.“ (E.B.) Séra Hannes fæddist 23. mars árið 1923 í Elfros, Saskatechewan f Kanada. Hann kom að Fellsmúla í Land- sveit árið 1955 og dvaldist þar til æviloka. Ég kynntist séra Hannesi þegar ég flutti að Laugalandi í Holtum fyrir um það bil 18 árum. Með okk- ur tókst góð vinátta, sem ég er þakklátur fyrir. Engum duldist sem kynntist séra Hannesi að þar fór góður kennimaður, sem bjó yfír staðgóðri þekkingu jafnt í trúmál- um sem öðrum málum. Fljótlega eftir að ég kom að Laugalandi og hann kom í skólann til að spyija bömin og vera sem prófdómari komu vinsældir hans hjá nemendum í ljós. Enda var hann að eðlisfari félagslyndur og skemmtilegur við- ræðu. Hann var með afbrigðum góður félagi og alltaf hvetjandi til alls góðs í leik og starfí. Hárin var bæði sjálfstæðúr og ákveðinn í skoðunum og hikaði ekki við að halda þeim fram, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Minningin um þessa liðnu tíð mun geymast í huga okkar. Blessuð sé minning hans. Már Sigurðsson Leiðir okkar lágu fyrst saman í guðfræðideildinni. Hann var þar fyrir, þegar ég knúði dyra. Þaðan vorum við síðan samferða eftir góð ár. Séra Hannes, séra Tómas Guð- mundsson í Hveragerði og ég. Séra Hannes bauð heim að prófí loknu. Þar var gott að vera. Hann kunni að láta fólki líða vel. Síðan minnt- umst við afmælis, þegar tuttugu ár voru liðin frá síðustu veru okkar fyrir framan hið græna prófborð. Þá komum vð saman í Fellsmúla. Fundurinn gleymist aldrei. Ekki frekar en svo margir aðrir við- burðir, þar sem séra Hannes setti sinn sterka og persónulega svip á samfélag. Hans er þvi sárt saknað. Ekki aðeins vegna stóru stundanna, þegar hann opnaði faðm sinn í gleði eða uppörvaði vegna vonbrigða, heldur ævinlega, þegar leiðir lágu saman. Og hversu gott var það ekki að heyra í honum á fímmtudags- morgninum, degi fyrr en hann var fluttur helsjúkur til borgarinnar sinnar. Þá lét hann vel af batahorf- um og var fullur bjartsýnna áætl- ana, sem hann ætlaði endilega að ræða frekar við mig sem allra fyrst. Og hvort við ætluðum nú ekki að láta verða af því með vorinu, sem alltaf hefur staðið til á hveiju ári, að við Ebba beindum stefnu austur í Landsveit og ættum rólega stund í gistivináttu hans. Ekki verður af því, en hversu dýirmætt er það ekki núna, þegar hann er farinn í lengri ferð en við ræddum um þann morguninn, að hafa getað talað um áhugamál hans svo skömmu fyrr en himinn var honum opnaður til inngöngu. Hannes Guðmundsson var heims- maður, þegar við áttum vetur saman í guðfræðideild. Vel klædd- ur, fágaður, enda þekktur banka- maður. Hann glataði aldrei því yfírbragði, og hann var alla tíð hinn sami, enda þótt við bættist ýmislegt og dýpt fylgdi árum og reynslu. Og kærleikur hans til kirkiunnar, kirkju Krists, kirkjunnar á Islandi, var alla tíð jafn fölskvalaus. Hann unni henni svo heitt. Ekki síst helgi- siðum hennar og aðferðinni, sem okkur er fengin til þess að leiða söfnuð fram fyrir hinn upprisna Drottin. Helgisiðir, saga þeirra og iðkun, voru honum hugleiknir og þar var hann vel lesinn. Og annað svið og þessu nátengt var sjálfur Skálholtsstaður. Og um hann rædd- um við síðast þennan fímmtudags- morgun og þau tímamót, sem verða í Skálholti í sumar. Hann hafði þar uppi ýmsar skoðanir og lyfti sér á flug í draumum sínum. Um það hefur hann líka ritað af þekkingu í afmælisrit Prestafélags Suður- lands frá síðasta ári. En hollusta hans við Skálholt átti sér framrás í starfínu fyrir Prestafélag Suður- lands, enda alla tíð nátengt. Nú fær hann ekki að leggja sitt af mörkum til hátíðahalda á degi heilags Þor- láks að sumri né heldur að leggja á ráðin vegna annarra þeirra tíma- móta, sem hann hugsaði títt um og ræddi af áhuga. Þar verður því skarð fyrir skildi. Það munaði ium hann séra Hannes, þegar hann beitti sér og hversu gott var það ekki að deila við hann geði, þegar manni var ekki sama um framrás og markmið. Fyrir það vil ég þakka núna. Þess vegna eru orð fest á blað og séra Hannes Guðmundsson er falinn þeim Drottni, sem hann trúði á af miki illi einlægni og þjónaði af áhuga og hugljómun. Kirkja íslands kveð- ur hér góðan þjón sinn og við vinir hans hinn beáta dreng. Ólafur Skúlason Kveðja frá Bergþórshvoli Séra Hannesi Guðmundssyni sóknarpresti í Fellsmúla kynntist og fyrst, þegar við vorum við guð- fræðinám í háskólanum. Ungur hóf hann þátttöku í kirkjulegu starfí og ýmsum trúnaðarstörfum gegndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.