Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Paraguay: Þrátt fyrir væntanlegan öruggan sigur gæti farið að hitna undir Stroessner NÚ þegar forsetakosningar eru í nánd í Paraguay og sigur núver- andi forseta, Alfredo Stroessner, nánast bókaður, hafa stjómmála- fréttaritarar á ný beint athygli sinni að ástandinu í þessu landi. Suður-Ameríkuríki eru þekkt fyrir annað en hafa lengi sama hæstráð- anda við völd; byltingar og valdarán eru kannski ekki daglegt brauð en tíðir atburðir. Einræðisherrar og harðstjórar koma og fara, en í Paraguay hefur þó forsetinn verið lengur við stjóravölinn en víðast hvar. Alfredo Stroessner, hershöfðingi, hefur verið forseti í 34 ár. í kosningum f febrúar dettur engum annað f hug en hann fái „yfir- gnœfandi" meirihluta atkvæða. Það er f áttunda sinn sem hann býður sig fram. En ýmsir stjómmálafréttaritar- ar segja, að erfiðleikar séu að koma í ljós sem geti vafizt fyrir forsetanum og að hann muni þurfa að beita mikilli kænsku til að landar hans sætti sig áfram við hina stro- essnisku braut. Þá er minnt á að forsetinn sé hálfáttræður og heilsa banabiti Stroessners. Athygli hefur vakið allra síðustu vikur, að meðal kaupsýslumanna, sem hafa þó hagnazt á lágri skattlagningu heyr- ast óánægjuraddir með yfirgengi- lega rfkisforsjá á öllum sviðum, og gagnrýni á spillingu sem viðgangist í æðstu stöðum og hafi kostað þjóð- gjaldmiðlinum, en ekki Bandaríkja- dollar. Fjórir stjómarandstöðuflokkar innan Þjóðarsáttafylkingarinnar hafa ekki nægilegan styrk til að veita aðhald. Samstaða hefur þó aukizt innan ÞF, en þeir hafa svo lengi sætt sig við kúgunarstefnu Stroessners að það er engu líkara en úr þeim sé allur vindur. Leið- togar ÞF hafa verið handteknir og þeir pyndaðir ef þeir hafa efnt til andófs og það virðist sem þeif treysti sér ekki I meira af svo góðu. Hins vegar ætlar ÞF að hundsa for- setakosningamar í febrúar. En tveir smáflokkar Fijálslyndir og Frjáls- lyndir róttæklingar hafa dregið úr áhrifamætti hugsanlegrar stjómar- hans tekin að bila. Stjóm hans á Paraguay hefur einkennzt af ófyrirleitinni kúgun. Skýringin á þvi, hversu lengi hann hefur setið við völd er meðal annars að hann hefur alger tök á her lands- ins og þar til sl. haust gat hann reitt sig á óskoraðan stuðning Col- orado-flokksins. Sá flokkur fylgir stefnu ný-fasisma. Hann hefur ítök út um allt og Stroessner lætur „augu og eyru“ gefa sér skýrslu eins oft og verða má. Maður sem lét ekki nafns getið sagði við frétta- mann South, að flokkurinn hríslað- ist eins og æðakerfi um paragyist samfélag, enginn gæti verið fiill- komlega ömggur fyrir útsendurum hans. En svo varð flokkurinn fyrir hnekki í fyrra og þær hafa magnazt siðan. Þetta gæti dregið dilk á eftir sér. Deilúr urðu á flokksþingi hans í ágúst þegar svokallaðir fastheldn- issinnar ákváðu að hætta samvinnu við herskárri fylkingu í flokknum, sem hefur á stefnunni að bijóta á bak aftur kommúnisk áhrif með valdbeitingu. Fastheldnissinnamir lúta forystu rejmdra stjómmálamanna, en hinir koma aðallega úr röðum nýríkrá. Þeir hafa eflzt á stjómarárum Stro- essners og vilja fylgja óbreyttri ný-fasískri stefnu, þegar hershöfð- inginn hættir. Þessi armur er undir stjóm innanríkisráðherrans Sabino Montanaro. Þeir báru sigurorð af fastheldnissinnum á flokksþinginu og hinum síðamefndu var einfald- lega bannað að taka þátt í atkvæða- greiðslum. Þegar það dugði ekki til, var sá úrskurður felldur, að at- kvæði þeirra yrðu ekki tekin gild. Og við það sat. Montanaro og tveir aðrir úr „herskáu" fylkingunni hafa hvatt flokksmenn til að hleypa upp samkomum stjómarandstöðunnar og hika ekki við að beita vopnum. í höfuðborginni, Asuncion er haft fyrir satt að flestir hæstsettu menn- imir í hemum styðji áfram forset- ann. En samt er farið að örla á efasemdum. Og meðal annars er spurt, hvort Stroessner takist að koma efnahag landsins á réttan kjöl eftir fimm niðursveifluár. Á árunum upp úr 1970 jókst hagvöxtur i Paraguay stórum, vegna mikilla Qárfestinga og vinnu við stærstu vatnsaflsstöð í heimi, sem var r§ist við Itaipu, ekki ýkja langt frá landa- mærunum við Brasilíu. En síðan byggingu versins lauk 1982, hefur efiiahagurinn orðið fyrir hveiju áfallinu af öðru, og hagvöxtur jókst til dæmis aðeins um tvö prósent á síðasta ári. Viðskiptahalli og erlend- ar skuldir hafa farið úr böndunum og sérfræðingar segja, að efnahags- málin og óreiða þeirra gæti orðið Kirkjunnar menn hafa reynt að mótmæla einræðisstjóminni. Alfredo Stroessner ina milljarða. Þar er meðal annars átt við smygl, sem er arðbær iðja margra stuðningshópa forsetans. Stroessner hefur varið smygl, það skapi atvinnu! Bandaríkjastjóm hefur stutt Stroessner í áratug. Nú virðist sem menn séu að endurskoða það og ljós sé að renna upp fyrir mörgum, að varla er réttlætanlegt að lýðræð- isríki eins og Bandaríkin standi með landi, þar sem ný-fasismi er opinber stjómarstefna. Sendiherra Banda- ríkjanna Clyde Taylor hefur látið í sér heyra upp á síðkastið og gagn- rýnt kúgun og spillingu sem við- gangist. Hann hefur átt marga fundi með stjómarandstöðumönnum og fengið orð í eyra fyrir það frá Coloradomönnum. Stroessner hefur gramizt hreinskiini Taylore, en hann hefur séð sig tilneyddan að gera ýmsar smábreytingar, sem hníga í lýðræðisátt. Bandaríkin hafa ekki jafnsterk tök í efnahagsmálum Paraguay vegna þess að gjaldmiðill þeirra, guarani er bundinn brasilíska andstöðu. í rösk tuttugu ár hafa þessir tveir smáflokkar verið í ein- hveiju sem kalla má löglega stjóm- arandstöðu og það hefur komið Stroessner einkar vel. Með því hefur hann haldið lýðræðishugmyndum vakandi og að launum fá stjómar- andstöðuflokkamir tveir, þriðjung þingsæta og digur launaumslög. Gildir einu hvort fylgið er í sam- ræmi við það. En óánægjan er farin að gera vart við sig. Meðal bænda — en 70 prósent þjóðarinnar búa í dreifbýli. Hjá námsmönnum og iðnverkafólki. Þessir hópar reyna að láta að sér kveða og viðbrögð Stroessner virð- ast gefa til kynna, að honum sé ekki stætt á öðru en lina aðeins taumhald hörku og harðýðgi. En því er ekki að neita að menn sem andmæla Stroessner og vilja að hann víki eiga ekki hægt um vik. Hann hefur ríkt í 33 ár og 75 pró- sent þjóðarinnar þekkir ekki annan forseta. Allt er í bullandi spillingu og allir sem lífsins lifandi geta svindla og braska, bjóða mútur eða þiggja. Þetta er opinbert leyndarmál og stjómin hefst ekki að. Á meðan telur Stroessner að honum sé ekki ógnað og jaftiskjótt og merki sjást um það eru menn handteknir og beittir pyndingum, en að visu er stundum bjnjað á að bjóða þeim fé. Spilling hugarfareins er allsráðandi og ærlegir menn sem vilja breytingu I jákvæðari áttir eru hafðir að háði og spotti. En einnig að þessu hafa augun beinzt æ meira. Paraguay þolir ekki alþjóðlega gagnrýni enda- laust, allra sízt með efnahagslifið í molum. Þess vegna segja fréttarit- arar að það gæti farið að rofa til, séretaklega ef Bandaríkjamenn draga að sér höndina. En spilling hugarfareins verður ekki upprætt í einu vetfangi. Þar stendur hnífurinn í kúnni. (heimild South 2.tbl 1988.) Vatner verðmæti eftirÁstu Þorleifsdóttur Það er sjálfsagt fátt sjálfsagð- ara en að skrúfa frá eldhúskran- anum og að út úr honum renni blátært, bragðgott íslenskt vatn beint í glas, tilbúið tíl drykkjar. Þeir eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því hve heppnir við Islendingar erum að eiga enn slíka auðlind sem hreint og ómengað vatn. Á þessum auði byggir ýmis- legt: Verðmæti íslensks físks til útflutnings er háð því að vatnið sem notað er við vinnsluna og í ísun sé ferskt og ómengað. Mjólk- in, kjötið og íslensku tómatamir eru bragðgóð án aukaefna, því vatnið sem notað er til framleiðsl- unnar er gott. Og íslendingar eru allra þjóða langlífastir og hraust- astir meðal annars af því að vatnsborunarsýkingar eru nær óþekktar og efnasamsetning vatnsins enn á þann hátt að betra verður vart á kosið. Fæstar þjóðir eru svo auðugar að geta enn boð- ið þegnum síriúm að drekka heilnæmt náttúrlegt vatn, óbland- að bakteríudrepandi klórsam- böndum, flúor eða öðrum aukaefnum til vemdar heilsu þeirra. En hvað er vatn? Vatn er eitt einfaldasta en jafnframt fjölhæf- asta efnasambandið í lífheiminum. Hver sameind er sett saman úr tveimur vetnis- og einu súrefnis- atómi. Súrefnisatómið er miklu stærra en vetnisatómin og þau mynda 105° hom við súrefhið, því hefur sameindin hleðslu, er skautuð. Þess vegna loða vatn- sagnir vel saman og vatn hefur þannig hæstu yfírborðsspennu sem þekkt er hjá nokkrum vökva sem er þess valdandi að það mynd- ar gjama dropa. Vatn er besti leysir sem hugsast getur, það leys- ir upp fleiri efni, í meira magni en nokkur annar vökvi, sem dæmi um þennan eiginleika er selta hafsins sem stafar af uppleystum efnum í vatninu. Vatn hefur mikla varmarýmd, þ.e. það tekur lengri tíma að hita, eða kæla vatn en t.d. loft og þannig vinnur vatnið gegn miklum sveiflum í hitastigi umhverfísins. Varmarýmd vatns- ins er einnig mikilvæg í viðhaldi jaftis líkamshita, en um 75% mannslíkamans er vatn og án þess myndum við hitna og kólna óþægilega hratt við breytt ytri skilyrði. Ólíkt öðrum vökvum er eðlisþyngd vatns mest við 4°C sem er nokkru hærra en frost- mark þess 0°C. Afleiðing þessa eiginleika er sá að stöðuvötn á norðurslóðum botnfijósa ekki heldur er þungt vatnslag neðst í þéim þar sem lífverur geta lifað yfír vetrarmánuðina meðan vatnið er ísilagt. Vatn hefur að auki einn eiginleika sem vert er að geta um, það getur klofnað niður í jónir (atóm með rafhleðslu) og þannig leitt straum. Þessi eiginleiki vatnsins er ýktur við að bæta sýru í vatnið. Á þessu byggjast t.d. rafgeymar í bflum, flugvélum og bátum. Þessi leiðni er þess einnig valdandi að ýmsir málm- hlutir, s.s. bflhræ sem liggja á blautri jörð, tyðga. Það ætti nú að vera hveijum manni ljóst hvert mikilvægi vatns er í daglegu lífí manna og annarra vera sem jörð- ina byggja. Það getur vart verið um heil- næmari drykk að ræða en vatn. Samspil vatnsins í allri líkams- starfsemi til dæmis meltingu og nýrum þar sem hreint vatn aðstoð- ar við starfsemina í stað þess að bæta á vinnuálag líffæranna. Að drekka vatn á Islandi, beint úr krananum, skilur ekki heldur eftir sig neina áþreifanlega ytri meng- un eins og dósir og flöskur í heimi sívaxandi ruslahauga. íslendingar eru lánsamir. Enn sem komið er hefur hvorki loft- mengun (útblástur bifreiða, súrt regn, verksmiðjuryk o.s.frv.) né vatnsmengun (fískeldisstöðvar, skolp, ruslahaugar, olía o.fl.) náð að spilla vatnsbólum svo nokkru nemi á íslandi. Það er þó ekki nein trygging fyrir því að svo verði um ókomna framtíð. Það er því okkar allra að stuðla að vemd- un vatnsbóla um landið allt, að muna að snjórinn sem þú skíðar á í dag er verðandi drykkjarvatn frænda -þíns á morgun, og sýna því umhverfínu tilhlýðilega virð- ingu hvar sem farið er. Vekjum athygli stjómvalda á mikilvægi hreins, ómengaðs vatns og sýnum um leið heilsu og líkama virðingu. Drekkum vatn! P.S. Á meðan þú last þessar línur létust um 500 manns um víða veröld af völdum vatnsbor- inna sýkinga og mengunar í vatni! Þetta fólk hafði ekki aðgang að ömggu vatnsbóli. Höldum íslensku vatni hreinu, það er eitt besta vatn sem völ er á. Höfundur erjarðfræðingur. (Frá heilbrigðÍBráðuneytinu og Bandalagi fsl. skáta.) TÖLVUPRENTARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.