Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Bretland: Mikil ókyrrð er á vinnumarkaðnum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. MIKILL órói er nú á vinnumarkaði í Bretlandi og hefur ekki verið meiri siðan 1979. Fjölmörg verkföll verða í þessari viku. Leiðtogar Verkamannaflokksins óttast, að aukin harka á vinnumarkaði skaði flokkinn. Öryggiseftirlitsmenn við námur fóru í sólarhringsverkfall í gær og hafa einnig samþykkt yfirvinnubann. Engin starfsemi var í breskum kola- námum í gær, og ljóst er, að hún mun dragast saman á næstunni, ef ekki næst samkomulag. Eftirlits- mennimir sætta sig ekki við tilboð frá stjóm Breska kolanámafyrirtæk- isins um 4% launahækkun. Stjóm þess hefur varað námamenn við að fara út í verkfallsaðgerðir, því að það geti kostað 20.000 þeirra vinnuna og að 20 námum verði lokað. Scarg- ill, leiðtogi námaverkamanna, reynir að þrýsta á um aukna hörku í yfir- vinnubanninu. Þetta em mestu átök í kolaiðnaðinum síðan veturinn 1982-83. Sjómannasambandið hefur boðað allsheijarverkfall á breskum feijum frá og með þriðjudegi, hafi ekki náðst samkomulag á milli starfsmanna feijufyrirtækis á eynni Mön, sem hafa verið í verkfalli síðan í lok des- ember. Líklegt er, að allar feijusigl- ingar til og frá Bretlandi stöðvist á þriðjudag. Talsmenn sjómanna segj- ast vera að vara feijueigendur við og hér sé um framtíð samtakanna að tefla. Þessi aðgerð gæti reynst afdrifarík fyrir sjómannasamtokin, því að samkvæmt nýjum lögum um vinnudeilur er bannað að grípa til verkfalla gegn fyrirtækjum, sem ekki eiga í deilum við sína starfsmenn. 32.500 starfsmenn Ford-bílafyrir- tækisins boðuðu verkfall í gær, mánudag, eftir að samningaviðræður höfðu siglt í strand fyrir helgina. Boðaður var samningafundur á sunnudag til að reyna til þrautar að koma í veg fyrir verkfall. Það tókst. Þetta hefði orðið í fyrsta skipti í tíu ár, sem komið hefði til verkfalls við verksmiðjur Ford f Bretlandi. Framleiðni í fyrirtækinu hefur aukist um 40% á síðustu árum og hagnaður þess verið mun meiri en áður. Starfsmenn kreflast nú aukinn- ar hlutdeildar í honum. Síðar í vikunni munu starfsmenn Vauxhall-bílaverk8miðjanna greiða atkvæði um, hvort þeir grípa til verk- fallsaðgerða vegna launasamnings, sem á að gilda í tvö ár. Starfsmenn sjúkrahúsa hafa ákveðið 24 klukkustunda verkfall á miðvikudag, og ljóst er, að opinberir starfsmenn munu á næstunni hefja átök við vinnuveitendur sína. Embættismenn telja, að auknar vinnudeilur muni draga úr þeim efna- hagsbata, sem sem náðst hefur í Bretlandi á undanfömum árum. Forysta Verkamannaflokksins hefur áhyggjur af því, að þessi aukna harka á vinnumarkaðnum muni draga úr fylgi við flokkinn. Veturinn 1978-79, þegar James Callagan var forsætisráðherra, urðu einhver hörð- ustu verkföll í mannaminnum. Það olli kosningaósigri flokksins 1979. Vegna náinna tengsla flokksins við breska alþýðusambandið eru átök á vinnumarkaði ævinlega viðkvæmt mál fyrir hann. Það er einnig ljóst, að vinstrimenn í flokknum stefna að því, að Tony Benn þingmaður bjóði sig fram gegn Neil Kinnock við leiðtogakjör á kom- andi hausti. Samkvæmt skoðanakönnun í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag nýtur íhaldsflokkurinn fylgis 50% kjósenda, Verkamannaflokkurinn 35% og Bandalagið 12%. Þetta þýð- ir, að Verkamannaflokkurinn nýtur ekki aukins fylgis vegna þeirra deilna, sem átt hafa sér stað að und- anfömu um bresku heilbrigðisþjón- ustuna. Ráðherrar töldu víst, að þær deilur mundu draga úr stuðningi við stjómina. Mótmælaganga íNicaragua Reuter 500 hægrisinnaðir andstæðingar stjórnarinnar í Nicaragua tóku þátt i mótmælagöngu í Managua í gær, og eitt af slagorðunum var: „Burt með frelsisfylkingu sandinista." Grikkland-Tyrkland: Ozal og Papandreou sammála um friðsæla lausn deilumála Gengnr þótt hægt miði Davos í Svifls, Reuter. GRIKKIR og Tyrkir ræddu um helgina leiðir til þess að koma í veg fyrir misklíðir milli ríkjanna, en deilur ríkjanna, sem byggja á aldagömlum merg, hafa meðal annars valdið nokkrum innan Atlantshafsbandalagsins. Andre- as Papandreou og Turgut Ozal, forsætisráðherrar ríkjanna, hitt- ust í svissnesku borginni Davos og urðu ásáttir um að koma á beinu símasambandi milli emb- ætta sinna — svokölluðum „rauðum sfma“. Þá urðu þeir sammála um að gera allt sem i þeirra valdi stæði tíl þess að koma í veg fyrir vopnaviðskipti itiillnm ríkjanna. Forsætisráðherramir ræddu sérstaklega deilu ríkjanna um lög- sögu á Eyjahafí, en litlu munaði á síðasta ári að stríð brytist út á milli ríkjanna vegna hennar. Lýstu leiðtogamir því yfir að ágreinings- eftii ríkjanna mættu aldrei verða til þess að sverfa myndi til stáls. Ennfremur urðu forsætisráð- herramir sammála um að halda þyrfti leiðtogafund ríkjanna árlega, þar sem hægt væri að ræða deilu- mál ríkjanna, en sögðu slíka fundi einnig til þess fallna að efla traust á milli þjóðanna eins og góðum nágrönnum sæmdi. Að sögn Turguts Ozals vöruðust þeir Papandreou að ræða einstök vandamál ríkjanna til hlítar en gerðu frekar grein fyrir afstöðu sinni og komu sér saman um verk- lagið við lausn sambúðarvanda ríkjanna. Ozal sagði ennfremur að hann hygðist heimsækja Aþenu síðar á þessu ári f þeirri von að slíkt væri til þess fallið að stuðla að betri samskiptum Miðjarðarhafsríkjanna tveggja. I höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel fögnuðu embættismenn NATO þessari þróun mála, en fóru þó hægt í sakimar og sögðu að þó svo viðræðumar lofuðu góðu væri of snemmt að spá nokkm um framhaldið. Austur-Þýskaland: 11 andófsmenn hafa ver- ið dæmdir til refsivistar Stjómvöld sökuð um mannréttindabrot Austur-Berlín, Reuter. ÞRÍR austur-þýskir andófsmenn voru dæmdir til fangelsisvistar í gær og hafa þá ekki færri eu 11 verið dæmdir til refsivistar krakkar nú þarf að skila tillögum Allir krakkar sem eru með í hugmyndakeppninni „Úrið mitt“ athugið. Tillögur þurfa að vera komnar til úrsmiðsins eða í næsta Iðnaðarbanka fyrir 6. febrúar 1988. Drífið ykkur af stað með teikninguna eða líkanið áður en það er of seint. Þið þurfið ekki að setja tillöguna í umslag. Munið að merkja tillöguna vel. URSMIÐAFELAG ISLANDS © Iðnaðarbankinn undanfarnar tvær vikur. Vest- ur-þýskur ráðherra sagði í viðtali um síðustu helgi að handtökur og fangelsanir andófsmanna gengju þvert á ákvæði mannrétt- indasáttmála, sem Austur-Þjóð- verjar hefðu skuldbundið sig til að virða. Mennimir þrír voru dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að taka þátt í göngu sem sljóm- völd skipulögðu fyrir tveimur vikum í Austur-Berlín í minningu komm- únistaleiðtoganna Rósu Luxemburg og Karls Liebknechts. Á fimmtudag í síðustu viku kvað dómstóll í Aust- ur-Berlín upp sams konar dóm yfir Vem Wollenberg, fyirum félaga í kommúnistaflokknum, sem hefur starfað að mannréttindamálum inn- an mótmælendakirkjunnar. Að sögn Wolfgangs Schnurs, lög- fræðing8 mótmælendakirkjunnar í Austur-Þýskalandi, vom mennimir handteknir á leið í gönguna. Kvaðst hann ætla að áfrýja dómunum en hann krafðist þess að skjólstæðing- ar sínir yrðu sýknaðir. Talið er að um 200 andófsmenn hafí verið handteknir í göngunni. Flestir þeirra tilheyra samtökum fólks sem óskað hefur eftir leyfi til að flytjast til Vestur-Þýskalands. Flestum hefur verið sleppt og að minnsta kosti 60 manns hafa feng- ið brottfararleyfí. Sjö þeirra hafa á hinn bóginn verið dæmdir í allt að eins árs fangelsi. Þá herma fregnir að 14 andófsmenn, sem tilheyra samtökum sem beijast fyrir endur- bótum innlands, séu enn i haldi og eiga einhveijir þeirra yfir höfði sér ákæm um landráð. Stjómvöld í Vestur-Þýskalandi hafa hvatt til þess að andófsmönn- unum verði sleppt úr haldi. Dorot- hee Wilms, ráðherra í vestur-þýsku ríkisstjóminni sem fer með sam- skipti Vestur- og Austur-Þýska- lands, sagði f viðtali sem birtist um síðustu helgi að stjómvöld í Bonn teidu atburði undanfarinna vikna vera „í algjöm ósamræmi við gerða samninga um grundvallarréttindi manna", sem Austur-Þjóðveijar hefðu skuldbundið sig til að virða. Austur-Þjóðveijar hafa svarað þessari gagnrýni með óvenjulega neikvæðum fréttum um Vestur- Þýskaland í blöðum að undanfomu. í gær birti Neues Deutschland, málgang austur-þýska kommún- istaflokksins, ffétt á forsíðu sem fjallaði um njósnir, sem vestur- þýska leyniþjónustan var sögð halda uppi um einkahagi almenn- ings þar í lpndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.