Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR, Þelamörk 26, Hveragerði, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. febrúar kl. 10.30. Björgvin S. Gunnarsson, Þórhildur I. Gunnarsdóttir, Sigurrós G. Gunnarsdóttir, Ingibjörg D. Gunnarsdóttir, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Guðný S. Gunnarsdóttir og barnabörn. Helga Björk Björnsdóttir, Þorvarður I. Vilhjálmsson, Sigvaldi Ingimundarson, Dagbjartur R. Sveinsson, Friðrik H. Ólafsson, t Móðir okkar og amma, DAISY SAGA JÓSEFSSON, Fornhaga 17, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Hildur Lárusdóttir, Karólina Lárusdóttir, Lúðvfg Lárusson og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis á Laugavegi 140, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Sólveig og Sigurður Blöndal. Helgi, Guðmundur og Dagný Blöndal. t GUÐMUNDURÁRNASON frá Ásgarði í Vestmannaeyjum, Hólmgarði 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Sigurbjörg Guðmundsdóttir og böm. Bróðír okkar og mágur, t GESTUR ÓLAFSSON frá Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Guðný G. Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Hjörtur Ólafsson, Ásbjörg Lárusdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir, Jón Þórarinsson, Guðbjörg Valdimarsdóttir. mátt þessa orðs farvegur sannleik- ans og náðarinnar á þann hátt, sem einstaklingamir aldrei gleyma eða vanmeta. I þessum átökum er prest- urinn einn með Guði, og háski hans er því meiri sem hann er í meiri vafa um köllun sína, en því minni sem hann er viss um hlutverk sitt á Guðs vegum. Séra Hannes fór aldrei dult með gerð sína og eigin takmarkanir. Hann var ekkert viss með sjálfan sig og hafði sjálfan sig raunar ekki ávallt í miklum metum. Hins vegar tók hann Drottin alvarlega og vildi hlýða honum eftir megni. Hann hlýddi í því að rækja embætti sitt af reglusemi og alúð og í því að reynast sóknarbömum sínum mál- svari réttlætis og kærleika í öllu. Langt seildist hann til þess að verða stoð lítilmagnans, og margt kær- leiksverkið. var unnið í lejmum. Þetta vann hann sér ekki til hróss og ábata, heldur spratt það af grundvallarafstöðu þess manns, sem í alvöru hefur tekið við kær- leika Guðs í eigin lífí. Þannig varð séra Hannes aldrei tilgerður í af- stöðu sinni, heldur endurspeglaði persóna hans, eins og hún var, af heiðarleika það sem hann vissi satt og rétt vera. Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drottin vom Jesúm Krist. í flóknum hrakningum lífsins fann séra Hannes að það er fyrir Jesúm Krist og trúna á hann, sem við eignumst eilífan frið. Af næmu trúarinnsæi skildi hann þetta dýpri skilningi en margur. Titrandi með tóma hönd hafði hann gengið á fund herra síns og tekið við fyrir- gefningu og réttlætingu, sem annars staðar var ekki að fá. Því var dauðinn honum einnig heimför. Því var það líka að viku fyrir dauða sinn gat hann þess við móður mína að nú fyndist honum gott hlut- skipti ef Drottinn vildi taka hann til sín. Drottinn heyrði bæn þjóns síns, eins og við var að búast, og beint af akrinum gekk hann inn ti) fagnaðar herra síns. Lengi mun séra Hannesar minnst Canon Rétti tíminn til reikn ivólaka u pa. Mikið úrval. Lækkað verð. I<rifvélin hf Suðurlandsbraut 12. S: 685277 — 685275 í röðum presta. Þar fór einn af litríkustu félögum okkar. Guð blessi minningu hans og Guðs eilífa ljós lýsi honum. Sigurður Sigurðarson, Selfossi. „Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi, grasið visnar og blómin fölna. En orð Drottins varir að eilífu." (1. Pét. 1,24-25) í dag er til moldar borinn sr. Hannes Guðmundsson, sóknar- prestur í Fellsmúla, sem lézt hinn 23. janúar sl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík en í gær kvöddu hann söfnuðir hans frá heimakirkju hans að Skarði í Land- sveit. Sr. Hannes hafði þjónað Fellsmúlaprestakalli í Rangárvalla- prófastsdæmi samfleytt í 32*/2 ár, allt frá því er hann var vígður þang- að árið 1955. í prestakalli sínu þjónaði hann þremur sóknum með kirkjum í Skarði, Marteinstungu og Haga en segja má að Rangárþing allt hafí notið starfskrafta hans með ýmsu móti og svip setti hann á samtíð sína og á mannlíf og menn- ingu í héraðinu um sína daga. Sama hygg ég að megi segja um áhrif hans innan íslenzku kirkjunnar í heild. Það var alls staðar eftir hon- um tekið og á hann hlustað hvar sem hann fór. Það er því mikill sjón- arsviptir að honum fyrir alla þá er nutu þjónustu hans og starfskrafta og samvista og vináttu við hann á farinni leið. Þeir eru því margir sem nú sakna hans, bæði sóknarböm hans, samstarfsmenn og vinir og minnast góðra kynna með þakklát- um huga. Og okkur, sem með honum störfuðu og stóðum honum nærri, finnst eins og nú séu þátta- skil, að sviðið sé breytt og verði aldrei eins og áður. Það er vissulega opið skarð og vandfyllt þar sem hann áður stóð. Sr. Hannes var fæddur 23. mars 1923 í Elfros, Saskatchewan í Kanada og vom foreldrar hans Guðmundur Guðmundsson verka- maður, ættaður frá Seljatungu í Flóa, og kona hans, Elísbet Jóns- dóttir, ættuð frá Laxárdal í Hreppum. Hann missti föður sinn ungur og fluttist með móður sinni og tveimur systkinum, Matthíasi og Sesselju, heim til Islands árið 1925. Móðir hans giftist aftur og eignaðist þrjú böm með seinni ' manni sínum, Rannveigu, er dó misserisgömul, Jón og Hallgrím. Sr. Hannes var tekinn í fóstur til móðursystur sinnar Guðrúnar Jóns- dóttur í Reykjavík og ólst hann þar upp hjá henni. Var jafnan mikið ástríki með honum og fósturmóður hans eins og gleggst mátti greina er hann flutti að Fellsmúla og hún dvaldi þar í skjóli hans síðustu árin sem hún lifði. Sr. Hannes varð mjög ungur starfsmaður Útvegsbanka íslands í Reykjavík. Hann var þar bankaritari og síðan gjaldkeri á áranum 1939—1948. Jafnframt vinnunni í bankanum bjó hann sig undir stúdentspróf og stúdent varð hann frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1950. Guðfræði- prófí lauk hann síðan frá Háskóla Islands vorið 1955. Hann fékk veit- ingu fyrir Fellsmúlaprestakalli frá 4. júlí 1955 og var vígður þangað 10. sama mánaðar. Þar þjónaði hann síðan til dauðadags og honum varð að þeirri ósk sinni að fá að þjóna í kirkjunni meðan líf entist, en enda ekki ævina sem uppgjafa- prestur. Á áranum 1942—1955 var sr. Hannes í safnaðarráði Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík og mun hann þar sem annars staðar hafa markað spor, þó ungur væri þá enn að árum. Hann var ennfremur einkaritari fjárveitinganefndar Al- þingis árin 1950—1953. Hann gegndi aukaþjónustu í Kirkjuhvols- prestakalli um skeið árið 1972 og aftur 1978. Hann var formaður Kirlgukórasambands Rangárvalla- prófastsdæmis 1973—1977 og lét jafnan mikið að sér kveða í söng- málum í héraðinu, þjálfaði kirkju- kóra og gekkst fyrir söngmótum þeirra. Hann var í þjóðhátíðamefnd Rangárvallasýslu árið 1974 og um nokkurt skeið mun hann hafa starf- að í héraðsvökunefnd Rangæinga. í héraðsráði Rangárvallaprófasts- dæmis átti sr. Hannes sæti frá stofnun þess árið 1978 ogtil dauða- dags. Hann var einnig í æskulýðs- nefnd prófastsdæmisins nú 5 síðustu árin, jafnan ungur í anda þótt elztur væri að áram. Hann átti mjög gott með að ná til bama og unglinga, hafði eins konar sér- gáfu á því sviði og bjartar minning- ar eigum við samstarfsmenn hans og fermingarbömin í prófasts- dæminu frá hinum árlegu Skál- holtsferðum, þar sem hann lét sig aldrei vanta og öllum, eldri sem yngri, fannst hann alveg ómissandi. Ymisleg önnur trúnaðarstörf hafði sr. Hannes með höndum bæði á vegum kirkjunnar og annarra félagasamtaka, þó eigi verði rakið hér. Hann var einnig piýðilega rit- fær og var nokkuð til hans leitað um ritstörf og undirbúning ritverka. Einnig skrifaði hann í blöð og tíma- rit, afmælisútgáfur o.fl. Fyrstu prestsskaparár sín mun sr. Hannes hafa tekið unglinga til kennslu á heimili sitt, þó ekki væri í sama mæli og þeir forverar hans í Fellsmúla, feðgamir sr. Ragnar og sr. Ófeigur Vigfússon höfðu gert. Hann rak einnig nokkum bú- skap í Fellsmúla á fyrri hluta vera sinnar þar. Eins og áður getur var fósturmóðir hans hjá honum fyrst eftir að hann kom að Fellsmúla en auk hennar var þá hjá honum önn- ur öldrað kona, Ingigerður Brynj- ólfsdóttir, sem áður hafði verið vinnukona hjá sr. Ragnari og sr. H.M.FRAMLEIÐÁ’SKÓFLUR ÚR PLASTIFYRIR: ★ Matvælaiánað (hvítar). ★ Efnaiðnað (grænar). ★ Snjó (rauðar). ★ Landbúnað og til almennra nota (appelsínugular) Efnaland. sími 641422. + Faðir minn, EYJÓLFUR S. ÞORVALDSSON fyrrverandi skipstjóri, Forhhaga 23, verður jarðsunginn 3. febrúar kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Guðmunda Eyjólfsdóttir. t Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, JÓNS JÚLÍUSSONAR prentara, Laugarásvegi 30. Guöný Valgeirsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, PÁLS JÖKULS ÞORSTEINSSONAR, Grettisgötu 13. Hulda Þorsteinsdóttir, Pótur Ómar Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.