Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Skoðanakönnun Hagvangs; Fylgi Kvennalista hefur tvöfaldast frá kosningum Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Borgaraflokkur tapa fylgi FYLGI Kvennalistans hefur tvö- faldast frá síðustu kosningxim samkvæmt skoðanakönnun sem Hagvangur gerði á fylgi stjórn- málaflokkanna í síðustu viku og kynnt var blaðamönnum í gær. Einnig var stuðningur við ríkis- stjórnina kannaður og sam- kvæmt henni eru 47,9% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi stjórninni á móti 59,6% í sam- bærilegri könnun í október, en 52,2% eru andvígir stjórninni. Áberandi munur er á milli karla og kvenna í stuðningi við stjórn- ina þar sem 60,1% kvenna í könnuninni sögðust andvígar stjórninni en 55,7% karla sögðust vera fygljandi henni. Þá hefur stjórnin minni stuðning meðal yngri kjósenda en þeirra eldri. Hlutfallslegt fylgi flokkanna, samkvæmt skoðanakönnuninni, reyndist þannig, ef eingöngu þeir eru teknir sem afstöðu tóku í skoð- anakönnuninni: Alþýðubandalag 8,4%, Alþýðuflokkur 9,2%, Fram- sóknarflokkur 24,1%, Kvennalisti 21,3%, Sjálfstæðisflokkur 29,8%, Flokkur mannsins 0,8%, Þjóðar- flokkur 0,8% og Borgaraflokkur 5,6%. Ef niðurstöður þessarar könnun- ar eru bomar saman við kosning- araar í fyrra kemur í ljós að Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Borgaraflokkur hafa tapað veru- legu fylgi. Kvennalisti hefur aukið sitt fylgi úr um 10% í yfír 21%, fylgi við Framsóknarflokk hefur aukist nokkuð og fylgi Sjálfstæðis- flokks einnig. Könnun Hagvangs var gerð á tímabilinu 21.—29. janúar og var úrtakið 1.000 manns af öllu landinu. Svör fengust frá 764 ein- staklingum eða 76,4% úrtaksins. í könnuninni var spurt: „Ef efnt yrði til alþingiskosninga á næstu dög- um, hvaða stjómmálaflokki eða samtökum myndir þú greiða at- kvæði?" Ef viðkomandi var óákveð- inn var jafnframt spurt: „Hvaða stjómmálaflokki eða samtökum er líkiegast að þú myndir greiða at- kvæði?" í könnuninni kom fram að konur kjósa Kvennalistann í ríkara mæli en karlar og að Framsóknarflokkur- inn sækir mest af sínu fylgi út fyrir höfuðborgarsvæðið. Almennt var . fylgi flokkanna ekki breytilegt með tilliti tii aldurs kjósenda. ÞEGAR ÞIG VANTAR FATASKÁP EKKIMA K0STA MIKIÐ þá eigum við mikið úrval af fataskápum sem eru ódýrir, fallegir og auðveldir í uppsetningu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gunnar Maack framkvæmdastjóri hjá Hagvangi kynnir niðurstöður skoðanakönnunar á fylgi stjómmálaflokkanna. Skoðanakönnun DV: Kvennalistinn vinnur mikið á KVENNALISTINN myndi vinna mikið á ef kosningar fæm fram nú og fá 21,0% atkvæða, ef marka má skoðanakönnun DV, sem gerð var um helgina. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar talsvert frá síðustu skoðanakönnun DV i nóvember, en hann fær samt meira fylgi en í siðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkur fær minna en í siðustu könnun, en meira en i kosningunum. Fylgi Alþýðuflokksins minnkar og áfram hallar undan fæti hjá Borgaraflokknum. Alþýðubandalagið réttir held- ur úr kútnum frá siðustu könnun, , en fær samt 2,5% minna fylgi en í kosningunum síðastliðið vor. Flokkamir fengu fylgi sem hér segir, ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku. Innan sviga er at- kvæðataia flokkana í kosningunum. Alþýðuflokkur 10,5% (15,2%), Fram- sóknarflokkur 22,9% (18,9%), Bandalag jafnaðarmanna 0,0% (0,2%), Sjálfstæðisflokkur 29,7% (27,2%), Alþýðubandalag 10,8%, (13,3%), Flokkur mannsins 0,3%, (1,2%), Stefán Valgeirsson 0,0 (1,2%), Borgaraflokkur 4,2% (10,9%), Kvennalisti 21% (10,1%), Þjóðarflokkur 0,6% (1,3%). Þriðjungur kjósenda eða 33,3% var óákveðinn og tók ekki afstöðu til flokkanna í könnuninni og 7,8% þeirra sem spurðir voru neituðu að svara. Úrtakið f könnuninni var 600 manns og var skiptingin jöfn milli kynja og Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Morgunblaðið/EBB Svanfríður Jónasdóttir varaformaður og Ólafur Ragnar Grimsson formaður Alþýðubandalagsins kynna ályktanir miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins. Alþýðubandalagið: Stuðningur við gerð skammtímasamninga FORYSTA Alþýðubandalagsins sfyður gerð verðtryggðra skammtíma- samninga verkalýðsfélaga og atvinnurekenda, til að vega upp kjara- skerðingu undanfarinna mánaða sem metin er 9—10%, og að á næstu vikum verði hafinn undirbúningur að varanlegum kjarasamningum. Ef slíkir skammtimasamningar strandi á andstöðu atvinnurekenda og rfkisstjómar er hvatt til harðra aðgerða og víðtækrar baráttu. A fundi miðstjómar Alþýðubanda- lagBÍns var samþykkt einróma ályktun um kjaramál. Þar kemur fram að áhersluatriði Alþýðubanda- lagsins við gerð kjarasamnings til lengri tíma eru: „1. Leiðréttingar í þágu hinna lægst launuðu verði áfram efstar á blaði og stefnt verði að því að tiyggja öllum lágmarksafkomu sem miðast við 45—50 þúsund krónur á mánuði miðað við dagvinnutekjur. 2. Launagreiðslur verði verð- tryggðar til að koma í veg fyrir að stjómvöld geti áfram komið aftan að fólki f gegnum aukna verðbólgu. 3. Yfirborganir og launaskrið verði felld inn f umsamda launataxta. 4. Hrundið verði í framkvæmd ákvæðum um dagvistarmál úr kjara- samningunum 1980 en þar var gert ráð fyrir að þörf fyrir dagvistar- þjónustu bama verði fullnægt fyrir árið 1980. 5. Að nýtt lffskjaramat verði lagt til grundvallar mati á afkomu og tekjum og þar tekið mið af styttingu vinnutímans, möguleikum til að njóta samvista við fjölskyldu og böm, að- búnaði og öryggi á vinnustað, tækifærum til frekari starfsmennt- unar og lýðræðislegum áhrifum á stjóm eigin vinnu." Ólafur Ragnar Grfmsson formaður Alþýðubandalagsins sagði á blaða- mannafundi þar sem ályktunin var kynnt að Alþýðubandalagið styddi þá þróun sem verið hefði innan Al- þýðusambands íslands að samning- amir væru í höndum einstakra félaga. Hann sagði að taka verði upp nýjar baráttuaðferðir til að ná ár- angri í kjarabaráttunni, meðal annars með því að færa umræður og aðgerðir inn á vinnustaðina sjálfa. f ályktuninni er ekki tekin afstaða til Vestfjarðasamningsins og sagði Ólafúr Ragnar að enn væri óljóst hvað í þeim fælist. Þó væri ljóst að þeir væru það sérhæfðir, miðaðir við þarfír fískvinnslufólks á Vestfjörð- um, að þeir hefðu ekki fordæmisgildi fyrir aðra láglaunahópa í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.