Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 21
21 Hann var hangaguð eins og Óðinn. Hann var einnig margslunginn guð, því að hann gat bæði verið Merkúr og Mars, Óðinn og Týr. Um það eru til vitnis lærðar latínuskýringar frá Bem í Sviss (frá fjórðu til níundu aldar). Svo einkennilega vill til, að frá níundu öld, nánar tiltekið frá árinu 887, hefur heimsbyggðin fengið samtímaútskýringu á merkingu orðsins ís í nafni Islands, sem num- ið var af Ingólfi Amarsyni 13—17 ámm áður. Sú skýring kemur heim og saman við ægivald Rúdra. Þessa skýringu gefur hinn merki fræði- maður í Sánkti Gallusar-klaustrinu í Sviss, Notker málhalti. Þessi merki tónlistarmaður og brautryðjandi í ritun neuma skrifaði líka sögu Karlamagnúsar og í henni segir hann frá merkum sveitunga sínum, sem hét ísher og 'var liðsforingi í liði Karlamagnúsar. Maðurinn var greinilega hinn mesti grobbari, en ýmsar setningar benda til þekktra kafla úr Landnámu og fomaldar- sögum. Ég ætla að þýða þessa frásögn hér og ég veit að mér verð- ur fyrirgefíð, þótt ég íslenski nokkur ömefni. Dalurinn, sem nefndur er í sögunni, liggur að Sankti Gallusar-klaustri og fólk getur fundið hann á góðum landa- bréfum. í þessari sögu kynnumst við hermennsku-hliðinni á Esúsi. ísher úr Þórsárdal „Hinn göfugi Karlamagnús varð oftlega reiður, þegar hann þurfti að halda í leiðangur móti villimönn- um, ef einhver foringja hans þótti jafnfær til slíks verks. Þetta get ég sannað með athöfnum eins sveit- unga míns. Hann hét ísher úr Þórsárdal (Thurgau) og eins og nafnið bendir til, þá „fyllti hann vel hinn ógnvekjandi her“. Hann var svo hávaxinn, að menn hefðu talið hann vera af Anaksætt (5. Mósebók 2,10), ef ættmenn þeir hefðu ekki verið uppi alltof langt frá honum í tíma og rúmi. Þegar Þórsá (Thur) var bólgin og ijúkandi. og bylgjur hennar risu til himins, þá vildi hest- ur hans ekki hætta sér út í flaum- inn. Þá greip ísher í tauminn og teymdi hestinn á sund á eftir sér, og sagði: „Ég særi þig við nafn heilags Gallusar, að þú skalt fylgja mér, hvort sem þú vilt eða ekki!" Þessi maður fór í leiðangur með keisaranum og felldi Bæheima, Vilsa og Avara, rétt eins og sláttu- maðurinn grasið á enginu. Hann nengdi þá eins og smáfugla á spjót- ið sitt. Þegar hann kom sigursæll aftur heim í sveitina sína spurðu heimalningamir hann hvemig hon- um hefði komið Vínída-land fyrir sjónir. Hann leit á suma þeirra með fyrirlitningu, en reiðilega á aðra, og svaraði eins og venjulega: „Hvað varðar mig um slíkar halakörtur? Ég hengdi þá sjö, átta eða níu í einu á spjótið mitt og gekk um gólf með þá veinandi á sínu óskiljan- lega hrognamáli. Herra kóngurinn og ég hefðum aldrei átt að mæða okkur við að slást við önnur eins ormakríli.“ Var það ekki sagt til hróss Ölvi bamakarli, landnámsmanni á Suð- urlandi, að hann hefði ekki hent böm á spjótsoddum? Hann nam víst land einhvers staðar í grennd við Þjórsá. ís-nöfn í öðrum löndum Að undanteknum nöfnunum ísólfur, ísleifur og ísleikur er helst að finna ís-nöfn í Gísla sögu Súrs- sonar: ísi kóngur og ísgerður. Þar MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 fyrir utan eru ís-nöfnin ekki mörg í Islendingasögum, nema í þeim afleiddu myndum, sem ég hefi talið upp áður, og takið vel eftir því, að þar er einkum um að ræða kónga- nöfn, svo sem Haraldur og Eiríkur. Öll_ þessi nöfn eru kunn allt suður á'Italíu, þar sem engar forsendur em fyrir því, að nöfnin séu túlkuð á sama veg og íslendinga'r hafa túlkað þau í skólum sínum. Svo kemur undmnarefnið: Þjóðir, sem enga forsendu hafa til að tengja Is-nafnið við hafís, eiga miklu fleiri ís-nöfn en við. Þjóðveij- ar vom með yfir 80 slík nöfn á miðöldum. Þar við bætast ömefnin. Tökum dæmi: Miðaldaborgin íslevo, sem ég kalla ísleifs-borg, því að ísleifur er Islevus á latínu. Þetta er Eisleben í Þýskalandi. Þetta nafn vilja þýskir náttúm- nafnaskýrendur kalla Mýrarfenja- borg og byggja það á íslenska orðinu eisa. Sama sagan er með fljótanöfn, sem byggjast á nafninu ís. 'Nútíma málfræðingar vilja kenna þau nöfn við mýrar og drullu, en ég vil kenna þau við guðdóminn ís. Reyndar gætu verið tengsl á milli beggja merkinganna, því að hin helga borg á að vera umlukin vatni, samkvæmt trúarbragða- fræðilegum reglum. Þannig gæti orðið eisa verið leitt af ís-nafninu, en ekki öfugt. Trúlega munu mál- fræðingar hnussa við og segja: „Séra Kolbeinn er nú orðinn 150 ámm á eftir tímanum." Því er til að svara: „Ég er guðstrúarmaður, en ekki efnishyggjumaður. Þessir hópar manna geta aldrei mæst í túlkun sinni á trúarlegum viðfangs- efnum." Lokaorð Hér vil ég láta máli mínu linna að sinni. Vona ég, að mér hafi tek- ist að uppfylla loforð mitt um að gera grein fyrir rannsóknum mínum á þessu sviði. Þetta em að sjálf- sögðu engin lokaorð, því að margra ára rannsóknir hafa dregið margt í land af heimildum, sem styðja skoðun mína. Þessi greinargerð tafðist vegna þess að mig vantaði seinustu steinana í bygginguna. Þessa steina létu í té þeir Notker málhalti og Jan de Vries. Niðurstaða mín er því þessi: Ef við höfnum skýringu Land- námu á nafni íslands, þá blasa við eftirfarandi möguleikar: 1. ísland er land Alföður. 2. ísland er land karlmenna. 3. ísland er ægilegt land, saman- ber orðin Ægir og Ægisif. Hér hefur ekkert verið rætt um hinn ÍS-stofninn í sanskrít, sem merkir bjartleika. Vera kann, að sú merk- ing blandist saman við hinar í aldanna rás. Höfundur er prestur og kirkju- sagnfræðingur. Tryggðu sparifé þínu háa vexti á einfaldan og öruggan hált meÖ spariskírteinum ríkis- sjóðs og ríkisvíxlum Verðtryggð spariskírteini Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bjóðast nú í þremur flokkum og eru vextir á þeim allt að 8,5%. Söfnunarskírteini bera 8,5% vexti í 2 ár eða 3 ár og hefðbundin spariskírteini með 6 ára binditíma og allt að 10 ára lánstíma bera 7,2% vexti. Að binditíma liðnum eru hefðbundnu spariskírteinin innleysanleg af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heini- ilt að segja þeim upp. Segi hvorugur skírt- einunum upp bera þau áfram7,2% ársvexti út lánstímann, sem getur lengst orðið 10 ár. Verðtryggð spariskírteini rákissjóðs til sölu núna: um innlausnardag hvenær sem er næstu 6 mánuði eftir gjalddaga. Endurgreiðslan er miðuð við gengi þess dags. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna: Flokkur Lánstimi Ávöxtun Gjalddagi 1-SDR 3 ár 8,3% 11.jan. - 10. júlí ’91 1-ECU 3 ár 8,3% ll.jan,- 10. júlí '91 Flokkur Lánstimi Ávöxtun Gjalddagi l.fl.D 2 ár 8,5% 1. feb '90 l.fl.D 3ár 8,5% l .feb. '91 1. fl. A 6/10 ár 7,2% 1. fcb '94—'98 Iú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkis- víxlum til fyrirtækja og einstaklinga. Helsti kostur ríkisvíxla er sá, að á sama tíma og skammtímafjármunir eru varð- veittir á öruggan hátt bera þeir nú 33,1% forvexti á ári. Það jafngildir 41,3% eftirá greiddum vöxtum á ári miðað við 9Ö daga lánstíma í senn. Ríkisvíxlar: Gengistryggð spariskírteini |ý gengistryggð spariskírteini ríkis- lsjóðs eru bundin traustum erlendum gjaldmiðlum, sem verja fé þitt fyrir geng- issveiflum. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs eru annars vegar bundin SDR (sérstökum dráttarréttindum ) og hins vegar ECU (evrópskum reikningseiningum), sem eru samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í alþjóðaviðskiptum. Binditíminn er 3 ár og í lok hans færðu greiddan höfuðstól miðað við gengi á innlausnardegi auk vaxtanna, sem eru 8,3%. Hægt er að velja Lánstimi dagar Forvextir* Samsvarandi eftirá greiddir vextir Kaupverð 500.000 kr. vixils ■ 45 33,1% 40,2% 479.312 kr. 60 33,1% 40,6% 472.417 kr. 75 33,1% 40,9% 465.521 kr. 90 33,1% 41,3% 458.625 kr. • 15.1.1988 Ríkisvíxlar bjóðast nú í 45 til 90 daga. Þú getur valið um gjalddaga innan þeirra marka. Lágmarks nafnverð þeirra er 500.000 kr., en getur verið hvaða fjárhæð sem er umfram það. (Kaupverð 500.000 kr. víxils miðað við 90 daga lánstíma er kr. 458.625.) Samsetnlng SDR (Hlutföll (% ) m.v. gcngi 21/12 ’87). Fr. frankar 13,4 Samsetning ECU (Hlutföll (% ) m.v. gcngi 21/12 ’87). Pund 19,2 45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlárar. Ríkisvíxlar fást í Seðla- banka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91- frk. 699863, greiða með C-gíróseðli og fá 187 víxlana og spariskírteinin síðan send í Pund 12,7 ábyrgðarpósti. RIKISSJOÐUR ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.