Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 53 f- Ejjólfur Guðmunds- son - Kveðjuorð ur og þakkir til aldins samferðar- manns sem er sterkur í minning- unni. Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Kr. Gunnarsson Nú er hann afí farinn frá okkur og mikið eigum við eftir að sakna hans því það eru fáir sem hafa átt jafn skemmtilegan afa og við. Þar sem hann var, var alltaf eitthvað um að vera og margar kunni hann sögumar. Minnisstætt er mér þegar við fórum austur að Efri-Hömrum eitt sinn rétt eftir að hann tók bflpróf, að hann gleymdi að taka eina beygj- una og við keyrðum beint fram af og þá sagði afí: „Þessi bölvuð beygja var ekki hér seinast, þeir eru alltaf að breyta einhverju bless- aðir mennimir." Eða er hann kom að heimsækja okkur til Þýskalands, pabbi og mamma höfðu skroppið aðeins frá og hann sagðist ætla að skreppa aðeins niður í bæ (300 þús. manna borg), þó ekki talaði hann stakt orð í þýsku. Okkur fór að lengja eftir afa og var þá farið að leita að honum og fannst hann þá í hörku samræðum á bjórkrá því tungumálaerfíðleika lét hann ekki aftra sér og aflaði sér alls staðar vina. Alltaf gat maður leitað til afa ef mann vantaði hjálp og þá lá hann ekki á liði sínu. Oft tók hann bamabömin með niður á smábáta- bryggju þar sem hann hafði trilluna sína og á hann Friðrik sonur minn margar góðar minningar þaðan. Þótti okkur sárt að kveðja hann þann 17. janúar er við héldum aftur til Þýskalands því bæði hann og við vissum að þetta var okkar seinasta stund saman. Við biðjum guð að vemda og gæta elsku afa og lang- afa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir iiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem.) Dísa, Dieter og synir Fædd l.apríl 1913 Dáin 21. janúar 1988 í byijun þorra, eða þann 21. jan- úar, lést á Landakotsspítala amma mín og langamma okkar, Magnea Guðrún Ágústsdóttir, sem var fædd þann 1. apríl 1913. Andlát hennar er okkur þungbært. Þrátt fyrir að við vitum að þetta er leiðin okkar allra erum við alltaf svo óviðbúin og ósátt við að kveðja náinn ástvin. Amma var líka einstök kona sem átti fáa sína líka. Og núna þegar við kveðjum hana í hinsta sinn, koma upp í hugann margar minningar. Minningar sem allar em á einn veg, aðeins af hinu góðá. Mér verður hugsað til bemskuár- anna, en ég var svo lánsöm að fá að alast upp í sama húsi og amma og afi, sem var Jón Einarsson en hann lést árið 1983. Þrátt fyrir að ég byggi ekki á sömu hæð og þau, voru samverustundimar á efri hæð- inni hjá ömmu og afa allt að því eins margar og þær sem ég eyddi heima hjá mér, því að mér leið alltaf svo vel á efri hæðinni hjá þeim. Ófáar vom máltíðimar sem dætur, tengdasynir og bamaböm þeirra áttu með þeim eða kaffíboðin með vinum og vandamönnum þar sem jafnvel var sungið eða lesin ljóð. Já, gestrisni ömmu var mikil. Allt varð að vera sem best fyrir okkur hin, því alltaf hugsaði hún síðast um sig sjálfa. Veikindi sín þurfti hún að bera í mörg ár og síðustu árin Fæddur 5. apríl 1894 Dáinn 20. janúar 1988 í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn elskulegur, Eyj- ólfur Guðmundsson, Lindargötu 22a, Reykjavík, fyrmrn verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Hann var fæddur 5. apríl 1894 í Móakoti í Ölfusi, en lézt á Borg- arspítalanum 20. janúar sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Foreldrar hans vom hjónin Guð- mundur Bjömsson bóndi og Guðrún Helgadóttir. Eyjólfur átti eina syst- ur, Þórunni, sem lézt 1986 í hárri elli og einn hálfbróður, Ingimund, sem látinn er fyrir nokkmm ámm. Eyjólfur flutti með foreldmm sínum og systur að Bakka í Ölfusi °g bjuggu þau þar þangað til móðir- in lézt og var Eyjólfur þá átta ára gamall. Ekki var mögulegt fyrir föðurinn að búa einan með ungum bömun- um, þar sem enga konu var að fá til þess að taka að sér að annast bömin. Guðmundur brá því búi og varð að láta bömin frá sér. Eyjólfur fór að Þurá, en Þómnn að Auðs- holtshjáleigu í Ölfusi. Eyjólfur átti heima á Þíirá þang- að til hann var um fermingu, en þá réðist hann sem vinnumaður að Lágum í Ölfusi, sem nú heitir Hraun. Þar famaðist honum vel og var honum treyst fyrir ábyrgðar- miklum störfum, því að Eyjólfur var traustur og greindur maður. Á hveiju hausti fór hann með hest- vagnalestir með landbúnaðarafurð- ir yfír Hellisheiði til Reykjavíkur. Mér er minnisstætt að einu sinni fékk ég Eyjólf til þess að segja skólabömum frá þessum ferðum sínum. Bömin héldu að þetta væri skáldsaga en ekki raunvemleiki sem hann lýsti fyrir þeim. Hann sagði svo skýrt og greinilega frá, að maður sá atburðarásina ljóslif- andi fyrir sér. Oft mun hann hafa lent í erfíð- leikum í þessum ferðum, en hann gerði lítið úr þeim, brosti bara og tók_ svo í nefíð. Árið 1918 kvæntist Eyjólfur Sigríði Magnúsdóttur frá Hrauni í var svo komið að hún komst varla um heima hjá sér, hvað þá að hún kæmist út undir bert loft. En aldrei heyrðist uppgjafartónn eða kvart eða kvein. „Ég sem get hlustað á útvarp, lesið og horft á sjónvarp," sagði hún, þótt hún ætti í æ ríkara mæli erfíðara með það eins og annað. Já, þannig var hún, lífsþróttur hennar og dugnaður var ótrúlegur. Hún fylgdist vel með öllu og hugur henn- ar og áhyggjur vom fremur hjá okkur hinum, ef veikindi eða eitt- hvað annað amaði að okkur, þó svo að það væm smámunir samanborið við það sem hún mátti þola. Af þessu mættum við margt læra. Síðustu ár sín var hún svo lánsöm, að búa hjá yndislegri dóttur sinni og tveimur bamabömum, sem reyndust henni einstaklega vel og kepptust þau um að létta henni lífið eins og frekast var unnt og var unun að sjá hve góð og nærgætin þau vom við hana. Hjá þeim er sorg- in og missirinn mestur, en við biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja í sorg sinni. Við hjónin og bömin okkar fjögur höfum búið síðustu árin í öðm byggðarlagi, en aldrei var sú Reykja- víkurferð farin að við litum ekki við hjá ömmu, því alltaf fómm við það- an aftur endumærðari en við komum. Nú síðast kom ég þar við á ferð minni, með yngsta son minn með mér, það var aðeins tíu dögum áður en amma kvaddi þennan heim. Ölfusi, sem lézt 1977. Þau bjuggu í Reykjavík frá 1920. Þeim hjónum varð átta bama auðið og em þau öll hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Bömin em þessi: Marta Guðrún, gift Jóni Sigurþórssyni, sem látinn er, sambýlismaður hennar er Óskar Guðlaugsson; Guðmundur, kvæntur Guðbjörgu Guðlaugsdóttur; Sigrún, gift Erik Söderin, sem nú er látinn; Gunnlaugur, ókvæntur; Magnús, kvæntur Margréti Sigþórsdóttur; Ásgeir, kvæntur Sigrúnu Víglunds- dóttur; Kristinn, kvæntur Ólöfu Huldu Sigfúsdóttur; og Ásthildur, gift Þórði R. Jónssyni. Þau hjónin vom ætíð áhugasöm um að halda fjölskylduböndunum sterkum og hvöttu böm sín í einu og öllu til þess að halda trausti hvers annars. Þegar Eyjólfur flutti til Reykjavíkur hóf hann störf hjá Reykjavíkurborg. Lengst vann hann sem verkstjóri við gatnagerð borg- arinnar. Sökum reglugerðar um aldurs- takmörk opinberra starfsmanna varð hann að láta af störfum, þó að starfsþrekið væri að mestu óbil- að. Eyjólfur var ætíð mikill jarðrækt- armaður og átti margar ánægju- stundir við garðyrkjustörf. Öll árin sem hann bjó í Reykjavík hafði hann garðland á leigu og naut þess í ríkum mæli að hlúa að ræktuninni og sjá svo árangur erfíðisins að haustinu við uppskemstörfin. Eftir að hann lét af ströfum hjá Reykjavíkurborg sneri hann sér að garðyrkjustörfunum og átti margar ánægjustundir í garðlandi sínu. Þar byggði hann sér snoturt garðhús og jarðhús fyrir uppskeruna og var mikil piýði að því. Fæstir munu trúa því að öldung- urinn skyldi taka þátt í því að setja niður í garðinn sinn í síðasta skipti á sl. vori, en um haustið treysti hann sér ekki í uppskerustörfín. Heimilisbragurinn á Lindargötu 22a var þannig að þar var oftast mannmargt í heimili, en alltaf nóg rými til þess að hýsa þá, sem þurftu á gistingu að halda. Alltaf var at- Með þessum fátæklegu orðum þökk- um við henni fyrir allt og allt. Söknuðurinn er sár, en minningin bjarta mun lifa áfram meðal okkar. Hvíli hún í Guðs friði. Aldrei mætzt í síðasta sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál það haf í minni harmakveðju stundum 1 Þótt vér sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. Þótt vér hljótum hér að kveðja hjartans vini kærstu þrátt, indæl von sú oss má gleðja, aftur heilsum vér þeim brátt. Hrellda sál, það haf í minni harmakveðju stundum á: Aldrei mætzt í siðasta sinni sannir Jesú vinir frl (Helgi Hálfdánarson) H. Vilhjálmsdóttir og fjölskylda Magnea G. Agústs- dóttir — Minning hvarf fyrir vini bamanna þrátt fyrir nauman húsakost og ætíð veitt hressing þó af litlu væri að taka. Margir Ármenningar munu minnast góðra stunda á heimilinu á Lindargötunni, þegar verið var að búast til skíðaferða í Jósepsdal, eða hittast eftir leikfimi- og hand- boltaæfíngar. Eyjólfur og Sigríður stuðluðu mjög að íþróttaiðkun bama sinna og bamabama og sýndu ótrúlegan áhuga á því að fylgjast með ferða- lögum og útivist þeirra. Tengdafaðir minn átti því láni að fagna að geta búið heima á Lind- argötu að mestu til dánardægurs og er það að þakka syninum Gunn- laugi, sem ætíð bjó heima hjá foreldrunum. Hann annaðist föður sinn af mestu umhyggju og vék sjaldan frá honum sl. tíu ár, eða eftir lát Sigríðar móður sinnar. Með Eyjólfí Guðmundssyni er horfin ein persóna af aldamótakyn- slóðinni, sem með dugnaði og elju leiddi okkur, sem miðaldra erum, inn í þetta velmegunarþjóðfélag, sem við lifum í núna. Við mættum una vel, ef okkar kynslóð skilaði eins vel af sér hlutverkinu og hin svokallaða aldamótakynslóð gerði. Blessuð sé minning Eyjólfs Guð- mundssonar. Margrét Sigþórsdóttir Nú er afí minn blessaður farinn yfír móðuna miklu, sem er leið okk- ar allra. Afa á Lindargötunni kynntist ég best í kálgörðunum, þegar var verið að taka upp eða setja niður. Ég fór alltaf með pabba, aldrei var afí seinni en við upp í garð. I mínum augum var hann höfðingi kálgarðanna. Allir áttu skúr fyrir kartöflumar, en skúrinn hans var okkur hinum sem höll. Alltaf hafði afí kynt upp þegar kalt var og rigning. Afí var oft með sultardropa á nefínu þegar verið var að taka upp. Ég hugsaði oft af hveiju þessi dropi væri þama. En seinna fékk ég líka sultardropa. Þá fór ég að skilja hlutina betur. Það komu margir í skúrinn til hans og sögðu: Mikið er hlýtt og notalegt hjá þér, Eyjólfur minn. Já, já, sagði hann og reri eins og hann gerði nú oft í stólnum við hliðina á borðinu og fékk sér í nefíð úr bauknum sínum. Ég minnist þessa hægláta og hógværa manns sem alltaf var boðinn og búinn að greiða götu hvers manns sem til hans leit- aði. Nú kveð ég afa minn á Lindar- götunni hinstu kveðju. Þakka honum öll hans hlaup, hlýju, kær- leika hans og skilning. Guð geymi afa minn. Nanna litla t Sonur minn, faðir okkar, tengdafafiir og afi, SKÚLI SKÚLASON, lést þann 16. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. AuðurJóna Antonsen, Gunnar Skúlason, Bjarney M. Jónsdóttir, Guðrún Auður Skúladóttir, Kristinn Nielsson, Bergmann Skúlason, Freyja Kjartansdóttir og barnabörn. t Hjartans þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúö við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HANSBORGAR V. JÓNSDÓTTUR frá Einarslóni. Sérstakt þakklæti til fólksins á Hellissandi fyrir stórkostlegar móttökur og hjálp vegna athafnarinnar þar. Einnig færum við þakkir til starfsfólks A4 gangi Hrafnistu i Reykjavík. Guðjón Matthíasson, Huldfs Annelsdóttir, Ásgerður Annelsdóttir, Anna Annelsdóttir, Þorkell Guðmundsson, Björk Lárusdótttir og barnabörn. t Þökkum öllum er auðsýndu okkur samúð og stuöning við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVÖVU HJÁLMARSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Unufelli 25. Innilegustu þakkir til starfsfólks og lækna deildar IA Landakots- spítala. Guð blessi ykkur öll. Ágúst Alfonsson, Sigurbjörg Alfonsdóttir, Unnsteinn Alfonsson, Örlygur Bjarnason, Sara Huld Örlygsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför eiginmanns mins, sonar, föður, tengdaföð- ur og afa, ÞÓRHALLS ÞORSTEINSSONAR, bókbindara, Bollagötu 10, Reykjavik, Hulda Gunnlaugsdóttir, Sigurjóna Jakobsdóttir, Gunnlaugur Örn Þórhallsson, Sigurjóna Þórhallsdóttir, Karl Ottesen, Þóra Þórhallsdóttir, Halldór Konráðsson, Þorsteinn Þórhallsson, Sigrún Eiriksdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.