Morgunblaðið - 02.02.1988, Page 45

Morgunblaðið - 02.02.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 45 Afmæliskveðja: Magnús Bjarnason bóndi Birkihlíð í dag, 2. febrúar, er frændi minn, Magnús Bjamason bóndi í Birkihlíð í Reykholtsdal, sjötíu ára. Þegar ég var strákur var mér komið fyrir í sveit á Skáney, en þar bjuggu þá foreldrar Magnúsar, þau Bjami Bjamason bóndi og orgelleikari og kona hans, Helga Hannesdóttir, móð- ursystir mín frá Deildartungu. Eg var í mörg sumur snúninga- strákur á Skáney. Þar var mann- margt og þar rfkti mikil gleði og kátína, jafnframt því að fólki var haldið að vinnu svipað og þá gerð- ist. Hestar vom margir og þeir tömdu notaðir til dráttar, undir heyband, að ég ekki tali um til reiðar. Mér fannst þá langt að færa fólkinu matinn á engjamar, en til þess hafði ég í nokkur sumur mósótta meri, fíngenga, og kom það sér vel. Ég reiddi þverbakspoka með mörgu matarkyns, og lá hann yfír hnakkkúl- una og læri mér. Þá var ég oft með súpubrúsa íklæddan pijónahólk, og reiddi ég hann fyrir framan mig á hnakkkúlunni. Ég hafði mikið að gera í þessu trúnaðarstarfí, en var stundum óánægður með þá mósóttu af því hún hafði vit fyrir mér og fór mátulega hratt. Aftur á móti hef ég metið það við hana hvað hún var fíngeng, og gott fyrir lítinn pilt að koma öllu því, sem færa þurfti engja- fólkinu, heilu að matartjaldinu. Á þessum summm kynntist ég vel öllu fólkinu sem var á Skáney, en eðlilega sumu sumarfólkinu meira og öðm minna. En Magnúsi frænda mínum kynntist ég vel, enda þó hann væri fáum ámm eldri en ég. Við brölluðum margt, lögðum undir okk- ur stórt holt og byggðum þar vegi og brýr og bjuggum okkur til bfla af mismunandi gerðum. Um tíma var Holtið okkar annað heimili, svo gam- an höfðum við af að ráðskast þar og skipuleggja. Hestar vom margir og góðir á Skáney. Þar vom þrír mósóttir fíngerðir reiðhestar. Þeir hétu Dúr, Moll og Mósi og vom hestar hjón- anna og elstu dótturinnar, Vigdísar. Þar vom hlaupahestar eins og Hrani og hæfíleikahestar eins og Þjálfí og Óðinn, svo fáir séu taldir. Við unga fólkið nutum þess að ríða oft út, heimsækja frændfólk okkar á næstu bæjum, fara í sund- laugina eða á samkomur hjá Ungmennafélaginu. Á hverju sumri riðum við niður að Stóra-Kroppi og Kletti, og oftast fómm við eina ferð suður í Lundarreykjadal að heim- sælqa frændfólki okkar á Oddsstöð- um. Þá var oft mikið hlegið og sögur sagðar, og stundum létum við gæð- ingana spretta vel úr spori, eða við teygðum þá á góðganginum á heim- leiðinni. Skáney var landmikil og góð jörð, og Bjami, faðir Magnúsar, stóð þar fyrir miklum framkvæmdum, bæði í byggingu útihúsa og jarðrækt. Böm þeirra hjóna, Helgu og Bjama, vom þijú, og öll settust þau að á fæðingar- jörð sinni. Guðráður Davíðsson, maður Vigdísar Bjamadótcur, byggði nýbýlið Nes, en Magnús og kona hans, Brynhildur Stefánsdóttir frá Flatey byggðu nýbýlið Birkihlíð, Vil- borg sem var í miðið, giftist Marino Jakobssyni og bjuggu þau lengi á heimajörðinni Skáney. Á Skáney var mikið músíklíf. Bjami, faðir Magnúsar, var í áratugi orgelleikari í mörgum kirlqum og þjálfaði þar kirlqukóra. Þá var hann kennarí í Hvítárbakkaskóla og sfðar í Reykholtsskóla. Hann stofnaði kar- lakórinn „Bræðuma" og stjómaði honum í áratugi. Var mikið um að vera þegar „Bræðumir" komu að Skáney til að æfa sig í söng, grípa í spil og spjalla saman. Helga spilaði á gítar. Úr þessum jarðvegi var Magnús, og snemma fór að bera á músík- hæfíleikum hans. Ungur var hann þegar hann fór að leika í danshljóm- sveit með frændum sínum, Sveinbimi Þorsteinssyni frá Hurðarbaki og Jak- ob Jónssyni á Varmalæk. En hann fékk sér fljótlega forláta harmonikku og náði á stuttum tíma góðum tökum á henni, og lék hann næstu árin víða á samkomum. Til að auðvelda sér ferðalögin á og af böllunum fékk Magnús sér mótorhjól eitt mikið. Mér fannst mikill „stæli" yfir Magnúsi þegar hann gat klukku- tímum saman látið fólkið — oft troðfullt hús af fólki — svífa um gólfið undir tónaflóði nikkunnar, og það söng þá „Á hörpunnar óma“, „0, Jósef, Jósef" og „Viltu með mér vaka í nótt" af innlifun, krafti og kærleika. Magnús fór ungur í Reykholts- skóla og seinna f bændaskólann á Hvanneyri. Með dvöl sinni þar fór hann að búa sig undir starf bónd- ans. Það var líka hans vettvangur þó hann hefði getað haslað sér völl, nánast hvar sem hann hefði valið sér, slíkur maður er Magnús. Ungu hjónin, Magnús og Bryn- hildur, fóm nú að koma sér fyrir á nýbýlinu, byggja hús, kaupa vélar og rækta og fjölga búpeningi. í mörg hom var að líta, en þau gáfu sér líka tíma til að rækta fagran blómagarð, sem stendur sunnan og austan við íbúðarhúsið, er þar nú slíkur unaðs- reitur að óvíða sjást aðrir slíkir. Ofan við bæinn Birkihlíð stendur Skáneyj- arbungan, þar hafa þau hjón plantað þúsundum plantna, vestan við skóg- ræktargirðingu sem Helga, móðir Magnúsar, húsfreyja á Skáney, hóf í ræktunar- og gróðrarstörf fyrir langa löngu. Magnús hefur af mörgu gaman. Músíkin hefur alltaf setið í hásæti í Birkihlíð en veiðiskap hefur hann stundað í vaxandi mæli. Árlega renn- ir hann fyrir lax í einhveija af bergvatnsám héraðsins, en þegar jörð fer að grána og ijúpan að hópa sig, þá fer Magnús að huga að henni. Af veiðiskap hvers konar hef- ur hann mjög gaman. Ég hef þvf miður ekki þessa veiði- náttúm og hef því ekki notið þess nema sjaldan að fara með Magnúsi til veiða. Það hefur þó gerst að við höfum tengt saman ánægju beggja og farið ríðandi inn á Amarvatnsheiði í nok- kurra daga veiðiferðir. Sérstaklega man ég eftir ferð sem við fómm fimm saman. Ég og Ingigerður, Magnús og dóttir hans, Elín, og Guðmundur heitinn Ásmundsson. Við riðum þessa fögm leið frá Birkihlíð og inn á Amarvatnsheiði. Við vomm með gnægð góðra hesta, svo ferðin sótt- ist vel og dásamlegt veður dró fjöllin og jöklana nær okkur og varpaði á þá slfkum litum að sjaldgæft er að sjá. Það var áliðið þegar við komum í kofann við Álftakrók, en Magnús vildi leggja netin strax og var það gert. Við veiddum vel og var það mest Magnúsi að þakka. Hann var svo útsjónarsamur, Iaginn og róleg- ur. Við höfðum með okkur tökuhest undir aflann og var hann með gnægð fiska í töskunum þegar heim var haldið. Gaman var þá að koma að Birkihlíð eins og jafnan endranær, þar höfðum við notið gestrisni og vináttu alla tíð. Synir okkar Ingigerðar nutu þess að vera snúningastrákar í Birkihlíð. Frá því ég var á Skáney og þar tíl þeir vom í Birkihlíð hafði átt sér stað bylting í landbúnaði. Vélar höfðu tekið við, en reiðhestar vom notaðir æskunni til gleði og þroska. Við Ingigerður emm þakklát hjónun- um í Birkihlíð fyrir að taka strákarva af okkur í mörg sumur og aðstoða okkur við uppeldi þeirra. Magnús og Brynhildur eiga 5 mannvænleg böm, þau em: Elín húsmæðrakennari, gift Ara Teitssyni, ráðunaut á Hrísum, S-Þing., Helga, fóstra, gift Sigurði Krisófer Péturssyni, lækni á Akur- eyri, Guðfinna sjúkraliði, gift Gylfa Karlssyni rafvirkja, Akranesi, Stefán trésmiður á Akranesi, kvæntur Kristjönu Kristjánsdóttur hjúkmnar- konu, og Magnús búfræðingur í Birkihlíð. Þá ólu þau upp Bjama Viðarsson, son Elínar. Hann er verkfræðingur og stundar nú framhaldsnám í Kaup- mannahöfii. Bjami er giftur Sólrúnu Halldórsdóttur frá Grandarfírði, sem nemur viðskiptafræði. í ákaflega mörg ár hef ég látið síðustu sumarhestaferð mína enda í Birkihlíð. Þar dreg ég undan klámn- um og horfi á eftir þeim skokka upp Bunguöxlina í átt til „Norðurlands- ins“. Þar njóta þeir skjóls og góðrar haustbeitar þar til ég tek þá á hús. Þau em því mörg orðin árin sem við frændumir höfum haldið vinskap, og það veit ég að svo mun verða meðan báðir ráða, að ég mun koma í sfðustu sumarferð mína að Birkihlíð, ríðandi um réttimar, og láta hesta mína ganga létt og bera höfuðin hátt þeg- ar ég ríð upp Holtið og fram hjá Pillubletti. Þá er ég viss um að Magn- ús lítur niður veginn og veit hver er að koma. Við Inga sendum frænda mfnum og fólkinu í Birkihlfð bestu kveðjur f tilefni af 70 ára afmælinu. Hjalti Pálsson wmmmmmmmmmmrnmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm wmmmmmmmmmmKmmmmmmmmmmmmk DMUMtAr m GÆÐI NOTAGILDIOG FALLEGT UTLIT .„ar EINKENNA ÍTALSKA HÖNNUN F // A T í FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 688850 & 685100 r *&*$*&*'*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.