Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 29 Austurríki: Nýfundið skjal gæti bendlað Waldheim við stríðsglæpi Reuter Þessi mynd birtíst i vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel og sýnir ljósrit af simskeytí sem sagt er votta að Kurt Waldheim forsetí Austurríkis hafi gerst sekur um striðsglæpi. ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Vestur-þýska vikuritíð Der Spiegel birtir í nýjasta heftí sínu skjal sem gætí afdráttarlaust bendlað Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, við striðsglæpi i heimsstyijöldinni siðari. Skjalið er simskeyti sem króatísk her- deild sendi annarri þann 22. júli 1942. Þar segir: „Áríðandi. Laut- inant Kurt Waldheim i herfor- ingjaráði Stahls hershöfðingja fer fram á að 4224 fangar frá Kozara, aðallega konur og börn og um 15 prósent eldri karl- menn, verði sendir i burtu: 3514 til Grubisino Pojje og 730 til Semlin." Tímaritíð segir að fjöl- margir þessara hafi síðar týnt lifi í fangabúðum nasista. Waldheim var birgðaliðsforingi í þýska hemum í Banja Luka á þessum tíma. Borgin var í höndum Króata. Þýski herinn og króatískar herdeildir höfðu nýlokið hörðum aðgerðum gegn andspymuhreyf- ingunni í Kozarafjöllum. Tugþús- undir manna höfðu flúið heimili sín og lent í fanga- eða flóttamanna- búðum. Ástandið í þeim var hroðalegt. Þúsundir létust en stór hluti karlmannanna, sem lifðu af, var sendur í þrælkunarbúðir. Waldheim hefur margsinnis end- urtekið að hann hafi ekkert haft með fanga að gera á stríðsárunum. En í bókinni „Fúr die Richtigkeit Kurt Waldheim", eftir svissneska blaðamanninn Hanspeter Bom, kemur fram að eitt af hlutverkum birgðadeildarinnar var að finna föngum samastað. í starfslýsingu fyrir deildina segin „5) Fangar. Hver deild á að útbúa bækistöð fyrir fanga. Fyrirskipanir um brott- flutning fanganna verða gefnar eftir aðstæðum." Fangabúðimar Grubisino Polje og Semlin vom í Króatíu. Fangar höfðust yfirleitt ekki lengi við þar heldur voru sendir áfram í fanga- búðir nasista í Júgóslavíu eða þrælkunarbúðir þeirra í Noregi. Þúsundir karlmanna voru sendir frá Semlin til Noregs, til dæmis í vegavinnu, á þessum tíma. Dusan Plenca, fyrrverandi yfír- maður hemaðarskjalasafns Júgó- slavíu, fann skeytið semDer Spiegel birtir. Tímaritið greiddi yfir 1,5 milljónir ísl. kr. fyrir það og önnur gögn sem Plenca hefur fundið. Þar á meðal er mynd af Waldheim með hinum illræmda Ante Pavelic, lepp Hitlers í Króatíu og leiðtoga Ust- aschas-flokksins. Menn Pavelics veittu herforingjaráði Stahls hers- höfðingja orður fyrir góða frammi- stöðu í baráttunni um Kazara. Waldheim hlaut silfurorðu með eik- arlaufi áður en hann fór frá Banja Luka í lok júlí 1942. Talsmaður Waldheims í Vín sagði að skeytið í Der Spiegel hlyti að vera falsað þegar hann var fyrst spurður um það. Hann sagði að Waldheim hefði ekki haft vald til að skipa fyrir í hemum. Hann neit- aði síðar að svara spumingum varðandi skeytið og sagði að al- þjóðleg nefnd sagnfræðinga, sem nú er í Vín, yrði að dæma um gildi skeytisins. Blaðamenn Der Spiegel efast ekki um að það sé ósvikið en vesturþýski sagnfræðingurinn Manfred Messerschmied, sem á sæti í sagnfræðinganefndinni, vildi ekki dæma um gildi þess í sjón- varpsviðtali á laugardagskvöld. Nefndin hefur nú beðið Plenca að leggja fram sjö skjöl varðandi Reuter Júgóslavneski sagnfræðingur- inn Dusan Plenc. Waldheim, sem hann hefur undir höndum, svo að hún geti fjallað um þau í lokaályktun sinni sem hún hyggst leggja fram í Vínarborg 8. febrúar. Skeytið er eina skjalið sem hefur fundist sem gæti tengt Waldheim við stríðsglæpi. „Það gæti sýnt að glæpsamlegum fyrirskipunum var komið til skila," sagði Simon Wies- enthal í samtali við austurríska vikuritið Profíl. Æ fleiri greinahöf- undar dagblaða og stjómmála- menn, sem studdu Waldheim lengi vel, hafa snúist gegn honum að undanfömu og sagt að hann verði að segja af sér embætti, hver sem niðurstaða sagnfræðinganefndar- innar verður. Þeir telja hann gera landinu of mikið ógagn með þvi að sitja í forsetastóli og telja að deilunum um hann muni ekki ljúka þótt hann verði hreinsaður af öllum gmn um stríðsglæpi. Sannleiksgildi orða hans hefur of oft verið hrakið til að hann geti treyst siðferðisþrek þjóðarinnar. En Rudolf Kirchschlá- ger, fv. forseti landsins, sagði hinsvegar í sjónvarpsviðtali áður en króatíska skeytið kom fram að Waldheim ætti ekki að segja af sér hafi hann enga glæpi framið í stríðinu. Hann sagði að við það gætu Austurríkismenn misst það sjálfstraust, sem þeir hafa byggt upp á undanfömum 40 ámm og sama úrræðaleysið gæti gripið þá og hijáði þjóðina á ámnum milli stríða. Hann taldi því betra fyrir Austurríki að Waldheim sæti áfram en að hann segði af sér. Tvísýn atkvæðagreiðsla um aðstoð við skæruliða Bandaríkjaþmg: Verður afgreidd í fulltrúadeild á morgun og í öldungadeíld á f östudag Washington, Stokkhólmi. Reuter. TALSMENN Bandaríkjastjórnar og leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar á þingi, demókrata, eru hvorir um sig vissir um að bera sigur úr býtum í atkvæðagreiðslu um 36 milljón dollara aðstoð við skæruliða í Nicaragua. Verður gengið til atkvæða um hana í fulltrúadeildinni á miðvikudag en i öldungadeildinni á föstudag. Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, hefur nú lokið ferð sinni um nokkur Evrópulönd og hefur heim með sér yfirlýsingar fjög- urra ríkisstjórna um stuðning við friðaráætlun Mið-Ameríkuríkja. friðaráætluninni frá í ágúst síðast- liðnum. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti lætur einskis ófreistað til að vinna tillögunni brautargengi og í kvöld, þriðjudagskvöld, ætlar hann að flytja sjónvarpsávarp til þjóðar- innar. Dagblaðið The Miami Herald sagði á sunnudag, að Hvíta húsið hefði lagt á ráðin um að biðja er- lendar ríkisstjómir um að styðja skæmliða ef tillagan verður felld á þingi. Shultz utanríkisráðherra var Moskva: spurður um þessa frétt og svaraði því til, að hún væri úr lausu lofti gripin. Hann lagði hins vegar áherslu á, að hvorki hann né forset- inn mundu gefast upp í baráttunni fyrir friði í Mið-Ameríku og ekki aðeins friði, heldur einnig frelsi. Ortega Nicaraguaforseti hélt í gær heim úr ferð sinni til nokkurra Evrópulanda þar sem hann reyndi að afla stuðnings við friðaráætlun Mið-Ameríkuríkjanna. Hafa stjóm- völd á Ítalíu, Spáni, Noregi og Svíþjóð lýst yfír vilja sínum til að fylgjast með framkvæmd áætlunar- innar og einnig hétu Svíar auknum fjárstuðningi við sandinistastjóm- ina. Rigningar í Belgíu Að undanfömu hafa verið miklar rigningar í Belgú, svo jafnvel hefur gætt flóða á stöku stað. Hér á myndinni má sjá bogana í garðinum Parc de Cinquantinaire í Brussel speglast í vatninu sem eftir sat þeg- ar skýfallinu linnti loks eftir margra daga úrhelli. Garðurinn er mjög vinsæll til síðdegisgönguferða hvort heldur hann hangir þurr eður ei. „Við munum vinna þessa at- kvæðagreiðslu," sagði George Shultz, utanríkisráðherra, um tii- lögu stjómarinnar um frekari aðstoð við skæruliða en Thomas Foley, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Washington, kvaðst vera jafn viss um, að hún yrði felld. I tillögunni segir, að aðeins 3,6 milljónir dollara af 36 skuli vera bein hemaðaraðstoð en andstæð- ingar hennar halda því fram, að aðstoðin geti samt grafið undan til- raunum fimm forseta í Mið-Amerí- kuríkjum til að hrinda í framkvæmd Fundur um mannréttindamál leystur upp Moskvu, Reuter. ÓEINKENNISKLÆDDIR örygg- islögreglumenn og Iögregluþjón- ar leystu upp fund fulltrúa alþjóðlegra mannréttindasam- taka og sovéskra andófsmanna í Moskvu á sunnudagskvöld. Fimm Sovétborgarar voru handteknir en þeim var sleppt úr haldi síðar um kvöldið. Fundurinn fór fram í íbúð í Moskvu og sóttu um 70 manns hann. Tveir Bandaríkjamenn, full- trúar Helsinki-mannréttindasam- takanna, voru þar staddir og hugðust þeir ræða við sovéska and- ófsmenn og fulltrúa sovéskra mannréttindasamtaka. Níu lög- regluþjónar og þrír óeinkennis- klæddir KGB-menn birtust skyndilega og skipuðu þeir fólkinu að fara til síns heima. Fimm voru handteknir sökum þess að þeir höfðu ekki skilríki sín handbær en þeim var sleppt síðar. Skilríki allra þeirra sem voru við- staddir voru rannsökuð þar á meðal skilríki Bandaríkjamannanna tveggja. 21 fulltrúi Helsinki-sam- takanna, sem hafa það markmið að fylgjast með því að ákvæði Hels- inki-sáttmálans séu virt, komu til Sovétríkjanna í síðustu viku til við- ræðna við embættismenn, andófs- menn og fulltrúa sovéskra mannréttindasamataka. erlén't
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.