Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 49
hann um dagana, en væntanlega verður um það fjallað af öðrum. Strax sást að þar fór maður, sem eftir var tekið og sópaði að. Fram að hans hinstu stund átti ég og heimili mitt vináttu hans, en hér í Rangárvallaprófastsdæmi áttum við svo frábært samstarf í liðlega 12 ár. Hjá honum skiptust á gaman- semin og alvaran: Alvaran og virðuleikinn þegar hann þjónaði í kirkjunni og gamansemin þess ut- an. Gamansemi hans var raunar við brugðið. Sá hann vel það skoplega í fari annarra, en ekki síður hjá sjálfum sér. Hann var mikill sam- kvæmismaður og þurfti ekki annað en að segja á sinn sérstæða hátt: Hvað er þetta? Þá gat hann látið heilt samkvæmi bókstaflega veina af hlátri. Hann þorði alltaf að segja mönnum sannleikann, en fékk stundum svona og svona þakkir fyrir. Það munaði allt af um séra Hannes, þar sem hann tók eitthvert mál að sér. Söngelskur var hann og lék vel á orgel. Fagra kapellu útbjó hann heima hjá sér. Hann var gestrisinn og höfðingi mikill heim að sækja. Hinni einstæðu góðsemi hans og höfðingslund við son okkar gleym- um við hjónin aidrei. Og vinátta séra Hannesar og Njáls okkar var mikil. Eitt atvik kemur í hugann, er Njáll var 4 ára. Séra Hannes var að fara frá okkur og hafði hrifið drenginn svo, að sá litli sagði: „Þú ert svo skemmtilegur að þú verður að koma fljótt aftur og sitja þá í gluggakistunni hjá mér.“ Einhverju sinni messaði séra Hannes hjá mér og ég í annan tíma hjá honum. Þá sem oftar var með okkur hið ánægjulegasta og eftir- minnilegt samstarf. Allt er þetta nú þakkað og þá alveg sérstaklega ógleymanlegu samverustundimar, þegar hann var hjá okkur á Berg- þórshvoli og þreyttist aldrei á að gleðja drenginn okkar. Alltaf fylgdu þau honum, hressi- • leikinn og gleðin. Það mátti vera meira en steindauð samkoma ef hann gat ekki lyft henni upp og margir höfðu orð á því, hve vel þeim liði í návist hins glaða manns. Þar held ég líka að fáum hafí leiðst og svo sannarlega var eftir honum tekið, hvar sem hann fór enda var hann í engu meðalmaður. Allt hjá honum var veglegt og stórt í snið- um. Og þegar ég tók eftir var hann sóknarbömum sínum hlýr og hjálp- samur. Hjarta hans var bæði hlýtt og viðkvæmt og trygglyndið frá- bært. Hið stórbrotna og fagra var fljótt að hrífa huga hans. Séra Hannes í Fellsmúla var víðkunnur skörungsklerkur, sem bar mikla og sanna lotningu fyrir Guði og kirkjunni. Hann setti mik- inn svip á umhverfi sitt og sína löngu einveru bar hann af fágætri reisn. Ég hugsa til allra samvemstund- anna í Skálholti, er við vomm þar á hveiju hausti með fermingarböm- um Rangárþings og sér æskulýðs- starfið okkar þar á bak traustum og frábæmm presti. Þann þátt rækti hans af einstakri kostgæfni og lék ævinlega á als oddi, hvort heldur hann var þar með bömunum í leik eða starfí. Og svo kær sem þau vom honum var hann ekki síður kær þeim. Þau máttu hreinlega ekki af honum sjá. Presturinn góði átti svo einstaklega auðvelt með að gleðja bömin. Hann var afburða fræðari. Og í kirkjunni vildi séra Hannes hafa alla hluti rétta og umfram allt fara rétt með hin helgu sannindi. Ég vissi að séra Hannes átti allt- af eina ósk og þar bænheyrði Guð hann. Þetta er vel túlkað í 27. sálmi Davíðs 4. versi: „Eins hef ég beðið Drottin, það eitt þrái ég: Að ég fái að dveljast í húsi Drottins alla ævidaga mina til þess að fá að skoða yndis- leik Drottins, sðkkva mér niður í hugieiðing- ar í musteri hans.“ Ég og fjölskylda mín kveðjum svo séra Hannes með hlýju þakk- læti og virðingu og með þeim víðfrægu orðum Frelsarans, sem séra Hannes var svo skemmtilega ófeiminn við að boða: Et veritas liberabit vos. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 49 Hann andaðist á Landspítalanum í Reykjavík laugardaginn 23. janúar 1988 og fór kveðjuathöfn fram frá Skarðskirkju í gær, mánudaginn 1. febrúar og jarðarförin fer fram í dag frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Séra Hannes fæddist í Élfros, Saskatchewan í Kanada, 23. mars 1923, sonur Guðmundar Guð- mundssonar, bónda og konu hans, Elísabetar Jónsdóttur. Fluttist hann til íslands 1925 og ólst upp hjá móðursystur sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur í Reykjavík. Hann átti góð æskuár hjá stjúpu sinni, sem hann minntist með virðingu og þökk. Hann gekk menntaveginn, varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og tók próf í guð- fræði frá Háskóla íslands 1955. Á skólaárum sínum starfaði hann sem bankaritari og síðar gjaldkeri í Út- vegsbanka Islands, einnig var hann ritari íjárveitinganefndar Alþingis frá 1950 til 1953. Var vígður til Fellsmúlaprestakalls 10. júlí 1955 og verið þar þjónandi prestur síðan. Það var vandi að setjast í sæti Fellsmúlafeðga, sem höfðu verið þjónandi prestar í Fellsmúlapresta- kalli í rúma hálfa öld. Unga prestin- um var vandi á höndum. Hann fann það fljótt og vann sig áfram, virti þá og minntist þeirra oft. Sérstak- lega ber að minnast framkomu hins unga prests við háaldraða vinnu- konu, Ingigerði, sem verið hafði á Fellsmúla í tæpa hálfa öld. Hún var strax velkomin að dvelja á Fellsm- úla hjá séra Hannesi og undi hag sinum þar vel margar stundir. Með árunum varð séra Hannes góður Rangæingur og vildi hag og menningu fólksins í héraðinu sem besta. Hann var góður söngmaður og organisti, formaður Kirkjukóra- sambands Rangæinga á árunum 1973—77. Hann var formaður þjóð- hátíðamefnda Rangæinga og var mjög virkur til starfa til að efla menningar- og listaviðburði heima í héraði. Hann átti fallegt heimili á Fellsmúla, prýtt fögrum og góðum munum. Séra Hannes var sérstak- lega gestrisinn, kunni sannarlega að taka á móti gestum. Hann gleymdi engum. Við í Skarðskirkjukór minnumst með þakklæti söngæfínganna heima á Fellsmúla, þar sem séra Hannes var bæði kennarinn og gestgjafínn. Sóknarböm séra Hannesar sjá með söknuði á eftir góðum dreng, stórkostlegum per- sónuleika, sem var hrókur alls fagnaðar á hátíðarstundum, sterkur og hlýr, þegar sorgin sótti okkur heim. Við þökkum samfylgdina. Innilegar samúðarkveðjur til vanda- manna séra Hannesar. Sigríður Th. Sæmundsdóttir „Réttlættir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drottin vom Jesúm Krist." Rómv. 5.1. Þessi orð komu mér í hug er ég minntist séra Hann- esar Guðmundssonar í Fellsmúla að honum gengnum. Er það vegna þess, að ég þekkti hve djúpa merk- ingu þessi lykilorð lúterskrar guðfræði áttu í vitund hans. Séra Hannes var faaddur 23. mars 1923 í Kanada. Foreldrar hans vom Guðmundur Guðmunds- son og Elísabet Jónsdóttir og vom þau bæði Ámesingar. Þau hjón slitu samvistir og mun Hannes hafa ver- ið tveggja ára gamall er hann fór í fóstur til móðursystur sinnar, Guðrúnar Jónsdóttur, sem hélt heimili með ömmu hans, Sesselju Guðmundsdóttur. Ólst Hannes upp í Reykjavík og fór að starfa hjá Útvegsbankanum 1939, þar sem hann starfaði óslitið til 1948 sem ritari og gjaldkeri. Skólanám sitt stundaði hann með starfi og varð stúdent 1950. Á ámnum 1950 til 1953 var hann ritari fjárveitinga- nefndar Alþingis en lauk embættis- prófi frá guðfræðideild Háskóla Islands 1955. Sama ár var hann vfgður til þjónustu í Fellsmúla- prestakalli og þjónaði því síðan til dauðadags. I öllum störfum sínum var séra Hannes eftirtektarverður. Hann var vinsæll félagi á sviði starfs og fé- lagsmála. Bjó hann yfír mikilli greind og vakandi áhuga, sem gerði hann að skemmtilegum manni. Sama var hvort það var í hópi leikra eða lærðra. Ávallt gat hann komið á óvart með skarplegum athuga- semdum og yfirburðum á sviði þekkingar. Séra Hannes var vak- andi maður í andanum. Var hann gmndvallaður í guðfræði sinni og vel lesinn og hafði gjaman eitthvað riýtt fyrir stafni. í dagfari var hann fyrirmannlegur og oft djarfmann- legur í framgöngu. Gamanyrði lágu létt á vömm hins fágaða heims- borgara, en skammt var í hina uppbyggilegu alvöm íhuguls manns. í embætti sínu austur í Land- sveit reyndist séra Hannes vel. Rak hann lengst af nokkum búskap í Fellsmúla og hélt prestssetur sitt af prýði. Heimili hans var gest- kvæmt myndarheimili, sem gjaman stóð opið sóknarbömum hans. í Rangárþingi var oft til hans leitað þegar mikið lá við og mikið og óeig- ingjamt starf vann hann fyrir kirkjukórana þar. Sjálfur lék hann á hljóðfæri og kunni vel til verka, er hann æfði kóra og gegndi lykil- hlutverki í hátíðahaldi kirkju og héraðs þar eystra. Oft var hann bæði prestur og organisti í sínum kirkjum. Sóknarbömum sínum reyndist séra Hannes yfirleitt af- burða vel. Í þeim fundu þau vin og velgjörðamann þegar eitthvað bját- aði á. f embætti sínu og einkalífi var hann eins að því leyti að vera mikill tryggðamaður og fómfús vin- ur. Þetta þekki ég m.a. vegna áratuga vináttu hans við foreldra mína, þau Stefaníu og Sigurð Páls- son. Einnig ber það vott um þennan þátt í fari Hannesar hvemig honum fórst við fóstm sína, sem hann tók með sér að Fellsmúla og svo hjúið dygga, sem fyrir var í Fellsmúla er hann kom þar, Ingigerði Brynj- ólfsdóttur. Vel fórst honum og við frú Önnu, ekkju forvera síns. Þann- ig mætti lengi telja, og það þekkja þau best sóknarbömin í sóknum Fellsmúlaprestakalls. Af vitnisburði þeirra er ljóst, að nú er brostinn mikilvægur hlekkur í menningarlífi byggðarinnar og þar er séra Hann- esar sárt saknað sem vinar og velgjörðamanns. Já, hann var hæfíleikaríkur og af hjarta örlátur þessi gengni bróð- ir. En þegar ég minnist hans kemur mér í hug gamalt máltæki frá Nor- egi, sem segir á þá leið, að auðveld- ara sé fyrir þá hundrað, sem á prestinn hlýða að fara eftir því sem hann segir, en það er fyrir hann sjálfan. Þannig er presturinn oft í háska staddur. Það er óttalegt að vera útvalinn og frá tekinn til þess að bera fram fyrir fólk hinn full- komna vitnisburð Guðs orðs um dóminn og náðina, en vera svo sjálf- ur ekkert nema venjulegur maður. Á tímum losaralegs siðgæðis og kröfuleysis til sjálfs sín er enn star- að á prestinn um siðgæði hans og hans nánustu. Út úr öllu kemur svo, að presturinn virðist vera sá eini bersyndugi í samfélaginu. Mörgum sýnist meira að segja, að við séum hlægilegir og eins og trúð- ar í hátíðlegri framkomu og skrúðaburði. En svo máttugt er Guðs orð, að þegar við prestamir virðumst broslegastir í veikri við- leitni okkar, verðum við þó fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.