Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 59
t- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 59 Þessir hringdu . . . Gleraugn Ljósdrapplituð gleraugu fund- ust í Hafnarstræti á miðvikudag- inn 27. janúar. Eigandinn getur hringt í síma 30105. Regnhlíf Grá regnhlíf tapaðist á leiðinni frá Hlemmi að Grettirsgötu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 37039. Budda Drapplit budda tapaðist í Kringlunni hinn 22. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 685741. Jakki Svartur karlmannsjakki var tekin í misgripum í boði í októ- ber. Sá sem jakkann hefur undir höndum er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 73461. Mengunin er mest frá stóru bílunum Okumaður hringdi: „Undanfarið hefur mikið verið talað um mengun frá bílum á höfuðborgarsvæðinu og er nú væntanleg reglugerð um mæling- ar á útblæstri bfla sem sjálfsagt er tímabært. En það er eins og ekki hafí verið athugað að allur útblástur frá bifreiðum er meng- andi, ekki bara reykurinn sem sést. Það segir sig sjálft að meng- unin er mest frá stórum bílum t.d. jeppum og óhóflega stórum fólksbflum. Þess vegna væri rétt að leyfa aðeins notkun smábfla innan borgarmarkana og yrði það eitt til þess að mjög myndi draga úr mengun. Setja þyrfti stranga reglugerð um strætisvagna, stóra sendiferðabfla, vörubfla og vinnu- tæki. Það er ekki aðeins að mikil mengun stafí frá þessum öku- tækjum heldur og óþarflega mikill hávaði." Um kjamorkuvetur Kæri Velvakandi. Þegar ég las Morgunblaðið að venju um daginn rakst ég á mynd á baksíðu blaðsins. Þó mynd þessi eigi að sýna okkur að veturinn sé genginn í garð á láglendinu eftir einmunatíð það sem af er liðið skammdeginu, setti að mér vissan óhug eftir því sem ég horfði lengur á þessa mynd. Hún minnti mig á enn ógnvænlegri vetur, kjamorku- vetur, sem orsakast samkvæmt gömlum spádómum vegna þess Til Velvakanda. Mánudag 11. þ.m. talaði frú Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands, Um daginn og veginn. öll snerist ræða hennar um skólamál. Að venju lýsti hún aðstæðum og aðbúnaði kennara svo nöturlega að tvær grímur hljóta að renna á ungt fólk áður en það velur sér kennslu að ævistarfí. Skal nú vikið að nokkrum fírr- um í málflutningi frú Svanhildar. í bæjum rísa skólar í nýjum hverfum, sem fólk flytur f á nokkr- um ámm. í upphafí eru því nemendur miklu færri en síðar meir. Sú venja hefur skapast að taka skólaáfanga í notkun svo að fyrstu nemendur fái kennslu í heimahverfí þótt skólabyggingu sé ekki að fullu lokið. Þegar hverfi er fullbyggt reyn- ist nemendafjöldi fáein ár miklu meiri en síðar meir. Fræðsluyfír- völd Reykjavíkur — bæði hægri og vinstri — hafa leyst þann vanda til bráðabirgða með lausum stof- um á skólalóð. Þegar um hægist má flytja þær þangað sem þeirra gerist þörf. Þessar ráðstafanir telur frú skammdegismyrkurs og vetrar sem ríkt hafa í mannlegum sálum hér á jörðinni í aldaraðir. í einni spádómsbók Gamla testa- mentisins stendur eftirfarandi: „Og það skal verða svo .mikil hörm- ungatíð, að slíkt hefur aldrei verið frá því menn urðu fyrst til.“ (Daní- el 12:1). Og Kristur Jesú sagði lærisveinum sínum um þessa tíma: „Kærleikur alls þorra manna mun kólna." (Matteus 26:13). Margt bendir til þess að tímar þessir séu Svanhildur með öllu óþolandi. Þarflaus fjárfesting skiptir hana engu máli. Frú Svanhildur segir að Kenn- araskóli íslands skuli einn mennta kennara. Væri nokkur goðgá að stofna kennaradeild við Háskól- ann á Akureyri? Aftur á móti láðist frú Svan- hildi að geta þess að ýmsir strjál- býlisskólar, sem eiga í vök að veijast, munu leggja upp laupana, þegar Kennarasambandi íslands hefur tekist með dæmafáum þjösnaskap að hrekja alla rétt- indalausa kennara úr starfi. . í síðustu kjarasamningum bar hún sjálf fyrir borð hagsmuni þessara umbjóðenda sinna að nú fara laun þeirra lækkandi. Þetta hefði séra Ami Þórarinsson kallað að ljúga með þögninni. Byggðir leggjast í auðn reynist ekki unnt vegna kennaraskorts að sinna fræðsluskyldu ungra bama á heimaslóðum. Réttinda- menn fást þar ekki til að starfa og hinir flæmdir burt. Skólastefna Kennarasambands íslands frá 1987 víkur í engu að hvemig við skuli bregðast. _ Jón Á. Gissurarson ekki langt undan. En hafa menn ekki í margar aldir verið að spá heimsendi eða einhverjum meiri- háttar umskiptum hér á jörð, sem varða allt mannkynið? Jú, rétt er það. En íhugum aftur orð Daníelsbókar þar sem segir um hina síðustu tíma: „ ... og þekking- in mun vaxa.“ (12:4). Á síðustu áratugum hefur þekking manna á hinum ýmsu sviðum stórlega auk- ist. Fyrir um það bil hundrað árum voru bifreiðar fyrst að líta dagsins ljós. Þá voru menn ekki famir að fljúga um loftin blá. Nú ferðast menn hins vegar um geiminn, senda boð um heim allan á nokkrum sek- úndum með hjálp rafeindatækninn- ar. Gervihnettir, tæknismíð mannanna, svífa í námunda við jörð úti í geimnum, og tölvur em komn- ar inn á mörg heimili. Efnafræði, eðlisfræði og læknisfræði læra menn í dag og framkvæma hluti og aðgerðir sem útilokað hefði ver- ið að gera fyrir fáum ámm. Óhætt er að segja að þekkingin hafi auk- ist, og ekki bara á þessum áþreifan- legu hlutum, heldur em furður mannlegrar hugarorku á sviðum dularsálarfræði og austurlenskrar heimspeki að opnast fyrir almenn- ingi á Vesturlöndum. Annað tákn þess að við lifum á hinum síðustu tímum em þau um- mæli Krists er hann sagði: „ ... þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun predikaður verða um alla heimsbyggðina, til vitnisburðar öll- um þjóðum, og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14). Með tilkomu tækninnar heyrist nú fagnaðarboðskapurinn um alla jörð á öldum ljósvakans. Nú virðist sem guðsríkið sé skammt undan. Áður mun þó kaldur vetur ganga yfír mannheim allan á undan kom- andi sumri. Hörmungatíð sem við með réttu þurfum ekki að kvfða, því hún er tákn um endurkomu frelsarans. Páll postuli sagði: „ ... væntið nú sonar Guðs frá himnum, sem hann uppvakti frá dauðum, Jesú, er frelsar oss frá hinni komandi reiði." (I Þessal- ónfkubréf 1:10). Einar Ingvi Magnússon Réttindamenn fást ekki til starfa - hinir flæmdir burt EINHTER VINSÆLllSTl! hjónarúmin á markaðnum í dag eru rúmin frá hinu þekkta fyrirtæki DICO í Hollandi. REYKJAVÍK að DICO rúmin fást í ótal litum og útfærslum og hægt að velja um þrjár tegundir af dýnum í þau. Teg:DISKOkr. 29.640 m/dýnu °g náttb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.