Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR líJOHOM 1988 Minning: Magnús Magnús- son skipstjóri Það er sjónarsviptir í Hafnarfirði eftir að Magnús Magnússon, skip- stjóri í Hafnarfirði, hefur kvatt þennan heim. Hann var einn þeirra manna, sem settu svip á bæinn. Hann var öllum minnisstæður, sem honum kynntust. Á ytra borðinu virtist hann sumum vera hijúfur, hann var orðstór og lét yfírleitt flakka það, sem kom í hug hans hveiju sinni. Þessi hreinskilni hans gat stundum orðið honum til traf- ala. Sögur heyrði ég fyrir 30 til 35 árum síðan um það að hann þótti djarfur til orða í talstöðinni, er hann stýrði fleyi sínu á fískimiðin. Var talið, að öllum líkaði ekki þessi hreinskilni. — Kjmntist þú Magnúsi betur og komst inn fyrir ytra borð- ið gerðir þú þér grein fyrir, að hér hafðir þú hitt öðling, sem öllum vildi gott gera og vera vinur allra. Hann var fa3tur fyrir, teldi hann að hann fengi ekki þá afgreiðslu sem hann átti rétt til. Einhveiju sinni kom Magnús á skrifstofu mína, settist á stól fyrir framan skrifborðið mitt, stóð upp, sneri sér í hring, tók í nefíð, snýtti sér og settist síðan aftur niður. Honum var mikið niðri fyrir, en nú var hann tilbúinn að tala. Hann sagðist vera að koma úr stofnun í Reykjavík, hann virtist ekki geta komist í gegnum stofnananetið, það væri svo þéttriðið. Nú, hann hafði hitt eldri konu í þessari stofnun. Hún hefði varla hlustað á sig og ætlað sfðan að vísa honum í burtu. Hann sagði, að sér hefði runnið í skap og því hefði hann spurt konuna sí svona: „Heyrið þér frú, getur verið að þér hafið farið öfugu megin fram úr rúminu í morgun. Ég held þér ættuð heldur að reyna að nálgast kjarna málsins." Magnús sagði, að konan hefði hvítnað og roðnað til skipis, staðið upp og sest í sætið til skiptis. Honum var ekki orðið sama um stöðu mála. Hins vegar væri hann enn frár á fæti og hefði hann því forðað sér hið snarasta. Við Magnús vorum miklir vinir. Hann kom regulega á skrifstofuna til mín, stundum vann ég ýmis við- vik fyrir hann, á öðrum stundum kom hann til að láta sjá sig og ræða sjávarútvegsmál. Magnús fór margan veturinn til Kanaríeyja og eyddi þar gjaman 4 til 6 vikum í sól og hita, þegar kuldi og skamm- degi hijáði okkur á Fróni. — Síðan þegar heim var komið hafði hann frá mörgu að segja. Magnús hafði mikinn áhuga á því, hvemig fískmarkaðurinn í Hafnarfírði myndi takast. Ýmsir á hans aldri höfðu ekki trú á fyrirtæk- inu. Það er jrfírleitt einkenni manna, þegar aldur færist yfír þá, að vilja Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öil kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. láta hlutina standa óhreyfða. Þetta var ekki hlið Magnúsar. Hann var í anda sem ungur maður að þessu lejrti. Ég man, þegar markaðurinn var vígður, var hann fyrsti maður á staðinn. Á þessum tíma var hann hættur að róa á trillunni sinni. Hann mætti þá gjaman á markað- inn, hitti vini sína, fískkaupendur og sjómenn, og sá hvemig verð- myndunin gekk fyrir sig. Stund á markaðnum skipti deginum hjá gömlu sjómönnunum, sem höfðu hætt störfum, en höfðu enn óþrejrt- andi áhuga á höfninni, sjónum og fískinum. Síðasta skipti, sem ég sá Magn- ús, var í fyrri hluta desember síðastliðinn. Hann var mættur á fískmarkaðinn. Hann stóð þar álút- ur við staf og hlustaði á Einar Sveinsson, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði, kjmna físktegundir og bjóða fískinn upp. Ég gekk til Magnúsar og spurði hann að því, hvort hann væri eitthvað lasinn. Hann leit upp og rétti úr sér með erfíðismunum og svaraði svo til, að það amaði ekkert alvarlegt að sér. Ég sá á andliti hans, að hann vildi leyna veikindum sínum, hann var náfölur. Ég frétti síðar, að hann hefði fljót- lega eftir þetta lagst inn á St. Jósefsspítalann í Hafnarfírði og biði nánast endaloka jarðvistarinnar. Magnús lést að morgni 26. janúar síðastliðinn. Magnús fæddist að Efri-Flanka- stöðum í Sandgerði 25. ágúst 1907, sonur hjónanna Magnúsar Einars- sonar og Snjáfríðar Einarsdóttur. Faðir hans drukknaði, áður en Magnús fæddist. Dvaldi hann hjá móður sinni til 5 ára aldurs. Var hann frá þeim aldri í fóstri til 11 ára aldurs, er hann flutti aftur til móður sinnar. Hann fór í Sjómanna- skólann _ 19 ára gamall og lauk þaðan prófí árð 1930. Hann var formaður á ýmsum bátum. Hér í Hafnarfirði var hann lengi formað- ur á bátum, sem Óskar Jónsson á Mölunum stýrði. Hann var happa- sæll skipstjóri og sótti sjóinn af krafti. Hann gerðist síðan sjálfur útvegsbóndi og endaði sjómennsku sína á trillu hér í Hafnarfírði. Sjó stundaði Magnús á 7. áratug og kynntist mörgum sjómönnum um ævina og ófáir hafa verið í skips- rúmi með honum. Magnús kvæntist Kristínu Magn- úsdóttur frá Efri-Hömrum í Holt- um. Eignuðust þau 2 böm, Hafdísi skrifstofustúlku, gifta Hjörleifi Bergsteinssjmi vélfræðingi, syni Bergsteins Hjörleifssonar, sem var starfsmaður Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar til fjölda ára, fyrst á togurum fyrirtækisins og síðan starfsmaður í landi, þá lengst af með Ingimundi Hjörleifssyni á Flatahrauni. Þá eignuðust Magnús og Kristín son, Magnús rafvirkja, kvæntan Kristrúnu, bankastarfs- manni, Jónsdóttur, ættaðri að norðan. Kristín átti dóttur fyrir gift- inguna, Báru Guðmundsdóttur, kennara, gifta Jóni Gíslasyni, skip- stjóra á vb. Guðrúnu frá Hafnar- fírði, ættuðum frá ísafírði. Ólst Bára upp á heimili Kristínar og stjúpföður síns. Kristín dó fyrir ald- ur fram árið 1967. Ég kveð góðan dreng. Það er ljóst að Hafnarfjörður er fátækari, eftir að Magnús hefur horfíð til feðra sinna. Hrafnkell Ásgeirsson Guðrún V. Guðjóns- dóttír - Minning Fædd 24. júní 1896 Dáin 22. janúar 1988 Hún amma mín er dáin. Guðrún Valgerður hét hún og var fædd á Kumbaravogi á Stokkseyri. Móðir hennar var Katrín Svein- bjömsdóttir en faðir Guðjón Jóns- son. Með móður sinni fluttist hún ung að Úthlíð í Biskupstungum. Níu ára gömul missti hún móður sína. Við móðurmissinn kynntist hún ung einstæðingsskap og skiln- ingsleysi vandalausra. Gæfu sína taldi hún vera þegar Bjöm hrepp- stjóri á Brekku og Jóhanna kona hans tóku hana til sín. Hjá þeim ólst hún upp til fullorðinsára. Þá kom hún til Reykjavíkur fór í vist eins og títt var um ungar stúlkur ! þá daga. Árið 1920 giftist hún Guðjóni Bjamasyni og bjuggu þau alla tíð á Bjamastöðum á Grímsstaðaholti. Guðjón afí minn var útvegsbóndi, stundaði hrognkelsaveiðar í Grímsstaðavör, eins og Bjöm sonur þeirra gerir nú. Auk þess höfðu þau kýr, hest og fugla. Áldrei var mat- arskortur á heimilinu, amma var alla tíð aflögufær og naut þess „að gefa bita“. Þau eignuðust fjögur böm: Bjöm, Þorbjörgu, Bjama og Gunn- ar. Öll em þau fjölskyldufólk, búsett í Reykjavík. Guðjón afí minn dó árið 1951. Seinna byggði amma á Bjamastaðatúninu og hefur búið á Ægisíðu 64 í rúm þijátíu ár og um langa hríð hafði hún endur og gæs- ir í „andakofanum" sínum niðri við sjó á Ægisíðunni. Ég er fædd í húsi ömmu minnar og sótti mjög til hennar. Þegar ég byrjaði að búa hóf ég búskap í húsi hennar. Sé ég nú hversu heppin ég var að hafa haft ömmu til halds og trausts, auk þess fannst henni ekki mikið mál að gæta bama minna, „sama hvar ég sit,“ sagði hún. Mikill gestagangur var hjá ömmu, hún vildi hafa fólk í kringum sig. Og margur sem ekki féll alveg inn í uppskrift samfélagsins átti Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamom/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Aldinn vinur hefur lokið sínu æviskeiði, rúmlega áttræður. Magnús Magnússon skipstjóri og útgerðarmaður, Langeyrarvegi 15 í Hafnarfírði. Ég vil með örfáum orðum kveðja, að mörgu lejrti sér- stæðan, samferðarmann. Magnús var kunnur í bæjarlífinu í Hafnar- fírði enda var skipstjóraferill hans búinn að vera einstaklega langur og farsæll. Magnús Magnússon fæddist á Efri-Flankastöðum í Sandgerði 25. ágúst 1907. Faðir Magnúsar var sonur Einars Vigfússonar og Helgu Bjömsdóttir en móðir hans var Snjáfríður, dóttir Einars Guð- mundssonar' og Ragnhildar Jóns- dóttur. Oftast var Magnús kenndur við gælunafn móður sinnar, Snjáfríði. Magnús Einarsson var sjómaður og drukknaði hann áður en Magnús yngri fæddist. Magnús yngri var hjá móður sinni til fímm ára aldurs en fór þá í fóstur að Vallarhúsum á Miðnesi til hjónanna Margrétar Þórarinsdóttur og Jóns Ólafssonar. Þar var hann til ellefu ára aldurs en þá for hann aftur til móður sinnar. Lífsbaráttan var hörð og Magnús hóf sjómannsferil sinn þrettán ára og sautján ára varð hann formaður á Barðanum frá Ólafsvík sem gerður var út frá Sandgerði. Magnús fór nítján ára gamall í Sjómannaskólann og lauk þaðan prófi 1930. Síðan hefur Magnús verið skip- stjóri á ýmsum bátum og má þar nefna mb. Soffíu frá Sandgerði, mb. Auði Gk, mb. Hafdfsi GK, mb. Öm Amarson GK, Hafrúnu GK, mb. Dóm GK og mb. Mímir GK. Magnús á því einstaklega langan skipstjóraferil að baki. Og þegar aldurinn færðist yfír var ekki látið deigan síga heldur róið á trillu héð- an úr Hafnarfirði, einsamall eða við annan mann eftir því hvemig á stóð. Um áramótin 1986—87 varð Magn- ús fyrir því óhappi að missa trillu sína í óveðri í Hafnarfjarðarhöfn. Þá var eins og sterk taug brysti og manni fannst eins og Magnúsi jrrði gamall í fyrsta sinn. Það sem fyrst og fremst gerir Magnús minnisverðan, auk hans farsæla skipstjóraferils, var per- sónugerð hans sem var sérstæð og einstök og átti hann fáa sína líka. Andinn var ungur fram á efstu ár. Röddin var há og hvell og hann var kunnur fyrir sín hnjrttnu og snöggu vísan bita og uppörvun hjá henni. Sjötug fór amma í sína fyrstu utanlandsferð og varð mjög hrifín. Hún tók af mér loforð að fará á sömu slóðir svo ég gæti einnig dáðst að því sem hrifíð hafði hana mest. Tveir dagar á ári vom merkis- dagar hjá ömmu. Annar var 17. júní, en þá fór hún alltaf uppáklædd niður í bæ og man ég hvað okkur stelpunum fannst sniðugt að horfa á hana dansa niðri í Lækjargötu. Hinn dagurinn var afmælisdagur- inn hennar, Jónsmessan. Þá bakaði hún pönnukökur, smurði flatbrauð og hafði kleinumar tilbúnar. Þá komu allir við og finnst mér sem oftast hafí verið sól þennan dag, enda sólargangur lengstur um þetta leyti árs. Nú þegar amma mín er öll véit ég að samferðamenn hennar, sem famir em á undan, taka vel á móti henni. Ég og fjölskylda mín þökkum ömmu Guðrúnu fyrir samfylgdina og það sem hún var okkur. Guðrún G. Björnsdóttir tilsvör. Lundin var létt og áhyggjur af dægurþrasi líðandi stundar gat maður ekki fundið hjá Magnúsi. Maður átti því nær alltaf góðu nærvem með honum. Kannski þess vegna fínnst manni hann sérstakur og minnisstæður. Magnús var sögu- maður góður með afbrigðum enda kunni hann frá mörgu að segja á löngum sjómannsferli og frá sam- skiptum við fjölmarga samferðar- menn. Yfirleitt talaði Magnús ekki á helgibókarmáli. Sjálfur hefði hann orðið gott efni í stóra bók. Magnús gat verið snöggur upp á lagið ef honum fannst á einhvem hallað og talaði þá ekki tæpitungu- mál. Einn af stóm og góðu kostun- um var að hann fór ekki í manngreinarálit. Hann hafði gott hjartalag undir hijúfu jrfírborði og var drengur góður. Óveryu heilsuhraustur var Magn- ús alla ævi þar til örfáum mánuðum fyrir andlátið, en hann lést á St. Jósefs spítala 27. janúar sl. Það er til marks um ungan og hraustan anda að Magnús var orð- inn 60 ára þegar hann tók bílpróf og þá eignaðist hann sinn fyrsta bíl. Magnús vildi hafa bíla sína stóra og kraftmikla eins og þeir sem jmgri vom enda skipti hann oft um bíl og ók hann fram á síðasta ár. Kona Magnúsar var Kristín Magnúsdóttir fædd 26. apríl 1918 en hún lést 24. febrúar 1967. Faðir hennar var Magnús bóndi á Efri- Hömmm í Holtum, Bjömssonar, Snæbjömssonar. Móðir Kristínar var Stefanía Ámundadóttir í Bjólu í Rangárvallasýslu, Filippusarson- ar. Magnús og Kristín eignuðust tvö böm. Magnús rafvirlqa, fæddur 23. ágúst 1942 en hann er kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur bankastarfs- manni. Og dótturina Hafdísi skrif- stofustúlku, fædd 6. júlí 1937, en hún er gift Hjörleifi Bergsteinssjmi vélvirkja. Stjúpdóttir Magnúsar er Bára Guðmundsdóttir kennari, fædd 27. júní 1936, en hennar maður er Jón Gíslason skipstjóri. Eftir að Magnús varð ekkjumað- ur var það lán hans að búa í næsta nágrenni við öll böm sín og tengda- böm. Magnús átti tvö bræður. Annar þeirra, Einar Helgi, dó nýfæddur, en hinn sem einnig hét Einar Helgi lést í hárri elli 1985. Var hann bóndi á Klöpp í Sandgerði. Á kveðjustund vil ég senda kveðj- Þegar ævin er orðin löng og kraftar þrotnir er gott að fá hvíldina. Hjá þeim er eftir standa lifir minningin. Þegar við minnumst ömmu, Guð- rúnar Valgerðar Guðjónsdóttur, koma sólríkir sumarmorgnar upp í hugann, þegar allt snerist um endur og hænur. Að mörgu var að hyggja, en allt var í föstum skorðum og gamli tíminn var í heiðri hafður. Amma lét nútímann ekki raska ró sinni, hún hélt áfram að gera hlut- ina eins og hún hafði alltaf gert þá. Við krakkamir í hverfínu vorum Ifka fyllilega sátt við hennar verklag og margir minnast þessa fuglabú- skapar hennar á Ægisíðunni þar sem einlægnin og gleðin réð ríkjum. Mörg smáböm komu einnig í fylgd með foreldrum sínum ásamt nokkr- um brauðmolum og fengu þar sína fyrstu lexíu úti í náttúranni. Fuglabúskapur ömmu ásamt því sérstaka þjóðfélagi er var og er við uppsátur grásleppukarlanna við Ægisíðu var þroskandi og hollur skóii fyrir okkur bömin í hverfínu. Þar kynntumst við samskiptum manna og náttúra og mislyndi sjáv- ar, sem ýmist var blíður og gjöfull eða grimmur og óvæginn. Þar lærð- um við að bera virðingu fyrir náttúranni og umhyggju fyrir því sem lifír með því að ávallt voram við á varðbergi fyrir því að enginn hrekkti fuglana hennar ömmu og að þeir fengju nóg að borða. Við minnumst ömmu er hún gekk daglega með mat í fötu til fuglanna sinna. Fuglabúskapurinn veitti henni reisn og gaf henni sjálfstæði er hvorki tími né nútímaþjóðfélag fékk eða vildi brejrta, uns kraftar hennar þrutu. Megi hún hvíla í friði. GJB - ÁB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.