Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 23 Athugasemd frá Hafrannsóknastofnun Morgoinblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Haf- rannsóknastofnun: Mánudaginn 25. ianúar flutti Grímur Jónsson frá ísafirði erindi um daginn og veginn í Ríkisútvarp- inu. í erindi sínu lét Grímur sér um munn fara margskonar rangfærslur um Hafrannsóknastofnun. Hér skulu nokkur dæmi tekin. Grímur sagði orðrétt: „Frumvarp Sighvats Björg- vinssonar um rannsókn á störfum Hafrannsóknastofnunar vakti að vonum mikla reiði þeirra er þar ráða ríkjum. Staðreyndin er sú að þessi stofnun hefur á undanfomum árum að mestu eða öllu leyti ráðið ferðinni í fiskveiðistjóm. Niðurstöður hafa verið byggðar á mjög umdeildum aðferðum þar sem álit og reynsla sjómanna hefur verið lítils sem einsk- is metin, gagnrýni ekki talin svara- verð og reynsla annarra þjóða ekki talin marktæk." Hér er ótrúlega mikilli vitleysu safnað saman í stuttu máli. í fyrsta lagi hefur Sighvatur Björgvinsson ekki flutt frumvarp um rannsókn á störfum Hafrannsóknastofnunar, hins vegar hefur hann óskað eftir því við formann sjávarútvegsnefndar neðri deildar Alþingis að starfshættir stofnunarinnar verði athugaðir. Þessi ósk Sighvats hefur svo sannarlega ekki vakið reiði okkar hafrannsókna- manna. Þvert á móti viljum við minna á að árið 1970 fékk Landssamband íslenskra útvegsmanna einn starfs- manna FAO, Kára Jóhannesson, til að gera úttekt á starfsaðferðum okk- ar við mælingar á loðnustofninum. Þeirri úttekt fögnuðum við á sínum tíma og á sama hátt höfum við síður en svo á móti þvi að Alþingi fái hina fremstu menn í hafrannsóknum til að gera úttekt á störfum okkar. Þá verður að telja það mjög hæpna stað- hæfingu að Hafrarinsóknastofnun hafi á undanfömum árum að mestu eða öllu leyti ráðið ferðinni í fiskveiði- stjómun. Þetta á að minnsta kosti ekki við um nýtingu þorskstofnsins. Hann er nýttur á allt annan hátt en Hafrannsóknastofnun hefur lagt til og er það ótrúlegt að þessi staðreynd hafi farið framhjá manni sem býr á ísafirði. Hitt er svo annað mál að nokkrir aðrir fískstofnar hafa verið nýttir eftir okkar tillögum og nefni ég þar uppbyggingu og nýtingu sfldarstofnsins síðastliðin 15 ár. Loks verður að telja það furðulegt að Grímur Jónsson hafí ekki orðið var við að á undanfömum árum hefur margt verið gert til að virkja reynslu sjómanria á vegum Hafrannsókna- stofnunar og má þar t.d. nefna að ísfírskir skipstjórar hafa verið fengn- ir um borð í rannsóknaskipið Bjama Sæmundsson og síðastliðin þrjú ár höfum við leigt 5 togara til fiskirann- f©3 Persiorp Vantar þig tilbreytingu? Afhverju ekki að lífga uppá gömlu innréttinguna? MEÐ PERSTORP HARÐ- PLASTI, BORÐPLÖTUM OG GÓLFEFNI. HF.OFNASMIflJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI 7. S: 21220 sókna til að sinna verkefni sem undirbúið var í náinni samvinnu við skipstjómarmenn víðs vegar að af landinu. Þá er enn fráleitara að telja að við álítum reynslu annarra þjóða ekki marktæka. Sannleikurinn er sá að íslenskir hafrannsóknamenn taka virkan þátt í störfum Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins þar sem reynsla fiskveiðiþjóða við norðanvert Atl- antshaf er ítarlega rædd og skipst á skoðunum nokkmm sinnum á ári. Fullyrðing Gríms er að þessu leyti því hreint öfugmæli. í erindi sínu sagði Grímur einnig: „Mitt leikmannssjónarmið vegur ekki mikið f þessari umræðu en þrfliðu- dæmi Hafrannsóknastofnunar sem hljóðar eitthvað í þá vem að svo og svo margir fiskar í hrygningarstofni gefi af sér svo og svo mikið af klaki sem verði að svo og svö mörgum tonnum af stórfiski eftir svo og svo mörg ár er að mínu mati ekki traust- vekjandi teoría enda í andstöðu við álit margra annarra vísindamanna á þessu sviði." Þetta þrfliðudæmi er að sjálfsögðu hugarburður Gríms Jónssonar og á ekkert skylt við stefnu Hafrann- sóknastofnunar um nýtingu fisk- stofna. í fyrsta lagi höfum við aldrei haldið því fram að beint samband væri á milli hrygningarstofns þorsks og afkomendaQölda. Hitt ætti þó hveijum manni að vera ljóst að án hrygningarstofns verða engir afkom- endur. Þá höfum við ekki dregið dul á það að í góðæri eins og verið hefur á íslandsmiðum að undanfömu vex þorskur mjög hratt og smáfiskur getur þá orðið að stórfiski á fáum árum. Enn segir Grímur í þættinum um daginn og veginn: „Fyrir rúmum tveimur áratugum var fullyrt af ábyrgum aðila innan stofnunarinnar að ef upp úr ísaflarðardjúpi yrði tek- "ið meira en 30 tonn af rækju yfir árið yrði stofninum eytt fyrir fullt og allt.“ Þessi fullyrðing byggist á þjóð- sögu sem hefur gengið á ísafirði undanfama áratugi og flarlægst sannleikann eftir því sem árin líða. Grími láðist hins vegar að geta þess að úttekt starfsmanna Hafrann- sóknastofnunar á rækjunni í Isa- ^arðardjúpi hefur tekist mjög vel nokkur undanfarin ár enda er það eftirtektarvert að gagnrýnin kemur ekki frá sjómönnum að þessu sinni. Þvert á móti hafa ýmsir þeirra látið í ljós ánægju með störf okkar að undanfömu. Hér skulu ekki rakin fleiri öfug- mæli Gríms Jónssonar um Hafrann- sóknastofnun. Þau komu mér mjög' á óvart enda erum við Grímur gaml- ir skipsfélagar og af fyrri kynnum okkar finnst mér með ólíkindum að afstaða hans skuli vera sú sem fram kom í þættinum um daginn og veg- inn þar sem „öllu var snúið öfugt þó aftur og fram í hundamó". Jakob Jakobsson ÁBÓTARREIKNINGUR Ábótarreikningur Útvegsbankans skilaði betri UTVEGSBANKANS MEÐ HÆSTU ÁVÖXTUN ÓBUND- INNA INNLÁNS- REIKNINGA Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI! ávöxtun á síðastliðnu ári (1987) en nokkur ann- ar óbundinn reikningur í bankakerfinu. Ávöxt- unin nam 28,2% sem er 4,89% umfram verð- bólgu. Ábótarreikningurinn er því sem skapað- ur fyrir þig og alla sem er annt um sparifé sitt. Ábótarreikningurinn nýtur vinsælda meðal sparifjáreigenda og það ekki af ástæðulausu. Hann færir eigendum sparifjár fulla ávöxtun fyrr en aðrir sérreikningar. Ábótin reiknast strax frá þeim degi sem þú leggur inn á reikn- inginn og vaxtaábótin er síðan færð mánaðar- lega inn á höfuðstól reikningsins. Við munum stefna að því að eigendur Ábótar- reikninga njóti framvegis sem áður, hæstu mögulegrar ávöxtunar á inneign sinni og spari- fé, en hið nýbyrjaða ár leggst vel í okkur. Þú getur opnað Ábótarreikning á öllum afgreiðslustöðum Útvegsbankans um land allt - því hann er þó að ótrúlegt sé - venjulegur spari reikningur en með frábærum kjörum! Do - op Utvegsbanki Islandshf —-!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.