Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐE), ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 27 Bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði: Reikningar ógreidd- ir vegna vangold- ins rekstrarfjár Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Má Péturssyni, bæjarfógeta í Hafn- arfirði: „í Morgunblaðinu sl. fímmtudag birtist á 2. síðu frétt undir þessari fyrirsögn: „Hafnarfjörður. Síma lögreglunnar lokað vegna skulda." Ég vil taka fram að sú fullyrðing sem sett er fram í þessari fyrirsögn er einfaldlega röng. Og þar sem þessi fullyrðing er auk þess mjög meiðandi og til þess fallin að veilq'a traust almennings á stjóm löggæslu hér í bæ, sé ég mig til neyddan að leiðrétta hana. Menn geta lesið í símaskránni á bls. 3, þar sem eru taldir upp símar lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu, að sími lög- reglustöðvarinnar í Hafnarfirði er 51166. Fjórar línur á þessu númeri em í skiptiborðið. Ég veit ekki til að þessum línum hafí nokkru sinni verið lokað, alira síst miðvikudaginn 27. janúar 1988. Ef blaðamaðurinn hefði haft hugkvæmni til þess að fletta upp á Bæjarfógetaembættinu í Hafnarfírði, á bls. 87 í síma- skránni, hefði hann séð að sími embættisins, þ. á m. lögreglunnar, er 50216. í það skiptiborð em 10 línur. Það vom því 14 símalínur opnar til lögreglunnar f Hafnar- fírði, þ. á m. til rannsóknarlögregl- unnar, nefndan miðvikudag. Þætti einhveijum allnokkuð fyrir 8 menn á vakt. Hitt er svo aftur rétt, að bein lína, tengd aukasíma á borði tiltek- ins rannsóknarlögreglumanns, var lokuð hluta umrædds miðvikudags. Blaðamaðurinn fullyrðir að beinn sími á einkaskrifstofu minni þennan dag hafi verið lokaður. Hvemig óskráður einkasími minn kemur málinu við get ég ekki séð, skipti- borðið var opið. Þar var hægt að leggja inn skilaboð ef ég var upp- tekinn þá stundina eða fjarverandi. Blaðamaðurinn segist hafa ætlað að spyija mig um ástæðuna fyrir símalokuninni á beina símanum hjá rannsóknarlögreglumanninum. Ástæðan er einföld. Rekstrarfé Laufey Sigurðardótdr fiðluleikarí. embættisins er samkvæmt fjárlög- um rúmlega kr. 2,3 millj. á mánuði fyrir utan laun. Áf því höfðu í jan- úarmánuði aðeins verið greiddar kr. 1,6 millj. Með bréfí dags. 19. ján- úar hafði ég óskað eftir að það sem embættið átti inni af mánaðarfjár- veitingunni, kr. 700 þús., yrði greitt, ásamt kr. 650 þús. sem embættið átti inni af fjárveitingu fyrra árs. Umbeðin greiðsla var ókomin þann 27. jan. Fjárveitingar til þessara embætta eru það naum- ar að ekkert má út af bera. Símreikningar á aukanúmerin og þau sem eru ekki í símaskrá voru einfaldlega ógreiddir, þar sem aðrar algerlega óhjákvæmilegar greiðslur voru látnar ganga fyrir. Að lokum: Ég hef í 20 ár átt ágæt samskipti við blaðamenn Morgunblaðsins um dómsmálafrétt- ir og veit að þeir reyna yfírleitt að gera sitt besta. Hvemig væri nú að blaðamaðurinn fylgdi þessari frétt eftir og kannaði, hvað það hefur komið oft fyrir á liðnum árum, að ein tiltekin ríkisstofnun, Póstur og sími, lokaði á aðra ríkisstofnun, þegar greiðsla símreikninga þeirra hefur dregist, t.d. yegna dráttar á greiðslu fjárveitinga skv. Qárlögum eða skorts á nauðsynlegum fjárveit- ingum? Skyldi þetta t.d. hafa komið fyrir varðandi beinu símana hjá lög- reglunni í Reykjavík? Svo gæti blaðamaður spurt dómsmálaráðherrann og Ijármála- ráðherrann hvort þeim hafí dottið í hug að spjalla við samgönguráð- herrann um það hvort sá síðast- nefndi væri e.t.v. fáanlegur til þess að breyta lokunarreglum Pósts og síma gagnvart ríkistofnunum sem lenda í vanskilum vegna þess að fjármálaráðuneytið heldur fjárveit- ingu fyrir þeim. Jafíivel mætti spyija samgönguráðherrann hvort hann teldi ástæðu til að lengja hinn stutta Iokunarfrest gagnvart al- menningi líka. Hvað skyldu þeir t.d. vera margir sem hafa komið að síma sínum lokuðum er þeir komu heim úr sumarleyfí?" Páll Eyjólfsson gitarleikarí. Tónleikar í Norræna húsinu FJÓRÐU Háskólatónleikarnir á vormisseri verða haldnir í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 3. febrúar kl. 12.30-13.00. Á tónleikunum flytja Páll Ey- jólfsson gftarleikari og Laufey Sigurðardóttir fíðluleikari verk eft- ir Vivaldi, Paganini, Ibert og Takacs. Páll Eyjólfsson lærði gítarleik hjá Eyþóri Þorlákssyni og á Spáni hjá Jose Luis Gonzalez. Hann kennir nú gítarleik í Reykjavík. Laufey Sigurðardóttir er Reyk- víkingur. Þetta eru fyrstu tónleik- amir sem þau halda saman. Pálmar Harðarson Rætt við hafnarverkamenn í Sundahöfn: „Launin eru fyrir neðan allt velsæmi“ Uorgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Krístinsson i Sundahöfn, þar sem veríð var að afferma skipið Tinto. Þeir Sigurður Steindórsson og Benedikt Harðarson voru sam- mála um að kaupið þyrfti að hækka mikið til að það gæti talist sanngjarnt. BANN við vaktavinnu hjá hafn- arverkamönnum tekur gildi á mánudaginn, en bannið var sett á vegna mikillar óánægju þeirra með kjör sín, að því að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði. Morgunblaðsmenn brugðu sér niður í Sundahöfn til að heyra hljóðið í hafnarverkamnnnnm varðandi kaup og kjaramál. „Það er mjög mikil óánægja með launakjörin, ég hef aldrei . verið á vinnustað þar sem er eins mikill urgur í mönnum," sagði Þorsteinn Kristinsson. Hann sagði að menn hlytu að skilja hvers vegna menn væru óánægðir þegar grunnkaupið væri 9-10.000 krón- ur á viku fyrir starf sem væri bæði erfitt og áhættusamt. „Grunnkaupið ætti að nægja til að framfleyta fjölskyldu með tvö böm, það ætti ekki að þurfa að vera nauðsynlegt að konan vinni úti líka,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að næturvinnubann væri nauðsynlegt, þar sem til einhverra aðgerða yrði að grípa, en hins vegar hefði mátt ræða það betur áður en það var sett á. „Guðmund- ur J. og Dagsbrúnarforystan mættu hafa meira samráð við fólkið, og ekki vera svona einráð- ir.“ Þorsteinn sagði að starfsmenn sem væru búnir að vinna lengi á svæðinu væru famir að hugsa sér til hreyfíngs vegna launamála, og Eimskip ætti að fara að hugsa sinn gang hvort það borgaði sig að ráða í sífellu nýtt fólk og þjálfa það upp. Pálmar Harðarson sagðist ekki vera ánægður með iaunin, frekar en aðrir. Hann sagði að stærstur hluti kaupsins væri fólginn í yfír- vinnunni, og því kæmi nætur- vinnubannið illa við menn, en engu að síður væri hann tilbúinn að fara í hart til að knýja fram kauphækkun. „Þú þarft ekki annað en að líta í atvinnuauglýsingamar í Morg- unblaðinu til að sjá hvað Eimskip helst vel á mönnum," sagði Pétur Amar Vigfusson. „Margir endast hér ekki nema kannski í hálfan dag þegar þeir komast að því hver launin em fyrir þessa vinnu." Pétur sagði að alhæstu laun hafn- arverkamanna væm 238 krónur á tímann eftir 15 ára starf, eða um 41.000 krónur í gmnnkaup á mánuði. Vinnan væri hins vegar mjög erfíð, og oft hættuleg, menn væm jafnvel að vinna í allt að 10 metra hæð I 6-8 vindstigum á vetuma. „Við viljum hafa sæmileg laun fyrir 8 tíma vinnu" sagði Pétur. „Við framfleytum ekki íjölskyldu á grannkaupinu, svo við vinnum allt of mikið, allt að 16,tíma á dag og það hefur ekki heppileg áhrif á fjölskyldutengslin." Pétur sagði að Eimskip hefði sýnt mik- inn hagnað á síðasta ári, það sæist á fjárfestingum félagsins og yfírlýsingum forystumanna þess, en menn hefðu samt alltaf dregist aftur úr í kaupi. „Það er óþarfi fyrir þessa menn að þykj- ast vera að koma af fjöllum þegar boðað var til vaktavinnubanns," sagði Pétur, „þeir hafa vitað það lengi að þetta stæði til.“ „Við emm á botninum héma, með um 36.000 krónur á mánuði, það má segja að launin séu fyrir neðan allt velsæmi," sögðu menn sem við rákumst á inni í skála í vöraskemmunum í Sundahöfn. Menn vom á því að 50.000 krón- ur í grannlaun á mánuði væri algjört lágmark til að launin væm sanngjöm. Ekki vom allir bjart- sýnir á að það tækist að ná fram slíkum kauphækkunum; „þeir skilja ekkert nema verkfall," sagði einn maður, en aðrir vom ekki jafn vissir um að það dygði til. „Kaupið byggir allt á yfírvinnu, maður sér hvað kaupið er lágt þegar það er næturvinnubann," sagði Sigurður Steindórsson, og hann sagðist hafa gmn um að erlendis væri kjörum hafnar- verkamanna, sem ynnu stífa og erfiða vinnu, miklu betur borgið en hér á landi. Hann bætti því við að það væri slæmt að menn sýndu ekki nógu mikinn samtaka- mátt og sæktu illa Dagsbrúnar- fundi. Sigurður og Benedikt Harðarson vom þó báðir á því að næturvinnubann væri rétta leiðin til að fá vinnuveitendur til að semja. „Það fæst ekkert nema menn beijist fyrir því,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins í Sundahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.