Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 62

Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1988 4 SIEMENS SIEMENS uppþvottavél LADY SN 4520 með Aqua- Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóðlát. 0 5 þvottakerfi. 0 Fjórföld vöm gegn vatnsleka. 0 * Óvenjulega hljóðlát og sparneytin. Smith og Norland, Nóatúni 4, s. 28300. SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga 0 Stillanlegur sogkraftur frá 250 W upp í1100 W. 0 Fjórfjöld síun. • Fylgihlutirgeymdirívél. 0 Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 edaheílar samstædur U 2LIJ Níðsterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margar og stillanlegar stærðir. Hentarriánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 Skákeinvígin í Kanada: Hræðileg yfirsjón kostaði Jóhann tap Skák Karl Þorsteins LÍFIÐ er ekki einungis dans á rósum. Það fékk Jóhann Hjartar- son að kenna á i fimmtu ein- vigisskákinni við Viktor Kortsjnoj i Saint John á laugar- daginn. Miðtaflið tefldi Jóhann af stakri snilld og hafði tryggt sér öflugt frumkvæði, en eitt augnablik er eins og hann gleymi hótunum áskorandans gamla. Leikur óvarlegum peðsleik og staðan á borðinu sem augnabliki áður var sigurstrangleg breytist í rjúkandi rústir og Jóhann verð- ur að gefa skákina. Jóhann hóf taflið eins og í fyrri einvígisskákum, ýtti kóngspeði sínu fram um tvo reiti sem Kortsjnoj svaraði með Lasker-afbrigðinu í Sikileyjarvöm. Það hefur hann aldr- ei teflt áður, enda beitir hann óspart þeirri taktík í einvíginu að koma Jóhanni á óvart í byijunarvali. Skákin varð brátt mjög flókin. Jó- hann valdi hvasst framhald og þegar byrjunarleiknum sleppti fór drjúgur tími til umhugsunar hjá báðum keppendum. Taflmennska Jóhanns var nokk- uð gagnrýnd og töldu skákskýrend- ur í Saint John að Kortsjnoj hefði söðlað til sín frumkvæðið þegar 18 leikir höfðu verið leiknir. Peð hans á kóngsvæng þóttu ógnvænleg á meðan hvítu mennimir höfðu verið ráðleysislega færðir. Vitanlega var ekki svo. Jóhann tefldi framhaldið snilldarlega, sótti fram með peð sín á drottningarvæng og skapaði sér hættulegan frelsingja á c-línunni. Staða Kortsjnojs var álitin mjög erfíð en hann varðist af útsjónar- semi og setti vandamál fyrir Jóhann. Þau virtust þó lítt skeinu- hætt uns óskiljanleg skákblinda hijáir Jóhann í einu vetfangi og honum jrfirsést einfalt mátstef af hendi áskorandans gamla og verður að gefast upp. Sannarlega ósann- gjöm úrslit. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Viktor Kortsjnoj Sikileyjarvöm 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e5, 6. Rdb5 - d6, 7. Rd5!? Algengasti leikurinn í stöðunni er 7. Bg5, t.d. 7. - a6, 8. Ra3 - b5, 9. Rd5 - Be7, 10. Bxf6 - Bxf6, 11. c3 og hvítur stendur að- eins betur. Jóhann velur hvassara framhald, tilbúinn að gefa Kortsjnoj færi á að sprengja sig við vinnings- tilraunir. 7. — Rxd5, 8. exd5 — Re7, 9. c4 — Rf5. Þekkt mistök eru hér 9. — a6??, 10. Da4! og vegna hótunarinnar 11. Rxd6 mát verður svartur að gefa skiptamun með 10. — axb5. 10. Bd3 - Be7, 11. 0-0 - 0-0, 12. a4. í skákinni Holmov-Vasjukov, Zalaegerszeg, 1977, féllu leikir 12. — Rd4, 13. Rxd4 — exd4, 14. Dc2 og hvítur stendur aðeins betur að vígi. Leikur Jóhanns er á hinn bóg- inn eðlilegri. Hvítur hefur peða- meirihluta á drottningarvæng og eðlilegt að byggja taflmennskuna á því. 12. - a6,13. Rc3 - a5,14. Rb5. Riddarinn leitar vitanlega á ný á góðan reit. Kortsjnoj hugsaði sig nú um í dijúga stund. Hvítur undir- býr peðaframrás á drottningarvæng og peðið á d6 verður væntanlegur skotspónn hvíta liðsaflans. Mótfæri Kortsjnojs liggja hins vegar á kóngsvæng. 14. — g6, 15. b3. Var ekki eðlilegra að leika strax 15. Bd2 og b4 næst? 15. - Bd7, 16. Ha2 - Rg7, 17. Khl. Báðir keppendur virðast óráðnir í ákvörðunum sínum og síðustu leik- ir Jóhanns eru ónauðsynlegir. Með kóngsleiknum vill hann væntanlega fyrirbyggja drottningarskákir á síðari stigum skákarinnar, en hann hefur veigamiklar afleiðingar í för með sér eins og skákin teflist. Þeg- ar hér var komið til sögu var almennt mat skáksérfræðinga að Kortsjnoj hefði söðlað til sín frum- kvæðið. Framhaldið teflir Jóhann snilldarlega, tekst að mynda sér öflugan frelsingja og staða Kortsj- nojs virðist á heljarþröm. 17. - f5, 18. Bd2 - e4, 19. Bbl - Bxb5. Djörf ákvörðun. Vaxandi áreitni við d6-peðið ásamt óþægindum sem fylgir riddarastökki á d4 veldur þessum uppskiptum. Peðaframrásin hjá hvítum á drottningarvæng verð- ur meira ógnandi fyrir vikið. 20. axb5 - Bg5, 21. b4! - Bxd2, 22. Dxd2 - Dc7, 23. c5! Jóhann notar hvert útskot til að auka frumkvæði sitt. Hér fómar hann peði og fær öflugan frelsingja í staðinn. 23. - axbl, 24. c6 - Hxa2, 25. Bxa2 - Da5, 26. Bc4 - b6, 27. Dd4! Snilldarlega teflt. Staðan á borð- inu er mjög viðkvæm og frumkvæð- ið getur hæglega skipt um eigendur við ónákvæma leiki. Leikur Jóhanns er sterkari en 27. Hbl því eftir t.d. 27. - Ha8, 28. h3 - Re8, 29. Dxb4 — Dxb4, 30. Hxb4 hefur svartur a-línuna yfírtekna af hrókn- um og riddarinn valdar mikilvæga reiti. Hvítu frípeðin gætu hæglega orðið skotspónn svörtu mannanna í framhaldinu. Hvítur hótar nú ill- þyrmilega 28. Hal og við því er einungis eitt svar. 27. - b3, 28. Hal. Til greina kom að leika 28. Bxb3 t.d. Dxb5, 29. Hbl. Fyrir peðið hefur hvítur þá öflugt frumkvæði. 28. - Db4, 29. c7?? Skákblinda af verstu gerð. „Hver einasti af fremstu stórmeisturum heims hafa átt einn óskiljanlegan afleik og Jóhann hefur nú fyllt kvóta sinn,“ sagði enski stórmeist- arinn Keene eftir skákina. Eitt augnablik virðist Jóhanni yfirsjást hótanir áskorandans gamla með hræðilegum afleiðingum. Vitaskuld var einfalt, eftir á að hyggja, að opna griðarreit fyrir kónginn með 29. h3 því svartur á í miklum erfið- leikum í þeirri stöðu. 29. - b2, 30. Hbl - Hc8! Skammt er milli feigs og ófeigs. Hvítur er nú skyndilega glataður. Svarta peðið á b2 er friðhelgt því 31. Hxb2 — Del+ og mátar og engu bjargar 31. Df6 — Dxc4, 32. Dd8+ — Re8! og hrókinn má ekki þiggja 33. Dxc8 — Dcl+! og mát- ar. Jóhann gafst því upp. Artur Jusupov Undirbún- ingurinn skilaði árangri — segir Artur Jus- upov um einvígi sitt við Ehlvest St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÉG VAR mjög vel undirbúinn fyrir einvigið og í fyrstu skák- inni, sem var min besta í ein- víginu, kom upp byrjun sem ég hafði undirbúið sérstaklega," sagði Artur Jusupov en hann vann Jaan Ehlvest örugglegga með 3,5 vinningum gegn 1,5. Jusupov benti á að Ehlvest væri nýgræðingur í skákmótum af þessu tagi og taldi hann þurfa að öðlast meiri reynslu áður en hann færi að eiga möguleika en sagðist ekki ef- ast um að hans tími ætti eftir að koma. Jusupov sagðist engu vilja spá um möguleika sína í komandi heimsmeistaraeinvígjum. Hann sagðist telja sig í betra formi en í fyrra, en hann hefði ekki enn náð sama styrkleika og hann hafði 1985, sérstaklega í áskorendaein- vígi við Jaan Timman en þá hefði hann teflt bestu skákir ferils síns. Seirawan og Speelman að tafli í Saint John Ég tefldi betur í tímahrakinu - segir Jonathan Speelman um einvígi sitt við Yasser Seirawan St. John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „FYRIR einvígið hélt ég að möguleikar okkar væru nokkuð jafnir. Ég tefldi ekkert sérlega vel f einvíginu en ég tefldi betur en hann í tímahraki og afleið- ingin var að ég vann tvær skákir sem ég átti varla skilið að vinna. Þetta á sérstaklega við um 3. skákina þar sem ég var kominn með tapaða stöðu en vann í tíma- hraki,“ sagði Jonathan Speel- man eftir einvígi sitt við Yasser Seirawan. Speelman fékk 4 vinninga gegn 1 vinningi Seirawans. í síðustu skákinni, þar sem Seirawan hafði svart, reyndi hann hvað hann gaí til að vinna en ofkeyrði sig og gafst upp þegar hann var að falla á tíma með gertapaða stöðu.' Speelman sagði að Seirawan gæti örugglega tefld mun betur en hann hefði gert í St. John. „Þetta einvígi var mjög stutt, og þegar eitthvað fer úrskeiðis í upp- hafi í svona stuttum einvígjum er erfítt að ná sér aftur á strik,“ sagði Jonathan Speelman. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.