Morgunblaðið - 02.02.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 02.02.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 63 Tveggja skáka einvígi á miðvikudag og föstudag St. John. Frá Gudmundi Sv. Hermannssyni blaðamanni Morgucblaðsins. VIKTOR Kortsjnoj hreinlega keyrði yfir Jóhann Hjartarson í 6. ein- vígisskákinni hér í St. John og Jóhann varð að gefast upp þegar 26 leikjum var lokið. Skákmennirnir eru þvi jafnir að loknum 6 skákum og tefla næst tveggja skáka einvígi, á miðvikudag og föstu- dag. Verði enn jafnt tefla skákmennirnir einskonar hraðskákaeinvigi á sunnudag, þar sem skákmennimir hafa fyrst klukkutima á fyrstu 40 leikina, síðan hálftima og loks 15 minútur, þar til annar hvor vinnur skák. Kortsjnoj bauð Jóhanni upp á sömu byijun og í 4. skákinni sem Jóhann vann á svart. Þeir breyttu samt fljótlega út af og staða Jó- hanns varð fljótlega mjög erfið; aðstoðarmenn hans voru komnir með áhyggjusvip þegar eftir 12-13 leiki. Og Kortsjnoj herti hægt og hægt á þvingunni þar til Jóhann hafði fengið nóg í 26. leik. „Jóhann tefldi ekki eins og hann á að sér í dag,“ sagði Þráinn Guð- mundsson forseti Skáksambands- ins, en hann var eðlilega daufur í dálkinn eins og aðrir Islendingar hér eftir skakina. „En það var kannski ekki við að búast að þetta yrði bein sigling þegar Kortsjnoj er annars vegar." Menn þora engu að spá um úr- slit þeirra skáka sem framundan eru. Stórmeistarinn John Nunn sagði þó við mig að hann teldi möguleika þeirra Jóhanns og Kortsjnojs jafna í tveggja skáka einvíginu og Jóhann hlyti að ná sér upp úr þeim öldudal sem hann virð- ist nú vera í. Tveimur einvígjum lauk í gær- kvöldi. Timman vann skák sína við Salov og var það eina vinningsskák einvígisins. Portisch og Vaganjan gerðu jafntefli og komst Portisch því áfram með 3,5 vinninga gegn 2,5. Spraggett náði að vinna bið- skák sína úr 5. umferðinni á sunnudaginn og jafna metin í ein- víginu við Sokolov og í gærkvöldi skildu þeir jafnir þannig að þeir verða að tefla nýtt tveggja skáka einvígi eins og Jóhann og Kortsjnoj. Borgarfógeti um kröfu ríkisendurskoðunar: Fær ekki aðgang að heilsugæslugögnum Borgarfógeti synjaði í gær ríkisendurskoðun um innsetningu í sjúldingabókhald, þar á meðal sjúkraskrá, Heilsugæslustöðvar- innar í Árbæ. í niðurstöðu fógeta segir að ekki sé að finna í lögum heimild til þess að veita beinan aðgang að gögnunum með þeim hætti sem rfkisendurskoðun krefst. Þann 15. janúar sl. fór Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi, þess á leit við fógeta að starfsmenn ríkisendurskoðunar fengju aðgang að sjúklingabókhaldi Heilsugæslu- stöðvarinnar í Árbæ til að sannreyna efni reikninga fyrir læknaverk, sem læknar stöðvarinnar hafa framvísað og fengið greidda hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og Tryggingastofnun ríkisins. Læknar stöðvarinnar kröfð- ust þess hins vegar að beiðninni yrði hafnað. Forsaga þessa máls er sú, að starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins ætluðu að kanna sjúklinga- bókhaldið og byggðu heimild sína til þess á samningi Læknafélags ís- lands og Tryggingastofhunar ríkis- ins frá miðju síðasta ári. Yfírlæknir stöðvarinnar meinaði þeim hins veg- ar aðgang að gögnunum þar sem til harts skorti beina heimild og var málinu þá vísað til ríkisendurskoðun- ar, sem krafðist innsetningarinnar. Valtýr Sigurðsson, borgarfógefi, sem kvað upp úrskurðinn, segir í niðurstöðu sinni, að ekki sé að finna heimild í lögum um ríkisendurskoðui^ til að veita beinan aðgang að gögn- um Heilsugæslustöðvarinnar með þeim hætti sem ríkisendurskoðun krafðist. Skipti í því sambandi ekki máli þótt-af hálfu ríkisendurskoðun- ar hafí þvi verið lýst yfír að beiðnin takmarkist við þau gögn sem varða viðskipti Tryggingastofnunar ríkis- ins og Sjúkrasamlags Reykjavíkur við Heilsugæslustöðina. Því beri að synja um insetningargerðina. Með hliðsjón af þessari niðurstöðu var ríkisendurskoðun gert að greiða málskostnað, 60 þúsund krónur. HalldórV. Sigurðsson, ríkisendur- • skoðandi, sagði í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort úr- skurði borgarfógeta verður áfiýjað. ^ Sjávaraborg GK sat föst í Grmdavíkiirhöfn Grindavík. LOÐNUSKIPIÐ Sjávarborg GK sat föst í þrjá tíma á rifi sem ligg- ur handan rennunnar meðfram viðlegukantinum i Grindavíkur- höfn aðfaranótt föstudags þegar lokið var að landa úr skipinu. Tildrög óhappsins voru þau að eftir að löndun lauk átti að færa skipið austur að Viðlagasjóðs- biyggju. í stað þess að snúa skipinu strax við bryggju var því bakkað of langt afturábak með fyrrgreind- um afleiðingum. Mjög lágsjávað var og þurfti að bíða í þijá tíma þar til skipið losnaði af eigin rammleik þegar flæddi undir. * Miklir erfíðleikar hafa skapast í Grindavíkurhöfn þegar stærri skip hafa komið inn til löndunar þar sem höfnin er orðin í grynnsta lagi og kvartar hafnarstjórinn, Bjami Þór- arinsson, undan því hve erfíðlega gangi að fá fé til dýpkunarfram- kvæmda í höfninni. — Kr.Ben. Hvolsvöllur: Búið að reisa þriðjung Vestmannaejjalínunnar Jóhann heillum horf- inn og tapaði aftur Skák Braga Kristjánsson Sjötta skák einvígis Jóhánns Hjaitarsonar og Viktors Kortsnoj var tefld f St. John í Kanada f gærkveldi. Jóhann var greinilega miður sín eftir óþarft tap í næstu skák á undan. Hann tefldi byijunina veikt og veitti litla mótspymu eftir það. Jóhann mátti gefast upp eftir 26 leiki, þegar mannstap var óum- flýjanlegt. Þar með tókst Viktor „hinum ógurlega" það sem fáir átti von á, að vinna tvær síðustu skákir einvígisins og jafna metin. Þetta eru sérstök vonbrigði fyrir Jóhann, því hann færði Kortsnoj sigurinn í fimmtu skákinni á silfurfati, og því hefði einvíginu átt að ljúka með þeirri skák. Gamli baráttujaxlinn, Kortsnoj, sýndi einu sinni enn, að aldrei er hægt að afskrifa hann. Vamaðarorð sænska stórmeistar- ans, Anderssons, í viðtali við íslenska fjölmiðla, vom því ekki út í loftið. Nú verða tefldar tvær skák- ir til viðbótar og vonandi að Jóhann nái sér á strik aftur. 6. skákin: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6, 2. c4 - b6, 3. g3 - c5, 4. Bg2 - Bb7, 5. 0-0 - e6, 6. Rc3 — Be7, 7. d4 — cxd4, 8. Dxd4 - d6, 9. b3 Kortsnoj bregður út af þeirri leið, sem gafst honum illa í 4. skákinni: 9. Be3 - 0-0, 10. Hadl - Rbd7, 11. Rb5 — d5 og Jóhann jafnaði taflið. Spumingin er hvort ráðlegt sé fyrir Jóhann að tefla aftur „Broddgaltarafbrigðið, því Kortsnoj hefur örugglega athugað það vand- lega fyrir þessa skák. 9. - Rbd7, 10. Rb5 - Rc5 Jóhann hugsaði lengi um þennan leik. 11. Hdl — d5,12. cxd5 — exd5?! Jóhann tekur á sig stakt peð á d5 að óþörfu. Hann gat drepið á d5 með riddara eða jafnvel biskupi. 13. Bh3! Sterkur leikur, sem kemur í veg fyrir Ha8 — c8. 13. - 0-0, 14. Bb2 - a6, 15. Rc3 - He8, 16. Hcl - Re6? Eftir þennan leik lendir Jóhann í stöðu, sem er mjög erfið ef ekki töpuð. Best var að leika 16. — Bf8. 17. Bxe6 - fxe6, 18. Ra4 Þessi staða ber vott algjöru skip- broti Jóhanns í bytjuninni. Hann neyðist nú til að leika b6 — b5 og veikja með því enn frekar stöðu sína (18. — Rd7??, 19. Dxg7 mát). 18. - b5, 19. Rc5 - Bc8 Líklega hefði verið skást að drepa þennan riddara, þótt svartur sé ekki öfundsverður eftir 19. — Bxc5, 20. Hxc5 o.s.frv. 20. Re5 - Bf8, 21. Hc2 - a5, 22. Hdcl - Db6 Til greina kom að reyna 22. — b4 ásamt Ba6 o.s.frv. 23. Df4 - Be7, 24. Bd4 - Dd6, 25. Rcd3 - Hf8? Jóhann hefur teflt þessa skák án áætlunar og nú leikur hann af sér manni. 25. Bc5 og Jóhann gafst upp, því hann tapar eftir 26. — Dc7, 27. Rg6 — Dxf4, 28. Rxe7+ ásamt 29. gxf4 eða 26. — Dd8, 27. Rc6 ásamt 28. Rxe7+ o.s.frv. Jóhann var algjör- lega óþekkjanlegur í þessari skák. Selfossi. BÚIÐ er að draga út alla staura á raflínuna fyrir Vestmannaeyj- ar, frá Hvolsvelli niður á Landeyjasand. Þriðjungur staur- anna hefur verið reistur en eftir er að setja upp slár á staurana. Framkvæmdir þessar eru vegna fyrirhugaðrar rafhitunar hjá Rækjuverð- ið hækkar um 5,5% YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið nýtt verð á rækju upp úr sjó. Verðið er að meðaltali 5,5% hærra en síðasta gildandi verð og gildir frá og með fyrsta febrúar til ioka maimánaðar. Samkvæmt ákvörðun nefndar- innar verður verð á rækju frá 21 'krónu upp í 58 fyrir hvert kíló. Stærsta rækjan verður á 58, næsti flokkur á 53, sá þriðji á 48 og undir- málsrækjan á 21 krónu. Samkomu- lag varð í nefndinni um verðið. Síðan í haust hefur verð á rækju á heimsmarkaðnum hækkað um rúmlega 10%, en þá voru verksmiðj- umar reknar með tapi. Með verð- hækkuninni á mörkuðunum hefur stðan batnað og því var hækkun á verði rækju upp úr sjó samþykkt. fjarvarmaveitunni í Vestmanna- eyjum. Örlygur Jónasson rafveitustjóri segir unnt að klára línuna í ágúst ef veður og aðstæður leyfa. Reiknað er með því að unnt verði að reisa alla línuna og setja upp toppbúnað fýrir vorið. Gert verður hlé á verk- inu á meðan leysingar em og vonast er eftir að hægt verði að strengja línuna í haust og tengja hana við sæstrenginn til Vestmannaeyja. Ákvörðun um lagningu línunnar var tekin í nóvemberlok og RARIK heimilað að panta efni í linuna. Vet hefur gengið að koma efninu út á línustæðið einkum fyrir það hversu færið hefur verið gott, en 18 stiga frost gerði í byrjun janúar þegar fyrir lá að koma efninu út. Línan er 22 kflómetrar og kostar 53,7 milljónir króna. Lagning henn- ar er stærsta verk .RARIK á Suðurlandi og stærsta verkið á landinu í stofnlínuframkvæmdum. Línan er býggð fyrir 130 kílóvolt en verður fyrstu árin rekin á 30 kílóvoltum. I kringum 1990 verður spennan hækkuð upp í 60 kílóvolj^ miðað við orkuspá fjarvarmaveit- unnar í Vestmannaeyjum. Þegar þar að kemur þarf að byggja spennistöð á Landeyjasandi, þar sem strengurinn til Eyja er gerður fyrir 30 kflóvolt. Einnig þarf að styrkja aðflutning að Hvolsvelli og í því efni er ódýrasti kosturinn að leggja 60 kflóvolta línu frá Flúðum að Hellu. Sig. Jóns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.