Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 42
 42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Bj órf rumvarp - einu sinni enn eftir ÓlafÞ. Hallgrímsson Enn eitt bjórfrumvarp er komið fram á Alþingi, það er frumvarp til laga um að leyfa bruggun, innflutn- ing og sölu á áfengum bjór. Síðasta bjórfrumvarp var á ferð- inni í sölum Alþingis árið 1984, og þá var fyrsti flutningsmaður þess núv. fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson. Að þessu sinni eru flm. fjórir úr þremur flokkum. Tveir lögfræðing- ar úr Sjálfstæðisflokknum hafa fengið til liðs við sig bamabókahöf- und Alþýðubandalagsins og einn þingmann Borgaraflokksins, sem tengst hefur íþróttastarfsemi, enda veitir ekki af að skapa sem mesta breidd í bjórliðið, þar sem talið er líklegt, að bjórinn hafl nú meira fylgi á Alþingi en oftast áður. Nú eins og fyrir flórum árum segja flutningsmenn tilganginn með frumvarpinu vera Qórþættan. í fyrsta lagi að draga úr neyzlu sterkra drykkja. I öðru lagi að breyta drykkjusið- um þjóðarinnar til batnaðar. í þriðja lagi að afla ríkissjóði tekna og efla innlendan öl- og gos- drykkjaiðnað. í Qórða lagi og síðast en ekki sízt að skapa „samræmi" í áfengis- löggjöfinni, þ.e. að allir landsmenn eigi kost á því að sitja við samam 4»borð, hvað bjómeyzlu snertir, en sem kunnugt er, þá hafa flugliðar og farmenn og fólk, sem ferðast til útlanda, heimild til að kaupa sterk- an bjór upp að ákveðnu magni. Ofannefnd rök bjórmanna em reyndar ekki ný af nálinni, á þeim hafa þeir hamrað sí og æ í gegnum tíðina og í hvert skipti, sem bjór- frumvarp hefur verið flutt á Al- þingi, og það enda þótt þau hafi margoft verið hrakin af andstæð- ingum bjórsins. Við skulum nú skoða þau hvert fyrir sig nokkru nánar. Er þá fyrst fyrir sú röksemda- færsia, að tilkoma áfengs öls muni draga úr neyzlu sterkari drykkja. Enn er þessi staðhæfing á borð borin, þótt bæði rannsóknir Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og reynsla annarra þjóða sýni hið gagnstæða. í greinargerð, sem Ingimar Sigurðsson lögfræðingur og Hrafn Pálsson félagsráðgjafi birtu nýlega í blöðum um áhrif öl- drykkju á heildameyzlu áfengis og stuðst er við skýrslur Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar, kemur fram, svo ekki verður um villzt, að bjór- neyzla hefur aukizt mikið í öllum heimshlutum síðari árin, ekki sízt í þriðja heiminum, og kemur alls staðar sem viðbót ofan á aðra áfengisneyzlu. Reynsla nágrannaþjóða okkar styður þetta einnig, og er nærtæk- ast að benda á frændur vora, Dani, þar sem bjórdrykkja á vinnustöðum og unglingadrykkja er orðin slíkt vandamál, að jafnvel sjálfur forsæt- isráðherrann, Paul Schluter, sér sig knúinn til að lýsa því yfir opin- berlega, að bjórdrykkja sé að eyðileggja dönsku þjóðina og gera þurfí eitthvað róttækt í þeim efnum. Sé það tilfellið, að einhvers stað- ar fyrirfínnist þjóð, sem bætt hefur drykkjuvandamál sín með því að innleiða áfengt öl og beina neyzl- unni að því, hvers vegna er hún þá ekki nefnd. Það er athyglisvert, að bjórmenn kunna ekki að nefna neina þjóð, sem bætt hefur ástand áfengismála sinna með því að innleiða bjór. Hvers vegna ekki? Svarið er ein- falt. Hún er engin til, þvert á móti hefur bjórinn alls staðar valdið auknu böli. Þar er nærtæk reynsla Dana, en þeir gerðu á sínum tíma ákveðnar aðgerðir í þá átt að beina neyzlunni að bjómum í stað brenndra drykkja. Þetta heppnaðist að því leyti, að bjórinn varð þeirra áfengi, heildar- neyzlan jókst og afleiðingamar þær, sem öllum eru kunnar, en engan hef ég heyrt halda því fram, að þangað ættum við að sækja fyrir- mynd. Sannleikurinn er nefnilega sá, sem kannski hefur ekki komið nógu skýrt fram í öllum umræðunum, að bjórinn er lúmskt áfengi, sem hjá mörgum, ekki sízt unglingum, reyn- ist einmitt upphaf neyzlu á sterkari drykkjum og virkar örvandi í þá átt, og heyrt hef ég, að auðvelt sé að verða alkóhólisti af bjórdrykkju einni saman, þótt sumir vilji annað vera láta og telji hana dæmalaust meinlausa. Ifyrii- nokkm skýrðu fjölmiðlar frá áskomn 16 prófessora við læknadeild Háskóla Islands til þing- manna, þar sem þeir vara við afleiðingum af samþykkt bjórfmm- varpsins. Síðan gerist það núna um áramótin, að hvorki meira né minna en 133 læknar senda frá sér yfírlýs- ingu, þar sem mælt er með sölu áfengs öls hér á landi, eða eins og þeir segja sjálfír í yfírlýsingunni, að „ekki sé ástæða til að ætla, að íslenzka þjóðin missi fótfestuna í áfengismálum (leturbr. mín), þótt leyfð verði sala bjórs.“ Væntanlega hafa fleiri en ég orðið hissa að heyra slíka yfírlýs- ingu frá þeim, sem eðli málsins samkvæmt ættu að láta sér heil- brigði og hamingju landsmanna varða flestum öðmm fremur. Má segja, að þar heggur sá, er hlífa skyldi. í það fyrsta verður manni á að spyija, hvað vaki fyrir blessuðum læknunum, umhyggja fyrir velferð landsins bama, eða hvað? Og í öðm lagi vaknar sú spum- ing, hvort umræddir læknar telji, að íslenzka þjóðin hafí öðlast svo ömgga „fótfestu" í áfengismálum, að nokkuð þurfí til að koma, að hún missi hana. Og við sem höfum hald- ið í einfeldni okkar, að við byggjum við áfengisböl í þessu landi. Kannski það sé allt saman mis- skilningur og við búum bara við nokkuð ömgga fótfestu í áfengis- málum. Vita læknamir, sem skrifuðu undir þessa yfírlýsingu, virkilega ekki af áfengisbölinu, um eyðilögð heimili og brostin fjölskyldubönd þúsunda, glæpi og voðaverk, sem í Eigertdur og skuí' ifendur Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf i sölu hjá Verdbréfavidskipturrs Samvinnubankavts Ný spariskírteini 7,2-8,5% Eldri spariskírteini 1 8,5-9,2% Veðdeild Samvinnubankans 10,0% Lind hf. 11,0% Lýsing hf. 10,8% Glitnirhf. 11,1% Samvinnusjóður Islands hf. 10,5% Önnur örugg skuldabréf 9,5—12,0% Fasteignatryggð skuldabréf 12—15,0% ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu ávöxtun umfram verðbólgu Innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini okkar. Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. VERÐB R £ FAVtÐSK IPT1 fjármál eru V# SAMUINNUBANKANS okkar fag flestum tilfellum eru afleiðingar áfengis — neyzlu eða annarra vímu- efna, eða vilja þeir bara ekki vita af þvf. Telja þeir raunverulega, að þjóðin hafí náð svo góðri fótfestu í áfengismálum, að vel sé hættandi á að stíga skref, sem að öllum líkindum mun leiða til versnandi ástands. Því vil ég ekki trúa fyrr en í lengstu lög, heldur hljóti einhvers konar fljótræði að hafa ráðið ferð- innj. Ég hef því miður ekki séð nöfn þessara umræddu 133 lækna, en mér er tjáð, að í þeirra hópi sé enginn læknir, sem fengizt hefur sérstaklega við meðferð áfengis- sjúklinga (og skal reyndar engan furða). Segir það ekki sína sögu að þeir, sem gerst þekkja til ástands þess- ara mála, skuli ekki leggja nafn sitt við slíka undirskrift. Og hvorum skyldi íslenzka þjóðin treysta betur til að leggja raunsætt mat á ástand áfengismála. Læknunum Tómasi Helgasyni og Jóhannesi Berg- sveinssyni eða einhveijum ungum lækni, sem gjaman vill sjálfur eiga þess kost að fá sér bjórglas, þegar hann kemur þreyttur heim úr vinn- unni? Ég eftirlæt lesendum að svara því. Það eru ekki persónulegar lang- anir mínar eða einhvers læknis, sem skipta máli í þessu sambandi, held- ur sú staðreynd, sem fram kemur í fyrmefndri álitsgerð Ingimars Sig- urðssonar og Hrafns Pálssonar „að hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á sölu áfengs öls hér á landi, verða menn að horfast í augu við þá staðreynd, að heildameyzla áfengis muni aukast, líklega stór- aukast, verði heimilað að selja hér áfengt öl.“ Það er mergurinn málsins, sú staðreynd sem menn verða að þora að horfast í augu við. Þessi orð eru raunar nægjanlegt svar við röksemd bjórvina nr. 2, að bjórinn muni bæta drykkjusiði landsmanna. Það væri í fyrsta lagi aðeins hugsanlegt, ef bjór yrði al- mennt drukkinn í stað sterku vínanna, en reynslan bendir ekki til, að svo verði, og hún er ólygn- ust. Bjórinn mun ekki bæta drykkjusiðina, heldur mun hann auka drykkjuskapinn og hafa í för með sér ný drykkjumunstur hér á landi sem annars staðar, svo sem vaxandi unglingadrykkju og drykkjuskap á vinnustöðum, sem við höfum verið tiltölulega laus við fram að þessu. Vart mun nokkum þykja það horfa til framfara. Engin ástæða er til að ætla, að við Islendingar bregðumst öðruvísi við bjómum en aðrar þjóðir. Niðurstaða þeirra félaga, Ingi- mars og Hrafns, er einnig beztu rökin gegn tilgangi bjórfrumv. nr. 3 að afla ríkissjóði aukinna tekna, sem manni virðist að vegi þungt á metunum í huga flutningsmanna, og þó kannski öllu fremur að afla einstaklingum tekna af bjórsölunni. Eða hvemig í ósköpunum eiga tekjur að aukast með tilkomu bjórs, ef sala á öðrum og sterkari tegund- um áfengis á að minnka að sama skapi, eins og flutningsmenn láta í veðri vaka. Ríkissjóður fær ekki auknar tekjur nema með nýjum tekjustofnum. Fæ ég ekki betur séð en hér séu bjórmenn búnir að viður- kenna í orði kveðnu, að bjórsala muni koma til viðbótar við aðra áfengissölu, hverju svo sem þeir halda fram. Hvað snertir innlendan bjóriðnað, er hins vegar ljóst, að þar eru ýms- ir famir að hugsa sér gott til glóðarinnar, og sjá hilla undir skjót- fenginn gróða. Það sýnir m.a. viðtal við framkvæmda stjóra Sanitas hf. í Reykjavík, sem birtist í Degi á Akureyri 30. des. sl., en þar segir hann, að verði leyfð framleiðsla og sala áfengs öls „muni það breyta öllum markaðnum . . . þannig að þar sem gosdrykkir eru aðalbúgrein í dag, verður aukabúgrein, þegar bjórinn kemur". Spumingin er þá aðeins, hveijir tapa á bjórdrykkjunni. Þá emm við að lokum komin að margyfirlýstum tilgangi bjórmanna og því, sem einna hæst hefur borið í þeirra málaflutningi, að „sam- ræma“ áfengislöggjöfína. Við búum við kolvitlausa áfengis- löggjöf, segja bjórmenn, eða hvað vit er í því, að hægt sé að kaupa allar tegundir áfengis nema þá veik- ustu, ogu venjulega klykka þeir út með því að segja, að þar að auki sé allt fljótandi í bjór í landinu hvort eð er. Hvers vegna ekki að leyfa öllum landsmönnum að sitja við sama borð, hvað bjómeyzlu snertir? Hvers á það aumingja fólk að gjalda, sem sjaldan eða aldrei fer til útlanda og getur þar af leiðandi ekki keypt sér bjór í Fríhöfninni? „Hveijir ráða því, að svona andsk ... vitleysa, sem allir hlæja að, innan lands og utan, er enn við lýði á því herrans ári 1987?“ spyr Þorsteinn Úlfar Bjömsson í Mbl. 29. des. Og hann bætir við: „Það hljóta að vera pólitíkusar." Líklega er það rétt til getið hjá honum. Hingað til höfum við átt nógu marga þingmenn til að hafna bjómum, en hver veit nema Eyjólf- ur hressist fyrir Þorstein og skoðanabræður hans. En úr því að spumingar eru bom- ar fram, er ekki úr vegi að bæta við einni spumingu: Hvers vegna stöðugt að vera að vitna í flugliða, fannenn og ferðafólk? í fyrsta lagi er þar aðeins um að ræða hluta þjóðarinnar, og jafn- Vantar þig varahluti I bílinn? Kúplingsdiska og pressur í allar algengar gerðir fólksbíla, jeppa og vörubíla. Gabriel höggdeyfa ótal útfærslur í miklu úrvali. Háspennukefli, kveikjuhluti og kertaþræði eins og það verður best. Alternatora og startara verksmiðjuuppgerða eða nýja, fyrir japanska, evrópska og ameríska bíla. Spennustilla landsins fjölbreyttasta úrval. Kannaðu verðið. Við ábyrgjumst gæðin. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.