Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Erfitt að taka við því sem vel hefur verið sljórnað — segir Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöðinni í Garðakaupum Kjötmiðstöðin tók um síðustu áramót við rekstri Garðakaupa i Garðabæ og þessi 2.700 fermetra verslun heitir nú Kjötmiðstöðin í Garðakaupum. Einn eigendanna, Hrafn Bachmann, rekur nýju verslunina ásamt þeirri sem fyrir er á Laugalæk i Reykjavík. Með- eigendur hans eru Halldór Krist- insson fjármálastjóri fyrirtækis- ins, Ármann Reynisson og Pétur Björnsson. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Hrafn i tilefni kaupanna og spurði hann fyrst hvaða möguleikar væru fólgnir i nýrri Kjötmiðstöð „Sú aðstaða sem þetta hús býður upp á á engan sinn líka hérlendis og þó að víðar væri leitað. Þegar þetta hús var í byggingu, þá fannst mér ekkert vit í að byggja svona stórt hús hér. Því er það svolítið hjá- kátlegt að fjórum árum seinna skuli ég taka við rekstri þess. Það er oft erfítt að taka við því sem vel hefur venð stjómað. Öll vörumóttaka og vinnuaðstaða hér er mjög góð. Allar vörur eru flutt- ar inn í húsið, ekki bomar inn. Hér er kjötvinnsla, bakarí og eldhús fyrir heitan mat. Það tók mig nokkum tíma að átta sig á frelsinu við að flytja hingað, því á Laugalæknum er óskaplega þröngt. Ég gæti trúað að ég eigi- heimsmet í sölu á fermetra í þeirri verslun. Núna get ég gefíð þeim hugmjmdum sem ég hef haft um áraraðir, lausan tauminn." — Hvaða hugmyndir eru það? „Við viljum fá að heyra frá bæj- arbúum hvað þeim fínnst að betur mætti fara hér. Til greina kæmi að verðlauna 10 bestu hugmyndimar, sem síðan yrðu framkvæmdar. Með komu minni hingað vona ég að ég geti lagt starfsfólki mínu þær lífsreglur sem ég hef lagt öðm starfs- fólki mfnu í gegnum tíðina. Ýmsar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað; afgreiðslukössum og kæliborð- um hefur verið fjölgað og við veitum þeim sem eru 60 ára og eldri 5% staðgreiðsluafslátt. Síðast en ekki síst sendum við vömr heim og það hefur fólk nýtt sér í ríkum mæli. Um mánaðamótin verður opnuð hér, að ég tel, ein besta fískbúð á Reykjavíkursvæðinu. Hana mun Gylfí Ingason matreiðslumaður reka, en hann hefur verið með fiskbúð í Austurveri." — Kjötinnkaup vega þungt í viku- innkaupum heimilisins, hvað gerið þið til að halda kjötverði niðri? „Einn eigenda Kjötmiðstöðvarinn- ar, Halldór Kristinsson á eitt stærsta svínabú landsins sem er staðsett í Eyjafirði. Það, auk stórrar og öflug- rar kjötvinnslu stuðlar að því að við getum boðið eitt lægsta kjötverð landsins, töluverðan hluta þess á heildsöluverði. En til að ná árangri þarf auðvitað magninnkaup auk langtímasamninga sem við gemm, jafnvel upp á tvö ár. Samskipti okk- ar við fjölda bænda gerir okkur kleift að bjóða besta fáanlegt hráefni. Þar fyrir utan rekum við Veitingamann- inn, þar sem við emm með um 25 manns í vinnu. Með þessu tryggjum við það að hráefni og vinnsla er fyrsta flokks. Kjötið fer því ekki um neina milliliði og ég tel að ég muni auka kjötneyslu hvers íbúa hér um 20%, eða 7 til 8 kíló á ári, en neysla alls er um 37 kíló. Hingað koma þó ekki eingöngu Garðbæingar, margir hafa lagt leið sína hingað úr Breið- holtinu og víðar að. Svona umsvifamikil lqötvinnsla krefst umönnunar og aðgátar á því ekkert af hráefninu fari til spillis. Það liggja ómæld dagsverk kaup- manns á bak við rekstur verslunar og vinnutíminn er óreglulegur. Því hversu gott starfsfólk sem kaup- maðurinn er með, þá lendir vinnan að lokum á honum, sama hvort vel tekst til eða illa." — Hvemig hefur reksturinn geng- ið það sem af er? „Síðan við tókum við versluninni höfum við tvöfaldað söluna frá því sem var, því hér er fólk sem vill góða vöru, gott vöruval og góða þjón- ustu. Ég harma það að taka við eins stóru fyrirtæki og þessu, sem skilar milljónum til bæjarfélagsins á hverju ári og fá svo engan hljomgrunn í neinum banka. Við neyddumst til að selja verslun okkar í Hamraborg í Kópavogi og tekur það sárt. En þegar maður hefur þor, kjark og festu til að standa undir merki, þá verður bjartsýnin ofan á og þetta verður farsælt. Eg tel að reynsla og þekking eftir 25 ára starf sé mun veigameiri en þekkingin úr skólabók- inni.“ Eitthvað að lokum? „Ég vii þakka Garðbæingum og öðrum þeim sem hafa lagt leið sina hingað fyrir jákvæðar viðtökur og góðar ábendingar. Við munum gera allt til að fylgja þeim kröfum sem til okkar eru gerðar." Morgunblaðið/Einar Falur „Það tók mig tíma að átta mig á frelsinu sem fylgir svona stóru húsnæði,“ segir Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöðinni í Garðakaupum. Ragnar Bjamason, Ellý Vilhjálms, Ólafur Gaukur og Kristján Kristjánsson, KK, koma fram i sýningunni ásamt fjölda söngv- ara og dansara. Flugleiðir: Helgarferðir til Reykjavíkur og sex annarra staða á landinu FLUGLEIÐIR fljúga í vetur á annað hundrað flugferðir á viku frá Reykjavík til tiu staða á landinu. Frá þessum stöðum eru greiðar samgöngur til yfir 30 annarra staða, annað hvort með öðrum flug- félögum eða langferðabifreiðum. Flugleiðir hafa nú um nokkurt skeið boðið upp á helgarferðir til og frá Reykjavík. í þeim er gert ráð fyrir flugi báðar leiðir, gistingu í tvær nætur og morgunverði. Far- þegar í slíkum ferðum eiga einnig möguleika á að gista tvær nætur til viðbótar. Gert er ráð fyrir að fyrsti ferðadagur sé fímmtudagur og síðasti mánudagur. Á tímabiiinu 7. janúar til 9. febrúar ár hvert. er boðið upp á sérstök janúartilboð. Flugleiðir kynntu nýlega fyrir blaðamönnum helgarferðir sínar. Þar kom fram að farþegar í helgar- ferðum geta valið um gistingu á mörgum hótelum í Reykjavík. Þau eru Hótel Borg, Hótel Ésja, Holiday Inn, Hótel Lind, Hótel Loftleiðir, Hótel Óðinsvé og Hótel Saga. Flugleiðir bjóða einnig upp á helgarferðir þar sem innifalið er kvöldskemmtun ásamt kvöldverði á nokkrum skemmtistöðum í borg- inni. Á Hótei fslandi er sýndur söng- leikurinn Gullárin með KK þar sem rakin er saga KK-sextettsins í tón- list og dansi. Fjöldi listamanna kemur fram f söngleiknum, þar á meðal KK-sextettinn, Kristján Kristjánsson stofnandi hans, söngvaramir Ellý Vilhjálms, sem kemur nú fram í fyrsta sinn í fjölda mörg ár, Ragnar Bjamason auk flölda 'annarra. Sýningar af ýmsu tagi em einn- ig á skemmtistöðunum Broadway, ' Hotel Sögu og Þórscafé. Þá er boðið upp á sérstakar leikhúsferðir til Reykjavíkur og Óperuferðir hefl- ast seint f febrúar, en þá hefjast sýningar á ópemnni Don Giovanni eftir Mozart. Þá er hægt að fara í hefðbundn- ar helgarferðir til Akureyrar og auk þess sérstakar leikhúsferðir á sýningar Leikfélags Akureyrar. Á Akureyri gefst einnig kostur á að heimsækja Sjallann og sjá sýning- una Stjömur Ingimars Éydal. Af öðmm sérferðum sem Flug- leiðir bjóða upp á má nefna skfða- ferðir til Akurejrar, hefðbundnar helgarferðir og skíðaferðir til fsa- fjarðar auk helgarferða til Husavíkur, Egilsstaða, Hafnar í Homafirði og Vestmannaeyja. Rangfærslur um tímaritakönnun Greinargerð Félagsvísindastofnunar vegna leiðaraskrifa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra í Dagblaðið-Vísi 28. janúar 1988. í leiðara Dagblaðsins-Vísis fimmtudaginn 28. janúar 1988 fer ritstjórinn Jónas Kristjánsson með grófar rangfærslur um aðferða- fræði og framkvæmd nýlegrar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á lestri tímarita, sem unnin var fyrir Verslunarráð íslands. Einnig notar ritstjórinn þessar rangfærslur sínar sem átyllu til að viðhafa meiðandi ummæli um starfsmenn Félagsvísindastofnunar og starfsemi hennar. Rangfærslur Jónasar Kristjáns- sonar em eftirfarandi: 1. Hann gefur til kynna að að- eins hafí verið spurt í könnuninni hvort fólk hafí skoðað nafngreind tímarit á árinu og segir það vera „bogið" við könnunina. Síðan segir hann orðrétt: „Allt önnur viðhorf til lestrar birtust í vönduðum lestr- arkönnunum Sambands auglýs- ingastofa. Þar var spurt, hvort fólk læsi ákveðin dagblöð eða tímarit reglulega. Ósvífíð er að bera slíkar kannanir saman við könnun á skoð- un einu sinni á ári, svo sem nú hefur verið gert.“ Hið rétta í málinu er að í könnun Félagsvísindastofnunar var spurt um lestur tímarita f 16 liðum, en alls ekki á þann eina veg sem rit- stjórinn nefnir. Eftirfarandi er listi jrfír þau atriði sem um -var spurt í lestrarkönnuninni, en fyrst var spurt um lestur tímarita mjög al- mennt og síðan stig af stigi farið ítarlegar ofan í lestur hvers tíma- rits sem svarandi hafði séð: 1. Spurt var hvort svarandi hafí lesið eða skoðað nafngreind tímarit á síðustu 12 mánuðum. 2. Siðan var spurt um sérhvert tímarit, hvort svarandi fengi tíma- ritið í áskrift á heimilið. 3. Hvort hann fengi tímaritið í áskrift á vinnustað. 4. Síðan var svaranda greint frá því hversu oft tímaritið kæmi út á hveiju ári, og spurt hvort hann sæi tímaritið reglulega. 5. Hvort hann sæi tímaritið oft. 6. Hvort hann sæi tímaritið sjaldan. 7. Hvort hann keypti tímaritið yfírleitt í lausasölu á heimilið. 8. Hvort hann sæi tímaritið á vinnustað. 9. Hvort hann sæi tímaritið hjá ættingjum og vinum. 10. Hvort hann sæi tímaritið á biðstofum. 11. Þá var fólk spurt um hvert tímarit hvort það lesi yfirleitt mest allt efni þess. 12. Hvort svarandi lesi aðeins einstakar greinar þess. 13. Hvort svarandi fletti tímarit- inu aðeins lauslega. 14. Þá var spurt sérstaklega hvort svarandi hefði lesið eða skoð- að síðasta tölublað af hverju tímariti og var tölublaðinu jafnframt lýst (forsíðu og/eða efnisinnihaldi). 15. Þeir sem fengu tímarit á heimilið voru sérstaklega spurðir hversu margir á heimilinu lesi venjulega tímaritið. 16. Loks var spurt hversu lengi ' sérhvert tímarit sem svarandi fékk á heimilið væri jrfírleitt geymt. Auk þess sem niðurstöður eru í aðalskýralu stofnunarinnar greind- ar innbyrðis eftir þessum efnis- þáttum, eru lesendahópar hvers tímarits greindir eftir aldri, kyni, starfsstétt, búsetu og fjölskyldu- tekjum svarenda. Allar þessar upplýsingar um framkvæmd og aðferðafræði könn- unarinnar er að fínna í skýralu stofnunarinnar, og Jónas Kristjáns- son hefði einnig getað snúið sér sjálfur til Félagsvísindastofnunar hefði hann viljað fræðast um könn- uu þessa þegar hann skrifaði umræddan leiðara um hana. Auk þess má nefna að einn af blaðamönnum Dagblaðsins-Vísis (StB) tók viðtal við foratöðumann Félagsvísindastofnunar um fram- kvæmd könnunarinnar tveimur dögum áður en leiðarinn birtist og var honum gerð grein fyrir því hvemig spurt var í könnuninni. Hinar réttu upplýsingar um spum- ingar í könnuninni lágu því fyrir inni á blaðinu sjálfu áður en ritstjór- inn birti umræddan leiðara sinn. Af einhveijum ástæðum var hins vegar aðeins brot af þeim birt í frétt um könnunina sama dag og leiðarinn birtist (sjá DV bls. 4., 28. „Þess vegna er þýðing- armikið að fá staðfest hvort ekki séu gerðar þær kröfur til ritstjóra og leiðarahöfunda að þeir fari rétt með stað- reyndir mála þó þeir hafi auðvitað fullt frelsi til að birta skoðanir sínar á þeim staðreynd- um.“ janúar 1988), en þó nægilega mikið til að draga hefði mátt úr rang- færslum ritstjórans ef hann hefði kynnt sér efni það sem birtist ann- are staðar í blaði hans sama dag og leiðarinn birtist. Þar eð ritstjórinn lætur að því liggja að aðferðafræði þeirra eldri kannana sem Samband íslenskra auglýsingastofa gekkst fyrir hafí verið betri en aðferðafræði könnun- ar Félagsvísindastofnunar má benda á ummæli framkvæmda- stjóra Sambands íslenskra auglýs- ingastofa um könnun Félagsvís- indastofnunar, sem einnig birtust í DV sama dag og umræddur leiðari ritstjórans. Þar segir framkvæmda- stjórinn meðal annare: „Þessi könnun er tímamótaverk fyrir fjöl- miðlamarkaðinn." 2. Ritstjórinn segist hafa það eftir talsmanni Félagsvísindastofn- unar að hann telji könnunina sýna að lestur tímarita hafi stóraukist á undanfomum árum, og segir svo orðrétt: „Ef talsmaðurinn lifði í raunverulegum heimi, vissi hann, að lestur stóreykst ekki eða stór- minnkar, heldur rís eða hnígur hægfara." Hið rétta er að Félagsvísinda- stofnun hefur ekki gert neinn samanburð á þessari könnun og fyrri könnunum og enginn talsmað- ur stofnunarinnar hefur sagt neitt um hvort lestur tímarita hafí aukist eða minnkað. 3. Ritstjórinn segir einnig orð- rétt í leiðaranum: „Þegar Félags- visindastofnun Háskólans lætur í fátækt sinni ginnast til að kanna lestur tímarita beint ofan í út- breiðsluherferðir, er við að búast, að niðuretöðumar bendi til, að lest- ur tímarita hafí aukist almennt og þá einkum þeirra, sem kynnt vom vikumar fyrir könnun.“ Hið rétta er að Félagsvísinda- stofnun var ekki ginnt til að framkvæma könnunina á neinum tilteknum tíma. Tímasetning könn- unarinnar var rædd á fundi með undirbúningsaðilum, sem höfðu það hlutverk að ákveða í sameiningu hvaða efnisatriði ætti að taka fyrir í könnuninni. Ákveðið var að tíma- setningin skyldi vera leynd og að foretöðumaður Félagsvísindastofn- unar myndi ákveða hana að höfðu samráði við ^ framkvæmdastjóra Verelunarráðs íslands. Útgefendum tímarita var aðeins tilkynnt að bú- ast mætti við því að könnunin jrði framkvæmd_ einhvem tímann á næstunni. í þeim samningi sem gerður var milli Félagsvísindastofn- unar og Verelunarráðs var gert ráð fyrir að könnunin yrði gerð ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.