Morgunblaðið - 03.02.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.02.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Hafrannsóknastofnun: Útlitið fyrir næstu loðnuvertíð kannað NÚ STENDUR yfir árlegur loðnurannsóknaleiðangur Hafrannsókna- stofnunar á Bjarna Sæmundssyni. Markmið hans er að geta með nokkurri vissu sagt fyrir um útlit loðnuveiða á næstu vertíð. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur, er leiðangursstjóri og sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að fyrst hefði leiðin legið austur fyrir land og staðan verið könnuð á veiðisvæðinu. Síðan hefði verið haldið vestur úti fyrir Norðurlandi, en veður hefði verið óhagstætt síðustu daga. Lítið hefði enn fundizt af smáloðnu, sem yrði uppistaðan í veiðunum á næstu vertíð. Það væri eðlilegt, þar sem á mánudag hefðu þeir ekki verið komnir vestar en út af Sléttugrunni, en á þessum tíma héldi smáloðnan sig vestar og utar. Hins vegar væri svæðið alltaf kannað eins vítt og mögulegt væri. Hjálmar sagði að leiðangrinum lyki um miðjan mánuðinn og upp úr því yrði unnið úr gögnum og vonandi yrði þá hægt að gefa hug- myndir um útlitið á næstu vertíð. Fundur gegu byggingu ráðhúss í útvarpsráði: Hæpið að slíkt geti gerst hér - segir Margrét Guðnadóttir prófessor vegna kenninga um að inflúensufaraldur hafi farið af stað vegna ákveðinna búskaparhátta „HÆPIÐ er að slíkt geti gerst hér vegna þess hvað hér er strjálbýlt og kalt,“ sagði Margrét Guðna- dóttir prófessor í veirufræði við Háskóla íslands f samtali við Morgunblaðið. í framhaldi af fréttum hér í blaðinu um þær kenningar vísindamanna að inflú- íslenska óperan: Sýningar á Litla sótaranum falla niður VEGNA óviðráðanlegra orsaka falla niður sýningar íslensku ópe- runnar á Litla sótaranum sem vera áttu f dag, 3. febrúar og fimmtudaginn 4. febrúar. Þeir sem búnir voru að kaupa miða á þessar sýningar geta snúið sér til miðasölu Islensku óperunnar milli kl. 15.00 og 19.00 í dag og á morgun. ensufaraldrar sem eiga upptök sfn í Suðaustur-Asfu stafi af ákveðn- nm búskaparháttum, þar sem ólíkar tegundir búfjár eru ræktað- ar saman, var Margrét spurð hvort hætta væri á að inflúensu- faraldur gæti hafist hér vegna breyttra búskaparhátta, til dæmis aukins fiskeldis sem aukabúgrein hjá bændum. Margrét sagði að þau dýr sem um væri að ræða hér á landi hefðu lengi fylgt okkar búskap og því ólíklegt að hér kæmi upp skæður inflúensu- faraldur sem ætti upptök sín hjá þeim. Þá væru aðstæður allt aðrar en í Kína, þar væru góð skilyrði fyr- ir faraldur að komast af stað. Margrét sagði að fylgst hefði ver- ið með inflúensuveirunni síðan 1933 og samkvæmt reynslunni mætti bú- ast við alvarlegum faraldri vegna meiriháttar breytinga á veirunni með tíu ára millibili. Nefndi hún sem dæmi faraldur 1957 og annan 1968, en síðan þá hefðu reyndar orðið litlar breytingar á veirunni. Nú væri því liðinn tvöfalt lengri tími frá síðasta faraldri en venjulega. Mótmæli vegna vinnu- bragða sjónvarpsins Á fundi útvarpsráðs föstudaginn 29. janúar síðastliðinn voru bor- in fram mótmæli, vegna þess, að Sjónvarpið fjallaði ekki um fund gegn fyrirhugaðri byggingu ráðhúss í Reykjavík. Umræddur fundur var haldinn á Hótel Borg sunnudaginn 24. janúar. Það voru Bríet Héðinsdóttir (Abl) og Magdalena Schram (K), sem báru fram mótmælin og kom fram í máli þeirra, að Sjónvarpið hefði ekkert sagt frá fundinum, en hins vegar hefði hann fengið mikið rúm hjá Stöð 2 og öðrum fjölmiðlum. Oskuðu þær eftir skriflegu svari frá framkvæmdastjóra Sjónvarpsins á næsta fundi útvarpsráðs, þ.e. á fostudaginn. Pétur Guðfínnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, kvaðst mundu óska eftir skriflegri greinar- gerð frá fréttastjóra um málið. Morgunblaðið leitaði til Ingva Hrafns Jónssonar, fréttastjóra, og innti hann álits á málinu. Hann kvað Sjónvarpið hafa sinnt ráð- hússmálinu mikið og sagt ítarlega frá því allt frá byijun. Það hefði verið gert bæði í fréttatímum og öðrum þáttum og hefðu öll sjónar- mið komið þar fram. „Við sáum engan fréttapunkt í þessum fundi, þar var ekkert nýtt að gerast og ekkert sem skipti neinum sköpum í þessu máli og við höfum ekki sagt frá áður. Þennan dag voru haldnir 7 eða 8 aðrir fundir um ýmis mál- efni og við erum alltaf að leita að einhveiju sem er að gerast, okkur þótti þessi fundur á Borginni ekki fréttnæmur", sagði Ingvi Hrafn. Ekki náðist í Pétur Guðfinnsson, þar sem hann var erlendis, en Ing- imar Ingimarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, tók undir með Ingva Hrafni og taldi að ráðhússmálinu hefði verið gerð góð skil í Sjónvarpinu og því ekki ástæða til kvartana vegna þessa sérstaka fundar. Umferðarátak á nýbyijuðu ári SVEINN Egilsson hf hefur kynnt áætlun um fyrirbyggj- andi starf gegn umferðarslys- um í samvinnu við Jón Pál Sigmarsson kraftamann og ýmsa aðila, sem tengjast slysa- vörnum í umferðinni. Ahersla verður lögð á, að fræða almenning um algengustu orsakir óhappa og slysa í umferðinni og verður í því skyni efnt til fyrir- lestra og annarra viðburða í sýningarsal FVamtíðar við Skeif- una í Reykjavík. Ennfremur mun fyrirtækið gefa út ókeypis vegg- spjald með mynd af Jóni Páli, þar sem hann situr „spenntur" í bíl. Allar auglýsingar fyrirtækisins munu verða með áminningum um t.d. belta- og ljósanotkun. Auk þess verða birtar sérstakar aug- lýsingar um öryggismál í um- ferðinni. Þá er fyrirhugað, að Sveinn Egilsson hf vinni að að umferðarfræðslu fyrir böm á grunnskólaaldri í samvinnu við Umferðardeild lögreglu. Seinna á árinu mun fyrirtækið leggja sér- staka áherslu á verkefni í tengsl- um við ljósaskyldu ökutækja og verður viðskiptavinum þá boðin ókeypis ljósastilling. Loðnuveiðar hafa verið frem- ur stopular undanfarna daga Við upphaf „Umferðarátaks 1988“ þjá Sveini Egilssyni hf, J6n Sigurðsson, dómsmálaráðherra, Rebekka Jónsdóttir og Jón Páll Sigmarsson með veggspjaldið á milli sín, og Ulfar Hinriksson, markaðsstjóri hjá Sveini Egilssyni hf. Sveinn Egilsson hf og Jón Páll: Sumaráætl- un kynnt Sumaráætlanir stærstu ferða- skrifstofa landsins verða sam- kvæmt venju kynntar á næstu dögum. Ferðaskrifstofan Útsýn hélt um síðustu helgi fund í Reykjavík með umboðsmönnum um allt land. Þar var sumaráætl- un fyrirtækisins kynnt og skýrð. Um 50 manns sátu fundinn. Morgunblaðið/Bjami Bræluskítur og slæmt sjólag hefur verið til ama á miðunum og á mánudag og þriðjudag voru skipin byrjuð að tínast inn með slatta. Síðdegis á þriðjudag voru aðeins fjögur skip eftir á miðunum. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, fór Dagfari ÞH á föstudag til Seyðisfjarðar með 520 tonn. Á laug- ardag fór Keflvkingur KE með 500 tonn til Vopnafjarðar, Hilmir II SU 570 til Neskaupstaðar og Fífill GK 600 til Færeyja. Á sunnudag voru eftirtalin skip með afla: Bergur VE 450 til Vest- mannaeayja, Víkurberg GK 550 til Neskaupstaðar, Hilmir SU 950 til Vestmannaeyja, Súlan EA 800 í Krossanes og Júpíter RE 1.100 til Siglufjarðar. Síðdegis á mánudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Gísli Árni RE 640 og Húnaröst ÁR 600 til Homafjarðar, Öm KE 700 til Færeyja, Hilmir II SU 580, Erling KE 350, Keflvíkingur KE 330, Gull- berg VE 280, Helga II RE 400 til Seyðisfjarðar, Beitir NK 1.150 til Neskaupstaðar, Eskfirðingur SU 250 til Eskifjarðar, Pétur Jónsson RE 900 og Svanur RE 170 til Siglu- fjarðar og Harpa RE 370 til Hafnaríjarðar. Síðdegis á þriðjudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Þórður Jónasson EA 450 í Krossanes og Guðmundur RE 500 til Vestmanna- eyja. Þrjú skip höfðu ekki ákveðið löndunarstað; Bjami Ólafsson AK 350, Dagfari ÞH 400 og Skarðsvík SK 400 tonn. "~r~

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.