Morgunblaðið - 03.02.1988, Side 24

Morgunblaðið - 03.02.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Walesa segir herinn viðbúinn átökum Varsjá, Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hrósaði Pólverjum í gær fyrir að hafa brugðist við verð- hækkununum með ró og hann sagði að herinn væri viðbúinn þvi að bæla mótmælaaðgerðir niður. „Ég er mjög ánægður með hvem- ig almenningur kom fram,“ sagði Walesa við fréttamenn í gær. „Við Pólveijar höfum alltaf verið þekktir fyrir tilfinningarík viðbrögð, fyrir að vera viðbúnir með hnefana á lofti." Verðlækkunum var mótmælt í Varsjá og Gdansk, en flestir Pól- veijar virðast taka þeim með mikilli stillingu. Talsmenn Samstöðu kröfðust þess að stjómin hætti við verð- hækkanimar og þeir sögðu að þær væm „hörmulegar" án þess að hvetja til mótmælaaðgerða. „Sam- tök okkar hafa ekki galað herópi á þessu stigi vegna þess að við vitum að andstæðingurinn hefur gert hemum og ZOMO (óeirðalögregl- unni) viðvart um að til þeirra kunni að verða gripið og bíður þess að eitthvað þessháttar gerist." Franskur njósn- ari myrtur 1 Beirút París. Reuter. Starfsmaður frönsku leyni- þjónustunnar var myrtur í hverfi kristinna manna í Beirút í gær. Banamenn hans eru óþekktir. Prakkinn, sem var 27 ára gamall, hét Jacques Meurant, samkvæmt vegabréfí, sem fannst á líkinu. Lög- reglan í Beirút sagði hann vera öiyggisvörð í franska sendiráðinu og hefði hann verið að koma frá fundi í höfuðstöðvum líbönsku öryggislög- reglunnar þegar á hann var ráðist. Talsmaður franska sendiráðsins vísaði fullyrðingu lögreglunnar á bug og sagði Meurant hafa verið mark- aðsfulltrúa rafeindafyrirtækis. Síðar var hins vegar staðfest að Meurant hefði verið starfsmaður frönsku leyniþjónustunnar, DGSE. Reuter Fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráði SÞ og núverandi forseti þess, Herbert S. Okun telur atkvæðin í kosningunni um ályktun gegn Israel, en Bandarílgastjórn beitti neitunarvaldi gegn henni. Miöausturlönd: Kröfur um friðarráð- stefnu verða háværari ur hennar í málefnum svæðisins kynni að verða sendur þangað í því skyni að freista þess enn að leysa ágreiningsefni ísraela og arabaríkjanna. Palestínskir heimildarmenn sögðu að í gær hefðu um 20 manns særst á hern- umda svæðinu á vesturbakka Jórdanár í síðustu átökum þar, en í róstunum þar að undanförnu hefur 41 Palestínuarabi týnt lífinu. Á mánudagskvöld beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu í Öryggisráði SÞ gegn til- lögu um ályktun gegn Israel. Israelar lokuðu í gær skólum á Vesturbakkanum í þeirri von að palestínsk ungmenni héldu sig heima og að þannig yrði komið í veg fyrir fyrir frekari óeirðir af þeirra hálfu. Á mánudag féllu tveir arabar fyrir skotum ísraelskra her- manna. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í Washington að aðstoðarráðherra sinn, Richard Murphy, sem fer með málefni Mið- austurlanda, kynni að fara sem snöggvast til svæðisins, ef ferðin gæti orðið til 'þess að blása nýju lífi í friðarumleitanimar þar. Á sunnudag skýrðu heimildar- Sönnunargagnið finnst ekki þrátt fyrir leit Zagreb í Júgóslavíu. Reuter. VESTUR-ÞÝ SKI sagnfræðing- urinn Manfred Messerschmidt, sem á sæti í alþjóðlegu nefndinni sem rannsakar feril Kurts Wald- heims forseta Austurríkis í siðari heimsstyijöldinni sagði i gær að honum hefði ekki tekist að hafa uppá frumritinu að skjalinu sem sagt er að tengi Waldheim af- dráttarlaust við stríðsglæpi nasista. Messerschmidt sem á sæti í sex manna nefnd sem kannar fortíð Waldheims, var sendur til Júgó- slaviu til að hafa uppá plagginu, sem sagt er að bendli Waldheim ótvírætt við stríðsglæpi, eftir að það var birt í vestur-þýska tímaritinu Der Spiegel. Slqalið sem um ræðir er símskeyti sem króatísk herdeild sendi 22. júlí 1942, þar sem segir að Kurt Waldheim lautinant fari fram á flutning 4.224 fanga. Wald- heim hefur sagt að skeytið hljóti að vera falsað. „Ég átti ekki von á að skeytið væri hér, það var ekki hér í desem- ber þegar ég kannaði skjöl á safninu," sagði Messerschmidt eftir að hann kom frá þvi að kanna skjöl á safninu í Zagreb. Aðstoðarmaður hans, Zoran Jovancovic, sagðist ekki hafa fundið skjalið á skjala- söfnum í Belgrad. Á mánudag sagði Dusan Plenca, Júgóslaðinn sem seldi Der Spiegel símskeytið, að það væri á júgóslav: neska skjalasafninu í Belgrad. I tímaritinu segir hins vegar að símskeytið sé á safninu í Zagreb. Bauðst Plenca til að sýna Mess- erschmidt skeytið gegn því að fá að sjá önnur skjöl sem rannsóknar- nefndin hefði undir höndum. Því svaraði Messerscmidt á þá leið að hann væri fús til að hitta Plenca en ekki væri hægt að verða við bón hans um að sjá skjöl nefndarinnar. Kurt Waldheim bendlaður við stríðsglæpi: menn innan ísraelsstjómar frá því að Bandaríkjastjóm hefði sent til- lögur til Israels, Jórdaníu og Egyptalands, þar sem viðmð var sú hugmynd að í skamman tíma yrði leyfð takmörkuð sjálfstjóm Palestínuaraba á hemumdu svæð- unum en á meðan yrði hafíst handa við að ræða hver örlög svæðanna yrðu. . í gær sögðu talsmenn ríkisstjóm- ar Reagans þetta hugarburð einan og að enginn hefði orðað hugmynd- ir í þessa vem. Bandaríkin beittu í fyrradag neit- unarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn ályktun, sem byggð var á skýrslu Perezar de Cuellars um ástand mála á hem- umdu svæðunum, en hún þótti halla nokkuð á ísraelsstjóm. Reuter Sagnfræðingurinn Manfred Messerschmidt kannar skjöl á hemaðar- skjalasafninu í Zagreb í Júgósiavíu í gær. Reuter. EGYPTAR og Jórdanir leita nú stuðnings Vestur-Evrópuríkja við friðarráðstefnu Miðaustur- landa og Bandaríkjastjórn lýsti því yfir að hæstsetti sérfræðing- Aðstoð Bandaríkjanna við kontraskæruliða: Atkvæðagreiðslan skiptir sköpum fyrir síðasta embættisár Reagans RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur löngum verið þekkt- ur fyrir að geta komið ýmsum óskamálum sínum í gegn um Bandaríkjaþing, þó svo að vissulega hafi honum á stundum bragð- ist bogalistin í veigamiklum málum. Aðstoð Bandaríkjastjómar við baráttu kontraskæruliða í Nicaragua gegn sósíalistastjóra sandinista hefur lengi staðið í þingmönnum — yfirleitt ekki vegna þess að þingmenn telji sandinistastjórnina svo ágæta, heldur hafa þeir vissar efasemdir um vinavalið þar sem kontrarnir eru. Að undanförnu hefur svo óttinn við að spilla friðarviðleitni í Mið-Ameríku svo bæst við. í dag verður tekin fyrir nýjasta til- laga Reagans um 36,25 miljjón dala aðstoð við kontraskæruliða og leggur forsetinn regináherslu á að tillagan hljóti samþykkt þingsins Sú aðstoð sem forsetinn fer nú fram á er að minnstu leyti ætluð til þess að leggja kontrunum lið í beinum hernaði þeirra gegn sandínistastjóminni, en áhersla þess í stað lögð á læknislyf, sjúkravistir, fæði og klæði, en eðli aðstoðarinnar er talið auka líkumar á samþykkt hennar. Ljóst er að mjög mjótt verður á mununum í atkvæðagreiðslunni, hvemig sem fer, og hafa Reagan og nánustu samstarfsmenn hans lagt nótt við nýtan dag að undan- fömu til þess að tryggja tillögunni brautargengi. Demókratar hafa 81 sætis meirihluta í fulltrúadeild- inni en eigi að síður er Reagan talinn hafa talsverða möguleika á að sannfæra nógu marga þeirra um mikilvægi aðstoðarinnar til þess að hún verði samþykkt. Ekki fer á milli mála að aðstoð- in er kontraskæmliðum nauðsyn- leg, en hún er Reagan forseta ekki síður nauðsynleg, því tapi hann í þessu máli er ljóst að hann hefur beðið mikinn pólitískan hnekki á þessu síðasta ári sínu í embætti og um leið er nær útilok- að að hann geti komið annarri slfkri tillögu í gegn það sem eftir er kjörtímabilsins. Þá benda sum- ir á að pólitísk staða forsetans sé ekki traust fyrir og að hann megi einfaldlega ekki við enn einu áfall- inu vilji hann komast hjá því að eyða síðasta árinu í forsetastóli í daglegan rekstur ríkisins, heftur af þinginu til frekari aðgerða. Reagan gest vitaskuld ekkL heldur að því að fara úr embætti með sandínistastjómina jafn- trygga í sessi og þegar kontramir hófu skipulegan hemað gegn henni fyrir sex ámm. Til þess að koma í veg fyrir það hóf hann mikla áróðursherferð fyrir skemmstu til þess að afla fylgis við frekari stuðning við kontrana. „Það er vegna frelsishermann- anna, sem spymt hafa gegn kommúnistastjóminni, sem sandínistamir hafa neyðst til þess að slaka á klónni og eftirláta þjóð- inni nokkur lýðréttindi," sagði forsetinn til dæmis í stefnuræðu sinni fyrir þinginu í fyrri viku. Til þessa hefur þingið fallist á óskir forsetans um aðstoð við kontraskæmliða, þó ekki væri hún ávallt í sama mæli og forsetinn og hans menn hefðu kosið. Hvort sjónvarpsræða Reagans í gærkvöldi mun hafa tilætluð áhrif á enn eftir að koma í ljós, en. það dregur vitaskuld nokkuð úr þunga hennar að þijár stærstu sjónvarpsstöðvamar vestanhafs vildu ekki sýna hana, þar sem þær töldu forsetann ekki hafa neitt nýtt fram að færa um málið. Byggt á fréttaskýringum Reuters-f réttastof unnar. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.