Morgunblaðið - 03.02.1988, Qupperneq 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Þjóðargjöf vegna
lands og tungn
Orðið þjóðargjöf var notað
við þjóðhátíðarhaldið
1974 um þá ákvörðun Alþingis
að veita verulegri fjárhæð til
að rækta upp landið í því skyni,
að við, sem nú byggjum það
ellefu hundrað árum eftir land-
nám, skiluðum því í sómasam-
legu horfi til hinna, sem á eftir
koma. Uppblástur víða um land
og moldarmökkur yfír byggð-
um á síðasta sumri voru
áminning um að ekki er nóg
að gert ef ætlunin er að snúa
vöm í sókn í baráttunni við
gróðureyðingu. Þjóðin þyrfti á
hveiju ári að gefa sjálfri sér
og næstu kynslóðum gjöf í
þágu land- og náttúruvemdar.
I stuttu máli má segja, að við
göngum of nærri okkar við-
kvæma landi, sæmm gróður-
lendið of illa og gemm ekki
nóg til að láta sárin gróa.
Því er þetta rifjað upp hér
og nú, að á baksíðu Morgun-
blaðsins í gær er talað um
nýja þjóðargjöf. Þar er rætt
um yfírlýsingu, sem Birgir
ísleifur Gunnarsson, mennta-
málaráðherra, gaf á ráðstefnu
um menntastefnu á íslandi,
sem haldin var á laugardaginn.
Ráðherrann sagði meðal ann-
ars, að í menntamálaráðuneyt-
inu væri verið að endurskoða
gmnnskólalögin og ný náms-
skrá fyrir gmnnskóla væri
væntanleg. I framhaldi af
námsskránni verður svokölluð
viðmiðunarstundaskrá gmnn-
skólans tekin til endurskoðun-
ar. Þar er kveðið á um hvemig
skipta beri kennslustundum
milli hinna einstöku náms-
greina. Taldi Birgir ísleifur
Gunnarsson að gera yrði sér-
stakt átak til þess að efla
skólastarf sem sneri að menn-
ingunni, íslenskri tungu, sögu
og bókmenntum og sagði að
tillögur um slíkt myndu líta
dagsins ljós í tengslum við of-
angreinda endurskoðun.
Umræður um hlut móður-
málsins, sögunnar og bók-
menntamanna í skólunum hafa
verið töluverðar á undanföm-
um ámm. Hefur oft komið til
snarpra orðaskipta af því til-
efni, ætti það þó að vera hafíð
yfír allar deilur, að ein af frum-
skyldum íslenskra skóla sé að
/ kenna íslenska tungu, íslenska
sögu og íslenskar bókmenntir.
Þótt undarlegt virðist hinum
almenna borgara em ýmsir
sérfróðir menn, er starfa á
sviði skólamála, þeirrar skoð-
unar, að ekki beri að leggja
sérstaka áherslu á að kenna
mönnum sögulegar staðreyndir
eða skoða þær í samhengi og
heild. Enn aðrir halda þeim
skoðunum á loft, að tungan sé
í sífelldri gerjun og umbreyt-
ingu, þannig að næsta ástæð-
ulítið sé að tala um „rétt“ mál
og „rangt". Kenningar af
þessu tagi hafa sett mismikinn
svip á skólastarf í hinum ýmsu
löndum. Móðurmálskennsla í
gmnnskólum er minni hér á
landi en í nágrannalöndunum
og hlutur íslenskunnar hefur
minnkað undanfarin ár, 1960
nam móðurmálskennsla 30%
af námsefni gmnnskólanna en
nú er hlutfallið 24%. Á síðari
ámm hafa margir séð ástæðu
til að rísa gegn þessari öfug-
þróun, til að mynda vakti það
töluverða athygli á sínum tíma
þegar menntamálaráðherrann
í ríkisstjóm sósíalista í Frakk-
landi tók harða afstöðu gegn
lausung í móðurmáls- og sögu-
kennslu.
Orð Birgis ísleifs Gunnars-
sonar, menntamálaráðherra,
verða tæpast skilin á annan
veg en þann, að ætlunin sé að
auka veg og virðingu tungunn-
ar, sögunnar og bókmenntanna
í námsskrá og starfi gmnn-
skólanna. Áformum af þessu
tagi er mikil ástæða til að
fagna. Það var einmitt Guðni
Olgeirsson, námsstjóri í
íslensku, sem notaði orðið þjóð-
argjöf af þessu tilefni, þegar
Morgunblaðið leitaði álits hans
á hugmjmdum menntamála-
ráðherra. Hann benti réttilega
á, að það kostaði bæði náms-
gagnagerð og endurmenntun
að auka hlut móðurmálsins í
skólunum. Átak í þessum efn-
um væri ekki framkvæmanlegt
nema því yrði fylgt eftir með
vemlegum fjárstuðningi. „Ef
sá íjárstuðningur fæst mætti
hins vegar líkja því við þjóðar-
gjöf,“ sagði Guðni Olgeirsson
námsstjóri.
Þegar rætt er um verndun
lands og tungu og fjárveitingar
til þeirra mála, fer vel á því
að tala um þjóðargjafír. Án
landsins og tungunnar væri
ekki til nein íslensk þjóð. Vilj-
um við að sú þjóð haldi áfram
að vera til þurfum við í senn
að gæta landsins og tungunn-
ar, sögunnar og bókmennt-
anna.
EftirAsgeir
Sverrisson
Nú þegar tœpir tveir mánuðir
eru liðnir frá undirritun samn-
ingsins um upprætingu meðal-
og skammdrægra kjarnorku-
flauga á landi, fyrsta raunveru-
lega afvopnunarsáttmála
risaveldanna, beinist athyglin
eðlilega að næstu stigum af-
vopnunarviðræðna. Mikil bjart-
sýnisalda reið yfir heimsbyggð-
ina eftir fund þeirra Ronalds
Reagans Bandaríkjaforseta og
Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovét-
leiðtoga í Washington og almennt
er litið svo á að afvopnunarsátt-
málinn gefi fögur fyrirheit um
framtíðina. Leiðtogarnir urðu
ásáttir um að fela samninga-
mönnum risaveldanna i Genf að
vinna að sáttmála um helmings
fækkun langdrægra kjarnorku-
vopna og ákveðið hefur verið að
Reagan fari til fundar við Gor-
batsjov í Moskvu síðar á þessu
ári, likast til í maí eða júni. Eru
jafnvel bundnar vonir við að leið-
togamir undirriti samning um
langdræg vopn á þeim fundi, sem
vissulega væri ótrúlegur árang-
ur.
Sovétmenn og málpípur þeirra
viða um heim leggja áherslu á
að samningurinn um meðaldrægu
flaugamar sé aðeins fyrsta skref-
ið í átt til frekari afvopnunar og
að sáttmálinn reynist harla
gagnslítill verði látið staðar num-
ið. Á undanfömum vikum hafa
nýjar afvopnunartillögur streymt
frá Ráðstjórnarríkjunum og er
þeim flestum beint að tilteknum
ríkjum Atlantshafsbandalagsins í
þeirri von að unnt verði að ijúfa
einingu þeirra. Á sama tíma full-
yrða ákveðnir menn að samning-
urinn sem undirritaður var í
Washington sýni að varnarstefna
Atlantshafsbandalagsins sé úrelt,
vamarbandalög séu almennt og
yfirleitt úrelt og þörf sé á „nýju
alþjóðlegu öryggiskerfi" án þess
þó að sú hugmynd hafi verið skil-
greind nánar. Þetta er einfald-
lega rangt.
Flestir munu sammála um að leið-
togafundurinn í Washington hafí
verið markverðasti viðburðurinn á
erlendum vettvangi á síðasta ári.
Kom þetta raunar skýrt fram í hefð-
bundnum áramótaviðtölum fjölmiðla
hér á landi við frammámenn og
óbreyttan almúgann. I þeim við-
tölum létu viðmælendur í ljós þá von
að samningurinn mætti verða til
þess að ryðja brautina í átt til frek-
ari afvopnunar. Vissulega er full
ástæða til að vænta frekari árang-
urs og þá skoðun er unnt að
rökstyðja en líklegra er þó að frek-
ari afvopnunarsáttmálar verði ekki
undirritaðir á næstunni, ágreinings-
efnin virðast einfaldlega of flókin
og of mörg. Fyrir áhugamenn um
erlend málefni og vígbúnaðarmál
verður sérlega spennandi að fylgjast
með afvopnunarviðræðum risaveld-
anna á þessu ári. Veldur þar mestu
afvopnunarsáttmálinn, sem undir-
ritaður var í Washington og áhrif
hans, Moskvu-fundurinn, forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum og
umbótabyltingin sem Gorbatsjov
hefur boðað austan jámtjaldsins.
Sigur fyrir NATO
Það er yfir allan vafa hafið að
samningurinn um útrýmingu meðal-
og skammdrægra kjamorkuflauga
er fyrst og fremst sigur fyrir Atl-
antshafsbandalagið. Sovétmenn
hófu uppsetningu þessara flauga
árið 1977 og ákváðu bandalags-
þjóðimar árið 1979 að mæta þessari
ógnun með uppsetningu banda-
rískra kjamorkueldflauga_ í fimm
ríkjum Vestur-Evrópu. Ákvörðun
þessi olli miklum úlfaþyt í Vestur-
Evrópu og friðarhópar ýmsir
fordæmdu ákvörðun lýðræðisríkj-
anna án þess þó að beina sjónum
sínum að rót vandans sem var stór-
kostleg kjamorkuvígvæðing Sovét-
manna. Því er nánast átakanlegt
að fylgjast með málflutningi tals-
manna samtaka þessara og annarra
þeirra sem hvatt hafa til einhliða
afvopnunar lýðræðisríkjanna, sem
hafa freistað þess að eigna sér þann
árangur sem nú hefur náðst. Stað-
reyndin er sú að hefði málflutningur
þessa fólks, sem undirritaður vill
ekki eins og svo margir trúa að sé
stýrt frá Sovétríkjunum heldur telur
byggjast á þekkingarskorti og
misjafnlega meðvituðum misskiln-
ingi, orðið ofan á væri fyrsti
afvopnunarsáttmáli kjamorkualdar
enn óundirritaður. Árið 1981 bauð
Reagan Bandaríkjaforseti að hætt
yrði við uppsetningu eldflauganna
gegn því að Sovétmenn tækju flaug-
ar sínar niður. Þessu höfnuðu
Sovétmenn og varð ekki breyting á
afstöðu þeirra fyrr en á Reykjavík-
urfundi þeirrar Reagans og Gor-
batsjovs er sá síðamefndi féllst í
meginatriðum á tillögu ríkja Atl-
antshafsbandalagsins. Rúmu ári
síðar hafði sáttmálinn verið undirrit-
aður.
í umræðum um gildi sáttmálans
hefur verið bent á að hann taki ein-
ungis til lítils hluta kjamorkuherafla
risaveldanna og hefur af þeim sök-
um verið fullyrt að gildi hans felist
einkum í því að í fyrsta skipti hafí
risaveldin skipst á mikilvægum
hemaðarlegum upplýsingum auk
þess sem samið hafí verið um skýr
og greinargóð eftirlitsákvæði. Em
mjög margir þeirar skoðunar að
þetta geti reynst sérlega þýðingar-
mikið í frekari afvopnunarviðræðum
og geti jafnvel flýtt vemlega fyrir
þeim.
Þess er að gæta að í komandi
viðræðum verður ekki samið um
útrýmingu einstakra vopnategunda
líkt og gerðist í Washington heldur
einvörðungu fækkun þeirra. Af þeim
sökum blasir vjð að erfíðara verður
að ná sáttum um framkvæmd eftir-
lits því það mun óhjákvæmilega taka
til tiltækra kjamorkuvopna. Þótt
hugsanlegt sé að risaveldin nái sam-
komulagi um helmingsfækkun
Iangdrægra vopna, leyfilega sam-
setningu kjamorkuheraflans (svo-
tilraunir sem sáttmálinn heimilar
fæm fram og skylda hvora tveggju
til að virða sáttmálann um tiltekinn
tíma“. Þessi klausa segir ekki neitt,
er í raun óskiljanleg með öllu, og
virðist sem þetta orðalag hafi verið
valið til að koma í veg fyrir að hin
opinbera niðurstaða Washington-
fundarins varðandi geimvamir yrði
hin sama og í Reykjavík.
Því er á hinn bóginn einnig hald-
ið fram að Gorbatsjov sé tilbúinn
til að líta framhjá ágreiningnum um
geimvamaráætlunina og hann
treysti á að Bandaríkjamenn gangi
sjálfír af áætluninni dauðri. Raunar
hafa bandarískir þingmenn þegar
samþykkt að takmarka fjárveitingar
til áætlunarinnar. við þær tilraunir
fundinum lauk. Margir þeirra em
einfaldlega andvígir öllum samning-
um við Sovétríkin og var á tímum
bráðskemmtilegt að hlýða á taum-
lausar öfgarnar í málflutningi
þeirra. Samkvæmt Washington-
samningnum munu NATO-ríkin
eingöngu eyðileggja kjarnorkuvopn,
sem komið hefur verið fyrir í Vest-
ur-Evrópu. Samningur um lang-
dræg kjarnorkuvopn tekur á hinn
bóginn til þess hluta kjamorkuher-
aflans sem staðsettur er í Banda-
ríkjunum og er hugsaður til að veija
þau sem lokaliður fælingarstefn-
unnar. Óhætt er að fullyrða að slíkur
samningur mun mæta mun meiri
andstöðu í Bandaríkjunum en samn-
ingurinn um Evrópuflaugamar og
Leiðtogar risaveldanna, þeir Míkhail S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og
Reagan forseti Bandaríkjanna, undirrita sáttmálann um útrýmingu meðal-
og skammdrægra kjarnorkueldflauga á landi í Washington.
nefnd „undirmörk"), sem er enn eitt
ágreiningsefrið, og framkvæmd eft-
irlits getur það aldrei orðið jafn
traust og það sem kveður á um al-
gera útrýmingu tiltekinna vopna-
gerða. Því er svo við að bæta að
langdræg vopn em ekki einvörð-
ungu staðsett á landi heldur einnig
í flugvélum og síðast en ekki síst
kafbátum, sem sérfræðingar telja
öflugasta lið fælingarstefnunnar.
Sannfærandi eftirliti með fjölda
kjamaodda í kafbátum yrði mjög
erfítt að halda uppi. Því yrði það
nánast lygilegur árangur ef samn-
ingamönnunum í Genf tækist að
ganga frá sáttmála í þessa vem
fyrir fund þeirra Reagans og Gor-
batsjovs í Moskvu.
Geimvamir
Því er svo við að bæta að áætlun
Bandaríkjastjómar um geimvamir
gegn langdrægum kjamorkuflaug-
um tengist óhjákvæmilega slíku
samkomulagi. Allt frá því fundinum
í Washington lauk hafa risaveldin
sem leyfilegar em samkvæmt
„þrengri túlkun" gagnflaugasamn-
ingsins, sem Sovétmenn aðhyllast,
auk þess sem áformað er að tak-
marka verulega framlög til vamar-
mála á næstu ámm vegna hins
gífurlega fjárlagahalla Banda-
ríkjanna. Þeirri sþumingu hefur
verið varpað fram hvort Gorbatsjov
geti leyft sér að taka þá áhættu að
líta framhjá geimvamaráætluninni.
Færa má sannfærandi rök fyrir því
að svo sé og má í því samhengi
minna á að Gorbatsjov viðurkenndi
í fyrsta skipti í samtali við banda-
rískan sjónvarpsmann skömmu fyrir
fundinn í Washington að Sovétmenn
væm sjálfír að vinna að áætlun um
geimvamir. Sovéskir vígbúnaðars-
érfræðingar hafa meira að segja
lýst yfír því að Sovétmenn geti kom-
ið sér upp slíku kerfi á undan
Bandaríkjamönnum. Við þetta má
bæta að Sovétmenn hafa þegar reist
að minnsta kosti tvær leysigeisla-
stöðvar á jörðu niðri sem hugsanlegt
er að beita megi gegn gervitunglum
er líklegt að öldungadeildin myndi
samþykkja viðbótarákvæði við
slíkan samning, sem þá þyrfti að
bera undir Sovétstjómina og hugs-
anlega semja um að nýju. Þannig
er hugsanlegt að staðfestingin
drægist á langinn og andstæðingar
samningsins myndu vafalítið freista
þess að eyðileggja hann með við-
bótarákvæðum sem Sovétmenn
gætu ekki sætt sig við (á enskri
tungu em slík ákvæði gjaman nefnd
„killer amendments", „banvænar
breytingartillögur").
Ymsir sérfræðingar, sem lýst
hafa sig andvíga sáttmálanum sem
undirritaður var í Washington, hafa
bent á að með honum sé verið að
grafa undan vamarstefnu Atlants-
hafsbandalagsins sem byggir á
hugmyndinni um fælingarmátt
kjamorkuvopna og kenningunni um
sveigjanleg viðbrögð á átakatímum.
Benda þeir á að þegar einn þáttur
kjamorkuheraflans hafí verið upp-
rættur kalli það á mun harkalegri
viðbrögð bijótist út kjarnorkuátök.
Mikilvægt þrep fælingarstefnunnar
sem brúi bilið milli svonefndra
„vígvallarvopna", sem beita má í
takmörkuðum kjamorkuátökum, og
langdrægra kjamorkuvopna, sem
em ávísun á gagnkvæma gjöreyð-
ingu, verði fjarlægt og muni það
síst verða til að draga úr spennu.
Þá hefur og verið bent á pólitískt
mikilvægi Evrópuflauganna með til-
liti til vamarskuldbindinga Banda-
ríkjamanna í Vestur-Evrópu.
„Enginn fremur sjálfsmorð fyrir
aðra,“ sagði Henry Kissinger, fyrr-
um utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, árið 1979 og óttast margir
að vamir Vestur-Evrópu kunni að
veikjast með brottfiutningi flaug-
anna þar eð ráðamenn í Banda-
ríkjunum muni hika við að beita
langdrægum vopnum, sem staðsett
em vestra, og kalla myndu gagn-
kvæma gjöreyðingu yfír risaveldin.
Er sáttmálinn
órökréttur?
Loks er vert að benda á eitt at-
riði til viðbótar sem ekki hefur verið
veitt tilhlýðileg athygli. Meðaldrægu
flaugarnar í Vestur-Evrópu hafa
sparað þeim ríkjum sem samþykktu
uppsetningu þeirra gríðarlegar fjár-
hæðir þar sem það er óvefengjanleg
staðreynd að hefðbundinn herafli
er á allan hátt mun kostnaðarsam-
ari en kjarnorkuvarnir. „Kjamorku-
vopn spara peninga, einkum og sér
í lagi ef þau em bandarísk," sagði
Carrington lávarður, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, er
hann var spurður um kjarnorku-
vamir Vestur-Evrópu á fundi með
íslenskum blaðamönnum í höfuð-
stöðvum NATO í Bmssel í apríl á
síðasta ári. Kjami málsins er sá að
vegna bandarísku kjarnorkuvopn-
anna hafa stjómvöld í ríkjum
Vestur-Evrópu getað leyft sér að
takmarka framlög til vamarmála,
sem em almennt og yfírleitt ákaf-
lega óvinsæll málaflokkur í lýðræð-
isríkjunum en ráðamenn eystra
þurfa litlar áhyggjur að hafa af.
Uppsetning flauganna olli miklum
deilum en óhætt er að fullyrða að
þær verða engu minni er tekið verð-
ur að ræða stóraukin framlög til
vamarinála til að treysta hinn hefð-
bundna herafla, sem er óhjákvæmi-
til þess að svo muni ekki verða
áfram um ókomna tíð. Af þessu leið-
ir að niðurskurður hins hefðbundna
herafla er röklega séð forsanda fyr-
ir fækkun kjamorkuvopna en getur
tæpast talist rökrétt afleiðing þess
háttar samninga eins og svo margir
hafa fullyrt að undanfömu.
Því blasir það við að sú ánægju-
lega breyting sem orðið hefur á
samskiptum risaveldánna, sem felst
fyrst og fremst í auknu trausti
þeirra í millum, þýðir engan veginn
að fallið hafi verið frá fælingarstefn-
unni. Þótt stigið hafí verið sögulegt
skref í átt til afvopnunar dettur
engum sem kynnt hefur sér þessi
mál í hug að kjarnorkuvopn verði
upprætt með öllu í framtíðinni þó
svo að leiðtogar beggja risaveldanna
hafi á stundum upphafningar og
algleymis rætt um heinv án kjam-
orkuvopna. Rökin gegn þessari
hugmynd blasa við; þótt samið verði
um útrýmingu allra slíkra vopna
verður aldrei unnt að uppræta þá
þekkingu sem býr að baki smíði
þeirra. Slíkt samkomulag væri einn-
ig öldungis óframkvæmanlegt
einkum hvað varðar vígvallarvopn
með kjamorkuhleðslum. Sem dæmi
má nefna að ógerlegt er að sjá hvort
tiltekin fallbyssukúla hefur að
geyma kjamahleðslu eða ekki og
óhugsandi er að unnt yrði að halda
uppi eftirliti með smærri kjamorku-
vopnum.
Áróður og eftirlit
Á undanfömum vikum hafa sov-
éskir ráðamenn kynnt nýjar tillögur
í afvopnunarmálum, sem allar eiga
það sameiginlegt að vera óaðgengi-
legar fyrir riki Atlantshafsbanda-
lagsins. Áróðursgildið er hins vegar
ótvírætt enda verður víst seint sagt
um Varsjárbandalagið að þar ráði
lýðræðisleg stefnumótun ríkjum.
Sovétmönnum er hins vegar greini-
lega umhugað um að missa ekki
frumkvæðið á áróðurssviðinu enda
er þeim í lófa lagið að höfða beint
til tilfínninga almennings í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjunum.
Tillögum þessum er fyrst og
fremst beint að tilteknum aðild-
arríkjum Atlantshafsbandalagsins í
þeirri von að unnt verði að spilla
samstöðu bandalagsþjóðanna.
Gorbatsjov Sovétleiðtogi ræðast við
legt i ljósi yfirburða Varsjárbanda-
lagsríkjanna á þessu sviði. Þannig
er hugsanlegt að afvopnunarsátt-
málinn komi til með að raska
stöðugleika í stjómmálum í Vestur-
Evrópu og það verður vafalítið mjög
erfitt að ná fram nauðsynlegri
hækkun fjárframlaga í þessu skyni.
Af þessu má leiða sterkustu rök-
semdina gegn Washington-samn-
ingnum. Hann er einfaldlega
órökréttur þar sem tilgangur kjam-
orkuherafla beggja risaveldanna er
sá að afstýra stríði með hefðbundn-
um vopnabúnaði í krafti hótunar
um enn meiri eyðileggingu og
dauða. Á þessu hvílir fælingarstefn-
an. Þetta er vissulega ekki sérlega
geðsleg hugmynd en vangaveltur
um siðferðislegar forsendur hennar
virðast marklausar þar sem öll
manndráp eru í eðli sínu hámark
villimennsku og siðleysis og skiptir
þá engu hvaða tólum og tækjum
er beitt. Mestu skiptir að hótunin
hefur orðið til þess að tryggja frið-
inn í rúm 40 ár og ekkert bendir
með aðstoð túlka í Hvita húsinu.
Þannig var það engin tilviljun að
Erich Honecker, leiðtogi austur-
þýska kommúnistaflokksins, skyldi
vera valinn til að kynna tillögu
Varsjárbandalagsins um að fallið
yrði frá hvers konar endumýjun
skammdrægra kjamorkuflug-
skeyta, sem draga allt að 500
kílómetra, og heyra undir vígvallar-
vopn. NATO-ríkin samþykktu þessa
endumýjun árið 1983 (Montebello-
ákvörðunin) og er hún því á engan
hátt tengd samningnum sem undir-
ritaður var í Washington en Sovét-
menn hafa fullyrt að NATO hyggist
bæta sér upp missi bandarísku
kjamorkuflauganna með þessum
hætti. Eftir því sem næst verður
komist eiga NATO-ríkin 88 slík
flugskeyti af gerðinni „Lance" og
munu þau þegar orðin úrelt. Var-
sjárbandalagsríkin munu á hinn
bóginn ráða yfír um 1.400 skamm-
drægum kjamorkuflugskeytum. í
Vestur-Þýskalandi hafa menn veru-
legar áhyggjur af þessum vopnum
enda verður þeim beitt á þýsku land-
Er frekarí árangnrs að væntaí af-
vopnunarviðræðum risaveldanna?
og síðar kjamaoddum. Allt að einu
virðist ljóst að stjóm Reagans for-
seta mun ekki reynast tilbúin til að
fóma geimvamaráætluninni fyrir
samkomulag um fækkun lang-
drægra vopna og er því spurningin
sú hvort samið verður um að heim-
ila tiiteknar tilraunir, sem virðist
framkvæmanlegt, eða hvort Sovét-
menn fallast á áætlunina í krafti
eigin áforma og í þeirri vissu að
bandarískir þingmenn muni taka af
þeim ómakið og gera hana að engu.
Fæling og eftirlit
Loks er vert að benda á að slíkt
samkomulag þyrfti staðfestingu öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings til að
öðlast gildi líkt og samningurinn um
útrýmingu meðal- og skammdrægu
flauganna. Menn hafa fundið Was-
hington-samningnum ýmislegt til
foráttu og hafa einkum heyrst efa-
semdir um að eftirlitsákvæðin séu
• fullnægjandi. Var þetta einkum
áberandi í málflutningi ákveðinna
bandarískra íhaldsmanna eftir að
Skammdræg sovésk lgarnorkuflugskeyti sýnd á Rauða torginu í Moskvu.
deilt um hver hafí orðið niðurstaða
hans varðandi geimvamir og túlkun
ABM-sáttmálans svonefnda frá ár-
inu 1972 um takmarkanir gagneld-
flaugakerfa, sem Sovétmenn telja
að taki fyrir tilraunir með vopnabún-
að í geimnum. Bandaríkjamenn líta
hins vegar svo á að sáttmálinn taki
einvörðungu fyrir staðsetningu þess
háttar vopna í geimnum og hafa
boðist til að virða þetta ákvæði í sjö
ár. Svo virðist sem leiðtogarnir hafi
orðið samála um það í Washington
að vera ósammála um þessi atriði
en svo sem menn rekur vafalítið
minni til strandaði fundurinn í
Reykjavík einmitt á deilum um
geimvamaráætlun Bandaríkja-
manna.
í sameiginlegri lokayfírlýsingu
leiðtoganna eftir fundinn í Wash-
ington segir að risaveldin hafi orðið
ásátt um að stefna að samkomulagi
sem „myndi skuldbinda bæði ríkin
til að virða ABM-sáttmálann eins
og hann var undirritaður árið 1972
á sama tíma og þær rannsóknir og
svæði bijótist út átök. Af þessum
sökum var Honecker falið að kynna
tillöguna í nafni sameiginlegra
hagsmuna. Eduard Shevardnadze,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
gekk hins vegar lengra er hann átti
viðræður við hinn vestur-þýska
starfsbróður sinn Hans-Dietrich
Genscher. Shevardnadze sagði Sov-
étmenn hlynnta því að flaugar
þessar yrðu upprættar með öllu. Ef
gengið yrði að þessum hugmyndum
yrðu eiginlegar kjarnorkuvamir
Vestur-Evrópu í raun úr sögunni
þó svo eitthvað stæði eftir af minni
háttar vígvallarvopnum. Þar með
yrðu yfirburðir Sovétríkjanna á sviði
hins hefðbundna herafla enn ógn-
vænlegri en þeir em nú um stundir
enda hafnaði Genscher tillögunni
þegar í stað en sagði stjórnvöld í
Bonn reiðubúin til viðræðna um
fækkun þessara vopna.
í raun gildir hið sama um tillögu
Sovétmanna um takmörkun hem-
aðammsvifa á norðurslóðum, sem
Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, kynnti er hann sótti
Svía og Norðmenn heim á dögunum.
Tillaga þessi er frekari útfærsla á
hugmyndum sem Gorbatsjov kynnti
í ræðu í Múrmansk á síðasta ári og
ýmsum þótti merkileg. Hugmyndin
er hins vegar nátengd tillögu um
að Norðurlöndin verði lýst kjam-
orkuvopnalaust svæði eða „friðar-
svæði" eins og Sovétmenn vildu á
ámm áður en þeir hafa um áratuga
skeið freistað þess að gera Norðurl-
öndin hlutlaus. Yrði tillaga þessi að
vemleika myndi hún takmarka mjög
fíotaumsvif NATO á norðurslóðum
og torvelda flutninga á birgðum og.
hergögnum yfír Atlantshafið á
óvissutímum. Hún hefði á hinn bóg-
inn minni takmarkanir í för með sér
fyrir Sovétríkin, einkum varðandi
viðbúnað kafbáta þeirra í Barents-
hafi, sem búnir em langdrægum
kjamorkueldflaugum, auk þess sem
flutningur liðsafla til Mið-Evrópu á
átakatímum færi fram á landi.
Vígvæðingá
Kóla-skaga
Þá má heldur ekki gleyma þrot-
lausri vígvæðingu Sovétmanna á
Kóla-skaga, sem er í næsta ná-
grenni Norðurlanda. Nýverið hafa
verið birtar upplýsingar sem sýna
að Sovétmenn hyggjast ekki láta
staðar numið í vígvæðingu þar þrátt
fyrir tillögur þessar. Tekin hefur
verið í notkun höfn fyrir eldflauga-
kafbáta sem er aðeins um 50
kílómetra frá norsku landamæmn-
um. Þá sýna gervihnattarmyndir að
Sovétmenn hafa að undanfömu lagt
nýjar flugbrautir á skaganum sem
ætlaðar em langdrægum sprengju-
flugvélum af gerðinni „Blackjack“
sem brátt verða teknar í notkun og
borið geta kjamorkuvopn.
Hugmyndir um að „friðlýsa" til-
tekin landsvæði em óraunhæfar þar
sem þeir sem þær aðhyllast leiða
hjá sér þá staðreynd að helsti styrk-
ur nútímaherafla felst í hreyfanleika
hans. Það er einmitt af þessum sök-
um sem bæði ríki NATO og Varsjár-
bandalagsins hafa orðið sammála
um að stefna beri að viðræðum um
niðurskurð hins hefðbundna herafla
allt frá Atlantshafi til Úralfjalla.
Áformað er að viðræður þessar komi
í stað MBFR-viðræðnanna svo-
nefndu um jafna og gagnkvæma
fækkun heija, sem staðið hafa í tæp
15 ár án árangurs, einkum vegna
þess að þær hafa eingöngu tekið til
hefðbundins herafla Mið-Evrópu.
I ljósi þessa verður ekki betur séð
en að tillaga Sovétstjómarinnar um
takmarkanir hemaðammsvifa á
norðurslóðum sé áróðursbragð og
liður í þrotlausri viðleitni þeirra til
að þrýsta NATO-ríkjunum á Norð-
urlöndum í átt til hlutleysis. Stað-
reyndin er hins vegar sú að
Sovétmenn líta á Norðurlöndin, að
íslandi undanskildu, sem hluta af
vamarsvæði sinu. Fyrir Sovétmenn
er gildi tillögunnar hins vegar ótví-
rætt þar sem hún getur ýtt enn
frekar undir þær ranghugmyndir,
sem á stundum virðast ríkjandi á
Norðurlöndum, að Sovétmönnum sé
umhugað um að tryggja stöðugleika
í þessum heimshluta og því teljist
Norðurlöndin í raun lágspennu-
svæði.