Morgunblaðið - 03.02.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988
39
Viðgerðaraðstaða
eða veitíngarekstiir
eftirlngólf
Sverrisson
Um þessar mundir stendur
umræða kjörinna stjómenda?
Reykjavíkurborgar sem hæst um
það hvemig á að verja þeim fjár-
munum, sem við borgarbúar
greiðum til sameiginlegra þarfa á
þessu nýbyrjaða ári. Eins og
vænta má eru skiptar skoðanir og
ekkert við það að athuga enda
orkar allt tvímælis sem gert er.
Ahugamál borgarfulltrúa em §01-
breytileg eins og annarra borgara
og áherslur sem þeir leggja á ein-
staka málaflokka á sama hátt
misjafnar; einn berst fyrir eflingu
heilbrigðisþjónustunnar, annar
fyrir uppbyggingu skóla og menn-
ingaraðstöðu, þriðji fynr bættri
íþróttaaðstöðu o.s.frv. I flestum
tilvikum mótast áhugasvið borgar-
fulltrúa af því umhverfi, sem þeir
koma úr og vilja þá eðlilega sjá
eitthvað eftir sig á því sviði sem
þeir þekkja best til og hafa e.t.v.
meiri þekkingu á en flestir aðrir.
Sem betur fer em þessi málefni
oftast virðingarverð og í sumum
tilvikum til hagsbóta fyrir heild-
ina. Á hinn bóginn vofir sú hætta
ávallt yfir þeim sem á þennan
hátt hafa komist til áhrifa að ein-
angrast í „sínum" áhugamálum
og gefa ekki gaum að öðmm
málefnum sem sannarlega hafa
mikla þýðingu fyrir sveitarfélag
eins og t.d. Reykjavíkurborg. Af-
leiðingin verður því miður oft sú,
að umræðan um skiptingu tekn-
anna til hinna ýmsu þarfa er
tilviljunarkennd og ómarkviss og
leiðir menn afvega fyrr en varir.
í versta falli endar hún með
hnútukasti, sem oft er fyrir neðan
virðingu borgarfulltrúa.
Áhugamál og gæluverkefni
Nú stendur einmitt yfir slík
orrahríð. I borgarstjóm er tekist
á um fjárhagsáætlun þessa árs og
borgarfulltrúar keppast um að
koma þeim málum að sem þeir,
hver og einn, bera helst fyrir
bijósti. Allt er þetta gott og bless-
að og vonandi að menn komist að
þolanlegri niðurstöðu um það er
yfír lýkur. En því er þó ekki að
leyná að nokkurs kvíða gætir hjá
mörgum að íjárhagsáætlin taki
meira mið af áhuga einstakra
borgarfulltrúa á svonefndum
gæluverkefnum — bæði á sviði
bygginga og félagslegrar þjónustu
— en góðu hófí gegnir.
Ekki svo að skilja að flest af
því, sem að lokum verður ákveðið
að gera, sé ekki góðra gjalda vert
og jafnvel afar nauðsynlegt, held-
ur hitt, að knýjandi verkefni sem
krefjast úrlausnar vom aldrei
rædd hvað þá ígrunduð, í þessu
sambandi.
Valkostirnir
Oftar en hitt em menn sam-
mála um nauðsyn hinna ýmsu
framkvæmda og vildu gjaman
gera meira — en einhvers staðar
verður að draga markalínuna.
Að hinu leytinu telst til undan-
tekninga að uppi séu efasemdir
um að tiltekin framkvæmd sé yfír-
leitt í verkahring sveitarfélags eins
og Reykjavíkur. Fer þá málið að
vandast, því þá dregur fljótt að
því að menn verða að velta fyrir
sér grundvallaratriðum, sem því
miður hafa oft horfíð í pólitísku
moldviðri sem geisar hverju sinni.
Ekki þarf þó um það að deila
að boðleg aðstaða fyrir stjómsýslu
borgarinnar sé eitt af því sem
borgaryfírvöld þurfa að sjá fyrir.
Enda þótt menn geti haft skiptar
skoðanir á byggingu fyrirhugaðs
ráðhúss þá er ljóst að það verk á
að vera á könnu borgarstjómar
sé á annað borð ráðist í það. Þess
vegna er engin afstaða tekin til
þeirra framkvæmda í þessum
línum. Aftur á móti vekur önnur
fyrirhuguð framkvæmd til um-
hugsunar að þessu leyti. Með
bygKl11?11 veitingahúss ofaná hita-
veitugeymana á Öskjuhlíð er verið
að seilast inn á svið, sem að
margra dómi er alls ekki í verka-
hring borgarstjómar að sinna.
Síðustu ár hefur veitingarekstur í
borginni tekið stórstígum fram-
förum og ekki annað að sjá en
einkaframtakið hafí staðið sig þar
með sóma enda samkeppni mikil.
Hvaða nauð rekur borgarstjóm til
þess að vaða inn á þetta svið og
taka með beinum hætti þátt í þess-
ari samkeppni, er mörgum hulin
ráðgáta.
Síðan gerist það, að flestir
stjómarandstæðingar í borgar-
stjóm leggja ofangreindar stór-
framkvæmdir að jöfnu, blása til
funda víðsvegar um borgina og
segja við okkur greiðendur reikn-
inganna að valið standi annarsveg-
ar milli þess að reisa ráð- og
veitingahús eða hinsvegar að
byggja vistheimili fyrir aldraða og
dagheimili fyrir böm. Um það
standi valið — punktur og basta.
En er þá eitthvað annað sem kem-
ur til álita? Er hugsanlegt að allt
hafí verið metið og vegið? Eða
getur verið að þetta ágæta fólk
hafí gleymt sér í baráttunni fyrir
sínum hjartans málum og ekki
leitt hugann að málefnum utan
sinna þröngu hringja?
Grundvallarþarfir atvinnu-
lífs
Alkunna er að stjómir hinna
ýmsu sveitarfélaga láta sig þróun
atvinnulífs miklu skipta. Ekki til
þess að keppa við blómlegan at-
vinnurekstur sem fyrir er heldur
frekar til að skjóta stoðum undir
ný og arðvænleg fyrirtæki. Þetta
gera sveitarfélögin með því að
skapa þá aðstöðu sem til þarf og
ennfremur að beita sér fyrir sam-
stöðu þeirra hagsmunaaðila sem
málið varðar. Vissulega hefur
borgarstjóm Reykjavíkur margt
gott látið af sér leiða í þessum
efnum og eflaust á hún sinn þátt
í velgengni margra blómlegra fyr-
irtækja fyrr og síðar.
Það er því nokkurt undrunar-
og áhyggjuefni, að á sama tíma
og borgarstjóm hyggst byggja
dýrt atvinnuhúsnæði fyrir veit-
ingarekstur er ekki annað að sjá
en mikilvægt málefni, sem varðar
þróun undirstöðuatvinnugreina í
borginni hafí alls ekki komið til
álita. Vaknar þá sú spuming hvort
SAMNINGAR í kjaradeilu starfs-
manna fiskimjölsverksmiðja á
Austfjörðum og vinnuveitenda
þeirra náðust fyrir helgina.
Samið var um 8% hækkun á laun-
um, sem talin er leiðrétting frá
fyrri samningum, en sérstakt
óþrifa- og vaktaálag hafði fallið
niður.
Samkvæmt heimildum Morgun-
borgarstjóm er einfari í afstöðu
sinni til þarfa atvinnulífsins.
Óviðunandi ástand
Reykjavík er ein stærsta útgerð-
arstöð landsins. Mikill fjöldi báta
og fískiskipa leggur þar upp og
um hafnir borgarinnar fer auk
þess fjöldi flutningaskipa. í megin-
atriðum virðast hafnarmannvirki
uppfylla kröfur tímans enda þótt
alltaf megi gera betur.
Mikilvægur þáttur við rekstur
alls skipaflota — hvort sem um
er að ræða físki- eða flutningaskip
— er sú aðstaða sem fyrir hendi
er hvað varðar viðgerðir og við-
hald þeirra. Allar hafnir, sem vilja
standa undir nafni, kappkosta að
búa þeim sem þurfa að sinna við-
gerðum skipa sem bestar aðstæður
enda mikilvægur þáttur í því orð-
spori sem hver þeirra skapar sér.
Sú dapurlega staðreynd blasir
hins vegar við að skip leita í aukn-
um mæli eftir viðgerðar- og
viðhaldsþjónustu utan Reykjavík-
ur og þar á meðal til útlanda.
Fullyrt er að ein meginástæða
þessarar þróunar sé það aðstöðu-
leysi sem hér er, sem leiðir til
þess að ekki er unnt að ná þeirri
hagkvæmni, sem krafist er nú til
dags. í því sambandi má benda
á, að á nokkrum stöðum úti á landi
er nú þegar boðið upp á mun betri
aðstöðu að þessu leyti og hafa
stjómir sveitarfélaganna gegnt
þýðingarmiklu hlutverki við upp-
byggingu hennar. Er það til marks
um jákvæð afskipti stjóma sveit-
arfélaga af þróun atvinnulífs á
viðkomandi stað. Með þvi er
grundvallaratvinnugreinum sköp-
uð samkeppnishæf skilyrði til
viðgerða og viðhalds skipaflotans.
Því miður hefur Reykjavík dreg-
ist verulega aftur úr hvað varðar
slíka aðstöðu. Síðustu ár hefur hún
verið bæði óhagkvæm og erfíð og
leitt til mun dýrari þjónustu en
annars væri. Þar að auki er að-
staðan langt frá því að vera boðleg
fyrir starfsmenn viðgerðarverk-
stæða og oft á tíðum gjörsamlega
óviðunandi. Þegar þar við bætist
að dráttarbrautir eru úr sér gengn-
ar og langt á eftir tímanum þá
er síst að undra þótt útkoman sé
lítt bermileg og ekki sæmandi
höfuðborginni. Er þá ekki talað
um þau atvinnutækifæri, sem
renna eins og á færibandi til út-
landa af þessum sökum.
Hér er m.ö.o. um að ræða
gríðarlega mikið óunnið verk, sem
snertir ekki aðeins útgerðir, skipa-
félög og viðgerðarverkstæði
heldur, og ekki síður, þróun og
framtíð Reykjavíkur sem atvinnu-
svæðis. Ef sú aðstaða, sem hér
er til umræðu, yrði boðleg, að
ekki sé talað um góð, opnaði hún
ótal nýja möguleika til enn frekari
starfsemi og afraksturs til sameig-
blaðsins eru verksmiðjurnar á
Eskifirði, Norðfirði og Vopnafirði
aðilar að þessu samkomu lagi. í
ríkisverksmiðjunum á Seyðisfírði og
Reyðarfirði eru sérstakir samningar
og sömuleiðis í verksmiðju ísbjam-
arins á Seyðisfírði. Starfsmenn
Fiskimjölsverksmiðju Homafjarðar
og vinnuveitiendur þeirra tóku þátt
í samningaviðræðunum í upphafi,
Ingólfur Sverrisson
„Viðg’erðarverkstæði,
útgerðir, skipafélög og
opinberir aðiiar verða
að taka höndum saman
um stórátak á næstu
árum til þess að bæta
viðgerðar- og viðhalds-
þjónustu fyrir skip í
Reykjavík.“
inlegra þarfa. Og þá yrði meiri von
til þess að takast mætti að fjár-
magna byggingu fleiri dag- og
elliheimila og jafnvel enn myndar-
legra ráðhúss. En forði okkur samt
allir heilagir frá því að byggð verði
veitingahús á vegum borgarinnar
— jafnvel þó þau snúist í hringi.
Átaks er þörf
Nú væri mikil einföldun að
skella allri skuld á stöðu viðgerða-
og viðhaldsþjónustu skipa í
Reykjavík á borgarfulltrúa og
segja þeim einum að haska sér
að koma málum til betra horfs.
Eins og áður er getið verða slíkir
hlutir ekki gerðir nema með
víðtækri samstöðu allra sem hlut
eiga að máli. Þó verður að gera
þá kröfu til borgarfulltrúa að þeir
— ásamt þingmönnum kjördæmis-
ins — láti sig málið a.m.k. varða.
Þegar um svo þýðingarmikið mál
er að tefla gengur ekki að dvelja
við ijarlæg verkefni eins og veit-
ingarekstur eða ætla sér að gera
allt fyrir alla á örskotsstund.
En vel á minnst: þingmenn.
Hvar eru þeir? Getur verið að þeir
séu í sömu ijarlægð frá þörfum
grundvallaratvinnugreina í sínu
eigin lqordæmi? Alltént hafa þeir
ekki tekið málið upp á sína arma
svo vitað sé.
Hvað um það; hér er verk að
vinna. Viðgerðarverkstæði, út-
gerðir, skipafélög og opinberir
aðilar verða að taka höndum sam-
an um stórátak á næstu árum til
þess að bæta viðgerðar- og við-
haldsþjónustu fyrir skip í
Reykjavík. Málið þolir ekki frekari
bið og mikil nauðsyn að láta verk-
in tala.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags málmiðnaðarfyrirtækja.
en voru ekki beinir aðilar að sam-
korjiulaginu.
Samningsaðilar telja þessa samn-
inga ekki tengda þeim viðræðum
um kjaramál, sem nú standa yfír.
Þama hafí verið um leiðréttingu á
fyrri samningum að ræða. í þeim
féll út sérstakt álag vegna vakta-
vinnu og óþrifa, sem nú hefur verið
samið um að nýju.
Fiskmjölsverksmiðjur á Austfjörðum;
Samið um 8% kauphækkun
Bæklingastandar
í úrvali
BlLDSHÖFDA 16 SIML672444
BV
Rcrfmogns
oghand-
lyttarar
Liprirog
handhægir.
Lyftigeta;
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
Veitum fúslega
allar upplýsingar.
UMBODS- OG HEtLDVERSLUN
HF.OFNASMIBJAN
SÖLUDEILD
HÁTEIGSVEGI7. S: 21220
Haslki
ogskúffur
Fyrir skrúfur, rær og aðra
smáhluti. Einnig vagnar og
verkfærastatíf. Hentugtá
verkstæðum og vörugeymslum.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
BILDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44