Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, HALLDÓR KR. KRISTJÁNSSON, Kársnesbraut 74, Kópavogi, sem lést t Borgarspítalanum 25. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Vinafólag Borgarspítalans. Inga Gisladóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, GUÐRÚNARÁRNADÓTTUR frá Vogi, fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Akrakirkju. Rannveig Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN ARNFRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR, Hróarsholti, Fóa, verður jarösungin frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Hópferöamiöstöðinni, Bíldshöfða 2a, Reykjavik, kl. 12.30. Gestur Jónsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Einar Þórarinsson, Tryggvi Gestsson, Alda Hermannsdóttir, Guðjón Gestsson, Rannveig Einarsdóttir, Hólmfriður Gestsdóttir, Tómas Kristjánsson, Haraldur Gestsson, Jóna Sigurlásdóttir, Kristín Gestsdóttir, Gylfi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdampðir og amma, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis á Laugavegi 140, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Sólveig og Sigurður Blöndal. Helgi, Guðmundur og Dagný Blöndal. t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, INGIBJÖRG ARNÓRSDÓTTIR, Freyjugötu 6, veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Menningar- og minningarsjóð kvenna. Sæmundur Bjarnason. Arnór Þorláksson, AsthildurTorfadóttir, Auður Sæmundsdóttir, Francisco Domingue Ravelo, Þorsteinn Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdafööur og afa, EGGERTS BRANDSSONAR frá Önundarhorni, Austur-Eyjafjöllum. Sveinn Eggertsson, Baldvin Eggertsson, Birgir Eggertsson, Brandur Eggertsson, Stefanía Guðmundsdóttir, °9 Rósa Kristjánsdóttir, Gyða Ásbjarnardóttir, Jóhanna Högnadóttir, Eirikur Einarsson barnabörn. . t Þökkum hlýhug við andlát móður okkar og tengdamóður, GUÐRÚNAR H. STEINGRÍMSDÓTTUR frá Nýlendu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu i Hafnarfiröi fyrir góða umönnun henni veitta. Steinunn G. Magnúsdóttir, Hákon Magnússon, Einar M. Magnússon, Gunnar R. Magnússon, Bára Magnúsdóttir, Sólveig Skúli Halldórsson, Svala Sigurðardóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Sigurlaug Zophoniasdóttir, Brynjar Pétursson, Magnúsdóttir. Kristín Stefáns- dóttir - Minning Fædd 28. september 1919 Dáin 27. janúar 1988 „Hver dagur er lína í lífs míns bók með ljósmynd af þeim, sem dauðinn tók. Nú finn ég hann nálgast mig hægt og hljótt eins og húmsins væng um miðja nótt. Ég kvíði honum ekki, þvi kvöldsett er hann er kærkominn þeim, sem þreyttur fer. En til hvers er allt þetta strit og strið ef stefnt er að dauðanum fyrr og síð? Ég veit að þrotlaus þróun er til og þráðlaus skeyti um geimsins hyl. Omælisheimur og eilífið hans er undur og ráðgáta sérhvers manns." (Geir Gunnlaugsson) í dag er til moldar borin öðlings- konan Kristín Stefánsdóttir, sem lést 27. janúar sl. eftir nærfellt þriggja ára hetjulegt stríð við illvíg- an sjúkdóm. Austurland er fagurt og hrika- legt í senn, en einatt blítt og gjöfult bömum sínum. Þar fæddist Kristín, eða Stína, eins og hún var jafnan kölluð, fyrir tæpum sjötíu árum í kyrrð Eskifjarðar, næstyngst af fjórum bömum þeirra Þórhildar Bjömsdóttur frá Vaði í Skriðdal og Stefáns Guðmundssonar, bónda frá Borgum í Reyðarfírði. Hún ólst upp í faðmi fjölskyldunnar við mikinn kærleik og trúrækni, sem setti svip sinn á allt líf hennar. Sóknarprestur staðarins mælti einhverju sinni svo, að ekki væri messufært, ef Þór- hildur mætti ekki með bömin sín. Þar lauk Kristín skyldunámi sínu, en hélt síðan ung suður til Reykjavíkur, þar sem hún var í vist, eins og kallað var, hjá ýmsum betri borgurum. Slíkt var þá í senn skóli og gaf líka nokkur laun ungum stúlkum. Er mér ekki grunlaust um, að þar hafí Kristín hlotið þann heimsborgarabrag, er einkenndi hana í fasi og framgöngu, þótt aldr- ei hefði hún af landi farið. í Reykjavík kynntist hún ungum manni, Gunnari Sigurðssyni, og eignuðust þau eina dóttur, Þórhildi Ingibjörgu, húsmóður, sem nú býr í Þorlákshöfn ásamt manni sínum, Þorvarði Vilhjálmssyni, vélsmið, og sex bömum. Hið elsta þeirra, Gunn- ar Kristinn, ól Kristín upp til átta ára aldurs. Þau Gunnar slitu samvistir, og þá fór Kristín aftur austur, eða heim, eins og hún kallaði það ætíð, til móður sinnar. Þar kynntist hún þeim manni, sem varð lífsförunaut- ur hennar, uns hans kall kom. Það var Gunnar Björgvinsson, elsti son- ur Sigurrósar Böðvarsdóttur frá Tannstaðabakka og Björgvins Her- mannssonar af Fljótsdal. Þau Gunnar bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Eskifírði og eignuðust þar þijú böm, en þau eru: Björgvin Stefán, garðyrkjubóndi í Hvera- gerði, kvæntur Helgu Björk Bjöms- dóttur; þau eiga þijú böm. Sigurrós Guðmunda, klínikdama í Reykjavík, gift Sigvalda Ingimundarsyni íþróttakennara; þau eiga þijú böm. Guðný Stefanía, bankastarfsmaður í Þorlákshöfn. Hún var gift Emi Leóssyni, vörubilstjóra, en þau skildu. Þau eiga þijú böm. Árið 1951 fluttust þau Gunnar til Hveragerðis, þar sem Kristín átti heima æ síðan. Þar eignuðust þau tvær yngstu dætumar, önnur er Guðrún Erla, hjúkrunarfræðing- ur í Reykjavík, sambýlismaður Friðrik H. Ólafsson, tannlæknir; hún á eina dóttur. Hin er Ingibjörg Dagmar, verslunarmaður í Þorláks- höfn, gift Dagbjarti R. Sveinssyni, kennara; þau eiga tvær dætur. í Hveragerði undu þau sér vel og fluttu fljótlega í lítið hús, sem hét Eldborg, nú Þelamörk 26. Gunnar vann ýmis störf við virkjan- ir og fleira, en átti þá þegar við nrikla vanheilsu að stríða. Hann !ést fyrir aldur fram, hinn 1. desem- ber 1958, eftir fjórtán ára hjóna- band. Þá stóð Kristín uppi, ung ekkja með sex böm á aldrinum eins til sextán ára. Það má gera sér í hugarlund, að útiitið hafí ekki verið bjart, þröngt í búi og lítið um stuðn- ing frá tryggingum eða hinum opinbera geira. En þá sannaðist hið fomkveðna, að sá er vinur, er í raun reynist, og kom í ljós, að Kristín átti marga slíka. Urðu þeir til að rétta henni hjálparhönd á erfíðu skeiði, og mun hún síst hafa gleymt þeim vinargreiða, enda trygglynd með afbrigðum. Svo fóru bömin að hjálpa til við tekjuöflun, og Kristín vann tíma og tíma, eftir því sem heilsa hennar og heimilis- ástæður leyfðu. Með slíkri samstill- ingu tókst að halda heimilinu saman, og hlýtur þ_að að teljast ekki svo lítið afrek. Á þessum erf- iða tíma mun henni oft hafa komið í hug og orðið að leiðarljósi eftirfar- andi hending: Ef að leiðin virðist vönd veitu aldrei hiyggur. Það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. (Höf. ókunnur.) Þrátt fyrir þrengsli og oft lítil efni ríkti glaðværð og góður andi í Eldborg, enda bömin mörg og vinimir þeirra ætíð velkomnir. Þangað mátti leita með vandamálin, vel var hlustað á og góð ráð gefín. Oft komu Austfírðingar í heimsókn og hlutu góðan beina og hlýjar móttökur. Allir, sem ættaðir voru að austan, skipuðu sérstakan sess í huga Kristínar, og með bömum sínum vakti hún frændrækni og vinarþel í þeirra garð. Nú eru liðin rösk átta ár síðan ég kynntist Kristínu fyrst, og mér er minnisstætt, hversu auðvelt það var og áreynslulaust að verða vinur hennar. Við Guðrún Erla, dóttir hennar, höfðum þá fellt hugi sam- an, og áður en ég vissi voram við Kristín orðin mestu mátar. Þannig var hún, aðlaðandi og opin mann- eskja, fjarska jákvæð og glaðsinna og hafði unun af spjalli og samvera við fólk. Hún var fróð, ekki síst um ættfræði, og hafði ríkar og heil- steyptar skoðanir á málum. Viðmótið var hlýtt, og frá henni stafaði elskuríkum ljóma, sem kom að innan og tendraði skær augun. Böm hændust að henni, því að hún gat sjálf verið bam og þar með félagi þeirra. Skap hennar var ríkt, en hún tamdi það vel, og hún gaf slg ógjaman, fyrr en að fullreyndu. Fyrir tæpum þremur áram tók að bera á lömunareinkennum, og fór skjótlega svo, að hún missti málið. Eftir það tjáði hún sig skrif- lega og fékk að halda því fram til loka. Sjúkdómurinn ágerðist, mátt- ur þvarr úr fótum og síðan koll af kolli, uns yfír lauk. Það þarf mikinn kjark og trúarstyrk til að taka slíku, sætta sig við hvem ósigurinn af öðram og gera jafnan hið besta úr. Því að Kristín vildi lifa og trúði því statt og stöðugt, að eitthvað kæmi sér til hjálpar og hún næði heilsu á ný. Það er þungbært að standa hjá og horfa á lífsglaða og sterka konu að velli lagða af vágesti, er kreppir að með stigvaxandi lömunarþunga, hreppir hvert vamarvirkið af öðra, án þess að nokkur mannlegur mátt- ur fái rönd við reist. En hvað er það til móts við áraun þess, er fyr- ir verður? Það þarf meira en meðalhetju til að standast slíkt, óbuguð og með fullri andlegri reisn, allt til hinstu stundar. Slík hetja var Kristín. Sérstakar þakkir skulu færðar hér starfsfólki á Grensásdeild Borg- arspítala fyrir alúð og indæla ummönnun, er gerðu dagana létt- bærari. En nú er Kristín farin til fundar við mann sinn og ástvini, meira að starfa Guðs um geim. Eftir stöndum við með söknuð í hjarta, ekki síst ömmubömin átján, sem sjá á eftir Stínu ömmu, traustum vini og leik- félaga, sem ávallt var boðinn og búinn. Ég vil að lyktum þakka Kristínu fyrir kynninguna og kveðja hana með orðum bóndans í Hafnamesi við Fáskrúðsfjörð: „Döpruð hjörtun, dugðu ráðin engin, dauðinn í sundur lífsins máði strenginn. Nú er til enda grýtta leiðin gengin, en Guði sé lof því nú er hvíldin fengin. Bót fékk ei ráðið viljans aflið vitra, veikindi þjá, þó fagurt sýnist ytra. Frá máttugra valdi mundast sorgin bitra, svo manneðlið veika fer að skjálfa og titra Og eitt er svo víst, þá bresta Iífsins böndin, að boðin mun aftur kærleiksríka höndin, þegar við svífum ljóss um fógru löndin, og leyst er og frelsuð sorgum þjáða öndin." (Halldór Halldórsson.) Guð blessi minningu Kristínar Stef- ánsdóttur. Friðrik H. Ólafsson Mig langar með nokkram orðum að kveðja kæra svilkonu mína, Kristínu Stefánsdóttur, sem lést á Grensásdeild Borgarspítalans 27. janúar. Hún var búin að heyja harða baráttu við manninn með ljáinn. Baráttan var hörð en Stína, eins og hún var kölluð meðal vina, var alltaf eins og sólargeisli, glöð þegar maður kom í heimsókn þó hún gæti ekki tjáð sig nema með skrif- blokk og penna í hendi. í veikindum sínum var hún alltaf jafn fín, snyrti- leg og falleg eins og hún var ævinlega þegar hún var frísk. Oft komum við í heimsókn á heimili Stínu og alltaf voram við velkomin. Það var sama á hvaða tíma við komum eða hve mörg við voram, alltaf tók hún á móti okk- ur, brosandi og glöð bauð hún okkur velkomin og það stóð heldur ekki á veitingunum. Það var alltaf gaman og yndis- legt að sitja hjá henni, ræða við hana og fá hana til að spá í bolla. Það var hlýja og gleði í þessu litla og vinalega húsi þó þar væri fullt af bömum. Stína missti manninn sinn, Gunn- ar Björgvinsson, frá sex ungum bömum, það yngsta tveggja ára. Það var ekki lítið sem lagt var á unga móður sem ekki var heil heilsu, en allt gekk þetta vel og aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún var alltaf jafn glöð, ánægð og bjart- sýn, enda átti hún góð og dugleg böm og tengdaböm sem vora henni allt. Þau launuðu henni það líka í veikindastríði hennar. Ekki lágu bamabömin á liði sínu og glöddu hana ömmu sína með heimsóknum, enda þótti henni mjög vænt um þau. Ég kveð Stínu með þökk fyrir samfylgdina. Ykkur bömunum, tengdabömum og bamabömum votta ég og fjöl- skylda mín okkar dýpstu samúð og megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Kristínar Stefánsdóttur. „Hvíl þú rótt kæra vina mín. Kristur hefur leitt þig heim til sín frá sorgum kvíða sjúkdóms þungri pín, þar sól guðs náðar eilíflega skín.“ - (J.Ó.) Kristín Fjóla Þorbergsdóttir „Þó missi ég heym og mál og róm og máttinn ég þverra flnni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni.“ (Ólína Andrésdóttir) í dag verður jarðsungin frá Dóm-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.