Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 03.02.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 félk í fréttum KÓNGAFÓLK Díana og Karl meðal andfætlinga Díana Bretaprinsessa er nú á ferð um Astralíu I för með eiginmanni sínum, Karli prins af Wales, en um þessar mundir eru liðin 200 ár frá því fyrstu saka- mennimir stigu þar á land til að hefja nýtt líf. Hjúin verða á ferð um álfuna í tíu daga og sem vonlegt er tjalda andfætlingar okkar þvl sem þeir geta helst skreytt sig af þegar ann- að eins mektarfólk sækir heim hönd þeirra. Hér sést hvar Díana stígur úr sjálfrennireið er flutti hana á sýningu á tískufatnaði úr ull, en Astralir eru mesta ullarfram- leiðsluþjóð í heimi. Reuter Roderick Stewart með nýjasta viðhaldinu, Kelly Emberg, og dóttur- ina Ruby Rachel. FÆÐINGAR Allt er þá þrennt er jiri*** Rod Stewart varð pabbi í þriðja sinn fyrir hálfu ári og segir nú að þá sé það best. Hann segir að sér iíki nú betur við föðurhlut- verkið, því nú loks viti hann hvað hann sé að gera. Ekki fer miklum sögum af samvistum hans við þau tvö böm sem hann á fyrir, en hann stendur nú í skilnaði frá síðustu eiginkonu sinni, Alönu Stewart, enda kominn með aðra upp á arm- inn. Harri Holkeri á skiðum. Reuter KOSNINGABARÁTTA Stund milli stríða Þeir Ham Holkeri og Mauno Koivisto hafa bitist um að fá að vera forseti Finnlands ásamt öðrum vonbiðlum. Á kjördag gátu þeir þó tekið sér frf frá baráttunni og sinnt öðrum hugðarefnum. Holkeri brá sér á sktði, en Koivisto hélt í sumabústað sinn að moka snjó. Reuter Díana gaf sér tíma til að verðlauna afreksmennina á myndinni fyrir sigur í keppni sundvarða og ekki virðist það henni leitt að vera innan um svo íturvaxna menn. Reuter Mauno Koivisto beitir dvergvaxinni dráttarvél við snjómokstur við sumabústað sinn i Suður-Finnl- andi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.