Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Fyrirætlun ferðaskrif- stofa er brot á samningi - segir Einar S. Einarsson framkvæmdasljóri Visa íslands Á FUNDI forráðamanna greiðslukortafyrirtækisins Visa íslands og Sambands íslenskra ferðaskrifstofa í gspr var þeim síðarnefndu gerð grein fyrir því að haldi sjö umsvifamestu ferðaskrifstofum- ar fast við þá ákvörðun að leggja 5% álag á verð ferða, sem greiddar eru með greiðslukortum, sé það brot á viðskiptasamn- ingi aðila og muni hann því falla úr gildi. Eftir það geti viðkomandi ferðaskrifstofur ekki tekið við greiðslum með greiðslukortum. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa íslands, sagði að lokn- um fundinum að hann hefði ekki ástæðu til annars en að telja að ferðaskrifstofumar sjái að sér og láti ekki verða af fyrirætlun sinni. Einar sagði að stjóm Visa væri eins og ævinlega tilbúin til þess að ræða viðskiptaskilmála, en brot á samningum eins og þama væri um að ræða yrðu ekki liðin, enda um alþjóðareglur um greiðslur með greiðslukortum að ræða. I skilmálum um greiðslukortavið- skipti væri skýrt kveðið á um að handhafar greiðslukorta sitji við sama borð og aðrir viðskiptavinir og greiði eins og þeir verðlista- verð. Hins vegar sé ekkert við það að athuga að ferðaskrifstofumar eða aðrir bjóði viðskiptavinum sínum staðgreiðsluafslátt, ef þær treysti sér til þess. Það væri óskilj- anlegt að þessar sjö ferðaskrifstof- ur tækju einhliða ákvörðun um að þverbijóta viðskiptasamning sinn. „Svo einkennilegt sem það nú er þá hafa þessar ferðaskrifstofur sagt 70% af viðskiptavinum sínum stríð á hendur eða liðlega 100 þúsund manns,“ sagði Einar. Ef ferðaskrifstofumar sjö héldu fast við fyrirætlun sína sæi hann ekki annað en greiðslukortahafar yrðu að snúa sér til annarra ferðaskrif- stofa eða Amarflugs og Flugleiða. „Afstaða Visa er skýr. Okkur ber að gæta hagsmuna korthafa og veita söluaðilum góða þjónustu, en þó ævinlega á gmndvelli þeirra samninga sem í gildi eru,“ sagði Einar. VEÐUR I DAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Bvpqt á veðursoá kl. 16.15 i aær) VEÐURHORFUR í DAG, 5.2.88 YFIRLIT í gær: Gert er ráð fyrir stormi á suövesturdjúpi. Yfir Norð- austur-Grænlandi er 1025 .mb hæð, en skammt suðvestur af Lófót er minnkandi 985 mb lægð á leið norðaustur. Yfir Norður-Skot- landi er vaxandi 974 mb lægö á hreyfingu norðnorðaustur. Um 900 km suðvestur í hafi er 970 mb lægð sem þokast austsuðaustúr. Frost verður um allt land víða 8—14 stig inn til landsins. SPÁ: f dag verður austanátt — allhvöss um austanvert landið, en ■■ hægari annars ,staðar. Léttskýjað um sunnanvert landið, en él viðast annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg norðaustanátt — víða smá él norðan- og austanlands, en úrkomulaust i öðrum landshlutum. Frost 7—9 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Austan og suðaustanátt — líklega allsn- örp um suðaustanvert landið — snjókoma sunnan- og austanlands, en úrkomulítið eða úrkomulaust annars staðar. Frost 3—4 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akúrsyrí Reýkjavík hhl +8 +7 v«ður skýjaó léttskýjaft kergan +8 alskýjað Helainki +0 þoka JanMayen +10 skafrenningur Kaupmannah. 6 rígningogsúld Narsiarasuaq +0 skýjafi Nuuk +3 alskýjað Oaló 1 þokalgrennd Stokkhólmur 3 rlgning Þórshöfn 3 snjóél Algarve 10 hálfskýjaft Amsterdam 7 skúr Aþena 15 skýjað Barcelona 14 léttskýjað Beriln 10 skýjaft Chlcago +11 helðskfrt Fenayjar 7 þokumófta Frankfurt 7 rlgnlng Glasgow a mlstur Hamborg 8 skýjaft Las Palmas 18 skýjað London 6 skúr LosAngeles 8 léttskýjað Lúxemborg 5 skýjaft Madríd 10 skýjað Malaga 17 skýlaft Mallorca 16 skýjað Montreal +13 snjókoma NewYork 2 rígnlng París 8 rignlng Róm 10 rígnlng Vín 10 léttskýjað Washlngton 4 súld Wlnnlpeg +28 skýjaft Valenda 15 hélfskýjað Morgunblaðið/Sverrir Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Reykjavík í gær. Þrír slösuðust í árekstri á V esturlands vegi í gær ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka í gær. Áreksturinn má rekja til þess að umferðarljósin voru óvirk og ökumenn virðast hafa misskil- ið bendingar lögreglumanns, sem stjórnaði umferðinni. Slysið varð um kl. 14. Þá skullu saman bifreið, sem var ekið austur Vesturlandsveg, og önnur, sem ók niður Höfðabakkann. Þar sem verið er að breyta umferðarljósunum á gatnamótunum voru þau ekki virk og virðist einhver misskilningur hafa komið upp varðandi umferðarstjóm lögreglumanns. Við áreksturinn slös- uðust ökumenn beggja bifreiðanna og farþegi í annarri. Þeir voru flutt- ir á slysadeild, nokkuð meiddir. Kröfur Islending- anna mjög raunhæfar — segir Gligoric í bréf i til Friðriks St John. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, SVETOZAR Gligoríc yfirdómari áskorendaeinvigjanna í skák seg- ir í svarbréfi til Friðriks Ólafs- sonar að ábendingar hans og Jóhanns Hjartarsonar í bréfi á miðvikudag, varðandi úrbætur á aðstöðu keppenda, séu mjög eðli- legar og geti haft þau áhrif að reglur FIDE um hegðun skák- manna í mótum yrðu nákvæmari og betri. Það sem Friðrik og Jóhann fóru fram á í bréftnu var þrennt: Að kepp- endur gangi ekki á sviðinu á meðan andstæðingur þeirra er að hugsa næsta leik; að keppendur standi ekki eða gangi fram og til baka í sjónlínu andstæðings síns meðan hann hugsar; og að keppendur skuli ekki reykja við skákborðið þegar andstæðingur þeirra á leik. Keppendur fengu bréf frá dómur- um fyrir 7. skákina þar sem þeir voru beðnir um að sýna andstæðing- um sínum sérstaka tillitssemi. Þeir voru sérstaklega beðnir um að ganga ekki á sviðinu meðan andstæðingur þeirra væri að hugsa. í upphafí skák- arinnar gekk Kortsjnoj fram og til baka framan við sviðið en Jóhann sagði á eftir skákina að það hefði ekki truflað sig. Kortsjnoj gætti þess einnig að reykja ekki við skákborðið blaðamanni Morgunbladsins. meðan Jóhann var að hugsa, fyrr en undir lok skákarinnar, þegar hann var orðinn verulega tímanaum- ur. Skákinni á miðvikudag lauk með jafntefli, en þrátt fyrir það var Jó- hann ánægður með skákina, enda tefldi hann hana vel. Menn grínuð- ust með það að hann hefði í skákinni sent Gligoric þakklætisvott fýrir að flytja einvígin milli borða gegn vilja Kortsjnojs með því að velja sjaldséð- an leik í 7. leik, Bd3, sem Gligoric mun hafa beitt fyrstur manna á skákmóti í Júgóslavíu í október síðastliðnum, þar sem Jóhann og Kortsjnoj voru báðir meðal kepp- enda. Jóhann hefur svart í skákinni í dag og hans bíður erfitt verkefni: Að halda jöfnu eða vinna. Haldi hann jöfnu munu keppendumir tefla einvígi með stuttum skákum á laug- ardag þar til annar hvor vinnur skák. Vinningshafí fer þá í 8 manna úrslit- in sem verða sennilegá í Puerto Rico íjúlí. I hinu einvíginu sem eftir er er einnig jafnt, því Spraeggett og So- kolov gerðu jafntefli í.7. skák sinni, þar sem Spraggett stóð jafnan betur að vígi og er raunar talinn hafa leik- ið af sér vinning. EyþórJ. HaJlssonfv. skipstjóri látinn EYÞÓR J. Hallsson skipstjóri á Siglufirði er látinn, 84 ára að aldri. Hann fæddist á Hofsósi árið 1903, sonur hjónanna Halls Einarssonar og Friðriku Karin Jóhannsdóttur. Eyþór lauk prófí frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri fram til árs- ins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Hann var framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Sigluflarðar á árunum 1947 til 1953. Umboðsmaður Olíufélags- ins Skeljungs hf. á Siglufírði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsölt- un 0. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Hann átti sæti í niðurjöfnunamefnd Siglu- fjarðarkaupstaðar frá árinu 1961 og sat í stjóm Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Ægis á Siglufírði í nokkur ár. Eyþór Hallsson Eiginkona hans var ólöf Jóns- dóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjaftrði. Þau ólu upp fósturdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.