Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 50
~50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 ■ FJÓRIRkunnirþjálfararem nú orðaðir við Juventus á Ítalíu. Það eru þeir Franz Becken- bauer, landsliðsþjálfari V-Þyska- lands, Johan Cruyff, fyrrum þjálfari Ajax, Sven Göran Eriks- son, þjálfari Fiorontina og- Ottavio Bianchi, þjálfari Napolí. Bianchin, sem er 44 ára, er maðurinn á bak við góðan árangursNapolí-liðsins. ' - ^ GARY Mackay tryggði He- arts jafntefli, 1:1, gegn Celtic í skosku úrvalsdeildinni á miðviku- dagskvöldið. Iain Redford skoraði mark Celtic úr vítaspymu. ■ JOSZEF Fiot, knattspymu- maður með Honved í Ungveija- landi, var dæmdur í fímm leikja keppnisbann af aganefnd UEFA. Tveir leikmenn voru dæmdir í ijögurra leikja keppnisbann. Ioann- is Kalitzakis hjá Panathinaikos Aþena og Lubomir Volk, Vitkovice Ostrave. ■ MORTEN Olsen, fyrirliði danska landsliðsins og leikmaður með Köln, verður ekki elsti leik- —^maðurinn í v-þýsku meistarakeppn- inni, þegar hún hefst aftur 20. febrúar. Olsen, sem er 38 ára, miss- ir aldursforsetatitilinn til Klaus Fichtel, sem hefur tekið fram skóna að nýju. Fichtel, sem er 43 ára og hefur leikið 541 leiki fyrir Schalke, byijar aftur að leika með liðinu. Hann átti góðan leik sem aftasti vamarleikmaður þegar Schalke og Bochum gerðu jafn- tefli, 2:2, í leik á Kanaríeyjum í vikunni. Fichtel hefur fram til þessa verið þekktur sem sóknarleik- maður. H CHRISTOPH Daum, þjálfari FC Köln, hótaði að segja starfí sínu lausu ef Udo Lattek, sem er tækni- legur ráðgjafí hjá Köln, myndi setjast á varamannabekkinn í leikj- um liðsins. Lattek mun því áfram horfa á leiki liðsins frá áhorfenda- bekkjunum. Það hefur greinilega gengið á ýmsu þegar leikmenn fé- lagsins voru í æfíngabúðum á Costa Rica á dögunum. Komið var með liðið til V-Þýskalands tveimur dög- um fyrr en áætlað var. ■ ERIC Gerets undirritaði í gær nýjan tveggja ára samning við PSV Eindhoven. Gerets, sem er 33 ára ^vamarmaður og fyrirliði liðsins, hefur staðið sig mjög vel á yfír- standandi keppnistímabili og árangur liðsins hefur verið frábær — sigraði í fyrstu 17 leikjunum, sem er met í Evrópu, og heftir ekki enn tapað leik. Ronald Koeman gerði nýjan fjögurra ára samning við PSV fyrir skömmu. ■ RABAH Madjer, miðheijinn frá Alsír, sem Bayem Mtlnchen gerði þriggja ára samning við í vetur og tekur gildi næsta keppnis- tímabil, fær ekki að rifta samningn- um. „Við sleppum honum ekki,“ sagði Fritz Scherer, formaður Bayem, vegna frétta um að Barc- elona vildi fá Madjer. Hann er nú iánsmaður hjá Valencia og hefur sjálfur sagt að hann hefði ekkert á móti þvi að vera áfram á Spáni. Bayera er með Mark Hughes að láni frá Barcelona út tímabilið og vill halda honum áfram, en þar sem þýsk lið mega aðeins hafa tvo er- lenda leikmenn getur svo farið að Jean-Marie Pfaff, hinn 34 ára markvörður, verði látinn fara eftir að hafa verið í sex ár hjá Bayem. I LIVERPOOL á heimaleik gegn West Ham á morgun í ensku 1. deildinni og hallast flestir að sigri heimamanna, sem nú hafa leikið 24 deildarleiki í röð án taps og eru með 17 stiga forystu í deildinni. West Ham er hins vegar í 14. sæti og hefur ekki sigrað á Anfield síðan 1963. ■ CHELSEA hefur ekki sigrað í síðustu 12 deildarleikjum og ekki er útlitið bjart á morgun. Þá leikur liðið á útivelli gegn Nottingham Forest, sem er í 2. sæti. KNATTSPYRNA / NOREGUR „IMota timann til ao vera ánægður“ - segirTeitur Þórðarson, sem er að gera góða hluti hjá Brann í Bergen. TEITUR Þórðarson er strax byrjaður að gera góða hluti hjá Brann í Bergen. Það hefur komið fram í norskum blöð- um, sem segja að leikmenn og forráðamenn Brann séu mjög ánœgðir með Teit. Með honum kom sœnskur ungl- ingaþjálfari til félagsins - þjálfari sem á að byggja upp allt unglingastarf hjá Brann. jr Eg er mjög ánægður hér í Bregen. „Það þýðir ekkert annað en að nota tímann til að vera ánægður. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi án- ægður,“ sagði Teitur Þórðarson - þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi. „Ég er með mjög góðan hóp leik- manna, sem eru áhugasamir og leggja hart að sér við æfíngar. Við förum í æfíngabúðir í mars og þá að öllum líkindum til Niirn- berg í Vestur-Þýskalandi. Brann var þar í æfingabúðum í fyrra og kunnu leikmenn vel við sig þar,“ sagði Teitur. Ekki hafa orðið neinar stórbreyt- ingar á leikmannahópi Brann. Aðeins einn ieikmaður er farinn. Það er norski landsliðsmaðurinn Erik Soler. „Soler er góður knatt- spymumaður, en hann mun þó ekki skilja eftir sig skarð sem verður ekki uppfyllt. Ýmis vand- ræði, sem komu upp hjá Brann síðastliðið keppmstímabil, má rekja til Soler. Ég vona að þau vandamál séu nú úr sögunni," sagði Teitur. Aukin áhersia lögð á ungl- ingastarfið Þegar Teitur var spurður um sænska unglingaþjálfarann, sagði hann: „Ég fékk hingað vin minn, sem lék með mér hjá Öster. Það er Karl Gunnar Björglund, fyrrum landsliðsmaður. Hann hefur séð um allt unglingastarf hjá Öster undanfarin ár með góðum ár- angri. Karl Gunnar fær það hlutverk að skipuleggja allt ungl- ingastarf hjá Brann, sem hefur verið í molum. Vanræksla ungl- ingastarfsins á áer langa sögu. Brann hefur undanfarin ár verið með enska þjálfara, sem hafa ekkert viljað koma nálægt ungl- ingastarfínu. Á þessu verða nú breytingar. Ég mun sendá leik- Teltur Þóröarson menn Brann-liðsins á æfíngar hjá yngri flokkunum, þannig að ungu ieikmennimir fá að kynnast hetj- um sínum betur - ekici aðeins sjá þær leika á laugardögum," sagði Teitur. HANDKNATLEIKUR / ÞYSKALAND || HANDBOLTI Páll Ólafsson hefur leikið mjög vel með Dússeldorf í vetur. Forráðamenn félagsins vilja halda í Pál og hafa boðið honum nýjan samning. „Forráðamenn Dtisseldorf vilja ólmir hafa mig áfram“ - segir Páll Ólafsson sem ætlar að flytjast heim í vor „ÞETTA er búið aö vera mjög skemmtilegt tímabil. Ég hef aldrei verið á toppnum áður. Við félagarnir í liðinu vorum að gera að gamni okkar að best vœri að hœtta núna,“ sagði Páll Ólafsson, landsliðsmaður- inn snjalli, sem leikur með Dusseldorf í vestur-þýsku úrv- alsdeildinni. Dusseldorf er nú í efsta sœti deildarinnar, einu stigi á undan Gummersbach, sem á reynda einn leik til góða. Páll sagði að árangur liðsins í vetur hafí komið flestum á óvart. „í upphafí keppnistímabilsins settum við stefnuna á að vera fyrir ofan miðja deild. Nú er stefnan að sjálfsögðu tekin á meistaratitilinn. Áhuginn hér hefur aukist mjög mikið og er nú uppselt á felsta leiki okkar. Það er t.d. nú þegar orðið uppselt á heimaleik okkar gegn Gummersbach eftir viku.“ Páll hefur verið jafnbesi leikmaður liðsins í vetur, stjómað sóknarleikn- um og verið sterkur í vöm. Hann hefur skorað alls 70 mörk í 15 leikj- um. „Forráðamenn félagsins vilja ólmir hafa mig áfram næsta vetur og hafa verið að gera mér góð til- boð. En eins og staðan er í dag kem ég heim í vor og leik með KR-ingum næsta keppnistímabil," sagði Páll. „Við eigum erfíða leiki eftir, heimaleik gegn Gummersbach og útileiki gegn Essen og Kiel. Það eru aðeins Gummersbach, Kiel og Dús- seldorf sem koma til með að berjast um meistaratitilinn nú þegar 10 umferðir em eftir. Okkar serkasta vop í vetur hefur verið góð vörn og markavarsla. Einnig erum við með jafnt lið, enga stjörnu, en góða menn í hverri stöðu." Páll sagðist ætla á leik Gummers- bach og Essen um helgina og sjá félaga sína í landsliðinu, Kristján Arason og Alfreð Gíslason, eigast við. „Ég held með Essen í þeim leik þar sem það er hagstæðara fyrir okkur í Dússeldorf," sagði Páll að lokum. Tvö 2. deildarlið í 8-liða úrslit: ÍBV og Fylkir í 8-liða úrslit IBV og Fylkir, sem leika í 2. deild, hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkkeppni HSÍ. ÍBV sigraði Ármann, 22:19, í Vest- mannaeyjum á laugardaginn. Einn leikur á enn eftir að fara fram í 16-liða úrslitum, leikur Selfoss og UBK sem fram fer 10. febrúar. Eftirtalin lið em kominn í 8-liða úrslit: KR, FH, Víkingur, ÍBV, Fylkir, Fram og Valur. Dregið verð- ur í 8-liða úrslit á mánudaginn. KNATTSPYRNA Allir hræðast Dani Danir em með það landslið sem allir mótheijar þeirra í HM-riðlinum, hræðast. Þegar þjóðimar sem leika saman, Dan- ir, Grikkir, Rúmenear og Búlgarar, mættust í Aþenu - til að raða niður leikdögum í HM-riðlinum, náðist ekki endan- leg niðurstaða. Alþjóða knatt- spymusambandið, FIFA, verður því að skerast í leikinn og ganga endanlega frá þeirri grind - til- lögur á leikdögum, sem var sett upp í Aþenu. „Þetta var erfiður fundur, sem stóð yfir í tólf klukkustundir,“ sagði Sepp Piontek, landsliðs- þjálfari Dana. „Við áttum góð samskipti við Grikki og Búlgara, en aftur á móti var erfítt að eiga við Rúmena. Þeir vilja alls ekki leika sinn síðasta leik í riðl- inum gegn okkur á heimaveili," sagði Piontek. Búlgarar vilja heldur ekki leika síðast gegn Dönum. Síðustu leikimir í riðlinum geta haft áhrif á annað sætið, sem getur gefíð rétt til að leika í HM- keppninni á Ítalíu 1990. Þjóðirn- ar komu sér saman um sex fasta leikdaga - leikdaga sem alltaf verða tveir leikir leiknir á. Þess má geta að þegar ljóst var að Grikkir léku fyrst gegn Dön- um, aflýstu þeir vináttulandsleik þjóðanna sem átti að fara fram í Aþenu 11. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.