Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
31
Forsætisráðherra í utandagskrárumræðum:
Ekkí hvikað frá þeirri stefnu
sem mótuð hefur verið
Fjárfestingar í
Reykjavík
UMRÆÐUR urðu utan dagskrár
í sameinuðu þingi í gær um efna-
hags- og kjaramál. Það var
Steingrímur J. Sigfússon (Abl/
Ne) sem hóf umræðumar. Hann
gagnrýndi ríkisstjóraina harð-
lega fyrir aðgerðarleysi í t.d. í
vaxta- og kjaramálum. Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra sagði
það vera höfuðmarkmið ríkis-
stjóraarinnar að ná niður verð-
bólgunni og útúrsnúningur að
segja að efnahagsstefnan lægi
ekki skýr fyrir. Forsætisráðherra
sagði að ekki yrði hvikað í neinu
frá þeirrí stefnu.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl/
Ne) sagði svör ríkisstjómarinnar
þegar spurt væri um efnahagsmál
hafa verið fátækleg fram að þessu.
Vegna aðgerðarleysis stjómarinnar
hefði verkalýðshreyfingin reynt að
ná fram skammtímasamningum en
„óbilgimi vinnuveitenda" siglt því í
strand. Steingrímur J. sagði að ef
það hefði verið erfitt að ná samning-
um til skamms tíma vegna þeirrar
óvissu sem ríkti þá yrði enn erfiðara
að ná samningum til lengri tíma.
Staða útflutningsatvinnuveganna
væri mjög slæm og með ólíkindum
að fyrir fáeinum vikum hefði ríkis-
stjómin keyrt í gegn auknar álögur
á þessar greinar í formi launaskatts,
sagði Steingrímur J., og spurði hvað
ríkisstjómin hygðist gera vegna
rekstrarörðugleika í sjávarútvegi og
iðnaði.
Þingmaðurinn vék næst máli
sínum að vöxtum og sagði vaxta-
kostnað farinn að nálgast sambæri-
lega stærð og launakostnaður væri
hjá mörgum fyrirtækjum. Nú bæri
þó svo við að ekki væri rekið upp
sambærilegt ramakvein og þegar
laun hækkuðu. Vaxtamunur væri
einnig mikill því myndin sem blasti
við okkur væri 2-16% neikvæðir
vextir á innlánum en 9-15% jákvæð-
ir vextir á útlánum. Spurði þingmað-
urinn hvort Seðlabanka yrði nú
skipað að nýta heimildir til að grípa
inn í vaxtaákvarðanir.
Enginn áhugi á
samningum
Steingrímur J. spurði næst hvað
stjómin hefði fram að færa í kjara-
málum og hvort forsætisráðherra
væri sammála atvinnurekendum um
að 7-9% hækkanir á lægri laun auk
starfsaldurshækkana væri óað-
gengileg krafa. Svo virtist sem
stjómin hefði engan áhuga á samn-
ingamálunum og hafði hann eftir
einum talsmanna VMSÍ að þeir
hefðu ekki orðið varir við stjómina
frekar en hún væri ekki til.
Einnig spurði þingmaðurinn um
stöðu ríkissjóðs og hvað ríkisstjómin
hygðist gera vegna viðskiptahallans.
Það sem vekti furðu manna væri
að einskis lífs væri vart meðan Róm
væri að brenna, ekki einu sinni hljóð-
færaleiks. Steingrímur sagði að það
stæði næst þeim sem kveikti í að
slökkva en ef ríkisstjómin sýndi
enga tilburði til þess gæti stjómar-
andstaðan ekki látið það óáreitt.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, sagði það athyglisvert að
þegar umræður væra nú hafnar
vegna stöðu samninga á almennum
vinnumarkaði væri ekki minnst á
það sem hefði gerst í kjaramálum
að undanfömu. Forsætisráðherra
sagði ráðstöfunartekjur hafa hækk-
að um 18% að meðaltali á síðasta
ári á meðan þjóðartekjur hefðu
hækkað um 8%. Þetta væri annað
árið í röð sem ráðstöfunartekjur
ykjust meira en þjóðartekjur og
byggjum við nú við bestu lífskjör sem
þessi þjóð hefði þekkt.
Auðvitað væri það þannig í þjóð-
félagi fijálsra samninga að meðaltöl
segðu ekki allt og því væri nú rætt
um að styrkja stöðu þeirra sem lak-
ast væru settir. Þorsteinn vék einnig
að Vestfjarðasamningunum og sagði
að þar hefði verið haft að leiðarljósi
að ná samningurh sem stuðluðu að
því að þrýsta ekki á gengi, lækkuðu
verðbólgu og vemduðu lægstu laun-
in. Það væra ekki efnhagsleg rök
til staðar sem mæltu með því að
þeir sem hærri hefðu launin fengju
líka þessar hækkanir. Það myndi
einungis þýða verðbólgu.
Forsætisráðherra sagði ríkis-
stjómina ekki hafa tekið beinan þátt
í þessum samningum heldur átt
óformlegar viðræður við báða aðila.
Það sama mætti segja um viðræð-
umar milli VSÍ og VMSÍ. Hann og
aðrir ráðherrar hefðu átt óformlegar
viðræður við báða aðila. Að hans
mati væri það hlutur, réttur, skylda
og ábyrgð beggja þessara aðila að
gera samninga. Sú staða sem væri
komin upp væri þvi áhyggjuefni. Það
væri óvissa í þjóðarbúinu öllu ef
samningar væra lausir og skipti því
miklu máli að viðræður samningsað-
ila myndu halda áfram. Forsætisráð-
herra sagðist hafa óskað eftir því
að fulltrúar beggja aðila kæmu á
sinn fund á föstudag og gerðu grein
fyrir stöðu viðræðnanna og mati
þeirra á því hvort samningar gætu
tekist á næstunni. Ríkisstjómin hefði
sagst vera reiðubúinn að taka þátt
í þessum samningum en forsenda
þess væri að samningsaðilar kæmu
að samningaborðinu og finndu flöt
sín á milli. Samningurinn þyrfti að
vera þáttur í alhliða aðgerðum til
að ná niður verðbólgunni. Það væri
auðvelt að semja um kauphækkanir
í trausti þess að gengið yrði fellt en
nú væri verið að vinna að því að
komast út úr þvf gamla fari.
Hann sagðist vera viss um að
samningsaðilar væra reiðubúnir til
að leita Ieiða að þessum markmiðum
en vandinn væri sá að finna eðlilega
leið til að vetja stöðu lakast settu
hópanna og koma í veg fyrir verð-
bólgu.
Höfuðmarkmið ríkisstjómarinnar
væri og hefði verið að ná niður verð-
bólgunni. Það væri því útúrsnúning-
ur að segja að efnahagsstefnan lægi
ekki skýr fyrir. Meginverkefni henn-
ar hefðu frá upphafi verið stöðug-
leiki í gengismálum, jöfnuður í
peningamálum og hallalaus rekstur
ríkissjóðs. Aðgerðir í þessum efnum
væra nú þegar famar að skila ár-
angri.
Stjómarandstaðan hefði fyrir jól
boðist til að greiða fyrir framgangi
mála með þeim skilyrðum að ríkis-
sjóður yrði rekinn með halla næstu
ár, fallið yrði frá viðbótartekjuöflun
og ekki yrði gripið til efnahagsað-
gerða í jólafríi. Þetta væri stefna
stjómarandstöðunnar og það
slökkvilið sem hún væri að bjóða
fram því einungis olía á eldinn. Með
þessu hefði stefnt í ringulreiðarverð-
bólgu og kjaraskerðingu.
Forsætisráðherra sagði að á þessu
ári væru líkur á stöðnun eða sam-
drætti þjóðartekna og við þetta
bættist lækkun Bandaríkjadollars.
Vandinn væri sá að innflutningur
drægist ekki saman í takt við minnk-
andi þjóðartekjur. Þjóðhagsstofnun
áætlaði að botnfiskveiðar væra rekn-
ar með 3-7,5% halla en hagur
frystingar og söltunar væri misjafn.
7-8% halli væri af frystingu en hagn-
aður af söltun. Nú væru í gangi
viðræður sem miðuðu að því að
bæta rekstrarstöðu útgerðarinnar,
m.a. með endurgreiðslu söluskatts
og skuldbreytingu opinberra gjalda.
Verðbólgan að lækka
Næst vék forsætisráðherra að
verðlagsmálum og sagði að þar
hefðu verið blikur á lofti að undan-
fömu. Framfærsluvfsitala í janúar
hefði hækkað vegna breytinga á
söluskatti en lækkanir vegna tolla-
breytinga væra ekki enn komnar
fram. Nú væri reiknað með að vísi-
tala í byijun þessa mánaðar hækkaði
um 1-1,5% og þó væra ekki komin
fram öll áhrifin vegna lækkunar
tolla. Byggingavísitala lækkaði um
0,5% vegna aðgerða stjómarinnar.
Það væra því allar Iíkur á því að
verðbólga gæti gengið örugglega
niður og sýndi þetta að árangurinn
væri farinn að skila sér. Forsætisráð-
herra sagðist vona að niðurstöður
samninga myndu ekki raska þessu.
Vaxtaákvarðanir byggðust nú á
löggjöf sem sett hefði verið á síðasta
kjörtimabili og hefði hún hjálpað
veralega til að halda uppi innlendum
spamaði. Vextir væra þó mjög háir
en það myndum við ekki þola til
lengdar. Forsenda þess að þeir
myndu lækka væri að við næðum
niður verðbólgu og yrði hvergi hvik-
að frá þeirri stefnu sem mótuð hefði
verið.
Þessi vaxtastefna hefði líka leitt
til þess að innlánsaukning hefði orð-
ið umfram aukningu lánskjaravísi-
tölu og því ótvírætt skilað árangri.
Á síðustu vikum bentu tölur um inn-
lán og útlán til þess að innlán hefðu
aukist enn hraðar en útlán. Forsæt-
isráðherra sagði að auðvitað þyrftum
við að spara til þess að vinna okkur
út úr erfiðleikunum en ekki sökkva
okkur niður í erlent skuldafen með
þeim verðbólguafleiðingum sem það
hefði í för með sér.
Forsætisráðherra sagði að raun-
gengi krónunnar hefði vissulega
hækkað en það bæri að hafa í huga
að stærsti hluti útflutningsfram-
leiðslunnar væri nátengdur gengi.
Umtalsverð gengisfelling myndi því
ekki skila sjávarútveginum neinu
heldur einungis hafa í för með sér
verðbólgu.
Markmiðin þrjú sem ríkisstjómin
hefði sett sér og áður vora nefnd
stæðu því enn og engar tilslakanir
yrðu gerðar.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
(B/Rvk) sagði forsætisráðherra
hafa talað eins og þegar hann sat í
VSÍ. Laun mættu ekki hækka því
þá færi allt úr böndunum. Laun
hefðu ekki hækað frá því í október
en samt hefði verðbólga lækkað.
Aðalheiður sagði að ef stjómin
héldi áfram að haga sér eins og hún
hefði gert hlyti fólk að taka hressi-
lega á móti. Og það réði enginn við
launþegahreyfinguna ef hún stæði
saman. Hún sagðist ekki vera mikill
talsmaður verkfalla en með þeim
hefði þó ýmislegt áunnist og verka-
lýðurinn hefði haldið sinni reisn.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði að hann hefði
ekki orðið var við það að verkalýður-
inn hefði misst neina reisn og ef það
þyrfti átök í þjóðfélaginu til að fá
slíka reisn þá væri illa komið.
Sjávarútvegsáðherra sagði varð-
andi rekstrargrundvöll sjávarútvegs-
ins, að staða botnfisksvinnslunnar
sérstaklega væri algjörlega óviðun-
andi. Fiskverð hefði hækkað og
einnig vextir og laun. Ef svo héldi
áfram gæti ekki annað gerst en að
þessi rekstur stöðvaðist og þar með
undirstöður þjóðfélagsins. Hjá því
þyrfti að komast.
Einnig vék Halldór Ásgrímsson
að fjárfestingum í Reykjavík og
sagði hann ástæðu vera til að fara
þess á leit við stjómendur þess sveit-
arfélags að halda fjárfestingum í
skefjum. Þar væri 4,5 milljörðum
ætlað í fjárfestingar á þessu ári og
myndi það augljóslega valda þenslu
þó ekki væri á bætandi. Hann legði
einnig áherslu á að ráðist yrði gegn
viðskiptahalla sem ylli þenslu og
verðbólgu. Ef ekki yrði tekið á þensl-
unni væri ekki hægt að koma í veg
fyrir launaskrið en það kæmi verst
niður á láglaunahópunum.
Sjávarútvegsráðherra sagði að oft
hefði verið gengið inn í kjarasamn-
inga með það fyrir augum að bæta
kjör hinna verst settu, t.d. árið 1977,'s
en þá hefðu þær ákvarðanir verið
brotnar niður af aðilum vinnumark-
aðarins. Þegar upp væri staðið væra
það því fyrst og fremst á ábyrgð
þeirra að hækka lægst launuðu hóp-
ana.
Sigríður Lillý Baldursdóttir
(Kvl/Rvk) sagði að stefna ríkis-
stjómarinnar snerist um að vemda
rétt fjármagnsins en ekki rétt fólks-
ins. Sérstaklega hefði verið seilst í
pyngjur láglaunafólks með því að
leggja söluskatt á matvæli. Nefndi
Sigríður Lillý nokkur dæmi um þá
skattlagningu og sagði ómögulegt
að sjá nokkra sanngimi ( þessu
hvemig sem reiknað væri.
Skilaboð stjómarþingmanna til
láglaunafólks væra þannig að ekki
væri hægt að hækka tekjur hinna
lægst launuðu nema með því að
auka tekjur þjóðarinnar. Taldi þing-
maðurinn „kökuna" vera nóga til
að metta alla. í stjómarmyndunar-
viðræðunum hefði Kvennalistinn
gert að úrslitakröfu að lágmarkslaun
yrðu hækkuð þannig að þau svöraðu
framfærslu.
40% kaupmáttaraukn-
ing á 2 árum
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, sagði að á síðustu 2
áram hefði kaupmáttaraukningin
verið 40% að meðaltali, þó að svo
væri ekki hjá öllum. Leiðrétta þyrfti
nú misgengi í starfskjöram og bæta
starfsskilyrði útflutningsatvinnu-
veganna.
Fjármálaráðherra sagði að nú
hefðu verið tekin fyrstu skrefin til
að bæta rekstur ríkissjóðs og taldi
hann leitun að ríkisstjóm á Vestur-
löndum sem hefði skorið jafn mikinn
halla niður á svo skömmum tíma.
Það gengi svo ekki að segja að ríkis-
stjómin væri stefnulaus og aðgerð-
arlaus.
Ríkisstjómin hefði ekki látið und-
an látlausum kröfum frá atvinnurek-
endum um að fella gengið, sagði
Qármálaráðherra, og ekki hefði held-
ur verið gripið inn í vaxtaákvarðanir.
Menn gætu gagnrýnt þétta en ekki
sagt að það vantaði stefnu og að
stjómin væri athafnalaus. Fjármála-
ráðherra sagði að honum myndi
þykja gaman að sjá framan í þann
stjómarandstæðing sem færði rök
fyrir þeim óskum „útgerðarauð-
valdsins" að fella gengið. Stjómar-
andstaða sem hefði ekkert annað
fram að færa en að taka undir þess-
ar eiginhagsmunaóskir væri ekki
upp á marga fiska.
Fjármálaráðherra sagði að enginn
gengislækkun þyrfti að verða ef
samningar næðust með raunsæum
og skynsömum hætti. Þá væri einn-
ig hægt að fá Seðlábanka til að
lækka nafnvexti í þrepum. Ef þetta
tækist væram við komin út úr óveðr-
inu inn á lygnari sjó.
Næst rakti ráðherrann áhrif kerf-
isbreytinga í tekjuöflunarkerfinu og
sagði gagnrýni um að þær bitnuðu
á þeim sem síst skyldi ekki eiga við
rök að styðjast. Fjármálaráðherra
nefndi nokkur dæmi sem hann sagði
sýna fram á að ráðstöfunartekjur
hækkuðu þegar öll áhrif breyting-
anna væra teknar með í dæmið. Við
þetta bættist svo að mikið af tolla-
lækkunum ættu enn eftir að koma
fram og að framfærslugrandvöllur-
inn sem notaður hefði verið væri
úreltur. í nýja grandvellinum væri
vægi matvöra minna og áhrif sölu-
skatts á matvæli því minni.
Stefán Valgeirsson (Samtök um
félagshyggju og jafnrétti) sagði ríki-
stjómir eiga að starfa af réttlæti.
Matarskattar, verðhækkanir nauð-
synja og hávextir spegli ekki réttlæti
— heldur hið gagnstæða. Hann fór
með ljóð um „ríkisstjóm Reykjavík-
ur“, „ríkisstjóm braskaranna“, sem
„fjármagnið sjúgi úr framleiðslunni
og fátækum almenningi".
Vestfjarðasamningarnir
lofsverð tilraun
Jón Sigurðsson, dómsmálaráð-
herra, sagði mikilvægt að samræma
þjóðarútgjöld að þjóðartekjum. Þjóð-
artekjur 1988 yrðu — í bezta falli —
hinar sömu og 1987. Markmiðin
væra skýr: 1) að ná niður verð-
bólgu, 2) að draga úr viðskiptahalla,
3) að tryggja afkomu útflutningsat-
vinnuvega, 4) að bæta hag þeirra
lægst launuðu. Ríkisstjómin hefur
gert sitt með aðhaldi ( peningamál- *>•-
um síðastliðið misseri og hallalaus-
um fjárlögum líðandi árs. Eftir væri
hlutur aðila vinnumarkaðarins,
samningsgerð. Þegar hún liggur fyr-
ir getur ríkisstjómin metið stöðu
atvinnugreinanna. Samningsgerð
Vestfirðinga er lofsverð tilraun,
sagði ráðherrann, til að leysa kjara-
málin við ríkjandi aðstæður.
Ráðherra sagðist taka undir með
Steingrími J. Sigússyni. Vextir verði
ekki lækkaðir með lögum, fremur
en hægt væri að banna verðbólgu
með lögum. Hinsvegar væri ekki
hægt að búa við hátt vaxtastig til
langframa. Vextir þurfí að lækka
með verðbólgunni.
Ráðherrann sagði einnig „að með
minni afskiptum ríkisins af rekstri
banka og samrana banka og spari-
sjóða í færri og öflugri lánastofnanir
væri von til þess að vaxtamunur
minnki. Róttækasta leiðin til þess
að tryggja samkeppni í slíku banka-
kerfi og þar með aðhald að vaxta-
mun er að leyfa erlendum fjármála-
stofnunum starfsemi hér á landi,
ýmist gegnum umboðsskrifstofur
eða með þátttöku í íslenzkum hlut-
afjárbönkum. Þetta er í raun eina
skynsamlega leiðin til að tryggja
hvort tveggja í senn bætta ávöxtun
sparifjár í bönkúm og stuðla að
lækkun útlánavaxta.
Ráðherra sagði að bankastjómir
ríkisbanka ákvarði vexti, lögum
samkvæmt. Það bæri því vott um
hræsni þegar bankaráðsformaður
eins þessara ríkisbanka, sem hafí
vaxtaákvarðanir á hendi (Stefán
Valgeirsson), beiji sér á bijóst yfir
háum vöxtum. Sem og hitt þegar
þessi sami bankaráðsformaður, sem
staðið hafi að launahækkun þeirra
hæst launuðu, bankastjóra, hengi
hatt sinn á launamisræmi (iandinu.
Þórður Skúlason (Abl/Nv)
sagði efnahagsstefnu ríkisstjómar-
innar birtast í uppsögnum starfs-
fólks frystihúss, sem hætt hafi
starfsemi vegna rekstrarerfiöleika,
og uppsögnum starfsfólks nokkurra
saumastofa, sem lokað hafi af sömu
ástæðum. Byggingariðnaður í strjál-
býli hafi og skroppið saman, enda
söluandvirði húsnæðis í stijálbýli
miklu lægra en á höfuðborgarsvæð-
inu. Bændur fá ekki greiðslur fyrir
afurðir sínar í réttan tíma. Afurða-
sölufyrirtæki eru í erfiðleikum. ►
Þannig birtist efnahagsstefna ríkis-
sjómarinnar landsbyggðarfólki.