Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 21 Hótel Saga borgar bílinn Hótel Saga býður nú hótelgestum, sem koma utan af landi, ókeypis akstur með leigubíl til og frá afgreiðslu innan- landsflugs Flugleiða og Arnarflugs og afgreiðslu BSÍ i Umferðarmiðstöð- inni. j Samkomulag var nýlega undirritað milli Hótel Sögu og bifreiðastöðvarinnar Hreyfils, sem annast þenn- an akstur. Hótelgestir, sem koma utan af landi, geta því tekið leigubíl frá Hreyfli, á kostnað hótelsins og gild- ir það jafnt um komu sem brottför. Samkomulagið gildir til sumars. Konráð Guðmundsson, hótelstjóri, og Einar Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils, undirrita samstarfssamning um þjónustu við hótelgesti. Lögreglumenn í Kópavogi óánægðir með skipan aðstoðaryfirlögregluþjóns: Telja gengið framhjá hæfum umsækjendum innan liðsins MIKIL óánægja er nú meðal lögreglumanna í Kópavogi vegna skipunar í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns. Telja lögreglumennirn- ir að gengið hafi verið framhjá þeim við ráðninguna, en starfsmaður Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur verið ráðinn í stöðuna. Þeir hafa óskað eftir að Landssamband lögreglumanna láti þetta til sin taka og hafa einnig lýst óánægju sinni og furðu í bréfi til dóms- málaráðherra. Jóhannes Viggósson, formaður Lögreglufélags Kópavogs, sagðist vilja taka það skýrt fram að lög- reglumenn í Kópavogi hefðu ekkert út á nýja aðstoðaryfirlögregluþjón- inn að setja og umkvörtunum þeirra væri ekki beint gegn honum. „Við höfum hins vegar sent Landssam- bandi lögreglumanna bréf, þar sem segir að við teljum að gengið hafi verið framhjá hæfum umsækjend- um innan liðsins með því að skipa í stöðuna eina umsækjandann sem ekki er starfandi lögreglumaður í Kópavogi," sagði Jóhannes. „Við óskuðum eftir að Landssambandið leiti svara við því hjá dómsmálaráð- herra hvaða ástæður voru fyrir því Þorbjörn Sigurðsson Þorbjörn Signrðsson sjötugur Á morgun, laugardag 6. febrú- ar, er sjötugur Þorbjörn Sigurðs- son á Höfn í Hornafirði. Hann var þar umboðsmaður Flugfé- lags Islands og síðan Flugleiða til fjölda ára. Kona hans er frú Ágústa Vignisdóttir. Sonur þeirra, Vignir er nú umboðsmað- ur Flugleiða þar í bænum. að þessi ákveðni umsækjandi var talinn hæfari en þeir sem voru starf- andi innan liðsins." Jóhannes sagði að lögreglumenn- irnir hefðu einnig ritað dómsmála- ráðherra bréf þar sem þeir lýstu furðu sinni og megnri óánægju með skipan í stöðu aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. „Við teljum að starfsmenn lögregluliðsins eigi siðferðilegan rétt á því að ganga fyrir um þær stöðuhækkanir sem bjóðast innan liðsins," sagði hann. „Starfsreynsla heimamanna hefur verið sniðgeng- in, svo og réttur okkar til að hljóta sanngjaman frama og aukna ábyrgð á starfssviði okkar. í rúmt ár hefur reyndur lögreglumaður sinnt þessu starfi og það hefði ver- ið eðlilegast að hann fengi stöðuna. Nú er hann hins vegar færður aftur niður í stöðu varðstjóra," sagði Jó- hannes Viggósson, formaður Lögreglufélags Kópavogs. Krístniboðsvíka í Hafn- arfirði um helgina Kristniboðsvika hefst í Hafn- arfirði nú um helgina. Verða samkomur haldnar í húsi KFUM og K við Hverfisgötu alla vikuna og fram á næsta sunnudag. Þær hefjast kl. 20.30 og er öllum heimill aðgangur. Það er Kristniboðsdeild KFUM og K í Hafnarfirði sem stendur fyrir samkomúvikunni. Kristni- boðar. sem unnið hafa á vegum Kristniboðssambandsins í Afríku munu hafa á vegum Kristniboðs- sambandsins í Afríku munu kynna starfið í máli og myndum. Einnig verða fluttar hugvekjur. Þá verður mikið sungið og meðal þeirra sem láta til sín heyra er blandaður kór félaganna í Reykjavík. Tekið verð- ur við gjöfum til starfsins. Nú eru 35 ár síðan fyrstu íslensku kristniboðahjónin fóru til Eþíópíu. Þau hófu að byggja kristniboðsstöðina í Konsó í suð- urhluta landsins. Þar eru nú margir söfnuðir, skólastarf og stórt sjúkraskýli auk fleiri starfs- þátta. Engir Islendingar eru við kristniboðsstörf í Eþíópíu um stundar sakir en ung hjón sem eru hér heima í hvíldarleyfí gera ráð fyrir að fara þangað aftur síðar á þessu ári. í Kenýu er vaxandi starf á vett- vangi íslensku kristniboðanna meðal Pókotmanna vestur undir landamærum Úganda. Þar dvelj- ast tvær íslenskar fjölskyldur. Landsbúar taka þeim vel og eru verkefnin óþijótandi. Eins og fyrr segir hefjast sam- komurnar í Hafnarfirði kl. 20.30 hvert kvöld. Á fyrstu samkomunni sunnudaginn 7. febrúar verður Kristniboðar í Afriku hafa jafn- an lagt áherslu á hvers konar líknarstarf enda heija þar margvíslegir sjúkdómar. í Konsó í Eþiópíu reistu islenskir kristniboðar stórt sjúkraskýli. Þangað leita tugir þúsunda á ári hveiju. Myndin er frá Afríku. fluttur kristniboðsþáttur og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hefur hugleiðingu. Inga Þóra Geirlaugs- dóttir syngur einsöng. Allir eru velkomnir á samkomur kristni- boðsvikunnar. (Fréttatilkynningf)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.