Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 4a SKÍÐI Alberto Tomba Leyfiðmér adlifa eðlilegu Iffi 19. DESEMBER1966 fæddist 17 marka drengur í borginni Bologna á Ítalíu. Drengurinn var nefndur Alberto, en nú er hann stundum uppnefndur bomba, Rambo eða Albertone (hinn mikli Alberto). Hann er rúmlega 21 árs gamall og einn fremsti skíðakappi heims um þessar mundir. Italir eru af- skaplega stoltir af „honum Alberto sínum" og Ifta upp til hans með vírðingarglampa í augunum. Pabbi Albertos, Franco T omba, er vefnaðar- vörukaupmaður, en mamma hans, Maria Grazia, erhús- móðir. Bróðir Albertos, Marco, er 23ja ára, en Alessia systir hans er 11 ára. Fjölskyldan býr íglæsilegu einbýlishúsi, sem er í miðaldastfl skammt utan við borgina Bologna. Alberto Tomba, sem unnið hefur til sjö gullverðlauna á heims- bikamum á skíðum, hefur komið víða við í heimi íþróttanna. Eitt sinn ■■■■■■ æfði hann knatt- Brynja sþymu, en er hann Tómar meiddist á hné sagði hann skilið við fót- boltann og sneri sér að tennis, körfubolta, sundi, sjós- kíðum og torfæruakstri á mótorhjóli" (mótorkross). Mömmu hans leist þó ekki nógu vel á síðastnefndu íþróttagreinina og bað hann um að segja skilið við hana. Það er einnig skrifar frá ítaliu mamma hans sem núna hefur bann- að honum að taka þátt í bmni. Alberto er skemmtilegur strákur og frjálslyndur. ítalir segja að hann geri allt, því honum finnist gaman að gera allt. Eitt upþátækja hans var til dæmis að taka þátt í skemmt- un í Róm, þar sem karlmenn dönsuðu nektardans fyrir einhleyp- ar konur. ítalska íþróttasambandið veitti honum áminningu fyrir uppá- tækið og sektaði hann um tæplega 35.000 krónur. Hann hló bara og fannst ekkert éðlilegra en að hafa tekið þátt í skemmttíninni. Hann langaði nefnilega til þess... Sprautaöi vatnl á nætumar Alberto kynntist skíðaíþróttinni í garðinum heima hjá sér fyrir 13 ámm. Þá renndi hann sér niður brekku í garðinum ásamt Marco, „stóra bróður" og þeir léku sér einn- ig að því að útbúa lítil stökkbretti til að æfa sig í skíðastökki. Þegar bræðumir stækkuðu fóm þeir oft ásamt föður sínum á hin skemmti- legu skíðasvæði Ítalíu, þar sem þeir lærðu undirstöðuatriðin í íþróttinni. Síðar fóm bræðumir oft saman á „erfiðari" staði, þar sem brekkumar vom fjölbreyttari. Marco var af öllum talinn betri skíðamaður en bróðir hans, en Al- berto var ákveðnari og metnaðar- gjamari. Á kvöldin fór hann og sprautaði vatni á snjólitla hæð í San Lazzaro til að hún frysi, og til að hann gæti rennt sér hratt og ákveð- ið niður harðfennið daginn eftir. Þetta gerði Alberto meðan Marco svaf. Það tók Alberto ekki langan tíma að finna út að skíðaíþróttin átti vel við hann og þegar hann var sautján ára vom þjálfarar landsliðs- ins famir að líta hann hýra auga. Marco lagði skíðin hins vegar á hilluna um þetta leyti. Árið 1984 vann Alberto firma- keppni sem haldin var um jólin í ítölsku ölpunum. Þá var hann þegar 182 sentímetrar á hæð og 95 kfló, töluvert stærri og þreknari en flest- ir jafnaldrar hans. Hann vann tvö önnur skíðamót þetta sama ár og var tekinn í landsliðið 1985. Þá tók hann þátt í Evrópumóti og heims- meistaramóti fyrir hönd Italíu. Á heimsbikarmóti náði hann góðum árangri af byijanda að vera, lenti í 6.-9. sæti. Síðan hefur hann verið fastur maður í landsliði ítala og vann meðal annars einu verðlaun ítala á heimsmeistaramótinu í Crans Montana, er hann varð í þriðja sæti í stórsvigi. Þessi frammi- staða hans kom flestum á óvart, því afar fáir höfðu gert sér grein fyrir hversu ömggur og ákveðinn skíðamaður Alberto er. Hið sama er að segja um þetta ár. Frá 27. nóvember til 19. janúar hefur hann unnið fyrstu verðlaun í svigi í Sestriere, stórsvigi í Alta Badia, svigi í Madonna di Camp- iglio, svigi í Kranjsca Gora, svigi í Bad Kleinkirchen og stórsvigi í Saas Fee. Mllljón í bónus Alberto á kæmstu sem heitir Crist- ' ina sem býr nálægt San Lazzaro og hafa þau verið saman í tvö ár. í blaðaviðtölum undanfarið hefur hann meðal annars sagt þetta um sjálfan sig: „Mér finnst mjög gaman að fara á Þjálfaranámskeið 2. þrep - almenn þjálfun verður haldið dagana 12.-14. febrúar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Rétt til þátttöku hafa þeir einir sem lokið hafa C-stigi þjálfaraskóla KSÍ. Fjöldi þátttakenda ertakmarkaður. Þátttökutilkynningar ásamt námskeiðsgjaldi skulu hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir 10. febrúar. Sannur afreksmaður í íþróttum Alberto Tomba hefur slegið t gegn í heimsbikarkeppninni f alpagreinum skíðatþrótta t vetur. Hann hefur nú þegar unnið sjö gullverðlaun í svigi og stórsvigi. Hann hefur víða komið við í heimi íþróttanna. Hefiir m.a. æft knattspymu, tennis, körfuknattleik, sund, sjósktði og torfæruakstur á mótorhjóli. Tomba hefur nú einbeitt sér að sktðafþróttinni og hefur árangurinn ekki látið á sér standa. diskótek og hlusta mikið á tónlist heima. Það er ekki rétt sem ég hef lesið, að pabbi ætli að gefa mér Ferrari-bfl ef ég vinn gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Skíðaíþróttin hefur reynst mér ábatasöm, en ég á enn eftir að vinna mér inn mikið af peningum. Þessa stundina fæ ég tæplega eina milljón króna fyrir hver gullverðlaun, auk fastra tekna.“ Nauösynlegt að velta honum frelsi Alberto er félagslyndur, vel gefinn og skemmtilegur piltur. Hann sem- ur stundum vísur, „aðallega til að sjá viðbrögð fólksins sem vísumar fjalla um,“ segir hann. Hann hætti námi í stærðfræði þegar hann gerð- ist atvinnumaður í skíðaíþróttinni, en hefur heitið því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið þeg- ar hann hættir að keppa. Alberto Marchi, sefn byijaði að þjálfa nafna sinn Tomba, fýlgir honum nú hvert fótmál. Sagt er að vinátta þeirra sé ekki vel liðin af öðmm í landslið- inu, en þeir láta slíkt ekkert á sig fá. Marchi segir um Tomba: „Hann hefur drif á öllum hjólunum fjómm, meðán hinir hafa drif á tveimur.“ Hann. segir að það sé nauðsynlegt að veita Alberto ákveðið fijálsræði, vegna hinnar sérstöku skapgerðar hans. „Hann verður að fá að fara á diskótek, umgangast gömlu vini sína og lifa eðlilegu lífi, þó hann sé atvinnumaður á skíðum. Annars eigum við á hættu að hann verði eins og Rambo, eða ákveði fyrir- varalaust að leggja skíðin á hilluna. Það er ekki tímabært að hann geri það og það þarf að bera virðingu fyrir persónuleika hvers og eins.“ Hleypur 100 m á innan við 13 sekúndum Alberto Tomba gerir ýmsar líkams- æfingar til að þjálfa sig og er framistaða hans í fijálsum íþróttum ótrúlega góð. Hann hleypur kfló- metrann á innan við þremur mínútum, 300 metra á 38 sekúnd- um, og 100 metrana hleypur hapn á innan við 13 sekúndum. í há- stökki fer hann yfir 180 sentímetra með glæsibrag og í .langstökki án atrennu fer hann. yfír þijá metra. Hann lyftir 115 kflóum í einni sveiflu, sem er 20 kflóum meira en. Pramotton lyftir, en hann er næst- ’besti skfðamáður ítala. Gaman aö kynnast þér . . Ingemar Stenmark, sænski skíða- kappinn, segir um Alberto Tomba: „Hann hefur afar sérstakan stfl og hann getur unnið heimsbikarinn samanlagt án þess að taka þátt í bmni. Ég vona að hann hætti ekki lífi sínu og limum fyrir bmnið. Karl Schranz segir: „Þau mót sem hann hefur unnið undanfarið hafa mikið gildi fyrir hann sem skíða- mann og framfarimar em miklar." Claudia Giordani ein frægasta skíðakona Ítalíu segir þannig frá fyrstu kynnum sínum af hinum skemmtilega skíðakappa: „Ég kynntist honum fyrst á strönd. Þá kom hann til mín, tók f höndina*^. mér og sagði: Þu ert meistari, ég verð meistari. Gaman að kjmnast þér!“ Sjálfur talar Alberto þannig um sjálfan sig: „Ég er mjög góður plötusnúður, en því miður er ég líka mjög góður á skíðum, og þess vegna get ég ekki einbeitt mér eins og ég vildi að tónlistin'ni. Ég setti skíði seint á fætuma á mér og kom blaða- mönnum þannig hjá því að þurfa að skrifa um „undrabamið hann Alberto". Ég bið fréttamenn um eitt. Að leyfa mér að lifa eðlilegu lífi, þannig að þessir sigrar á skíða- mótunum verði mér tfl ánægju en ekki ama.“ SPÁDU Í LIÐiN OG SPJLAÐU MEÐ 1 X 2 Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 1 Liverpool - West Ham 2 Norwlch - Watford 3 Nottingham Forest - Chelsea 4 Portsmouth - Derby 5 Q.P.R. - Charlton 6 Wimbledon - Newcastle 7 Blackburn - Manchester Clty Uuú ÍSLFNSKAR GFTRAUNIR 8 Crystal Palace - Birmingham 9 Leeds - Ipswich ■■■ lOLLiiUíXMn ul i nnuiiin 10 Millwall - Bradford - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. 11 Plymouth - Barnsley 12 Swindon - Middlesbro © The Football Loague

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.