Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 27 akast randa Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir Jóhannes Vigfússon á skrifstofu sinni í WUrenlingen í Sviss. Rætt við Jóhannes Vigfússon sem starfar í geislavarnadeild svissneska kjarnorku- eftirlitsins stundaði í mörg ár. Hér fékk ég tækifæri til að fylgjast með og taka þátt í starfí sem tekst á við brennandi vanda —-í bókstaflegri merkingu — líðandi stundar. Við tökumst á við vanda sem sóma- samleg lausn þarf að finnast á innan fárra áratuga. Ég stundaði áður meðal annars rannsóknir á flutningakenningum í safneðlisfræði sem fólu í sér jöfn- ur um útbreiðslu agna í jarðvegi, lofti og vatni. Að því leyti tengist fyrra starf mitt núverandi starfí. Eitt af viðfangsefnum mínum hér er að rannsaka dreifíngu efna með vatnsburði í graníti. Nagra hefur lagt til að úrganginum verði end- anlega komið fyrir í stálhólkum í stórri granítblokk og þétt verði að þeim með leir svo að vatn kom- ist ekki að þeim. Það þarf að hugsa fyrir þróun jarðar þúsundir ára fram í tímann til að geta kom- ið í veg fyrir að geislavirkt efni komist út í lífríkið. Vatn seytlar í gegnum smáar sem stórar sprungur í granítinu og vinnur á öllu með tímanum. Það mun vinna á leirnum, stálinu og loks á gler- inu. Þá mun úrgangurinn blandast saman við önnur jarðefni, fara út í jarðveginn og berast upp á yfír- borðið með jarðvatni. Eitt mitt aðalstarf er að reikna út hversu mikil geislavirkni verður þá á ferð- inni og hvemig hún mun dreifast í jarðlögunum. Það verður eftir óralangan tíma og í rauninni vit- um við ekki hvemig lífið á jörðinni verður þegar þar að kemur. Stofnunin fylgist mjög náið með rannsóknum Nagra og geng- ur úr skugga um að fyrirtækið sé ekki of bjartsýnt í áætlunar- gerð sinni. Það er ekkert fram- kvæmt á þessu sviði án þess að stofnunin gefí samþykki sitt. Samkvæmt svissneskri löggjöf má ekki lengur reisa ný kjam- orkuver án þess að vitað sé hvað verður um úrganginn. Ef Nagra fínnur ekki nýtanlegt granít þá er hugsanlegt að kjarnorkufram- leiðslu verði hætt hér í landinu — en þá þarf auðvitað að ganga frá kjamakljúfunum sjálfum eins og öðrum hágeislavirkum úrgangi. Ég efast um að Nagra hafi fundið endanlega lausn á þessum vanda. Það verður erfítt að finna granítblokk sem fullnægir öllum skilyrðum. Granítið verður að vera þétt til að útiloka vatnsstreymi sem mest, það má ekki liggja of djúpt svo að jarðhitinn verði ekki of mikill og það verður að vera nægilega stórt til að taka við þó nokkm magni af úrgangi. Ef Nagra fínnur ekki granít sem stofnunin sættir sig við þá þarf að fínna aðra lausn á þessum vanda." Jóhannes sagði að Svíar væm komnir einna lengst í rannsóknum á þessu sviði. Þeir hafa lagt til að grafa sinn úrgang í kopar- hylkjum í granít. „Það ætti að reynast auðveldara fyrir þá að fínna nýtanlegt granít en Sviss- lendinga," sagði Jóhannes. Vestur Þjóðveijar hyggjast grafa sinn úrgang í saltlögum og Bandaríkja- menn telja sig hafa fundið ömggan stað í Nevada þar sem hægt er að grafa úrganginn. Tímabilið, þúsundir alda, sem sér- fræðingamir verða að taka tillit til setur strik í reikninginn. Jörðin er á stöðugri hreyfingu, þótt hægt fari, og Jóhannes benti á að það er til dæmis ekki ljóst hvort ísöld sé endanlega lokið eða hvort und- anfarin 10.000 ár hafa aðeins verið hlýindatímabil í sögu jarðar- innar. „Afstaða mín til kjamorku hef- ur ávallt verið blandin," sagði hanp. „Ég óttast kjamorkuslys ekki svo mjög, þrátt fyrir Tsjemo- byl. Það er vitað hvaða hætta stafar af kjamorkuverum og það er leysanlegur vandi að veijast henni, eins og til dæmis er gert með því að byggja hjúpa yfír ver- in svo geislavirk efni berist ekki út í umhverfíð þótt slys eigi sér stað. En ég hef alltaf álitið að það væri ekki fundin nein endanleg lausn á úrgangsvandanum. Og ég er enn á þeirri skoðun. Það á eft- ir að sannfæra mig um að staður fínnist þar sem hægt er að geyma hágeislavirkan úrgang í eina til tvær milljónir ára án þess að hann komist út í umhverfíð. Lífsafkoma fólks nú á tímum er að miklu leyti komin undir ódýrri orku. Kjamorkan hefur því sína kosti eins og galla. En það verður að draga úr hættunni sem stafar af henni að fremsta megni. Þó má ekki þrengja svo að orku- fyrirtækjum að það valdi fjár- hagslegu hruni í heiminum og fólk eigi hvorki í sig né á. Ég þekki enga lausn á orkuvandanum- en tek í sama streng og þeir sem segja að það sé full þörf á því að nýta þá orku sem þegar er fram- leidd mun betur en nú er gert.“ AF ERLENDUM eftir ÁSGEIR SVERRISSON VETTVANGI Afvopnunarsáttmálinn til umræðu á Bandaríkjaþingi ÖLDUNGADEILD Bandarðgaþings hefur fengið samning risaveld- anna uni útrýmingu meðal- og skammdrægra kjaraorkuflauga á landi til umfjöllunar en lögum samkvæmt öðlast samningurinn ekki gildi fyrr en hann hefur verið staðfestur á Bandaríkjaþingi og í Æðstaráði Sovétríkjanna. Ronald Reagan Bandarikjaforseti hefur hvatt þingmenn öldungadeildarinnar til að hraða störfum sínum svo sem kostur er og er talið fullvíst að meirihluti þingmanna sé fylgjandi samningnum. Andstæðingar hans, sem flestir eru íhaldss- amir flokksbræður Reagans forseta, hafa á hinn bóginn lýst yfir þvi að þeir hyggist tefja framgang málsins og hafa aukinheldur gefið til kynna að þeir muni leggja fram breytingatillögur við afvopnunarsáttmálann. Spuraingin er því fyrst og fremst sú hvort einhver þeirra nær fram að ganga því fari svo þurfa samninga- menn Bandarikjastjóraar að bera þau ákvæði undir hina sovésku starfsbræður sína. Umræður í hinum ýmsu undimefndum öldunga- deUdarinnar, sem nú hafa samninginn til umfjöllunar, og á Bandaríkjaþingi munu ekki síður snúast um framhald afvopnunar- viðræðna og hvernig tryggja megi vamir Vestur-Evrópu eftir að meðaldrægu eldflaugamar hafa verið fjarlægðar. Jess Helms, þingmaður Repú- blikanaflokksins í öldunga- deildinni, fer fyrir hópi þeirra íhaldsmanna sem lýst hafa sig andvíga sáttmálanum. Sýnt þykir að Helms hyggst tefja afgreiðslu málsins svo sem kostur er og eru stuðningsmenn Reagans forseta þegar teknir að væna Helms um að halda uppi málþófí. Hann hefur einkum beint spjótum sínum að eftirlitsákvæðum samningsins, sem hann telur meingölluð og er rök- stuðningur hans einkum sá að Sovétmenn hafí brotið gegn öllum sáttmálum sem þeir hafa undirritað jafnt á sviði vígbúnaðar- sem mannréttindamála. Áreiðanlegt eftirlit Þ að hefur vakið nokkra athygli að samkvæmt sáttmálanum verður sjálfum kjamahleðslunum, sem komið hefur verið fyrir í eldflaug- unum ekki eytt né heldur miðunar- búnaði þeirra. Hins vegar verða stálhylkin, sem hýsa kjamahleðsl- una eyðilögð, sem og flaugamar sjálfar. Þá er enn ekki fyllilega ljóst hversu mörgum eldflaugum af gerðinni SS-20 Sovétmenn hafa komið fyrir. Telur Helms þetta sýna að Sovétmenn ráði yfir „leynilegum kjamorkuherafla" sem saman- standi af þessum eldflaugum. Bandarískir embættismenn, sem unnu að gerð samningsins, segja að krafan um að undanskilja mið- unarbúnaðinn hafí komið frá þeim þar sem ekki hafi verið talið ráð- legt að gefa sovéskum embættis- mönnum tækifæri á að kynna sér þessa hlið tæknibúnaðarins. Max Kampelman, aðalsamningamaður Bandaríkjastjómar á sviði viðræna um fækkun langdrægra kjamorku- vopna, og fleiri hafa freistað þess að sannfæra Helms um að eftir- litsákvæðin séu fullnægjandi. Hafa þeir bent á að sáttmálin kveði á um algjört bann við tilraunaskotum meðal- og skammdrægra kjam- orkueldflauga sem eru nauðsynleg ætli Sovétmenn sér að rannsaka hvort treysta megi á áreiðanleika þessara vopna. Paul Nitze, einn helsti samninga- maður Banadaríkjastjómar í afvopnunarviðræðunum, sagði á þingi að Bandaríkjamenn gætu ekki verið „fyllilega öruggir um“ að Sovétmenn hefðu sáttmálann í heiðri og upprættu allar þær kjam- orkueldflaugar sem hann tæki til. Á hinn bóginn myndi sérhvert brot gegn honum sem hefði „einhveija hemaðarlega þýðingu" ekki fara fram hjá bandarískum yfírvöldum. Kæmi það á daginn gætu Banda- ríkjamenn bmgðist við í tíma og því væri ótti Jesse Helms með öllu ástæðulaus. Viðbótarákvæði Líklegt er að þeir sem hafa efa- semdir um gildi samningsins reyni að fá þingmenn til að samþykkja við hann viðbótarákvæði sem geri til að mynda þá kröfu að náð verði jöfnuði á sviði hins hefðbundna herafla áður en sáttmálinn öðlist gildi. Þá hafa einnig heyrst raddir um að binda beri staðfestingu hans Mikilvægur stuðningnr Ráðamenn innan Bandaríkjahers hafa nýverið lýst yfír skilyrðislaus- um stuðningi við afvopnunarsamn- inginn og kann sá Iiðsauki að vega þungt í umræðum á þingi. Embætt- ismenn í vamarmálaráðuneytinu bandaríska hafa raunar hvatt til þess að hafin verði þróun og smíði nýrra vopna, sem unnt verði að taka í notkun þegar bandarísku kjamorkuflaugamar í Evrópu hafa verið íjarlægðar. Hins vegar hefur það komið skýrt fram í umræðum á Bandaríkjaþingi að stuðningur hersins er skilyrðislaus. Þykir þetta athyglisvert ekki síst í ljósi þess að þegar risaveldin gerðu með sér fyrsta samninginn um takmarkanir langdrægra kjamorkuvopna árið 1972 kváðust ráðamenn hersins ekki geta stutt hann nema tryggt væri að hafin yrði framleiðsla nýrra kjamorkuvopna þ.á m. langdrægra sprengjuflugvéla af gerðinni B-1 og Trident kafbátaeldflauga. John Galvin, yfirmaður herafla NATO í Evrópu, hefur einnig lýst sig fylgjandi Washington-samn- ingnum og hvatt þingmenn til að Frank Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, svarar spurningum utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. Carlucci hafði meðferðis líkön af sovéskum kjaraorkueldflaugum til að skýra mál sitt en hann hefúr hvatt þingmenn til að staðfesta samninginn um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorku- flauga á landi. því skilyrði að Sovétmenn kalli innrásarlið sitt heim frá Afganist- an. Enn aðrir telja brýnt að samþykkt verði ákvæði sem tryggi rétt Bandaríkjamanna til að bregð- ast við hugsanlegum svikum Sovétstjómarinnar. Til þess að slík ákvæði öðlist gildi þarf meirihluti þingmanna að greiða þeim atkvæði sitt. Samningurinn fær hins vegar ekki formlega staðfestingu öld- ungadeildarinnar nema að tveir af hveijum þremur þingmönnum greiði atkvæði með honum. Frank Carlucci, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði er hann svaraði spumingum hermálanefnd- ar öldungadeildarinnar, að hann teldi mjög óheppilegt ef staðfesting sáttmálans yrði bundin því skilyrði að árangur næðist á öðmm sviðum afvopnunarviðræðna. Robert Byrd, leiðtogi Demókrataflokksins í öld- ungadeildinni, var öllu afdráttar- lausari og sagði að áframhald afvopnunarviðræðna kynni að ráð- ast af því hvort sáttmálinn yrði staðfestur eða ekki. staðfesta hann svo fljótt sem auðið er. Ummæli Galvins munu vafalítið reynast þung á metunum en for- veri hans í starfl, Bemard Rogers, hefur verið óragur við að fullyrða að samningurinn veiki vamir Evr- ópu og grafl undan fælingarstefnu Atlantshafsbandalagsins. Hljóti sáttmálinn ekki staðfest- ingu öldungadeildarinnar verður það gífurlegt áfall fyrir Bandaríkja- stjóm og Atlantshafsbandalagið. Raunar hafa NATO-ríkin þegar lýst því yfir að fleiri meðaldrægar flaugar verði ekki settar upp í Vestur-Evrópu og þannig lagit að bandarískum þingmönnum að stað- festa samninginn. Þótt íhalds- mönnum kunni að takast að halda uppi málþófi bendir flest til þess að öldungadeildin leggi að lokum blessun sína yfír hann. Líklegt má telja að niðurstaða liggi fyrir um miðjan apríl og mun Reagan for- seti þá að öllu óbreyttu geta haldið til viðræðna við Gorbatsjov í Moskvu í mai eða júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.