Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Útgefandi FramKvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstrætí 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Reagan varð undir Barist við kjarnorkuúrgang: Tækifæri til að t á við brennandi a líðandi stundar Ziirích. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttarítara Morgunblaðsins. SLYSIÐ í Tsjernobyl fyrir tæpum tveimur árum vakti athyg-li á hættunni sem stafar af kjarnorkuframleiðslu. Uppljóstranir um mútugreiðslur og ónákvæma meðhöndlun vestur-þýska kj arnorkuf lutningafyrirtækisins Transnuklear og- belgísku rannsóknastofnunarinnar CEN á kjarnorkusorptunnum hafa nú vakið athygli á öðrum og jafnvel alvarlegri ókosti orkugjafans. Enginn veit enn hvað á að gera við hágeislavirkan úrgang sem verður til við kjarnorkuframleiðslu. Jóhannes Vigfússon, eðlisfræðingur, er í hópi sérfræðinga sem leita endanlegrar lausnar á þeim vanda. Fulltrúadeild Bandaríkja- þings hafnaði í fyrradag tillögu Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta, um að veitt- ur yrði 36 milljóna dollara (um 1.300 millj. kr.) fjárstyrkur við svokallaða kontra-skæruliða, sem beijast gegn stjóm sandin- ista í Nicaragua. Mjótt var á munum í þessari sögulegu at- kvæðagreiðslu, 219 atkvæði á móti en 211 með tillögu forset- ans. Flokkspólitískir andstæð- ingar Reagans, demókratar, hafa meirihluta í fulltrúadeild- inni. Hefur verið ljóst um langt skeið, að erfítt yrði fyrir forset- ann að fá meirihluta deildarinn- ar til að fallast á sjónarmið sín. í upphafí hafði forsetinn í hyggju, að kontramir fengju 270 milljóna dollara (um 10 milljarða ísl. kr.) styrk úr ríkis- sjóði Bandaríkjanna. Síðan hefur hann smátt og smátt lækkað fjárhæðina og var hún komin í 36 milljónir dollara við atkvæðagreiðsluna og áttu 3,6 milljónir (130 millj. ísl. kr) að renna til að kaupa hergögn en hinum hluta fjárins skyldi varið til að kaupa matvæli, hjúkmnar- gögn og annað af því tagi. Ronald Reagan sótti mál þetta af miklu kappi og barðist hart fyrir því persónulega að sigur næðist í því. Þess vegna verður að telja það töluvert áfall fyrir forsetann, hvemig atkvæði skiptust. Fyrir niðurstöðunni em margar ástæður. í fyrsta lagi hafa demókratar lengi viljað koma höggi á forsetann á þingi með þeim hætti, sem vekti at- hygli utan og innan Banda- ríkjanna. Frá flokkspólitískum sjónarhóli telja þeir nauðsynlegt að minna rækilega á hvaða flokkur það er sem á meirihluta þingmanna bæði í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkja- þings. Nú er að færast harka í forsetakosningamar í Banda- ríkjunum og eiga frambjóðendur demókrata undir högg að sækja. Sú staðreynd að Reagan hefíir verið niðurlægður á þingi kann að verða demókrötum almennt til framdráttar í kosningaslagn- um. Vonin um það hefur vafa- laust ráðið einhveiju um hörkuna, sem hljóp í kontra- málið á þingi. í raun er líklega meirihluti á þinginu fyrir um 30 milljóna dollara aðstoð, en þá miðast fjárhæðin við að ekkert af henni renni til beinna hemað- arútgjalda. Hafa demókratar gefíð til kynna, að þeir muni sjálfír leggja fram tillögu um slíka aðstoð. Ifyrir um það bil sex mánuð- um var lögð fram friðaráætlun um Mið-Ameríku, sem kennd er við Oscar Arias, forseta Costa Rica. Hlaut forsetinn friðarverð- laun Nóbels fyrir fmmkvæði sitt. Samkvæmt áætluninni má ekki veita skæmliðum í Mið- Ameríku fjárstuðning til að geta stundað hemað. Þessi staðreynd vó þungt í umræðum um tillögu Reagans á Bandaríkjaþingi. Hitt hafði ekki síður mikil áhrif, að Oscar Arias lagðist sjálfur gegn því að tillaga Reagans næði fram að ganga. Þegar rætt er um hollustu við friðaráætlunina hefur á hinn bóginn jafnframt verið vakið máls á því, að sandinistar hafa sýnt mikinn tvískinnung í afstöðu sinni til hennar. Á undanfömum vikum og mánuðum hafa þeir að vísu gert ýmsar breytingar á stjóm- arháttum heima fyrir og í afstöðu sinni til kontranna, sem er í samræmi við ákvæði friðar- áætlunarinnar, en það vantar mikið á, að þeir hafí sannfært umheiminn um fríðsamlegan til- gang sinn og vilja til að taka upp aðra stjómarhætti en þá, sem einkenna stjómir marxista um heim allan. Frá því hefur verið skýrt, að markmið sandin- ista sé að hafa komið á fót 500.000 manna her á árinu 1995. Slíkur herafli ógnar öllu jafnvægi í Mið-Ameríku og er í eðli sínu hótun um valdbeitingu og yfírgang. Bandaríkjamenn hafa veitt kontra-skæmliðum fjárstuðning í sex ár og greitt þeim samtals 200 milljónir dollara (7.500 milljónir króna) í opinberan stuðning á þessum tíma. Mark- mið kontranna er að bijóta einræði sandinista á bak aftur. Bandaríkjastjóm hefur óttast, að takist það ekki eigi kommún- ismi eftir að breiðast út í Mið-Ameríku. Henry Kissinger varaði við því, að yrði tillaga Reagans felld væri það vísasti vegurinn til að tryggja fram- gang kommúnisma í Mið- Ameríku eins og afstaða þingsins gróf, að mati Kissin- gers, undan steftiu Bandaríkja- stjómar í Víetnam og olli því að allt landið varð fátækt og einræði kommúnismans að bráð. Kontramir segjast ætla að beijast áfram, þótt sandinistar fagni sigri á Bandaríkjaþingi með tilstyrk demókrata. Mestu skiptir að friður með frelsi fái að ríkja í Mið-Ameríku. Það er markmið friðaráætlunarinnar, sem kennd er við Oscar Arias. Að framgangi hennar ber að vinna með virðingu fyrir lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti allra þjóða. Hann hóf störf hjá kjamorku- eftirliti svissneska ríkisins, Hauptabteilung fúr die Sicherheit der Kemanlagen, HSK, síðastliðið haust. Alls starfa þar um 50 manns. Stofnunin sér um eftirlit með svissneskum kjamorkuver- um, en þau eru fímm. Jóhannes er í deild sem fylgist með útgeisl- un agna frá geislavirkum efnum framleiðslunnar. Aðrar ríkisstofn- anir annast eftirlit með sjúkrahús- um, rannsóknastofum, iðnfyrir- tækjum og öðrum stofnunum sem nota geislavirk efni í starfí sínu. „Það er vitáð að of mikil geislun veldur krabbameini en það er ekki ljóst hversu mikla geislun líkam- inn þolir. Það er ekki auðvelt að gera tilraunir með það. Áhrif hennar koma ekki í ljós fyrr en mörgum árum seinna," sagði Jó- hannes. „Sérfræðingar hafa fylgst vel með þeim sem lifðu kjamorku- sprengingamar í Hiroshima og Nagasaki af. Nýjustu niðurstöður rannsóknanna benda til að líkam- inn þoli minni geislun en áður var talið og þess vegna þurfí jafnvel að herða kröfur í sambandi við geislavirk efni. Áhrif Tsjemobyl- slyssins verða auðvitað könnuð mjög nákvæmlega á næstu ára- tugum." Geislavirkur úrgangur er verulegt vandamál „HSK fylgir þeirri stefnu að láta fyrirtæki draga eins mikið úr geislun og þau hafa fjárhags- legt bolmagn til. Stofnunin skilar áliti til ríkisins þegar kjamorku- fyrirtæki hafa ný áform varðandi geislavirk efni. Stofnunin setur yfírleitt fram strangari kröfur en löggjöfín kveður á um. Löggjöfín er ekki eins ströng og hún gæti verið af því að þrýstihópar hafa mildandi áhrif á ákvarðanir lög- gjafans. Kröfumar eru yfírleitt strangari í raunveruleikanum en á pappírunum fyrir tilstilli HSK. Það má ekki taka neina áhættu í þessum efnum." Úraníum og önnur framefni sem auðveldlega klofna era notuð við kjamorkuframleiðslu. Brennsluefninn gefur frá sér mik- inn hita við klofninginn og hann er nýttur sem orkugjafí til að knýja túrbínur eða í fjarhitakerfí. Plútoníum og önnur geislavirk efni verða til við brennsluna. „Það veit enginn hvað á að gera við úrganginn sem kemur úr kjama- ofnunum," sagði Jóhannes. „Hann er lítill í samanburði við orkugjafa eins og kol eða olíu, sem gefa af sér geysimikinn úrgang, en skap- ar veralegt vandamál. Við íslend- ingar eram vanir vatnsorku og lítum á hreinan orkugjafa sem sjálfsagðan hlut. En Svisslending- ar hafa þegar beislað 95% af vatnsorku sinni og verða að leita orku annars staðar eins og aðrar Evrópuþjóðir. Brennslan í ofnunum á sér stað í svokölluðum brennslustöfum. Þessir stafír era hágeislavirkir þegar þeir era teknir úr ofnunum og verða geislavirkir áfram í hundrað þúsunda ef ekki milljónir ára. Það er ekki vitað hvar hægt er að koma þessum stöfum fyrir á öraggan hátt svo þeir skaði aldr- ei umhverfið. Sumar þjóðir ganga strax frá þeim í vandlega lokuðum hólkum og geyma á öraggum stöðum til bráðabirgða. En Sviss- lendingar hafa kosið að láta vinna mikilvægustu efnin, úraníum og plútoníum, úr brennslustöfunum til að nýta þau aftur. Endurvinnsl- an fer fram í Frakklandi eða Bretlandi. Þar era fyrirtæki sem hafa sérhæft sig á þessu sviði.“ Sérhæfíng kjamorkufyrirtækja er ein ástæðan fyrir því að geisla- virk efni era flutt á milli landa. Transnuklear, sem var nefnt í upphafí, er þekktasta fyrirtækið í Evrópu sem annaðist slíka flutn- inga. Starfsemi þess var stöðvuð eftir að það kom í ljós að það greiddi 21 milljón vestur-þýskra marka (462 mill. ísl. kr.) í mútur á undanfömum áram og 2500 af kjamorkusorptunnum sem það flutti vora rangt merktar. Starfs- menn CEN í Mol, sem er skammt frá Antwerpen, þáðu hluta greiðslnanna og tóku við tunnum með geislavirkara efni, til dæmis frá Sviss. „Ég tel endurvinnslu brennslu- efnanna vafasama. Endumýtingin er enn á tilraunastigi og virðist ekki borga sig. Frakkar eiga kjamaofn sem getur brennt plút- oníum en það er mjög dýrt að reka hann. Svisslendingar era nýtnir og halda endurvinnslunni kannski þess vegna áfram,“ sagði Jóhannes. „Nýr geislavirkur úr- gangur myndast við endurvinnsl- una og það þarf líka að losna við hann.“ Geislavirkur úrgangur er mis- sterkur. Hanskar og sloppar starfsfólks sem starfar með geislavirk efni flokkast til dæmis undir hann og er fluttur milli staða sem slíkur. Jóhannes sagði að lítil hætta stafaði af honum. Hann er brenndur ásamt öðra brennanlegu geislavirku sorpi og öskunni blandað saman við steypu. Steyp- an er geymd í þar til gerðum tunnum þangað til geislavirknin deyr. Meðalgeislavirkum úrgangi er blandað saman við steypu eða tjöra og hann er einnig geymdur í sérhönnuðum tunnum. „Mesti vandinn stafar af há- geislavirkum úrgangi," sagði Jóhannes. „Honum er steypt í gler og komið fyrir í þykkum jám- hylkjum. Brátt fer að koma að því að Svisslendingar þurfí að taka aftur við hágeislavirkum úrgangi úr endurvinnslu. Sérstök stofnun, Nagra, sem kjamorkuverin og ríkið reka sameiginlega, er nú að rannsaka hvar á að geyma hann til frambúðar. Úrgangurinn er mjög heitur í upphafí, yfírborð hylkjanna er um 80 til 90 gráður, og það þarf að láta hann kólna. Kjamorkuverin hafa lagt til að það verði gert í sérhannaðri bygg- ingu og hann geymdur þar í 40 til 60 ár þangað til geislavirknin minnkar. Hún lækkar jafnt og þétt þangað til hún nær vissu stigi sem helst um óralangt skeið. Nagra leggur til að stautamir verði á endanum grafnir í granít og geymdir þar til eilífðamóns. Fyrirtækið leitar nú að graníti sem hægt er að nota.“ Starf Jóhannesar tengist þess- ari leit beint. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri, sonur hjón- anna Vigfúsar Jónssonar og Huldar Jóhannesdóttur og útskrif- aðist úr stærðfræðideild MA vorið 1965. Haustið eftir hélt hann til Ziirich að læra eðlisfræði við há- skólann og píanóleik við tónlistar- skólann. Hann lauk brottfarar- prófí úr tónlistarskólanum og grípur enn í píanóið. Barbara, kona hans, er söngkona og hann spilar oft undir hjá henni. Þau hafa haldið ljóðakvöld á íslandi og komið fram í Ríkisútvarpinu. En Jóhannes hefur helgað sig eðlisfræðinni. Hann lauk doktors- prófí 1975 og starfaði í rúm 10 ár við rannsóknarstörf í stærð- fræðilegri eðlisfræði víð háskól- ann í Zúrich en var einnig í eitt ár við City University f New York og eitt ár í Princeton. Efast um að hentugnr geymslustaður finnist „Ég skipti um starf af því að mig langaði til að fást við eitthvað sem er nær daglegu lífí en hinar fræðilegu rannsóknir sem ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.