Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Friðfinnur Kjæmested Konráðsson - Minning Faðir minn, Friðfinnur Kjæme- sted Konráðsson, matsveinn, er látinn. Hann varð bráðkvaddur fyr- ir utan heimili sitt, Hverfísgötu 18, 24. janúar 1988. Friðfínnur var sonur hjónanna Konráðs Þorsteins- sonar sjómanns og Sólrúnar Þóru Kristjánsdóttur. Systkini hans eru Kristín, búsett í Bandaríkjunum, Hinrik, býr í Noregi, og Ragnar í Reykjavík. Friðfinnur var fæddur á Akur- eyri 3. apríl 1920. 1926 fer hann búferlum ásamt foreldrum til Hafn- arfjarðar þar sem hann síðan elur allan sinn aldur. Ungur hóf hann störf á togurum, eða 14 ára, og var ýmist kyndari, háseti ellegar matsveinn. Friðfínnur sigldi hinsvegar öll stríðsárin sem kyndari og erfíðaði lengst af í kolaboxum Bæjarútgerðartogarans Júní þau ár. 1947 kynntist hann Lálju Sigurð- ardóttur og hófu þau búskap í Halldórskoti á Hvaleyri (þar sem nú er golfvöllur Hafnfírðinga) stuttu síðar, en gengu í hjónaband 1953. Þeim auðnaðist 7 böm er bera nöfnin Bára Fjóla fóstra, fædd 1948, gift Halldóri Gunnlaugssyni. Guðmundur sjómaður, fæddur 1949. Reynir verkamaður, fæddur 1952. Undirritaður verkamaður, fæddur 1953. Sigurður verkamað- ur, fæddur 1954, kvæntur Karlottu Hafsteinsdóttur. Sólrún húsmóðir, fædd 1956, og Sigfríður verslunar- maður, fædd 1959. Lilja átti fímm böm fyrir og heita (hétu) þau Ragnar, fæddur 1935, dáinn 1979. Birgir, verkstjóri, fæddur 1940, maki Sigurveig Gunnarsdóttir. Ingibjörg, húsmóðir, fædd 1942. Karolína Þóra, verslun- armaður, fædd 1946, gift Þórði Þorvaldssyni, og Magnea Inga, fædd 1944. Ólst ekki upp hjá for- eldrum mínum. 1960 snýr Friðfínnur baki í botn- vörpungana og flytur sig yfír á bátana og tekur alfarið yfír á sínar herðar kokkaríið, eins og sagt er á sjómannamáli, og hefur störf. hjá Magnúsi Magnússyni, skipstjóra og útgerðarmanni úr Firðinum. Fyrst á mb. Hafrúnu, 70 tonna stálfleyi, síðan mb. Ingvari Guðjónssyni, 180—200 smálesta eikarbát. Um borð í síðamefnda farkostinum tek- ur Friðfinnur þátt í sfldarævintýrinu á sjötta áratugnum ásamt flestöll- um íslenskum fískimönnum. Frá þeim dýrðartímum átti hann marg- ar minningar. 1967 ræður hann sig í skipsrúm hjá Viðari Þórðarsyni er stýrði Am- amesi (íshús Hafnarfjarðar) og starfaði með honum fram til 1975. Þar á eftir var Finni á ýmsum skip- um og má þar nefna nokkra túra sem biyti í farmennsku. Friðfinnur gekk alkominn í land 1984. 1971 slitu foreldrar mínir sam- vistum og flyst Friðfinnur þá til móður sinnar, Sólrúnar Þóm, og Ragnars bróður síns í Suðurgötu 24 (Bristol). 1974 kaupir Sólrún Þóra huseignina Hverfísgötu 18 og tóku þau sig þijú upp af Suður- götunni skömmu síðar. Eftir lát móður sinnar kaupir Friðfinnur húsið og. bjó þar til hinstu stundar. Seinustu 3 árin vann hann hjá Hafnarfjarðarbæ. Og læt ég þar með upptalningu minni lokið en vil enda grein mína á að víkja örfáum orðum að öðm í lífi pabba er mér persónulega finnst ótækt að sleppa. Friðfinnur var mikill áhugamað- ur um ferðalög og ferðaðist þar af leiðandi afskaplega mikið um sitt fagra land. Þeir em ófáir há- eða láglendisstaðimir á íslandi sem hann hafði ekki einhvemtíma gist á eða ekið um í græna Audi-bílnum. A þessu flakki sínu, ef ég má orða það svo, byijaði hann ekki fyrr en á efri ámm. Enda tók hann ökupróf- ið seint. Friðfinnur var yfírleitt einsamall á ferð, og væri hann spurður hveiju það sætti, svaraði Finni gjaman: „Þá segir enginn flýttu þér.“ Afþakkaði samt ekki samfylgd annarra, öðm nær. T.a.m. fór æskufélagi og vinur alla tíð, Baldur Helgason, sá mikli sóma- maður, með honum í hálfsmánaðar reisu eitt sumarið og höfðu báðir yndi af. Ragnar bróðir hans slóst stöku sinnum í för. Margar stórskemmtilegar sögur heyrði ég af vömm pabba úr áður- greindum langferðum hans. Frið- fínnur var bráðskemmtilegur sagnamaður þegar sá gállinn var á honum en hélt sig þó ævinlega við staðreyndir. Mér er eftirsjá í þeim sögum. En lífíð heldur áfram þó ekki verði allt með sama sniði og áður. Einn vantar í hópinn. Já, ég mun sakna hans. Með fátæklegum pistli minum hér kveð ég föður minn, Friðfínn Kjæmested Konráðsson, hinstu kveðju. Vissulega er margt enn ósagt. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem). Konráð Friðfinnsson raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar 01ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir til- boðum í stjórnloka fyrir Nesjavallaæð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 9. mars kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 2 5800 Laugavegur Til leigu 50 fm verslunarhúsnæði á mjög góðum stað á Laugavegi. Upplýsingar í síma 673404 eftir kl. 19.00. Þorrablót Sjálfstæðisfálögin á Suðuriandi efnir til þorrablóts i Inghól á Sel- fossi laugardaginn 13. febrúar nk. Miöapantanir og nánari upplýsingar hjá formönnum félaganna. Skemmtinefndin. Utanríkisstefna Bandaríkjanna Mánudaginn 8. febniar kl. 16.30 heldur utanrikismálanefnd Sjálfstaeðis- flokksins fund með Róbert Harkawy, prófessor, i stjómmálafræði við fylkisháskólann í Pensylyaniu. Harkawy mun fjalla um utanríkisstefnu Bandaríkjanna ekki síst með hliðsjón að væntanlegum rikisstjómarskipt- um þar vestra. Prófessorinn mun flytja mál sitt á ensku. Fundurinn verður haldinn i fundarherbergi á 1. hæð. Allir áhuga- menn um utanrikismál velkomnir. Utanrikismáianefnd Sjálfstæðisflokksins. Núáttþú leik Þátttakendur i verkefnisstjómum SUS eru minntir á að póstleggja þarf svör við fyrstu bréfum verkefnisstjórnanna fyrir 8. febrúar. Brýnt er að menn skili fljótt og vel til þess að verkefnisstjórnirnar geti sent út annað bréfið í röðinni upp úr miöjum mánuði. Stjórn SUS. Hefurðu gluggað ígögnin? Nú hafa öllum þátttakendum í verkefnisstjórnum SUS verið send fyrstu gögn frá verkefnisstjórnunum. Þarna er um merkilegt starf að ræða og kennir margra grasa. Við hvetjum menn eindregið til að setjast nú niður, festa hugmyndir sinar á blað og senda okkur um hæl. Brófin mega fara ófrímerkt f póst. 320 manns eru nú þátttakendur í málefnastarfinu. Við minnum á málaflokkana, en þeir eru: Umhverfismál með 60 manns, verkaskipt- ing ríkis og sveitafélaga með 60 manns, dagvistunarmál með 35 manns, áhrif kristinnar trúar á sjálfstæðisstefnuna með 35 manns, sjávarútvegur með 60 manns, íslenskur fjármálamarkaður með 60 manns, neytendamál með 40 manns, landbúnaöarmál með 65 manns, samgöngumál með 95 manns, húsnæðismál með 55 manns, námslán með 35 manns, hugmyndabankinn með 25 manns, almenn- ingstengsl með 35 manns, utanríkismál meö 70 manns og fjármál SUS með 10 manns. Takið þátt i öflugu málefnastarfi. Stjórn SUS. Hádegisfundur Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, boðar til hádegis- fundar laugardaginn 6. febrúar kl. 11.45 stundvíslega. Umræðuefnið verður bæjarmál í Hafnarfiröi. Gestur fundarins verður Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi. Léttur hádegisverður veröur fram borinn. Mætum öll. Stefnir. Ný sókn - FUS á Patreksfirði stofnað Stofnfundur fólags ungra sjálfstæðls- manna á Patreks- firði veröur haldinn laugardaginn 6. fe- brúar kl. 15.00 i félagsheimilinu. Dagskrá: 1. Stofnunarræöa, Bjarni Th. Bjarnason. 2. Lög samþykkt. 3. Stjórn kosin. 4. Ámi Sigfússon, formaður SUS, og Hreinn Loftsson, I. varaformaö- ur SUS, flytja ávörp og kynna starfsemi sambandsins. 5. Umræöur. 6. Léttar veitingar. Sjálfstæðis- kvennafélagið Vörn, Akureyri Hádegisverðarfundur verður á Hótel KEA laugardaginn 6. febrúar kl. 12.00. Ræðu- maður Halldór Blöndal. Nanna Þórsdóttir kynnir kvennaráðstefnunna „Nordisk For- um“ sem haldin verður í Osló í sumar. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku i síma 96-21504 föstudaginn 5. febrúar milli kl. 16.00-18.00. Stjórnin. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Vöku hf„ skiptaréttar Reykjavíkur, ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer fram opinbert uppboð á bifreiöum, vinnuvélum o.fl. á Smiðs- höfða 1 (Vöku hf.) laugardaginn 6. febrúar 1988 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiðir: R-4351, R7387, R-11569, R-14664, R-18244, R-19651, R-22003, R-23996, R-24487, R-25066, R-31292, R-31293, R-31396, R-31753, R-34664, R-34674, R-37179, R-38746, R-39520, R-40179, R-46170, R-46333, R-51392, R-52454, R-52771, R-53790, R-55491, R-56663, R-71847, F-802, P-2320, G-10246, G-10316, G-15819, G-16285, G-17211, G-17312, G-21720, P-2424, V-851, Y-7660, Y-12365, Ö-466. Auk þess verða væntanlega seldar margar fleiri bifreiðir. Að bifreiðauppboðinu loknu verður uppboðiö flutt á Tangarhöfða 1 og þar verða seldir eftirtaldir munir úr þb. Hraunhafnar hf„ skips- skrúfa, glussakrani, rafnaker í rafmótora. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boöshaldara eða gjaldkera. Greiðala við hamarshögg. Uppboðshaldarinn i Reykjavik. Nauðungaruppboð fara fram á eftirtöldum fasteignum í skrifstofu embættisins, Hörðu- völlum 1, Selfossi, og hefjast þau kl. 10.00. Þriðjudaginn 9. febrúar 1988 Reyrhaga 10, Selfossi, þingl. eigandi Sæmundur Sigurjónsson, eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. Tryggvagötu 26, e.h„ Selfossi, þingl. eigandi Axel Magnússon, eftir kröfu Sigurmars K. Albertssonar hrl. Alifuglahúsi, Ásgautsstöðum, Stokkseyrarhreppi, þingl. eigandi Þórð- ur Guðmundsson, eftir kröfu Kristins Sigurjónssonar hrl. Hafnarskeiöi 19, Þorlákshöfn, þingl. eigandi Suðurvör hf„ eftir kröfu Jóns Hjaltasonar hrl. Miðvikudaginn 10. febrúar 1988 Hveramörk 10, Hveragerði, þingl. eigandi Sigurður Karlsson, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka íslands. Lækjarbakka.Gaulverjabæjarhreppi, þingl. eigandi Gi'sli Jónsson, eftir kröfum Jóns Ingólfssonar hdl. og Sigríðar Thorlacius hdl. Bláskógum 3, Hveragerði, þingl. eigandi Þorgeir Sigurgeirsson, eftir kröfu Verslunarbanka islands hf. Önnur sala. Sýslumaðurinn i Árnessýsiu. Bæjarfógetinn á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.