Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 10
1Q MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 m-?- ■ Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Ragnar Sverrisson og Reynir Barðdal með bestu skinnin á sýning- Loðdýraræktarfélag Skagafjarðar: Arangur ræktun- ar að koma í ljós Saudárkróki. Loðdýrarœktunarfélag Skaga- fjarðar hélt sýningu á refa- og minkaskinnum laugardaginn 30. janúar síðastliðinn í Selinu á Sauðárkróki. Sýnd voru skinn frá tólf refabúum og sjö minkabúum í Skagafirði auk skinna frá tveimur búum í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Að sögn Sveins Sveinssonar bónda á Frostastöðum, sem er formaður félagsins, er tilgangur þessarar sýningar að gefa bændum kost á að koma með það besta af skinnaframleiðslu sinni og fá það metið og flokkað samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Hér sagði Sveinn að menn fengju faglegan dóm á framleiðsluna og gætu borið saman við eigið álit og þannig bet- ur glöggvað sig á því, til dæmis, hvernig bestu lífdýrin yrðu valin. Til að dæma skinnin voru fengin þau Álfhildur Ólafsdóttir ráðunaut- ur hjá Búnaðarfélagi íslands, Ævar Hjartarson frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Álfheiður Marinós- dóttir frá Álfgeirsvöllum, en þessi þijú dæmdu skinnin eins og áður sagði, samkvæmt ströngustu gæða- kröfum. Á sýningunni voru fjórar tegund- 28444 2ja herb. BLIKAHÓLAR FROSTAFOLD GRUNDARSTÍGUR MIÐBRAUT RÁNARGATA VALSHÓLAR SKÚLAGATA 3ja herb. FRAMNESVEGUR BERGÞÓRUGATA FROSTAFOLD SÓLVALLAGATA ÖLDUSLÓÐ 4ra herb. ÁLFHEIMAR BLIKAHÓLAR HRAUNBÆR SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 5 herb. SÓLVALLAGATA Raðhús ARNARTANGI HÁLSASEL LANGAMÝRI BREKKUBÆR Fjöldi annarra eigna á skrá. NÚSEIGMIR VELTUSUNDI 1 Q SIMI 28444 WL Daniel Ámason, lögg. hst, HelgiSteingrimsson^sölustjóri. dýraræktarfélags Skagafjarðar. ir skinna af hvoru, ref og mink, auk margra ódæmdra litarafbrigða. Besta búntið, þijú skinn, dæmd- ist með 71 stig af 80, og var það af „skuggaref", frá búinu að Hymu í Lýtingsstaðahreppi í eigu Ragnars Sverrissonar, en bestu minka- skinnsbúntin voru frá Loðdýrabúi Reynis Bardal á Sauðárkróki, „dökkbrúnn" minkur sem dæmdist með 59 stig og „svartminkur" sem dæmdist með 60 stig af 80. Sveinn Sveinsson sagði að fyrstu loðdýrabúin í héraðinu hefðu tekið til starfa árið 1980, og nú væri það ræktunarstarf sem unnið hefði ver- ið á undanfömum árum að koma í ljós. Skinnaframleiðsla í héraðinu er nú um það bil 20.000 minkaskinn og 7—8.000 refaskinn á ári. Þá taldi Sveinn eitt af undirstöðuatrið- um loðdýraræktar í héraðinu góðan rekstur og framleiðslu fóðurstöðv- arinnar Melrakka á Sauðárkróki, en jafnframt væri það aðalbaráttu- mál loðdýrabænda að fá fram lækkun á fóðurverði. Stjóm Loðdýraræktarfélags Skagafjarðar skipa nú Sveinn Sveinsson, Frostastöðum, formað- ur, en aðrir í stjóm eru Véstejnn Vésteinsson, Hofsstaðaseli, og Úlf- ar Sveinsson, Ingveldarstöðum. - BB Leiðrétting í frétt í Morgunblaðinu í gær um árlegt þorrablót Þingeyinga á Suð- umesjum stóð að þorrablótið yrði föstudaginn 6. febrúar, en þar sem 6. febrúar er laugardagur er það að sjálfsögðu rangt. Þorrablótið er laugardaginn 6. febrúar. Tannheilsa og neysluvenjur eftir Sigfús Þór Elíasson Með stofnun Tannvemdarráðs og deildartannlæknis við heilbrigðis- ráðuneytið hafa yfirvöld reynt að stuðla að markvissari fræðslu um tannheilsu og tannverd en verið hefur. í Tannvemdarráði eiga nú sæti fulltrúi frá Tannlæknafélagi, tannlæknadeild Háskólans auk ráðuneytisins. Hlutverk Tannvemdarráðs er að skipuleggja fræðslu um tannsjúk- dóma fyrir almenning, semja fræðsluefni og reka áróður fyrir bættri tannheilsu. Til þessarar starfsemi hefur á undanfömum árum verið varið nokkru fé sem áreiðanlega mun margfalt skila sér í betri tannheilsu þjóðarinnar og minni kostnaði við tannlækningar. Af verkefnum Tannvemdarráðs má nefna að nú stendur yfir upplýs- ingaherferð um ágæti vatns sem svaladrykks, sem skátahreyfingin sér um framkvæmd á. í gegndar- lausu auglýsingaflóðinu höfum við mörg, sérstaklega jmgri kynslóðin, gleymt að líta á vatn sem svala- drykk, meðan gosdrykkir og ýmsir tilbúnir drykkir með ávaxtabragði hafa tekið við. Tannvemdarráð sá því ástæðu til að vekja athygli á okkar góða vatni sem svaladiykk, sem auk þess að kosta ekki neitt veldur hvorki tannskemmdum né hefur slæm áhrif á vaxtárlagið. Tannverndardagnr Fyrsti föstudagur í febrúar er nú eins og undanfarin ár helgaður tannvemd í grunnskólum landsins. Fræðsluefni á vegum Tannvemdar- ráðs er þá notað til að vekja áhuga bama og unglinga á tannvemd og mikilvægi réttrar tannhirðu og góðra matarvenja. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, tannlæknar og starfsfólk þeirra hafa lagst á eitt við að útskýra Sigfús Þór Elíasson orsakir tannsjúkdóma, hvað sé til ráða og skapa umræðu um gildi tannvemdar. Þennan dag hefur einnig verið reynt að beina athygli almennings að tannvemdarmálum með aðstoð fjölmiðla og dreifingu á fræðsluefni í stórmörkuðum. Breyttar neysluvenjur Aukin atvinnuþátttaka beggja foreldra hefur því miður leitt til þess að vönduðum heimilismáltíðum hefur fækkað. Einkum bitnar þetta á morgun- og hádegisverði. Skóla- Bessastaðahreppur: Fasteignagjöld 0,45% af fasteignamati Ný sundlaug tekin í notkun HREPPSNEFND Bessastaða---------- BESSASTAÐAHREPPUR: Bundið slitlag 1984-88 Bundið slitlag Bessastaðanes • Bessastaðir GARÐABÆR 1000m hrepps hefur samþykkt að fasteignagjöld fyrir árið 1988 skuli vera óbreytt frá fyrra ári eða 0,45% af fasteignamati. Hef- ur gjalddögum verið fjölgað úr þremur í fimm. Heildarálagning er rúmlega 7,4 milljónir króna en það er 25% hækkun milli ára eins og Fasteinganmat ríkisins gerir ráð fyrir. Að sögn Sigurðar Vals Ásbjam- arsonar sveitarstjóra, eru íbúar hreppsins nú 832. Hefur meðal- flölgun frá árinu 1979 verið um 11% á ári, en nokkuð minni síðustu tvö árin. „En við eigum von á að íbúum fyölgi á þessu ári þar sem mikið var byggt síðastliðið ár. Auk þess hefur mikið verið selt af lóðum og eftir- spum er feykileg," sagði Sigurður. „Við ætlum að reyna að úthluta lóðum við eina götu í ár en nú eru 15 lóðir lausar á nesinu." Lokið er við fyrsta áfanga að bygÉP11#11 Ieikfímihúss og sundlaug- ar, með sameginlegri búnings- aðstöðu. „Búningsklefamir eru tilbúnir, sundlaugin er komin niður með busllaug fyrir litla krakka og heita potta, og verður laugin tekin í notkun um miðjan febrúar," sagði Sigurður. Sundlaugin er 17,5 x 8 metrar, ætluð sem kennslulaug fyr- ir grunnskólaböm en verður opin almenningi þess á milli. Áætlaður kostnaður við fyrri áfangan sem nú er lokið er 24 milljónir, en í síðari áfanga er fyrirhugaðað reisa 600 fermetra leikfímissal. Kostnað- ur við framkvæmdina í heild er áætlaður 58 milljónir. Þar af greið- ir ríkið 28 milljónir en sveitarsjóður það sem á vantar. Á síðustu tveimur árum var grunnskólinn stækkaður um helm- ing en nemendur skólans em 130. Að loknum 7. bekk sækja nemendur skóla í Garðabæ. „Okkur hefur tekist á síðustu árum, að fara í þær vegafram- kvæmdir sem binda saman byggða- kjamana fímm sem mynda sveitarfélagið. Þessi hringvegur er alger bylting fyrir sveitina, en hann flokkast undir þjóðveg í þéttbýli og er kostaður af Vegagerð ríkisins að mestu leyti," sagði Sigurður. Meðal annarra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins nefndi Sig- urður áframhaldandi sjávarvamir, sem er stórt og mikið verkefni. Hefur verið veitt til þess fé á fjár- lögum þessa árs. Þá nefndi hann lýsingu Álftanes- vegs sem er eitt helsta baráttumál hreppsins. „Þetta er eina tengingin inn í sveitarfélagið og tókst okkur á síðasta ári að flýta framkvæmd- um frá Engidal að vegamótum Dvalarheimilic ".Idraðra sjómanna í Hafnarfírði," sagði Sigurður. „Sú framkvæmd var ekki á áætlun fyrr en 1989 en við höfum fengið Vil- yrði fyrir að haldið verði áfram að Bessastöðum í ár.“ Morgunblaðifl/Ámi Sœberg' Sigurður Klemensson verkstjóri og Sigurður Valur Ásbjamarsson sveitarstjóri Bessastaðahrepps, við nýju sundlaugina sem tekin verð- ur í notkun á næstu vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.