Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 25 Manuel Norieaga, einræðisherra Panania. Bandaríkin: Noriega ákærður fyr- ir aðild að eiturlyfjasölu Washington, Reuter. TALIÐ ER að birt verði formleg' ákæra á hendur Manuel Noriega, einræðisherra Panama, í dag. Talsmenn bandaríska dómsmálaráðu- neytisins neituðu að gefa upplýsingar um ákæruna, en sjónvarpsstöð í Bandarikjunum greindi frá því að Noriega yrði kærður fyrir aðild að eiturlyfjasölu. í sjónvarpsstöðinni var sagt að um ellefu menn jrðu ákærðir auk Noriegas, þar á meðal embættismað- ur frá Panama, Bandaríkjamenn og Kolombíumenn. Noriega, sem er yfirmaður herráðs Panama og í raun einræðisherra landsins, hefur vísað þeim ásökunum á bug að hann sé sekur um vopnasölu og hefur sagt að ákærumar á hendur sér séu liður í viðleitni bandarískra embættis- manna til að bola sér frá völdum. Fyrrum ráðgjafí Noriega, Jose Blandon, sagði kviðdóminum í Miami að kolombískir eiturlyfjasalar, sem væru eftirlýstir vegna morðsins á yfirmanni dómsmálaráðuneytisins í Kolombíu árið 1984, hefðu greitt Noriega sjö milljónir dala til að fá flugvöll og öruggt athvarf í Pa- nama, að því er fram kom í annarri sjónvarpsstöð. Blandon, sem var rek- inn sem aðalræðismaður Kolombíu í New York, er nú undir lögreglu- vemd í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/RAX James Webb, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, og Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra svara spurningum blaðamanna í Ráðherrabústaðnum í gær. setning herafla Bandaríkjanna víða um heim yrði tekin til endurskoðun- ar í samræmi við vígvæðingu Sovétmanna einkum á Kyrrahafi og í Asíu. Kvaðst hann jafnframt hafa hvatt til þess að framlög einstakra aðildarríkja til hinna sameiginlegu vama yrðu tekin til athugunar. Ja- mes Webb benti hann á að framlög til vamarmála hefðu verið skorin niður í Bandaríkjunum vegna fjár- lagahallans þar í landi. Hins vegar hefðu ríki Vestur-Evrópu og Japan notið efnahagslegrar hagsældar um langa hríð og því hefði hann í ljósi þessa lagt til að framlög þessara ríkja til vamarmála yrðu tekin til endurskoðunar sem og staðsetning herafla Bandaríkjamanna víða um heim. Sagði hann að Bandaríkja- menn þyrftu skuldbindinga sinna vegna að leggja mat á þá ógn sem stafaði af herafla Sovétmanna um heim allan en því væri ekki unnt að horfa sérstaklega til Evrópu í þessu samhengi. Á blaðamannafundinum, sem Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra sat einnig, var greint frá því að viðræður Webbs við íslenska ráðamenn hefðu einkum snúist um vamarsamstarf íslendinga og Bandaríkjamanna. Fram kom að minnst hefði verið á ágreining ríkjanna vegna hvalveiða íslendinga og sagði Webb að Bandaríkjamenn litu á hvalveiðar og vamarsamvinnu sem tvö öldungis aðskilin mál. Steingrímur Hermannsson tók undir þetta og bætti við að mál þessi væm aðeins tengd að því leyti sem deilur um hvalveiðar hefðu áhrif á almenn- ingsálitið eins og fram hefði komið í skoðanakönnunum hér á landi. Iðnaðarráðherra Finnlands: Norðurlöndin ræði viðskipti við EB-ríki Helsinki. Reuter. Iðnaðarráðherra Finnlands, Ilkka Suóminen, lagði til í ræðu á verkfræðingaþingi í Helsinki i gær að Norðurlöndin settu á fót nefnd til að ræða viðskiptatengsl við önnur Evrópuríki. Suominen sagði að slík umræðu- nefnd gæti eflt viðskipti Norðurland- anna við önnur Evrópuríki en fjárframlög til hennar yrðu fijáls. Finnar sem eru í Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA) eins og íslendingar hafa áhyggjur af því að vaxandi innbyrðis viðskipti Evrópu- bandalagsríkja muni loka mörkuðum fyrir ríkjum sem standa utan banda- lagsins. Hann sagði ennfremur að . nefndin gæti verið fulltrúi aðilja úr stjómmálum, rannsóknastarfsemi, verkalýðssamtökum og viðskiptalíf- inu. Ef viðbrögð við hugmyndinni yrðu jákvæð þá sagðist Suominen reiðubúinn að vinna að nánari út- færslu hugmyndarinnar. kaffi&Stf &,<£M IBÍP ö\uno\ úts ^sssssss-**'“ VSi&iSt&Z? —s&ftera- petta tee*ó.va*ram h\a s b-6a. bÓKahaö et'eKK' ett'anetu aöe"13 OQP30 eL tvttanoa e[“ VisA Siro'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.