Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
Morgunblaðið/Guðmundur Svansson
Snjóboltarnir fljúga
13% meðaltalsfall í Mennta-
skólanum á Akureyri
FALL fyrstu bekkinga í Mennta-
skólanum á Akureyri var um 13%
að meðaltali eftir fyrri önn vetr-
arins. Prófum lauk í lok janúar.
Alls hófu 175 nýir nemendur nám
í MA i haust og hafa nú þegar
23 hætt námi.
Jóhann Sigurjónsson skólameist-
ari sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að þrátt fyrir áfangakerfíð,
sem hefði verið við líði við MA síðan
1980, gætu nemendur tekið sig á
og náð prófum á seinni önn. Innan
vissra marka gætu þeir fengið leyfí
til að halda áfram í annan áfanga
þrátt fyrir fall í einstökum áföngum
og unnið það upp svipað og gerist
í bekkjakerfí. í einstökum áföngum
var fallið hinsvegar hæst í stærð-
fræði, fór í 35% í fyrsta áfanga.
Jóhann sagði að fallið hefði ávallt
verið hæst í stærðfræðinni, á bilinu
25-35% í fjölda mörg ár, og venju-
lega hefði þýskan og síðan enskan
fylgt á eftir. Fallið væri ef til vill nú
í hærri kantinum vegna hækkunar
á lágmarkseinkunn úr 4,0 í 5,0.
Jóhann sagði að nemendur féllu
einnig á öðru ári og hefðu þrír nem-
endur nýverið fallið frá námi á öðru
ári. Ekki væri þó gott að fuliyrða
um hvort það væri einvörðungu
vegna slaks námsárangurs. Á
síðasta ári var 40 nemendum neitað
um inngöngu í skólann nánast ein-
göngu vegna lélegra einkunna.
Jóhann sagði að miðað væri við að
lægsta einkunn á grunnskólaprófí
væri ekki undir 6,0 í samræmdum
greinum „og helst reynum við að
taka ekki inn nemendur sem hafa
6,0 í fleiri greinum en tveimur.
Dæmi eru þó um að við höfum tek-
ið inn nemendur með 6,0 í þremur
af samræmdu greinunum, en
reynslan hefúr verið sú að þeim
hefur gengið frekar illa,“ sagði Jó-
hann.
Skíðaráð íslands:
Göngumót í
Hlíðarfjalli
Visa-bikarmót Skíðasambands
íslands í skíðagöngu fer fram á
morgun, laugardag, í Hlíðarfjalli
. og á sunnudag verður FN-
punktamót SKI í skíðagöngu
haldið þar. Keppni hefst báða
dagana kl. 11.00.
Vegalengdimar í Visa-bikarmót-
inu eru eftirfarandi: stúlkur 13-15
ára 2,5 km, drengir 13-14 ára 5
km stúlkur 16 ára og eldri 5 km,
drengir 15-16 ára 7,5 km, piltar
17-19 ára 10 km og karlar 20 ára
og eldri 15 km.
Vegalengdimar í FN-punktamót-
inu eru eftirfarandi: stúlkur 13-15
ára 2 km, drengir 13-14 ára 3,5
km, stúlkur 16 ára og eldri 3,5 km,
drengir 15-16 ára 5 km, piltar
17-19 ára 7,5 km og karlar 20 ára
og eldri 10 km.
Þórsmót í stórsvigi fer fram í
Hlíðarfjalli á laugardag og KA-
mótið I svigi verður haldið á
-’unnudag. Keppnin er f flokki 13-14
ára og hefst báða dagana kl. 13.00.
Frá Hlíðarfjalli
Lögbann á akst-
ur Glæsibíla s.f.
LÖGBANN hefur verið lagt á
akstur Glæsibíla sf. innan félags-
svæðis Bílstjórafélags Akur-
eyrar sem takmarkast af
bæjarmörkum Akureyrar. Lög-
bannið nær til aksturs Glæsibíla
sf. með fólk og vörur gegn gjaldi
og tekur til fólksbifreiða fyrir
allt að átta farþega auk sendi-
ferðabifreiða. Lögbann þetta var
lagt á gegn einnar milljónar
króna tryggingu bílstjórafélags-
ins.
Upphaf máls þessa var að
Bílstjórafélag Akureyrar krafðist
lögbanns þann 8. janúar sl. við
akstri nýstofnaðs fyrirtækis, Glæsi-
bfla sf., sem skráð er að Hlöðum,
Glæsibæjarhreppi, EyjaQarðar-
sýslu. Krafan var kynnt eigendum
nýja fyrirtækisins, þeim Matthíasi
Gestssyni og Klængi Stefánssyni,
þann 12. janúar. í byijun vikunnar
kvað fógeti, Ásgeir Pétur Ásgeirs-
son, upp úrskurð í málinu.
Ami Pálsson lögmaður Bflstjóra-
félags Akureyrar sagði í samtali
við Morgunblaðið að úrskurðurinn
væri byggður á reglugerðum og
lögum um leigubflaakstur á Akur-
eyri þar sem fínna mætti ákveðnar
takmarkanir við slíkum akstri.
„Fyrst og fremst gengur málið út
á það að Glæsibflamenn hafa engin
atvinnuleyfí. Bflstjórar sækja um
Ieyfi hjá úthlutunamefnd atvinnu-
leyfa sem er á vegum bflstjórafé-
lagsins og samgönguráðuneytisins.
Hvað takmarkanir leigubifreiða
varðar þá er hámarksljöldi lejrfðra
Samkeppni
um hönnun
byggingalóða
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna
til hugmyndasamkeppni um
byggingalóðir á svæðinu fyrir
neðan Fjórðungssjúkrahús Akur-
eyrar. Tillaga þessa efnis var
samþykkt samhljóða í bæjar-
stjórn.
Stefnt verður að því að tillögum-
ar verði tilbúnar með vorinu þannig
að hægt yrði að auglýsa lóðimar í
kjölfarið og úthluta þeim síðari
hluta sumars eða með haustinu.
Um er að ræða hátt í 40 lóðir og
hefur Skipulagsnefnd Akureyrar-
bæjar verið falið að sjá um
samkeppnina.
Tónlistarskólinn:
Styrktartón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
FJÖLMARGIR nemendur og
kennarar koma fram á seinni
styrktartónleikum fyrir minn-
ingarsjóð Þorgerðar Eiríksdótt-
ur á morgun, laugardag, kl. 17.00
í Akureyrarkirkju.
Á tónleikunum verður flutt tón-
list eftir Bach, Brahms, Gabrieli,
Gossek, Larson, Mendelssohn, Moz-
art, Pachelbel og fleiri. Leikið
verður á fíðlur, flautur, hom, klari-
nettur, orgel, saxófón og flutt
verður verk fyrir blásarakvintett og
orgel eftir Gabrieli. Tekið verður á
móti ftjálsum framlögum við inn-
ganginn í stað aðgöngumiðasölu.
Minningarsjóðnum er ætlað það
hlutverk að veita góðum nemendum
styrki til framhaldsnáms í tónlist,
en 20 nemendur hafa hlotið styrki
úr sjóðnum frá upphafi.
sendibifreiða á Akureyri átta talsins
og hvað hina almennu leigubíla
varðar, má hver bfll hafa 600 íbúa
á bak við sig,“ sagði Ámi.
Stefna í málinu verður gefín út
innan viku hjá bæjarfógeta og þess
krafist að lögbannið verði staðfest
með dómi. Þá eiga forráðamenn
Glæsibfla sf. möguleika á því að
koma við vömum í málinu.
Aldraðir
fái örygg-
ishnappa
Samstarfsnefnd um þjónustu
fyrir aldraða hefur nú til um-
fjöllunar hvort styrkja megi
aldraða til kaupa á öryggis-
búnaði eða öryggishnöppum á
svipaðan hátt og nú er verið að
gera tilraun með í Reykjavík.
„Það er verið að athuga hvaða
leiðir eru heppilegastar í þessu efni,
enda ný og betri tæki að koma á
markað af og til“ sagði Sigurður
J. Sigurðsson bæjarfulltrúi í sam-
tali við Morgunblaðið. Til greina
koma svokallaðir öryggishnappar,
sem tengdir yrðu sérstakri stjóm-
stöð eða jafhvel símalínum ætt-
ingja, en óvíst er enn hvaða
afgreiðslu málið fær þó það hafi
lítillega verið reifað í bæjarstjórn.
„GAUKURAKUREYRAR“
1. flokks matur
á teríuverði
EKTA PIZZUR
Opiö um helgar
frákl. 11.30-03.00
Virka daga
frákl. 11.30-01.00
Fjölskyldutilboð
sunnudaginn 7. febrúar:
Blómkálssúpa.
Grísasteik m/sykurbrúnuóum kartöflum
og rauðkáli.
Verð aóeins kr. 600, frítt fyrir börn
0-6 ára, '/2 gjald fyrir 7-12 ára.
★ Einnig bjóðum vió þorrahlaóboró á
hverjum degi.
19. sýning föstudaginn
5. febrúarkl. 20.30.
20. sýning laugardaginn
6. febrúar kl. 20.30.
21. sýning sunnudaginn
7. febrúar kl. 16.00.
Næst síðasta sýningarhelgi.
MIÐASALA
96-24073
laKFÉUVS AKUREYRAR