Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Morgunbladið/Bjami Yfir 50 fyrirtæki að jafnaði kynna þjónustu sina hjá Byggingaþjónustunni en þar er einnig góð að- staða fyrir sérstakar sýningar. Ólafur Jensson hjá Byggingaþj ónustunni: Hlutverk okkar er hlut- laus og fagleg ráðgjöf ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja að margs er að gæta við byggingu eða kaup ibúðarhúsnæðis og þau eru mörg sporin sem taka þarf við erindrekstur i þvi sambandi. Það getur því verið gott að vita af aðila sem safnað hefur á einn stað margvíslegri vitneskju um húsnæðismál. Sá aðili er til i Reykjavík og nefnist Byggingaþjón- ustan. Aðsetur hennar er í Húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg. Framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar er Ólafur Jensson og hann greinir frá þvi helsta sem fyrirtækið hefur að bjóða í eftirfar- andi spjalli við blaðamann Morgunblaðsins. „Byggingaþjónustan var stofnuð af Arkitektafélagi íslands árið 1959 og rekin af félaginu fram til ársins 1978 er fleiri aðilar komu til skjal- anna og fyrirtækið var síðan gert að sjálfseignarstofnun ári síðar. Eigendur eru nú auk Arkitektafé- lagsins Húsnæðisstofiiun ríkisins, Iðntæknistofnun íslands, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, Landssamband iðnaðarmanna, Fé- lag íslenskra iðnrekenda, Reylq'avíkurborg og Akureyrarbær. í skipulagsskrá Byggingaþjón- ustunnar segir að öllum aðilum er starfi að húsnæðis- og bygginga- málum skuli heimil aðild og má segja að í dag standi að Bygginga- þjónustunni aðilar er koma við sögu nær allra sviða húsnæðismála." Frá upphafi til enda Hvaða þjónusta er einkum veitt hér? „Það er alhliða upplýslngaþjón- usta fyrir almenning og fagmenn. Hér er eiginlega standandi vörusýn- ing allt árið þar sem yfir 50 aðilar sýna vörur og kynna þjónustu sína. Við getum tekið hinn almenna hús- byggjanda sem dæmi og kannað hvaða vitneskju hann getur sótt hingað og ég vil taka strax fram að best er að koma hingað sem fyrst. Ef hann hefur til dæmis fengið lóð er fyrsta skrefíð að verða sér úti um teikningu. Hér er arkitekt til viðtals einu sinni í viku sem veitt getur upplýsingar og ráðgjöf, að- stoðað við val á stöðluðum teikning- um eða aðstoðað við ráðningu arkitekts. Næsta skrefíð er kannski að fínna byggingameistara og við höfum tölvuskrá yfír þá og þjónustu þeirra. Að sjálfsögðu þarf einnig að reikna út kostnaðinn og gera sér grein fyrir fjármögnunarmöguleik- um. Við aðstoðum einnig við könnun lánsmöguleika hjá Hús- Ólafur Jensson framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar og Birna Karlsdóttir eru hér við tölvuna sem kemur að góðu gagni við upplýs- ingaleit. Þriðji starfsmaður Byggingaþjónustunnar er Ásta Ölafs- dóttir. Ljóstæknifélagið hefur aðstöðu hjá Byggingaþjónustunni og sýnir þarna meðal annars hversu ólík birtan getur verið frá raflýsingunni. næðismálastofnun eða öðrum og setjum upp kostnaðaráætlun og greiðslubyrði miðað við lán og eigið framlag. Þá geta menn fengið hér á einu bretti upplýsingar um það sem til er af ákveðnum byggingar- efnum, málningu, gólfefni, einangr- un eða steypu, fengið upplýsingar um hvar þessi efni er að fá og skipu- lagt innkaup. Með öðrum orðum, hér er hægt að skipuleggja bygg- ingu húsnæðis frá upphafi til enda og njóta til þess ráðgjafar fag- manna. Allt þetta gildir vissulega líka um þá sem eru að gera upp gam- alt húsnæði. Þá er ekki síst mikil- vægt að gera sér góða grein fyrir því hvað best hentar og allt þetta gildir líka fyrir iðnaðarmanninn sem stendur í verkinu og þarf að leita eftir fróðleik. Hér er líka talsvert safn af hvers kyns bæklingum og blöðum þar sem sækja má hug- myndir og ábendingar og iðulega erum við beðin að leita eftir ákveðn- um upplýsingum til dæmis fyrir iðnaðarmenn eða arkitekta og enn má nefna að hér hefur Ljóstæknifé- lag íslands fast aðsetur og fulltrúi þess er hér til viðtals einu sinni í viku.“ Hlutlaus og fagfl eg ráðgjöf Á hvern hátt stendur Bygg- ingaþjónustan faglega að verki? „Þeir sem standa að Bygginga- þjónustunni eru aðilar sem leggja metnað sinn í að hér sé vel staðið að verki. Hlutverk okkar er að standa að hlutlausri og faglegri upplýsingaþjónustu og ráðgjöf. Við Opið bréf til Ellerts B. Schram rítstjóra DV Ritsljómanmsferli eða vanþekking? í ritstjómargrein þinni þann 3. febrúar sl., sem þú birtir undir fyrir- sögninni lögverndað misferli, lýsir þú skoðun þinni á deilumáli því, sem uppi er um þagnarskyldu lækna og þar með lögvemd þess trúnaðar, sem felst í sjúkraskrám. í greininni gefur þú þér ákveðnar málsforsend- ur og bregst síðan harkalega við þeim. Fyrirsögnin gefur til kynna að hér sé á ferðinni lögvemdað misferli lækna. Orðabækur skýra misferli sem yfírsjón eða óheiðar- leika. Greinin ber með sér að hún sé samin upp úr hugaræsingi, sem að hluta hefur orðið til við lestur þrefaldrar kjallaragreinar í DV frá deginum áður. Þar birtast viðhorf annars deiluaðilans í málinu. Upp úr þeirri grein tekur þú orðréttar setningar og gerir að þínum í leiðar- anum. Það eru ritstjómarleg mistök, varla misferli. í leiðaranum er að fínna rangtúlkanir sem ég verð að Ieiðrétta, því ég þekki mál- ið greinilega betur en þú, enda sá sem ýtti því úr vör. Þessi deila fjallar ekki um það, hvort kanna megi réttmæti reikn- inga frá læknum eða ekki. Allir eru sammála um það. Sumum okkar fínnst jafnvel að eftirlitið hafí verið ómarkvisst og illvirkt hingað til og viljað virkja það og bæta. Hins veg- ar er deilt um leiðir. Ekki hvort, heldur hvemig! Sjúkraskrár eru notaðar m.a. til að tryggja betri læknisþjónustu. Þær eru ekki bara trúnaðarmál, heldur verulegt hags- munamál fyrir sjúklinginn. Þær eru forsenda nútíma heilbrigðisþjón- ustu og vettvangur faglegs eftirlits með störfum lækna. Þær eru einnig mikilvægar vegna mótunar og framkvæmdar heilbrigðisþjón- ustunnar almennt. Um réttaröryggi þessara upplýsinga er fjallað í Læknalögum, sem nú eru yfír hálfr- ar aldar gömul. Menn greinir á um það hvort eftirlitsákvæði í gjald- skrársamningum lækna btjóti í bága við Læknalög og Codex ethic- us eða ekki. Ég tel ákvæðið gera hvort tveggja. Þar að auki tel ég vafasamt að hagsmunafélag lækna geti gert um það samning við verk- kaupa að hann, þ.e. verkkaupi, megi skoða einkamál þriðja aðila, þ.e. sjúklings í þeim tilgangi einum að sannreyna réttmæti reikninga. Enginn hefur spurt sjúklinginn, eig- anda upplýsinganna. Hér skiptir engu hvort verkkaupi láti lækni skoða fyrir sig eða ekki. Utanað- komandi læknir má því aðeins fá aðgang að trúnaðarmálum, að hann sé til kallaður vegna hagsmuna sjúklingsins. Ég tilheyri þeim stóra hópi lækna, sem telur að skoðun sjúkraskrár á umræddan hátt, sé ekki bara ólögleg leið til eftirlits, heldur einnig ónauðsynleg og jafn- vel ófær með öllu til_ að sannreyna réttmæti reikninga. Ýmislegt bend- ir nefnilega til að sjúkraskýrslur kunni að vera ónothæfar til stað- festingar á réttmæti reikninga lækna. Dæmi: A) Skráning reikningshæfrar þjón- ustu gleymist. B) Ritari misskilur orðabelg (dikta- fón) eða samskiptaseðil og gerir ranga færslu í sjúkraskrá og því í ósamræmi við annars rétt- mætan reikning. C) Sjúklingur takmakar skráningu samskipta og gerir þannig sjúkraskrá sína ósamræman- lega við annars réttmætan reikning. D) Læknir skráir samskipti í sam- ræmi við reikning sinn, en í ósamræmi við raunveruleikann. Af þessu má augljóst vera að skoðun sjúkraskrárinnar sannar hvorki né afsannar réttmæti reikn- ings, ef sjúklingur er ekki jafnframt spurður. Því er eina raunhæfa leið- in til að hafa virkt og reglubundið eftirlit með margnefndum reikning- um, að hafa beint samband við sjúkling og láta hann skera úr um það, hvort læknirinn hafí gert það sem hann rukkaði fyrir. Þannig er hægt að gera stikkprufur á reikn- ingum lækna strax og þeir berast og gera viðeigandi ráðstafanir ef þurfa þykir. A þennan hátt má komast hjá því að gera atlögu að þeirri aldagömlu trúarhefð, sem varin er í landslögum og siðareglum lækna. Þegar fulltrúar Tryggingastofn- unar ríkisins vildu kanna réttmæti reikninga eins af læknum heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ taldi ég rétt að fá úr því skorið fyrir dóm- stólum, hvort samningsákvæðið stæðist gagnvart Læknalögum. Þess vegna var mönnum meinaður aðgangur. Hins vegar tek ég enga afstöðu til þess máls, sem upp er komið milli hins opinbera og Iæknis- ins. Stjóm Félags íslenskra heimil- islækna hefur lýst jrfír stuðningi við meðferð málsins. Landlæknir hefur sama skilning á málinu. Menn greinir sem sagt á um aðferðina en ekki markmiðið. Aðförin að þagnarskyldunni, og þar með nú- verandi skráningaformi í sjúkra- skrár, er mjög alvarlegt mál. Aðförin er bæði óþörf og tilgangs- laus í reynd. Hvers vegna geta sumir ekki skilið þetta? Málið er einfaldlega augljóst. í ieiðaranum kemur fram röng túlkun á úrskurði fógetaréttar. Borgarfógeti tók enga afstöðu til réttarstöðu trúnaðar í Læknalögum. Borgarfógeti fann hins vegar enga heimild í lögum til að veita ríkisendurskoðun beinan aðgang að gögnum heilsugæslu- stöðvarinnar með þeim hætti sem krafan hljómaði! Ég sé ákveðið réttaröryggi í nið- urstöðunni, en úrskurðurinn fjallaði ekki um kjama málsins. Niðurstað- an er engin lokaafgreiðsla málsins. Þú talar um sjúkraskrár sem trún- aðarmál og gefur því einhvern skilning, en segir síðan að það sé „fáránleg regla að sá trúnaður sé skálkaskjól fyrir lækna til að svindla á reikningum og hafa þannig fé af almenningi". Þú telur að meðferð sjúkraskýrslna á sjúkrahúsum sé slæm og að þar sé trúnaðurinn þverbrotinn og lýkur málsgreininni þannig: „ ... en skítt með sjúkling-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.