Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
Bandaríkin:
Lögreglan greiði
afbrotaunglingi
150.000 dollara
San Francisco, Reuter.
DÓMSTÓLL úrskurðaði á miðvikudag að unglingur, sem hafði sto-
Uð strætisvagni, fengi 150.000 dali (2,5 milljónir íslenskra króna)
bætur, þar sem lögreglumaður, sem elti hann eftir stuldinn, hefði
brotið á þegnréttindum hans með þvi að skjóta á hann.
Kviðdómur umdæmisdómstóls í
Bandaríkjunum dæmdi Davin Full-
Norður-írland:
Vopn ætluð
IRA gerð
upptæk
Belfast. Reuter.
NORÐUR-írska lögreglan
fann mikið magn vopna í
vöruflutningabfl, sem stöðv-
aður var í nágrenni Belfast,
á miðvikudagskvöld. Er
fundurinn einn sá mesti á
Norður-írlandi.
Talið er að vopnin hafi verið
ætluð hryðjuverkasveitum hins
ólöglega írska lýðveldishers,
IRA. I farminum voru meðal
annars sovézkar sprengjuvörp-
ur, 30 riflar og skammbyssur,
ásamt um 10.000 skothleðsl-
um.
Flutningabíllinn var með
frystiklefa og voru kassarnir,
sem vopnin voru falin í, merkt-
ir sem í þeim væri ijómaís.
Japan:
Æðruleysi og
grænmetisát
lengja lífið
Tókýó. Reuter.
EF fólk vill lifa í hundrað ár á
það að borða mikið af grænmeti
en gæta þó almennt hófs i matar-
æði, sofa nóg og láta hveijum
degi nægja sín þjáning.
Japanska líftiyggingafélagið
Sumitomo komst að þessari niður-
stöðu með því að rannsaka lífshlaup
636 manna, sem náðu 100 ára aldri
á síðasta ári. Það kom einnig fram
í könnuninni, að jafnvel þeir, sem
annars eiga ekki til langlífra að
telja, geta náð mjög háum aldri
með því að hafa það að reglu í lífínu
að neyta mikils grænmetis og sýna
um leið æðruleysi í dagsins önn.
er, 17 ára unglingi, þessar bætur
eftir að réttað hafði verið í máli
hans gegn lögreglustjóranum i San
Francisco, Steven Giickman. Lög-
fræðingar borgarinnar héldu því
fram í réttarhöldunum að lögreglu-
maðurinn hefði skotið í maga
Fullers vegna þess að hann hefði
haldið að unglingurinn, sem þá var
14 ára gamall, ætlaði að skjóta á
hann úr byssu. Lögfræðingur lög-
reglustjórans sagði að dómnum yrði
líklega áfrýjað.
Bókaburður
Reuter
Munkar í Tíbet bera 250 eintök af helgum bókum inn í Ganden-
klaustrið í Lhasa. Bækumar höfðu verið hafðar í vörzlu í Peking frá
árinu 1960 og þar til fyrir skömmu.
Fillipseyjar:
Dúfur fang-
elsaðar fyrir
fíkni-
efnasmygl
Manila. Reuter.
Fangaverðir í rammgerðasta
fangelsi Fillipseyja létu i gær til
skarar skriða gegn dúfum, sem
fangarnir höfðu þjálfað í frístund-
um sinum.
Fangelsun dúfnanna þykir í frá-
sögur færandi þar sem fangar höfðu
þjálfað þær í að smygla fíkniefnum
innfyrir múrana, sem enginn kemst
yfír nema fuglinn fljúgandi.
Að sögn Pablo Rosales, fangelsis-
stjóra, þjálfuðu fangamir dúfumar
og afhentu þær síðan vinum og
vandamönnum f heimsóknartíma.
Bögglar af fíkniefni voru síðan límdir
við fætur þeirra og flugu dúfumar
síðan til baka til fangelsisins. Þegar
upp komst um þessa iðju, sem mun
hafa verið stunduð nokkuð lengi, lét
Rosales menn sína stinga dúfunum
inn.
Thailenzk þota skotín nið-
ur á landamærum Laos
Veita Víetnamar Laosmönnum liðsstyrk?
Kuala Lumpur. Reuter.
THAILENZK orrustuþotu var skotin niður á landamærum Laos í
fyrrakvöld og fullyrti Siddhi Savetsila, utanríkisráðherra Thailands,
að Víetnamar hefðu skotið hana niður og væru þeir nú orðnir liðs-
menn Laosmanna i átökum þeirra og Thailendinga.
Siddhi sagði að það hefðu verið að stökkva innrásarmönnunum á
„vanir menn“ sem skutu þotuna
niður og fullyrti að Víetnamar væm
komnir með hersveitir til Laos.
Hann sagði að flugmaður þotunnar
hefði bjargast í fallhlíf.
Siddhi sagði ennfremur að Thai-
lendingar hefðu misst um 100 menn
í átökum, sem bmtust út á landa-
mæmm Thailands og Laos í ágúst
í fyrrasumar. Barist er um þijár
hæðir á afskekktu svæði og sagði
Siddhi að Thailendingar myndu
gera allt hvað þeir gætu „til þess
burt“. Hófu þeir loftárásir í þessu
skyni á mánudag, en þær höfðu
legið niðri í nokkrar vikur.
Þotan var af gerðinni F-5E og
er fullkomnasta bardagaflugvél,
sem thailenzki flugherinn hefur yfír
að ráða. Hún er gerð fyrir loft-
bardaga og sprengjuárásir. Að sögn
Chavalit Yongchaiyudh, yfírhers-
höfðingja landhers Thailands,
grandaði SAM-7 flugskeyti þo-
tunni.
Reuter
Thailenzk orrustuþota af gerðinni F-5E eða sömu tegundar og sú,
sem skotin var niður á landamærum Laos í gær.
Frakkland:
Færri bana-
slys í um-
ferðinni
París. Reuter.
ÞAÐ hefur verið undir hælinn
lagt hvort menn hafa sloppið
ómeiddir úr ökuferð í Frakklandi
og er svo að mörgu leyti ennþá.
Þó virðist barátta ríkisstjórnar-
innar fyrir bættri umferðar-
menningu ætla að bera árangur
þvi tölur sýna að umferðar-
óhöppum fer fækkandi þar í
landi.
Banaslys í umferðinni hafa verið
hlutfallslega langflest í Frakklandi
í allri Vestur-Evrópu. Þau vom hins
vegar færri í fyrra en undanfarin
27 ár og hafði fækkað um 10,1%
frá fyrra ári. Biðu 9.855 manns
bana í umferðinni í fyrra og er það
í fyrsta sinn á 27 ámm, sem þau
em innan við 10 þúsund á ári.
Bretland:
Ný lög- um fóstureyðingu
til umfjöllunar í þinginu
NEÐRI deild breska þingsins greiddi 22. janúar sl. atkvæði um
nýtt fóstureyðingafrumvarp þar sem lagt er tfl að fóstureyðing-
ar verði ekki leyfðar eftir 18 vikna meðgöngu nema líf móður
liggi við eða ef fóstrið er af einhverjum orsökum vanskapað.
Frumvarpið er lagt fram af þingmanni Fijálsiynda flokksins,
David Alton, og var samþykkt eftir aðra umræðu með 45 at-
kvæða mun.
Síðustu tvo áratugi hafa lög
um fóstureyðingar verið rýmkuð
í flestum löndum Evrópu. Virðist
sumum að frumvarpið sem Neðri
deild breska þingsins samþykkti
á dögunum og vísaði til nefndar
sé skref afturábak. Af 650 þing-
mönnum greiddu 547 atkvæði.
296 þingmenn studdu frumvarpið
en 251 var á móti. 25 konur tóku
þátt í atkvæðagreiðslunni um
fóstureyðingarfrumvarpið en 41
kona situr á breska þinginu.
Ákvæði eldri laga
Eldri löggjöfín um fóstureyð-
ingar í Bretlandi var frá árinu
1967 og lá vel við höggi sökum
formgalla. Fóstureyðingar voru
leyfðar samkvæmt gömlu lögun-
um þar til kona hafði gengið með
í 28 vikur. í þeim var ekki gerður
greinarmunur á aðstæðum, aldri
eða andlegu ástandi mæðranna.
Eitt skyldi yfír allar mæður og
öll börn ganga. Samkvæmt nýja
frumvarpinu má ekki framkvæma
fóstureyðingu eftir 18. viku með-
göngu nema líf móður sé í hættu
eða að læknir staðfesti að fóstrið
sé vanskapað.
Heitar umræður urðu á breska
þinginu við afgreiðslu frumvarps-
ins. í þeim kom fram að þeir
þingmenn sem studdu frumvarp
Altons nú eru ekki allir tilbúnir
að styðja það við þriðju og síðustu
afgreiðslu nema til komi breyting-
ar og rýmkun þeirra ákvæða sem
fjalla um undanþágur frá 18 vikna
reglunni, eða lenging tímans úr
18 í 22 vikur.
í nefnd
Nýja frumvarpið verður nú tek-
ið til umfjöllunar af þingnefnd,
sem væntanlega gerir tillögur um
breytingar á því. Síðan verður það
borið upp í þriðja sinn og greidd
um það atkvæði í Neðri deildinni
eftir 2-3 mánuði.
Margir þingmenn létu í ljós þá
skoðun sína að þessi nýju lög
mismunuðu konum eftir stétt og
aldri þar sem í þeim er ekki getið
um að undanþágur verði veittar
frá 18 vikna reglunni af félagsleg-
um orsökum. Tóku þingmenn sem
dæmi að unglingsstúlkur sem ekki
þora að láta foreldra sína vita af
þungun fyrr enn þær eru neyddar
til, geti geymt það fram yfír 18
vikur og fái því ekki fóstureyðinu.
Einnig telja þeir sem eru hlynntir
þvi að fóstureyðingar séu tengdar
félagslegum aðstæðum að efna-
litlar konur, sem í Bretlandi verða
oft að bíða margar vikur eftir
plássi á sjúkrahúsi, verði með
hinni nýju löggjöf útilokaðar frá
fóstureyðingum. Konur í hópi
þingmanna bentu á að konur sem
orðið hafa þungaðar við nauðgun
ættu í öllum tilfellum að fá fóstu-
reyðingu ef þær vildu, jafnvel eftir
að 18 vikur væru liðnar af með-
göngu.
Nokkrir þingmenn lýstu þeirri
skoðun sinni að 18 vikna tíma-
mörkin væru úr lausu lofti gripin.
Og að lögin settu konum allt of
þröngar skorður. Bent var á að
konur sem ekki eru hæfar til að
ala upp böm en verða þungaðar
geti ekki gert sér grein fyrir
ástandi sínu og aðrir geri það ef
til vill ekki fyrr of seint miðað við
að fóstureyðingar séu ekki leyfðar
eftir 18. viku meðgöngu.
Hefðu þessi nýju lög verið í
gildi árið 1986 hefðu 8.000 fóstu-
reyðingar af 172.000 ekki verið
framkvæmdar (það jafngildir
4,65% fækkun fóstureyðinga það
árið). Athugun var gerð á þjóð-
emi 8.276 kvenna sem fengu
fóstureyðingu árið 1986, í ljós
kom að 3.461 kona (um 36%) var
af lituðum kynstofnum. Þess má
geta að á breska þinginu sitja
þrír svertingjar, þar af er ein
kona.
(The Economiat og The Inde-
pendeni)