Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Bj ami Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, James Webb flotamálaráðherra Bandarikjanna og Nicholas Ruwe sendiherra Bandaríkjanna á íslandi eftir fund ráðherranna í forsætisráðuneytinu. James Webb flotamálaráðherra í stuttri lieimsókn: Rætt um varnarsamstarf JAMES Webb flotamálaráðherra Bandaríkjanna átti i gær við- ræður við Þorstein Pálsson forsætisráðherra og Steingrím Hermannsson utanrikisráðherra í stuttri heimsókn hingað til lands. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér starfsemi varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Þorsteinn Pálsson sagði eftir fund sinn með Webb að þeir hefðu rætt um vamarsamstarf íslands og Bandarfkjanna, um stöðu og hlutverk vamarliðsins og vamar- samvinnuna innan Atlantshafs- bandalagsins, meðal annars umsvif Sovétmanna á norður- höfum. „Ég ræddi um það við Webb að við íslendingar legðum áherslu á að kjamorkuvopnum flölgaði ekki í hafinu hér í kring- um okkur um leið og þeim fækkaði í Evrópu. Var ékki ágreiningur á milli okkar um það,“ sagði Þorsteinn. Sjá frétt á bls. 24 O’Connor kardínáli meðal erlendra gesta við biskupsvígsluna UM 70 erlendir gestir verða viðstaddir vigslu kaþólska biskupsins á laugardag. Meðal þeirra verða John O’Connor kardináli í New York, Lemaitre sendiherra páfa á Norðurlöndum, Virschuem biskup í Helsinki, og Grand biskup í Noregi. Búist er við að 20 til 30 erlendir prestur árið 1945, biskup árið 1979, prestar víðs vegar að úr heiminum verði viðstaddir vígsluna, sem hefst klúkkan 10.30 á laugardag. John O’Connor kardínáli kemur hingað til lands á laugardagsmorgun og áætlað er að hann fari samdægurs af landi brott. John O’Connor kardínáli er fædd- ur árið 1920. Hann var vígður erkibiskup í New York árið 1984 og varð kardínáli árið 1985. Hann gerðist prestur í bandaríska flotan- um árið 1952 og hlaut flotaforingja- tign fyrir framgöngu sína í Kyrrahafs- og Atlandshafsflota Bandaríkjanna. Embætti kardínála í New York er eitt hið valdamesta í kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjun- um og raunar um allan heim. Iðnaðarráðherra um viðskiptin við Sovétríkiii: Kannað hvernig rétta megi viðskiptahallann — mætti fækka í sovéska sendiráðinu Viðskiptaráðherra: Frumvörp um fjármagns- markaðinn á lokastigi JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær að nú væri verið að ljúka smíði á frumvörpum um fjár- magnsmarkaðinn utan bankanna. Tilgangur þeirra væri að tryggja hagsmuni viðskiptavina og betri hagstjórn en ekki kæfa fjármagns- markaðinn i fæðingu, sagði ráðherrann. markaðurinn vissulega," sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra. FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráð- herra sagði í fyrirspumartíma á Alþingi í gær að verið væri að safna upplýsingum til að kanna hvernig mætti jafna halla á við- skiptum við Sovétríkin. Auka þyrfti útfiutning þangað eða draga úr innflutningi. Með minnk- andi viðskiptum taldi hann að vart yrði annað séð en að fækka mætti í starfsliði sendiráðs Sov- étríkjanna bér á landi. Iðnaðarráðherra sagðist hafa beð- ið viðskiptaráðherra um að tína saman upplýsingar um viðskipti ís- lands og Sovétríkjanna í því skyni að þær gætu skapað grundvöll fyrir því að kannað verði hvort jafna mætti þann „gífurlega halla" sem nú væri á viðskiptum við Sovétríkin. Það hlyti að vera augljóst verkefni íslenskra stjómvalda að auka út- flutning til Sovétríkjanna eða draga saman innflutning þaðan og beina þeim inn á þær brautir sem skapað gætu viðskiptasambönd fyrir ís- lenskan útflutning. Ætla mætti að hinn mikli fjöldi sovéskra starfsmanna í sendiráðinu hér á landi væri skýrður með miklum viðskiptum milli landanna, sagði iðn- aðarráðherra. Með minnkandi viðskiptum yrði vart annað séð en að fækka mætti í starfsliði sendi- ráðsins. Viðskiptaráðherra sagði að á veg- um ríkisstjómarinnar væri nú verið að ljúka smíði á frumvörpum um fjármagnsmarkaðinn utan bank- anna. Þessi framvörp væra samin í samræmi við stefnuyfirlýsingu stjómarinnar og reyndar boðuð með stefnuræðu forsætisráðherra. í þess- um framvörpum væra ákvæði um starfsemi verðbréfasjóða og fjár- mögnunarfyrirtækja, um afborgun- arviðskipti og greiðslukort. Viðskiptaráðherra sagði að þessi framvörp myndu fela í sér tiliögur um að þessi nýju fyrirtæki hefðu í fyrsta lagi lágmarksstofnfé, í öðra lagi að krafist yrði nafnskráningar allra þessara viðskipta, í þriðja lagi að skattskylda þeirra yrði samræmd, í fjórða lagi að áskilið yrði starfs- leyfi, í fimmta lagi að reiknings- og upplýsingaskylda til bankaeftirlits- ins yrði skýrt áskilin, að í sjötta lagi yrðu þessum fyrirtækjum settar lausaflárkvaðir og í sjöunda lagi að tryggt yrði að óháðar ákvarðanir væra teknar um kaup og sölu verð- bréfa þessara sjóða. „Þessari löggjöf er ætlað að tryggja hagsmuni viðskiptavinanna og betri hagstjóm í landinu. En þessi frumvörp era ekki til þess hugsuð að kæfa í fæðingu nýjabram í okkar atvinnulífi, því það er fjármagns- Grennslast fyrír um danskt flutningaskip: Fór frá land- ínu í leyfísleysi Erlend þátttaka á fjármagnsmarkaðnum? Róttækasta leiðin til bankasamkeppni, segir ráðherra bankamála í þingræðu „íslenzka bankakerfið er óhagkvæmt sem kemur fram i þvi að vaxtamunur virðist almennt vera meiri hér á landi en i nágrannalönd- um. Með minni afskiptum rikisins af rekstri banka og samruna banka og sparisjóða i færri og öflugri lánastofnanir er von til þess að vaxta- munur minnki,” sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, i umræðum á Alþingi í gær. „Róttækasta leiðin til þess að tryggja samkeppni í slíku banka- kerfi og þar með aðhald að vaxta- mun er að leyfa erlendum fjármála- stofnunum starfsemi hér á landi í gegnum umboðsskrifstofu eða með þátttöku í íslenzkum hlutaflárbönk- um, sagði Jón. „Þetta er í raun eina skynsama leiðin,“ sagði ráðherra, „til að gera hvorttveggja í senn, bæta ávöxtun sparifjár í bönkum og stuðla að lækkun útlánsvaxta." Sjá nánar á þingsiðu blaðsins i dag. DANSKA flutningskipið Katrine, sem SOdarverksmiðjur ríkisins höfðu leigt tíl að flytja loðnumjöl frá Siglufirði, fór frá landinu i gær áleiðis til Bretlands án þess að taka farminn á Siglufirði og án þess að tílkynna það tU toll- gæslunnar eins og lög mæla fyrir um. Hvorki skipstjóri né útgerð hafa gefið skipamiðiaranum skýringu á ferðum skipsins. Danska skipið kom með bíla til Keflavíkur og Hafnafjarðar í síðustu viku en hreppti slæmt veður á leiðinni til Siglufjarðar og lá í Aðalvík frá því aðfaranótt laugar- dags. Skipamiðlarinn hafði síðast samband við skipið á miðvikudags- morgun þar sem það lá í Aðalvík en eftir það svaraði skipstjórinn ekki kalli hans. Var farið að óttast um skipið og hafin eftirgrennslan. Það svaraði ekki kalli, en sjómaður varð var við það á suðurleið í fyrradag. Einnig töldu menn sig hafa séð það út af Gróttu í gærmorgun. Slysavamafé- laginu tókst að lokum að komast í samband við skipið síðdegis í gær með telexskeyti í gegn um Dan- mörku. Tilkynnti Katarina sig þá 30 sjómflur vestur af Vestmanna- eyjum, eða undan Stokkseyri, á leið til Bretlands, og neitaði að snúa við. Spurt og svaraðum skattaog nýju hús- næðislánin MORGUNBLAÐIÐ mun á næstunni gefa lesendum sinum kost á að fá svarað á síðum blaðsins spumingum um nýju húsnæðislánin. Jafn- framt mun blaðið að veqju aðstoða fólk við gerð skatt- framtala með því að leita svara við spumingum þess um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt um umsjónarmann við- komandi þátta. Hann tekur spumingarnar niður og kemur þeim til embættis ríkisskatt- stjóra og Húsnæðisstofnunar ríkisins. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. í dag JBorflunblnbiti JRorönnblnbit) Aldur& bameign

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.