Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Pólskur sendi mað- ur fiúði Stokkhólmi. Reuter. PÓLSKUR sendiráðsmaður í Svíþjóð bað í gær um hæli í landinu sem pólitískur flótta- maður. Þótt ekki sé liðinn nema mánuður af árinu hafa tveir pólskir sendimenn nú þegar beðið um hæli í Svíþjóð. í síðasta mánuði var um að ræða aðstoðarræðismann Pólveija en nú annan sendiráðsritara, Ma- rek Lewicki að nafni. Gaf hann sig fram við útlendingaeftirlitið ásamt konu sinni og fimm ára gömlum syni. Danmörk: Reyklaust á ríkis- skrifstofum Kaupmannahöfn. Frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. Á danska þinginu virðist nú vera meirihluti fyrir að banna reykingar á opinberum skrif- stofum og í öðru húsnæði ríkisins. Agnethe Laustsen, heilbrigðisráðherra, segist hafa gengið úr skugga um þetta og ætlar að nota sér lagið með lagafrumvarpi. Ef allt gengur eftir mun rofa til á skrifstofun- um í júlí á sumri komanda. Fram að þessu hafa öll frum- vörp um reykingabann verið felld á danska þinginu. Sovétríkin: Hlutabréfa- viðskipti? Moskvu. Reuter. Sovéskur dálkahöfundur, sem skrifar einkum um efna- hagsmál, hefur lagt til, að sovésk fyrirtæki gefi út hluta- bréf til að auðvelda endumýjun og aukna Qárfestingu. Níkolaj Shmelov heitir hann og vakti nokkra athygli á síðasta ári þegar hann sagði, að lands- menn ættu að sætta sig við þótt einhverjir væru atvinnu- lausir um tíma. Sagði Shmelov í grein í vikublaðinu Moskvutí- ðindum, að mikið fé væri á lágum vöxtum á sparireikning- um á sama tímá og iðnaðuriijn byggi við íjármagnsskort. Úr því gætu mörg fyrirtæki bætt með því' að selja hlutabréf í rekstrinum. Rúblur verði gjaldgengar Davos. Reuter. Sovétmenn stefna að því, að rúblan verði tekin góð og gild í alþjóðlegum viðskiptum og er það liður í þeim endurbótum, sem unnið er að í efnahagslíf- inu. ívan ívanov, varaformaður í nefnd, sem Qallar um efna- hagsleg samskipti við aðrar þjóðir, sagði á ráðstefnu, sem nú er haldin í Davos í Sviss um alþjóðleg efnahagsmál, að verið væri að skera niður skriffínnsk- una í Sovétríkjunum og laga efnahagslífið að nánari sam- vinnu við vestræn fyrirtæki. Til að gera rúbluna gjaldgenga yrðu stjómvöld þó fyrst að ná betri tökum á framleiðslunni og peningaframboðinu. Bandaiískt efnahagslíf: Reuter Bosco Matamoros talsmaður kontra-skæruliða hét því f gær að halda áfram baráttunni við sandinista þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í Bandaríkjaþingi. Bandaríkjaþing hafnar beiðni Reagans um aðstoð: Verðum að láta reyna á friðarvilja sandínista - segir Jim Wright forseti fulltrúadeildarinnar Washington. Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings hafnaði i fyrrakvöld beiðni Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta um 36,25 miljjóna dala aðstoð við kontra-skæru- liða í Nicaragua. Atkvæði féllu þannig að 219 voru á móti beiðn- inni en 211 samþykktu hana. Öldungadeildin átti að greiða atkvæði um beiðnina i gær en sú atkvæðagreiðsla skiptir i raun ekki máli því samþykki beggja deilda þurfti til að beiðni forsetans næði fram að ganga. Leiðtogar demókrata í þinginu fögnuðu niðurstöðum atkvæða- greiðslunnar ákaft og sögðu að stuðningur forsetans við kontra hefði verið brotinn á bak aftur. Tony Coelho fulltrúadeildarþing- maður demókrata frá Kalifomíu sagði að lokinni atkvæðagreiðsl- unni: „Stefna forsetans gagnvart kontra-skæruliðum hefur beðið ósigur. Við höfum haldið út á nýja braut og framtíð Mið-Ameríku mun nú ráðast við samningaborðið en ekki á vígvellinum." Undir lok 12 klukkustunda umræðu um beiðni forsetans sagði Jim Wright forseti fulltrúadeildarinnar. og þingmaður demókrata: „í séx ár hefur stjómin stutt, stjómað, hald-. ið við og vígvætt herlið. Þessi herskáa stefna hefur ekki fært okkur neinn árangur." Hann bætti því við að engin trygging væri fyrir því að afstaða þingsins leiddi til þess að Daniel Ortega forseti Nicaragua kæmi friði og lýðræði á í landinu, „en við verðum að láta reyna á það“. Leiðtogar kontra sögðust myndu halda áfram baráttunni við sandín- istastjómina. Bosco Matamoros talsmaður þeirra sem staddur er í Hondúras sagði meðal annars: „Við mun beijast áfram uns lýð- ræði kemst á í Nicaragua. Hann sagði að eitthvað væri eftir af þeim 100 milljón dölum sem kontramir fengu á síðasta ári frá Bandaríkja- mönnum. Síðar í þessum mánuði verða greidd atkvæði um mála- miðlunartillögu demókrata en í henni felst að kontra-skæruliðum verði veitt aðstoð, önnur en hem- aðarleg. Carlos Tunnermann sendiherra Nicaragua hjá Sameinuðu þjóð- undaum sagði að atkvæðagreiðsl- an hefði verið „sigur réttlætisins og skynseminnar“. Talsmenn ríkisstjómarinnar sögðu að atkvæðagreiðslan hefði verið mikil vonbrigði og samráð yrði nú haft við stuðningsmenn stjómarstefnunnar í þinginu um hvað gera skyldi. í yfirlýsingu frá Marlin Fitzwater talsmanni ríkis- stjómarinnar var gefíð í skyn að fylgismenn Reagans myndu freista þess að útvega kontra-skæraliðum fé 5 gegnum önnur framvörp á þingi. „Við eram vonsviknir yfír því að fulltrúadeildin samþykkti ekki að halda áfram þrýstingi á sandínista á meðan friðaramleitan- ir standa yfír,“ sagði í yfírlýsing- unni. Vaxandi eftirspurn eykur trú á hag’vöxt Washington. London. Reuter. EFTIRSPURN og pantanir á bandarískri framleiðsluvöru juk- ust um 2,5% í desember sl. og hefur það vakið vonir manna um að lítið verði af efnahagslegum samdrætti á árinu eins og margir höfðu spáð. í desember jukust pantanir á bandarískri vöru um 2,5% og 2,7% ef framleiðsla fyrir herinn er undan- skilin en í nóvember hafði aukningin aðeins verið 0,1%. Segja Sérfræðing- ar, að aukin eftirspum erlendis vegna lágs gengis á dollaranum virð- ist ætla að tryggja áframhaldandi hagvöxt á þessu ári en margir hag- fræðingar hafa verið að segja fyrir um nokkum samdrátt, að minnsta kosti framan af. Á síðasta ári hefur því eftirspum eftir bandarískum vamingi aukist um 7,3% en dróst aftur á móti saman um 0,6% 1986. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nú, að áhrif verðhrunsins í október verði miklu minni en um tíma var óttast og spáir því, að hagvöxtur í helstu iðnríkjunum verði 2,5% til jafnaðar, ekki 2,6% eins og hafði verið spáð. Þá kemur fram í endur- skoðaðri spá hans, að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott því að með verðhraninu hafí verðbólguþrýstingur í iðnríkjunum minnkað. Dollarinn styrktist nokkuð í sessi í gær og var það meðal annars rak- ið til orðrómsins_ um kjamorkuslys í Sovétríkjunum. í Wall Street hækk- uðu hlutabréf í verði vegna vaxta- lækkunar vestra en í London hafði vaxtahækkun öfug áhrif á gengi þeirra þar. í kauphöllum á meginl- andi Evrópu var almennt nokkur hækkun. Starf varnarliðsins lífsnauðsynlegt fyrir Atlantshafsbandalagið - segir James Webb, flotamálaráðherra Bandaríkjanna JAMES H. Webb, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær-.að eftirlit varnarliðsins í Keflavik með kafbátaferðum Sovétmanna í nágrenni við landið væri sérlega mikilvægt fyrir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og að ekki yrði annað séð en svo yrði áfram um ókomná tíð. Webb, sem tók við embætti flotamálaráðherra í apríl á síðasta ári af John Lehman, kom hingað til lands á miðvikudagskvöld og var tilgangurinn með förínni fyrst og fremst sá að kynna sér starfsemina i Keflavík. Heim- sókn Webbs lauk í gær en hann átti að auki viðræður við Þorstein Pálsson forsætisráðherra og Steingrím Hermannssson utanrikisráð- herra og snerust umræður þeirra eihkum um varaarsamstarf íslands og Bandaríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Webb hvort hann gæti stað- fest fréttir frá Noregi þess efnis að Sovétmenn hefðu nú komið stýri- flaugum með kjamorkuhleðslum fyrir í Yankee-kafbátum sínum á Noregshafi sem áður hefðu verið búnir langdrægum lq'amorkueld- flaugum. I frétt Reuters-fréttastof- unnar frá því á miðvikudag var þetta haft eftir Johan Jorgen Holst, vam- armálaráðherra Noregs, og mun ráðherrann hafa sagt þetta vera bein viðbrögð við samkomulagi risa- veldanna um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga á landi. „Ég get ekki tjáð mig beint um þetta mál. Ég vil hins vegar leggja áherslu á að tilgangurinn með veru vamarliðsins hér á íslandi er sá að halda uppi vömum og eftirliti vegna þeirrar ógnunar sem stafar af kafbátum Sovétmanna," sagði Webb. „Það er af þessum sökum sem það starf sem hér fer fram er lífsnauðsynlegt fyrir Atlantshafs- bandalagið," bætti hann við. Óbreytt hlutverk Webb sagði að mikilvægi þessa þátt- ar í sameiginlegum vömum Atlants- hafsbandalagsins væri óbreytt og kvað ekki tímabært að ræða hvort hlutverk vamarastöðvarinnar í Keflavík myndi breytast til að mynda ef risaveldin gerðu með sér samning um fækkun langdrægra kjamorku- eldfíauga. Kvað hann það sama eiga við um hugleiðingar manna um að NATO-ríkin hygðust bæta sér upp missi bandarískra kjamorkuvopna í Evrópu með því að fjölga eldflaugum um borð í skipum og kafbátum. Benti hann á að samningur risaveld- anna hefði enn ekki verið staðfestur í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vigvæðing Sovétmannna i Asíu í ræðu sem James Webþ hélt ný- lega í Washington og vakti nokkra athygli varð honum tíðrætt um gríðarlega vigvæðingu Sovétmanna. í Asíu og hugsanleg viðbrögð her- afla Bandaríkjamanna við henni. Blaðamaður kvaðst sakna þess að hvergi væri minnst á vígvæðingu Sovétmanna á norðurslóðum, eink- um og sér í lagi á' Kóla-skaga, og spurði hvort ekki yæri nærtækara og brýnna að huga að og bregðast við henni. „Ég vil ekki leggja hlut- fallslegt mat á hvort hættan er meiri á norðurslóðum eða í Asíu því hemaðarleg ógnun fer eftir því sem gerist á hinu pólitiska sviði. í ræðu minni var ég ekki að reyna að draga úr mikilvægi þess að halda uppi við- búnaði á norðurslóðum," sagði Webb og ítrekaði aftur mikilvægi vamar- stöðvarinnar í Keflavík í þessu samhengi. Framlög NATO-ríkja til varnarmála Ráðherrann kvaðst í ræðu þessari hafa verið að hvetja til þess að stað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.