Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 . 51 íHémR FOLX ■ TOMMY Docherty sem einu sinni var framkvæmdastjóri Man- chester United var í gær rekinn frá AJtrincham sem leikur utan deilda í Englandi. Hann hafði að- eins starfað hjá félaginu í 4 mánuði. Docherty var hæst launaðasti stjórinn utan deilda í Englandi og var ráðinn til að koma liðinu í 4. deild. Þess má til gamans geta að þetta var 13. liðið sem Docherty stjómar. Hin liðin voru: Chelsea, Rotherham, Q.P.R. tvisvar, Aston Villa, Hull, Manchester United, Derby, Preston, Wolves, Porto, Sydney Olympic og skoska lands- liðið. ■ JOHN McEnroe hefur ákveð- ið að hætta við að taka þátt í tveimur mótum í Evrópu í febrúar. McEnroe hefur ekki keppt á móti síðan í september, en þá var hann dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir slæma framkomu á opna bandaríska meistaramótinu. McEnroe ætlaði að taka þátt í mótum f Lyon í Frakklandi og Mílanó á Ítalíu, en hætti við vegna meiðsla í baki. ■ BRIAN Clough er ofarlega á óskalista velska knattspymusam- bandsins sem næsti landsliðsþjálf- ari, en sem kunnugt er var Mike England rekinn í fyrradag. Maurice Roworth stjómarformað- ur Nottingham Forest sagði í gær að það væri ómögulegt fyrir Clo- ugh að taka að sér að þjálfa landslið Wales, hann hefði einfaldlega ekki tíma til þess. „Ef að til væri stéttar- félag framkvæmdastjóra þá þyrfti ég örugglega að gefa skýringar á ótrúlegri vinnu Clough hjá Forest, en hann er hér öllum stundum". HRIVER Plata stórliðið frá Arg- entínu hefur mikinn áhuga á að ráða þjálfara Atletico Madrid, Ces- ar Menotti. Liðinu hefur ekki gengið mjög vel síðan það sigraði f keppninni um Suður-Ameríku bik- arinn 1986. Forseti liðsins, Hugo SantiIIi sagði að Menotti gæti tek- ið við af núverandi þjálfara River Plata, Carlos Griguol f júní. Sant- ilU var á ferð á Spáni í vikunni þar sem hann ræddi við Menotti, en gerði honum ekki formlegt tilboð. Menotti er mjög vinsæll í Arg- entínu en hann þjálfaði landsliðið þegar það sigraði í Heimsmeist- arakeppninni 1978. I BORIS Becker, v-þýski tenn- isleikarinn, tapaði í gær máli er hann höfðaði á hendur útgefanda í Frankfurt. Sá hafði notað mynd af Beckerj án leyfís á forsíðu bók- ar. Dómarinn í málinu sagði að Becker væri „almenningseign" og gæti því ekki kært nema myndir af honum væru notaðar til auglýs- inga. UÍÞRÓTTIR og augtýsingar er yfirskriftin á ráðstefnu sem haldin verður í lok febrúar á vegum ÍSÍ. Meðal umræðuefna verða: Auglýs- ingamarkaðir íþróttafélaga og samtaka þeirra, hagur fyrirtækja af samstaifí við íþróttahreyfínguna og íþróttir og landkynning. Ráð- stefnan er ætluð forsv.arsmönnum íþróttafélaga og samtaka þeirra, forsvarsmönnum fyrirtækja, bæja- og sveitarfélaga, þeim sem starfa af ferðamálum og öðrum þeim sem áhuga hafa á efni ráðstefnunnar. I AÐALFUNDUR knatt- spymudeildar Víkings verður haldinn fímmtudaginn 11. febrúaar í félagsheimili Víkings við Hæðar- garð kl. 20. Dagskrá: Veiýuleg aðalfundarstörf og stjórnarkjör. ■ GLÍMUSAMBAND íslands stendur fyrir fyrsta axlartakamót- inu, sem haldið hefur verið á íslandi 14. febrúar í íþróttahúsi Kennara- háskólans. Þar mun skoskur dómari mæta og verða yfírdómari. Mótið er opið öllum félögum innan ÍSÍ. KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN Keflvíkingar afturá sigurbraut - „Kominn tími til að snúa dæminu við," sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari ÍBK, eftir sigurinn gegn Val „STRÁKARNIR lögðu allt sitt í leikinn og uppskeran var eftir því“, sagði Gunnar Þorvarðar- son þjálfari ÍBK eftir sigurinn gegn Valsmönnum í gærkvöldi. „Það var þægileg tilfinning að sigra, okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum, tapað tvívegis fyrir UMFN og síðan fyrir Hauk- um í Hafnarfirði um síðustu helgi. Því var kominn tími til að snúa dæminu við,“ sagði Gunnar ennfremur. Keflvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fljót- lega þægilegri stöðu sem þeim tókst að halda nær allan leikinn. Vals- menn náðu öðru Bjöm hvoru að saxa veru- Biöndal iega á forskotið, en skrífar skorti ávallt herslu- muninntil aðjafna. „Okkur hefur gengið illa að komast í gang í leikjum okkar'í vetur og það sannaðist enn í þessum leik. Keflvíkingar náðu að skora 14 stig á 5 mínútum í byijun á meðan ekk- ert gekk hjá okkur. Og síðan endurtóku þeir leikinn aftur í síðari hálfleik. Ekki hjálpaði það svo uppá sakimar að við lentum í villu vand- ræðum og gátum því ekki beitt okkur sem skyldi," sagði Steve Bergman, þjálfari Vals. Lið Keflvíkinga var ákaflega jafnt að þessu sinni, Sigurður Ingimund- arson lék vel í fyrri hálfleik og sömu sögu er að segja um þá ólaf Gott- skálksson, Jón Kr. Gíslason og Guðjón Skúlason. Magnús Guð- fínnsson var mest áberandi í síðari hálfleik. Tómas Holton var bestur í Valslið- inu ásamt þeim Svala Björgvins- syni, Jóhanni Bjamasyni og Leifí Gústafssyni. Torfi Magnússon var óvenju daufur og varð að yfrgefa völlin með 5 villur ásamt Þorvaldi Geirssyni í síðari hálfleik. IBK - VALUR 72 : 66 Íþróttahú8ið í Keflavík, úrvalsáeildin í körfuknattleik, fímmtudaginn 4. febrú- ar 1988. Gangur leikains: 8:0, 14:6, 18:12, 18:17, 22:17, 27:21, 33:24, 33:31, 39:35, 49:40, 52:46, 56:51, 62:54, 68:61, 69:61, 72:66. Stig ÍBK: Magnús Guðfínnsson 13, Jón Kr. Gíslason 11, Guðjón Skúlason 10, Sigurður Ingimundarson 10, Hreinn Þorkelsson 8, ólafur Gottskálksson 8, Axel Nikulásson 6, Gylfí Þorkelsson 4, Falur Harðarson 2. Stig Vals: Tómas Holton 20, Svali Björgvinsson 11, Jóhann Bjamason 9, Leifur Gústafsson 9, Torfí Magnússon 5, Bjöm Zoega 5, Þorvaldur Geirsson 4, Einar ólafsson 3. Áhorfendur: 210 Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Schewing og dœmdu vel. Tveir leikir íkvöld í kvöld verða tveir leikir f Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Þór og Grindavfk mætast á Akureyri og Breið- blik og Njarðvfk leika f Digranesi. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Morgunblsðið/Einar Falur Slgurður Inglmundarson skorar gegn Val f gærkvöldi. Torfí Magnússon kemur engum vömum við. FRJÁLSÍÞRÓTTIR /landsliðsmál Guðmundur Karlsson ráðinn landsliðsþjálfari - Fyrsti landsliðsþjálfari FRÍ í fullu starfi „STARFIÐ er spennandi, þó starfssviðið sé óljóst. Við eig- um mikið af góðum mönnum, sem ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af, en mikllvægara er að hugsa um aðra lands- liðsmenn, fylgjast vel með æfingum þeirra og reyna að jafna árangur landsllðsins I heild," sagði Guðmundur Karlsson við Morgunblaðið f gærkvöldi skömmu eftir að hann var ráðinn iandsliðs- þjálfari Frjálsfþróttasam- bands íslands. Fjórir sóttu um stöðuna, en stjórnin ákvað einróma að ráða Guð- mund. Guðmundur er 24 ára, stundar nám við íþróttaskólann I Köln í Vestur-Þýskalandi og lýkur því í vor. Hann á að hefja störf hjá FRÍ 1. maí og er ráðinn til áramóta til að byija með. „Frjálsíþróttasambandið hefur ekki haft landsliösþjálfara á laun- um f fullu starfí, en ljóst er að Quðmundur Karlsson ftjálsíþróttahreyfíngin hefur þörf fyrir nýtt blóð. Guðmundur hefur lítið þjálfað sjálfur, en hefur stundað frjálsíþróttir frá blautu bamsbeini, er marg reyndur keppnismaður og hefur góða menntun. Starfssvið hans hefur ekki endanlega verið mótað, en hann kemur til með að hafa yfír- umsjón með öllu sem við kemur landsliðsmáium og starfa að út- breiðslu-, fræðslu- og unglinga- málum. Hann mun fylgjast með landslið8mönnum, sjá til þess að þeir hafí þjálfara og aðstoða þá eíns og þörf er á,“ sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, við Morgunblaðið í gærkvöidi. Guðmundur æfði áður spjótkast, en hefur að undanfömu lagt áherslu á sleggjukast. Hann ógn- aði ísla^Hameti Erlends Valdi- marssonar (60,74 m) í lánd- skeppni við Lúxemborg í haust og kastaði lengst 60,34 m. Aðrir sem sóttu um stöðuna voru André Reas, Ólafur Unnsteinsson og Stefán Jóhannsson. KÖRFUBOLTI „Gamanaðspila afturmeð landsliðinu“ -segir Pétur Guðmundsson EINS og Morgunblaðið sagði frá f gær er miklar Ifkur á þvf að Pétur Guðmundsson, leik- maður með San Antonio Spurs f NBA-deildinni verði löglegur á næsta ári með fslenska landsliðinu. Stjórn FIBA hefur lagt fram breytingartillögu fyrir heimsþingið f aprfl og ef hún verður samþykkt verður Pétur að öllum Ifkindum löglegur á næsta ári. Það væri gaman að spila aftur með landsliðinu, en ég átti ekki von á að fá tækifæri til þess,“ sagði Pétur Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég verð þó að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með landsliðinu síðustu ár og veit ekki einu sinni hver er þjálf- ari. Ég hef ekki spilað með landsliðinu síðan 1981 í C-keppninnl f Sviss og ég er býsna hraeddur um að ég þekki ekki strákana sem eru í liðinu. Það er þó ekki gott að finna tfma því keppnistfmabilið er nyög langt hér í NBA-deildinni og þar af leið- andi er ég ekki laua nema örfáa mánuði á ári, en það væri gaman að vera með.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.