Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
37
Aslaug Guðjóns-
dóttir - Minning
Fædd 15. september 1903
Dáin 29. janúar 1988
Amma á Snorró eins og við
krakkamir kölluðum hana því
lengst af bjó hún á Snorrabraut 34.
Það var því sjaldnast farið í bæinn
öðruvísi en að koma við hjá ömmu
en þangað var alltaf gott að koma,
amma var mjög jákvæð og hress
og naut lífsins þó ekki hafi það allt-
af verið dans á rósum, hún var
aðeins 36 ára þegar hún varð ekkja
með þijár litlar dætur og nýbúin
að festa kaup á íbúð en amma var
dugnaðarforkur og tóks að halda
íbúðinni. Hennar stolt var að bjarga
sér og sínum og skulda engum
neitt. Sem bam minnist ég jólanna
að amma var svo spennt að gefa
okkur bamabömunum gjafimar að
vart mátti á milli sjá hvort hún eða
við vorum spenntari. Amma var
mjög heilsuhraut og vann úti til 72
ára aldurs, lengst hjá Nóa Síríus.
En fyrir þremur ámm veiktist hún
en náði sér furðu vel, en það var
mjög erfitt að vita hvemig henni
leið þvf það var ekki hennar að
kvarta.
Við áttum margar ánægjustundir
nú síðast um jólin þegar allir dáð-
ust að hvað hún leit vel út. Blessuð
sé minning elskulegrar ömmu
minnar, Áslaugar.
Áslaug Sigurðardóttir
Elsku langamma er dáin. Við
munum alltaf minnast hennar, það
var gott að fá að bíða hjá henni á
Snorrabrautinni þegar mamma
þurfti að skreppa í búðir, amma
átti alltaf eitthvert góðgæti að
stinga upp í okkur. Við munum
sakna góðu sokkanna sem hún var
alltaf að prjóna handa okkur. Við
biðjum góðan Guð að geyma ömmu.
Siggi, Andrea, Helga Björk.
í dag, föstudag, verður til moldar
borin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
sæmdarkonan Áslaug Guðjónsdótt-
ir.
Við. tengdasynirnir viljum
minnast hennar með nokkrum orð-
um.
Áslaug var fædd og uppalin á
Isafirði og voru foreldrar hennar
hjónin Sigríður Halldórsdóttir og
Guðjón Magnússon. Þau Sigríður
og Guðjón áttu tólf böm og komust
tíu þeirra til fullorðinsára. Af þeim
systrum eru nú aðeins á lífi systum-
ar Þórdís og Anna.
Svo sem títt var í þá daga um
ungar stúlkur, fór Áslaug til
Reykjavíkur. Þar hitti hún ungan
verslunarmann, Andrés Einarsson
og er ekki að orðlengja það að 11.
október 1930 gengu þau í hjóna-
band.
Andrés fæddist 17. janúar 1904
og voru foreldrar hans hjónin Jó-
hanna Magnúsdóttir og Einar G.
Einarsson. Andrés vann til margra
ára í versluninni Vísi á Laugavegi
1 og trúlega muna gamlir Reyk-
vfkingar eftir hinum unga og lipra
verslunarmanni þar.
Áslaug og Andrés eignuðust
þijár dætur, Öldu, Jóhönnu og
Sigríði.
Vorið 1940 veiktist Andrés, þá
aðeins þijátíu og fimm ára að aldri,
og tíunda janúar 1941 lést hann.
Þá stendur ekkjan unga uppi með
þijár ungar dætur og að auki ný-
keypta íbúð á Laugavegi 85, 'alla í
skuld og engin lán að fá. Þá sýndi
Áslaug hvað í henni bjó og ekki
hvarflaði að henni að gefast upp.
Næstu árin vann hún nánast
myrkranna á milli og til margra ára
var hún t.d. í Sjálfstæðishúsinu
gamla við Austurvöll öll kvöld.
Áslaug vann úti allt til þess að
hún var sjötíu og tveggja ára og
seinustu sautján árin var hún hjá
Nóa, Síríus og Hreini.
Með þessari miklu vinnu og
dugnaði tókst Áslaugu að koma
dætrum sínum til þroska og einnig
að halda íbúðinni.
Nútíma fólk gerir sér varla grein
fyrir því, hve þetta í rauninni var
mikið átak fyrir einstæða útivinn-
andi móður.
Áslaug bjó á Laugaveginum allt
fram til ársins 1952 er hún keypti
íbúð á Snorrabraut 34. Þar bjó hún
þar til fyrir einu ári að hún flutti
til Jóhönnu dóttur sinnar, enda þá
farin að finna fyrir lasleika.
Áslaug var einstök mannkosta-
kona, lífsglöð, sjálfstæð og mikil
húsmóðir.
Og meðan hún bjó á Snorrabraut-
inni var það fastur íiður að koma
við hjá ömmu á Snorró, þegar
bamabömin vom á ferð í bænum.
Það var mikill lærdómur í því að
kynnast Áslaugu og þeim mann-
kostum sem hún var búin, hún
kvartaði aldrei og má segja að
stundum fanrist okkur, sem næst
henni stóðum, einum of mikið.
En þrátt fyrir hörkuna við sjálfa
sig var annað uppi á teriingnum
gagnvart hennar nánustu. Það var
mikil reisn yfir Áslaugu allt hennar
líf og sama var þegar hún kvaddi
þennan heim.
Hún fór á spítala sl. föstudags-
kvöld um kl. 10, klukkustund síðar
var hún öll.
Blessuð sé minning hennar.
Tengdasynir
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
KÓPAVOGSBÚAR !
STÓRBÆTT ÞJÓNUSTA
OPIÐ KL 08.00 - 20.00.
MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA
o
— NÓATÚN
Wmmá HAMRABORG
TOYOTA
Toyota bflasýning í Kópavogi
Bflasýning á öflum tegundum Toyota verður
nú um helgina í Toyotasalnum, Nýbýlavegi 8.
Laugardaginn 6. febrúar kl. 10:00 til 17:00.
Sunnudaginn 7. febrúar kl. 13:00 til 17:00.
Bílarnir verða til sölu og
afgreiðslu strax.
Fjórhjóladrifinn
Toyota Tercel verður einn
sýningarbíla okkar. Hann er frábær í
snjó, mmgóður, eyðslugrannur og ...laglegur.
TOYOTA