Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 11 böm leita því oft í kolvetnaríka fæðu sem auðvelt er að afla sér í eða við flesta skóla landsins til að fullnægja orkuþörf sinni. Þessi kol- vetnaríka fæða er oftar en ekki sælgæti og gos eða tilbúnir drykkir með ávaxtabragði, svokallað sjoppufæði. Það er skoðun mín að þetta sé ein af aðalástæðunum fyr- ir helmingi meiri tannskemmdum á íslandi en í grannlöndunum. Fjöldi sjoppa hér á landi er sjálf- sagt eitt af okkar mörgu heimsmet- um, enda seljast vörumar vel. Talið er skv. upplýsingum heilbrigðis- ráðuneytisins að sérhver íslending- ur borði að meðaltali rúmlega 17 kg af sælgæti á ári, eða nærri 1,5 kg á mánuði. Telja verður líklegt að ung böm og þeir sem eru komn- ir yfír miðjan aldur nái vart sínum „kvóta" svo líklega sjái þá ein- hveijir um stærri skammt. Gosdrykkjaneysla íslendinga hefur aukist mikið hin síðari ár. Arið 1960 var neyslan á árinu um 20 iítrar á mann en var orðin um 97 lítrar á mann árið 1985. Sam- svarar það því að hver íslendingur drekki rúmlega eina gosflösku á dag allt árið um kring. Er þá ekki talið með öl, heimatilbúið gos né síaukin neysla á ýmsum ávaxta- drykkjum. I nýlegri rannsókn á tannheilsu bama og unglinga á íslandi var m.a. spurt nokkurra spuminga um neysluvenjur. Auk þess sem tíðni tannskemmda var mun iægri til sveita en í þéttbýli, einkum sjávar- plássum, þá kom í ljós að sælgætis- og gosneysla var minni í dreifbýlinu þar sem lengra var í verslanir og sjoppur. Af 830 15 ára unglingum sögð- ust 45,3% drekka gos daglega eða oft á dag, 36,9% 3—4 sinnum í viku, en einungis 17,8% sögðust drekka gos einu sinni í viku eða sjaldnar. Ef Reykjavík er tekin sérstaklega, þá sögðust nærri 60% unglinganna drekka gos daglega eða oftar. Svör við spumingu um sælgætis- át eru í svipuðum hlutföllum. 54,1% unglinganna segist borða sælgæti daglega eða oft á dag. 33,1% 3—4 sinnum í viku og 12,9% einu sinni í viku eða sjaldnar. Ef Reykjavík er skoðuð sérstakiega, sögðust 65% unglinganna borða sælgæti daglega eða oftar og einungis 5,6% vikulega eða sjaldnar. Til samanburðar má geta þess að bara 7% finnskra jafnaldra þeirra segjast drekka gos daglega og 15% borða sælgæti. í rannsókninni kom einnig fram að tannskemmdir em u.þ.b. helm- ingi algengari hér en í grannlöndun- um meðan tannhirðuvenjur virðast svipaðar. Athyglin beinist því að neysluvenjunum. Ég tel því löngu tímabært að geta sér grein fyrir breyttum þjóð- félagsháttum og gefa öllum bömum staðgóðar skólamáltíðir. Jafnframt ættu sveitarstjómir að beita sér fyrir því að banna sjoppur á skóla- lóðum og í næsta nágrenni skóla. Höfundur er prófessor í tannfyll- ingum ogtannsjúkdámafræði við tannlæknadeild Háskólans. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Björgunarsveitin Blanda var með opið hús í tilefni af 60 ára af- mæli SVFÍ. Blönduos: Blanda með opið hús Blönduósi. Björgunarsveitm Blanda var með opið hús á laugardaginn í tilefni af 60 ára afmæli Slysa- varnafélags íslands. Allmargir gestir komu til að skoða tæki og útbúnað björgunarsveitarmanna. Björgunarsveitin Blanda var stofnuð í aprfl 1966 og á þessum rúmu 20 ámm hefur björgunar- sveitin verið að byggja sig upp af tækjum. Núna er í eigu sveitarinnar tveir snjósleðar, tveir gúmmíbjörg- unarbátar auk þess á björgunar- sveitin snjóbfl með öðmm aðilum. Björgunarsveitin Blanda er núna til húsa í glæsilegri bjöigunarstöð sem reist var í samvinnu við hjáipar- sveit skáta á Blönduósi. Fj'ár til starfsemi sirínar hafa björgunar- sveitarmenn aflað með rækju- vinnslu, rauðmagasölu svo og hafa fyrirtæki, sveitarfélög og einstakl- ingar lagt björgunarsveitinni Blöndu til flármagn. Virkir félagar í björgunarsveitinni Blöndu em 26 og er Gunnar Sig. Sigurðsson for- maður hennar. -Jón Sig. Tónleikar í Hallgrímskirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Hallgrímskirkju laugardaginn 6. febrúar nk. Þar verða fluttir tveir konsertar eftir Vivaldi fyr- ir tvö óbó, tvær klarinettur, strengi og sembal og konsert eftir Telemann fyrir tvær klari- nettur, strengi og sembal. ' Flytjendur em Kristján Þ. Step- hensen, Hóimfríður Þóroddssdóttir óbó, Kjartan Oskarsson, Óskar Ing- ólfsson, Þórhallur Birgisson, Kat- hleen Bearden, Ásdís Valdimars- dóttir, Nóra Komblueh, Páll Hannesson og Elín Guðmundsdótt- ir. Tónleikamir hefjast kl. 14.00. Hallgrímskirkja Engin öimur lausn en gengisfelling - frysting sjávarafurða að leggjast í rúst, segir Jón Friðjónsson, framkvæmdastdjóri Hvaleyrar hf ÉR stendur mest ógn af and- varaleysi stjórnvalda fyrir afkomu frystingarinnar. Þessi atvixmuvegur er að fara í rúst og leggst smám saman af miðað við núverandi stefnu stjórn- valda, sem virðast telja að við öflum gjaldeyris með einhveiju öðrum hætti en útflutningi sjáv- arafurða. Það er ekki hægt að laga stöðuna með neinu öðru en gengisfellingu,“ sagði Jón Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hvaleyrar hf í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Jón sagði, að áður fyrr hefðu menn deilt við Þjóðhagsstofnun um það hvort um taprékstur væri að ræða eða ekki. Nú teldi stofn- unin frystinguna rekna með um 10% tapi, en samt væri ekkert gert. Staða frystihúsa, sem aðal- lega ynnu ufsa og karfa væri sýnu verri en þeirra, sem væru fyrst og fremst í þorskinum. Þá gæti það einnig skipt sköpum hvort lán frystihúsanna væru í íslenzkum krónum eða til dæmis dollurum. Hjá Hvaleyri hefði staðan orðið um 70 milljónum króna betri á síðasta ári, hefðu lánin verið í dollurum en ekki krónum. Staða alira frystihúsa væri slæm, en þessir tveir þættir gerðu stöðu viðkomandi húsa verri en hinna. Því væri ekki rétt að Sambands- húsin væru eitthvað verr stödd en önnur, nema ef það væri vegna óhagstærða lána og fisktegunda í vinnslu. „Það hjálpar til að fá allan sölu- skatt endurgreiddan og launa- skatt felldan niður, en gengisfell- ing verður að koma til líka til að auka tekjumar til að vega upp á móti innlendum hækkunum. Fisk- verkafólk hefur vissulega ekki of há laun, en það má geta þess að fyrir þremur árum voru meðal- _ launin á tímann og launateng gjöld tæpir Qórir dollarar hér og 10 í verksmiðjum Coldwater í Bandaríkjunum. Nú eru þau 10,5 dollarar bæri ytra og hér. Við þessar launahækkanir ráða frysti- húsin ekki án tekjuaukningar umfram þá umtalsverðu.hækkun, sem varð á afurðaverði í Banda- ríkjunum í fyrra, en hún vegur samt ekki upp á móti falli dollar- ans og verðhækkunum innan- lands. Fólk heldur að þetta sé allt í lagi, en það er það bara ekki. Við höfum misst stjóm á fjármála- markaðnum og það em innlendar hækkanir samfara fastgengis- stefnunni, sem er að drepa okkur. Stjómvöld og aðrir landsmenn verða að átta sig á því á hveiju við lifum, og síðan verður að haga málunum eftir því,“ sagði Jón Friðjónsson. BflLLET5hÓLI sigríðar ÁRmflnn skula:,otu S2 m 000 Fjölskyldur fjölmennlð á frábæra skemmtun. verður haldin í Hótel íslandi sunnudaginn 7. febrúar kl. 15. Húsið opnað kl. 14. NEMENDUR EFTIRTALINNA DANSSKÓU\ SÝNA FJÖLBREYTTA, GLÆSILEGA OG SKEMMTILEGA DANSA: STANSLAUS DANSITVO TÍMA - ALLTAFEITTHVAD FYMRALLA. mikilli snilld Auk þess kemur trúðuríheim- sókn og dansar á hjólaskautum iWil ILmmJ viðbörninaf •OlMOlTI mu*» M-7»« CXJ «nv*o O ■■■■ ... J Kynnlr verður Hermann Ragnar Stefánsson. maln SOl eV JAR " Aðgöngumiðaverð er aðeins kr. 300,- fyrir fullorðna og kr. 200,- fyrir börn. Aðgöngumiðasala verður í Hótel islandi laug- ardaginn 6. febrúar kl. 1 3-1 5 og sunnudag- inn 7. febrúar kl. 1 3. DANS ÁT\D DAWSKENNARASAMBANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.