Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur! Mig
langar til að fá lýsingu á
helstu persónueinkennum
minum. Ég er fæddur 28.12.
1957 kl. 8.30 á Hólmavík.
Með fyrirfram þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól og Merkúr í
Steingeit, Tungl í Fiskum,
Venus í Vatnsbera, Mars og
Rísandi í Bogmanni og
Sporðdreki á Miðhimni.
Alvörugefinn
f grunneðli þínu ert þú heldur
þungur og alvörugefínn per-
sónuleiki, jafnframt því sem
þú ert jarðbundinn og að
mörgu leyti raunsær. Þú
þarft öryggi til að viðhalda
lífsorku þinni og ekki-er verra
að þú fáist við áþreifanleg
og hagnýt mál.
Tilfinningalega
nœmur
Tungl í Fiskum táknar að þú
ert tilfinningalega viðkvæm-
ur og næmur, svo mjög að
þér getur stundum fundist
það óþægilegt hversu mikið
þú tekur inn á þig úr um-
hverfinu. Þessi staða táknar
einnig að þú átt í fari þinu
draumlynda hlið og tilhneig-
ingu til að vera áhrifagjarn
og utan við þig. Á hinn bóg-
inn má segja að þú sért
skilningsríkur og að mörgu
leyti víðsýinn.
SjálfstceÖur
Venus í Vatnsbera í mótstöðu
við Úranus táknar að þú ert
lítið gefínn fyrir bönd í mann-
legum samskiptum, bæði
hvað varðar vináttu og ásta-
mál. Þú þarft á spennu að
halda á þessu sviðiu en er
illa við vanabindingu og höft.
Það má því búast við að ásta-
mál þín verði skrautleg. Þetta
þýðir ekki að þú sért ófær
um að standa í langvarandi
sambandi, en til að svo megi
vera þarf það að vera spenn-
andi og þú hafa það á tilfinn-
ingunni að þú búir við frelsi.
Fjölbreytileiki
Mars í Bogmanni táknar að
þú þarft á fjölbreytileika að
halda þegar vinna og fram-
kvæmdir eru annars vegar.
Störf þín mega því ekki vera
vanabindandi og einhæf.
Þessi staða ásamt Bogmanni
Rfsandi táknar að þú hefur
f þér létta og ævintýragjama
hlið, þörf fyrir ferðalög,
hreyfingu og stöðugt nýjan
sjóndeildarhring.
ViÖskipti
Þegar á heildina er litið má
segja að þú sért ekki sérlega
dæmigerð Steingeit.Þó þú
sért jarðbundinn þá hefur þú
eigi að síður þætti úr Fiska-
merkinu sem benda til áhuga
á listum, tónlist og því óræða
og dularfulla. Þörf fyrir fjöl-
breytileika og hreyfíngu úr
Bogmanni, ásamt hinni jarð-
bundu og skipulögðu Stein-
geit getur bent til starfa á
viðskiptasviðum en á ein-
hvem hátt tengdum ferða-
lögum eða amk. frelsi og
hreyfingu, kannski í bland
við skipulagningu og stjóm-
Listir
Þó þú leggir áherslu á við-
skipti eða önnur uppbyggileg
og hagnýt mál hvað varðar
vinnu þá ættir þú eigi að
síður að leggja rækt við and-
leg mál og jafnframt sinna
t.d. tónlistarmálum. í korti
þínu eru þijár hliðar. Stein-
geit, raunsæi og jarðbinding.
Bogmaður, ferðalög og þekk-
ingarleit. Fiskur, listir og
andleg áhugamál.
>wriW;i;iii;;;i;iiiii;ii;iunniiiiiiiiniiiiijiii
::::::::::::::::::
GARPUR
UPPREISHARFOaiHGJANUH
veeoue opÐPALL
'A1APTEINN..ÉG
SAAÞþóVATZSr
,'H^rTU CKS~.
WTÍrfL'
BNGÖFU6 HUG£UN..£N SKA/WMLÍF-
/Zétteins og Pess/ UPpREtSNAR-
trHVNÐ y/CKAP /
pflKKA ÞÉP. UEHÓnA
'ArPA*! /LJOKUM
Þessu og LEIDUM
,-rÓLK OKKAp
\ ÍIT^ HEIM .. . _ ,_____.
7/vi I
'?!!!??!!!?!!?!!??!??!!?!!!!!!!!!
::::::::::::::::::::::::::::::::
::::::::::::::::::::::::::::::::
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
iD Hnno-t ldwyn.hayer inc y
LJOSKA
i—r : ri g/Ma.<vii i wmmM ii i 3-4 ^ i
FERDINAND
!!!?!!!!?!!!!!
Hli
SMAFOLK
ALL LITTLE KIP5
5EEM T0 NEEP 50METMING
FOR 5ECURITV..
Allir smákrakkar virðast Sum ganga með teppi.
þurfa eitthvað til örygg-
Öðrum finnst gott að sjúga Mig hefur alltaf langað í
„snuð“ ... göngustaf með sverði!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Liðsmenn Flugleiða spiluðu
síðustu lotu úrslitaleiksins gegn
Polaris mjög vel, ef undan er
skilið eitt spil, þar sem Ragnar
Magnússon og Aðalsteinn Jörg-
ensen létu staðar numið í geimi,
þar sem alslemma stóð.
Austur gefur; allir á hættu.
Norður
4 Á
4D5
♦ ÁKD875
4 ÁD64
Vestur Austur
4 95 4KD1073
4G64 4 83
♦ 643 4 1092
4G10932 4 K76
Suður
4 G8642
4ÁK10972
♦ G
48
Legan er hagstæð í báðum
rauðu litunum, svo vinna má
alslemmu í gröndum, hjörtum
og tíglum. Hálfslemma er
kannski nóg á spilin lagt, en á
slæmri stöðu verður að grípa
hvert tækifæri og það gerðu
Karl Sigurhjartarson og Sævar
Þorbjömsson. Þeir sögðu þannig
á spil NS:
Vestur Norður Austur Suður
Sævar Karl
2 tíglar 1 hjarta
4 grönd 2 hjörtu
öhjörtu 7työrtu
Pass
Ertir opnun Karls á einu
hjarta halda Sævari engin bönd.
Hann spyr um ása með fjórum
gröndum og fær upp tvo af
„fimrn", þar sem litið er á tromp-
kónginn sem ás.
Karl fékk út lauf og reyndi
að tryggja sig gegn 4-1-legu í
trompi með því að stinga lauf í
öðrum slag. Tók svo hjartaás
og spilaði hjarta á drottningu.
Ef þá hefði komið í ljós að aust-
ur væri með gosann fjórða í
hjarta mætti ná á hann tromp-
bragði að því tilskildu að hann
ætti þijá tígla.
Á hinu borðinu opnaði suður
á tveggja-laufa-fjöldjöfli, sem
byggist meðal annars á veikum
spilum með hjarta og spaða. En
( áframhaldinu kom upp mis-
skilningur, svo niðurstaðan varð
aðeins flögur hjörtu, og „Albert"
fór í súginn, eins og Aðalsteinn
orðaði það.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk
aan Zee, sem nú er nýlokið, kom
þessi staða upp I B-flokki í viður-
eign a-þýzka stórmeistarans
Knaak, sem hafði hvítt og átti,.
leik, og Hollendingsins Brennink-
meijer.
Hvítur virðist vera f klípu, því
svartur hótar hróknum á d3 og
þar að auki að vinna hvítu drottn-
inguna með Be6+. A-Þjóðveijinn
fann ráð vid þessu:
31. Bxf7+! - Hxf7, 32. Db8+ -
Kg7, 33. Hxd4. (Hvítur hefur séð
við báðum hótunum svarts og
sjálfur náð hættulegum sóknar-
færum.) Lok skákarinnar urðu
þannig: 33. — Del, 34. Bd6 —
Bd7, 35. Hh4 - Be8, 36. Bg3 -
Hd7, 37. Dg5 - He7, 38. Dh6+
- Kf7, 39. Df4+ - Ke6, 40.
Dd6+ — Kf7 og svartur gafst upp
um leið.
Þátttaka Knaak á mótinu vekur
athygli fyrir þá sök að ár og dag-
ar eru síðan fremstu skákmenn
Austur-Þjóðveija hafa fengið að
spreyta sig á Vesturlöndum.