Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 52
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Forsætisráðherra í utandagskrárumræðu:
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, sagði þá vaxtastefnu sem
við nú byggjum við hafa leitt til
innlánsaukningar umfram aukn-
ingu lánskjaravísitölu. Tölúr
síðustu vikna um innlán og útlán
bentu meira að segja til þess að
innlán hefðu aukist hraðar en út-
lán. Vextir hefðu þó verið mjög
háir og gætum við ekki búið við
það til lengdar. Forsenda þess að
vextir lækkuðu væri þó að við
næðum niður verðbólgunni.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði vexti þurfa að lækka
Gengisfelling
bætir ekki stöðu
sjávarútvegs
Lækkun verðbólgn forsenda vaxtalækkunar
ÞORSTEINN Pálsson, forsætisráðherra, sagði í umræðum um
efnahagsmál utan dagskrár á Alþingi í gær að stjórnin hygðist
ekki hvika frá stefnu sinni í vaxtamálum. Forsenda þess að vext-
ir lækkuðu væri að verðbólga lækkaði. Forsætisráðherra sagði
raungengi vissulega hafa hækkað en taldi að umtalsverð gengis-
felling myndi ekki bæta stöðu sjávarútvegsins heldur einungis
valda verðbólgu. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra,
sagði að ekki þyrfti að koma til gengisfellingar ef „skynsamlegir
og raunsæir1' samningar næðust. Þá væri einnig hægt að biðja
Seðlabanka um að telja niður nafnvexti í þrepum.
með verðbólgunni. Vextir yrðu
ekki bannaðir með lögum frekar
en verðbólgan en ekki væri hægt
að búa við hátt vaxtastig til lengd-
ar. Einu skynsamlegu leiðina til
að tryggja hvort tveggja. í senn,
ávöxtun spariijár í bönkum og
lækkun útlánsvaxta, taldi hann
vera að leyfa erlendum fjármála-
stofnunum starfsemi hér landi.
Forsætisráðherra sagði raun-
gengi krónunnar vissulega hafa
hækkað en taldi að umtalsverð
gengisfelling myndi ekki skila
sjávarútveginum neinu vegna þess
hve útgjöld hans væru nátengd
gengi. Það eina sem slík gengis-
felling hefði í för með sér væri'
verðbólga. Viðskiptaráðherra tók
í sama streng og sagði að ef menn
hefðu hugsað sér að lækkun raun-
gengis væri eitthvert úrræði í
vanda atvinnuveganna þá væri
nauðsynlegt að þeir gerðu sér ljóst
að slík breyting væri ekki fram-
kvæmanleg nema með því að
samtímis ætti sér stað raunlækkun
á tekjum almennings.
Kastað á Rauða torginu
Morgunblaðið/Árni SæixTg
Beitir NK 123 með sjö til átta hundruð tonn
af loðnu í nótinni um 70 sjómílur austur
af Gerpi í síðastliðinni viku. Nú er hins
vegar bræla á miðunum og loðnuskipin í
höfn, að sögn Astráðs Ingvarssonar hjá*
Loðnunefnd.
Tillögur um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds:
Sjö dómstólar í héraði
Yfirborgarfógeti verði sjálfkrafa sýslumaður í Reykjavík
SJÖ héraðsdómstólar fara með
dómsvald í héraði og yfirborgar-
fógeti verður sýslumaður í
Reykjavík, samkvæmt tillögum
nefndar, sem dómsmálaráðherra
skipaði til að fjalla um aðskilnað
dómsvalds og framkvæmda-
valds. Af tillögum nefndarinnar
er Ijóst, að gjörbreyting verður
á dómkerfi landsins.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins fjalla hugmyndir nefnd-
arinnar fyrst og fremst um að sjö
héraðsdómstólar verði settir upp í
landinu. Þeir munu hafa aðsetur í
Reykjavík, Hafnarfirði, Borgamesi,
Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri og
ísafírði. Sýslumenn munu sjá um
umboðsstörf, en dómsvald verður
frá þeim tekið, fyrir utan smærri
mál. Lögð verða niður tvö embætti
sýslumanna, í Vestur-Skaftafells-
sýslu og Dalasýslu. Þá munu
embætti bæjarfógetanna í Bolung-
arvík, Ólafsfírði og í Neskaupstað
verða lögð niður og fógetaheitin
hverfa. í Reykjavík sameinast saka-
dómur, borgardómur og hluti
fógetaréttar- í Héraðsdómstól
Reykjavíkur, en yfírborgarfógeti
yrði sjálfkrafa sýslumaður í
Reykjavík.
Með umboðsvald í Reykjavík fara
lögreglustjóri, tollstjóri og sýslu-
Kortsjnoj fær
„gula spjaldið“
St. John, frá Guðmundi Sv. Hermannssyni
DÓMARAR skákeinvígjanna í St.
John í Kanada sendu Viktor
Kortsjnoj bréf i gærkvöldi þar
sem fundið er að hegðun hans í
sjöundu skák hans og Jóhanns
Hjartarsonar sem tefld var i
fyrradag. Þeir hafi fengið kvart-
anir vegna framkomu hans í
þremur síðustu skákum en ekki
viljað trufla hann á meðan á
þeim stóð.
blaðamanni Morgunblaðsins.
Fram kemur að dómararamir
telja að Kortsjnoj hafí ekki farið
að fullu eftir þeim tilmælum sem
þeir hafa áður beint til allra þátttak-
enda. Minna þeir á umgengisregl-
umar og segjast vilja koinast hjá
því að grípa opinberlega í taumana
þannig að blettur faili á orðstír allra
viðkomandi.
Sjá fréttir bls 4.
maður. Umdæmi lögreglunnar í
Reykjavík stækkar vemlega og
mun ná yfír Reykjavík, Kjalames-
hrepp, Kjósarhrepp, Mosfellsbæ,
Seltjamames, Kópavog, Garðabæ,
Bessastaðahrepp og Hafnarfjörð.
Nú þegar hefur Seltjamames bæst
við embætti lögreglustjóra.
Nefndin mun að öllum líkindum
skila dómsmálaráðherra áliti sínu
um miðjan febrúar. Jón Sigurðsson,
dómsmálaráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að hann vonaðist
til að geta lagt frumvarp um skipan
dómsvalds og umboðsvalds í héraði
fram á Alþingi á næstu vikum.
Sjá frétt á bls. 29.
Jón Baldvin Hannibalsson vék
einnig að vaxta- og gengismálum
í ræðu sinni í gær og sagði að ef
samningar næðust með raunsæj-
um og skynsömum hætti þyrfti
jafnvel engin gengislækkun að
koma til og þá væri einnig hægt
að fá Seðlabanka til að lækka
nafnvexti í þrepum.
Tók af sér súrefnisgrímima
og veifaði til foreldranna
íslenski hjarta- og lungnaþeginn laus við öndunarvélina
„AÐ SJÁ hann er undravert,“
sagði Halldór Sigurðsson, fað-
ir Halldórs Halldórssonar,
eftir að tæpar 48 klukku-
stundir voru liðnar frá þvi
skipt hafði verið um hjarta
og lungu í syni hans. „Hann
reis upp, tók af sér súrefnis-
grímuna, veifaði til okkar og
spurði hvað væri að frétta.
Það var alveg frábært."
Halldór var tekinn úr öndun-
arvél í gær og var látinn gera
nokkrar æfíngar sem reyndu
greinilega mikið á hann að sögn
Guðbjargar Aðalheiðar Guð-
mundsdóttur, móður hans. í dag
fær annað foreldri hans að fara
inn til hans í nokkrar mínútur.
„Það er alveg ótrúlegt að hann
skuli geta talað við okkur án
þess að vera með mörg tæki
tengd við sig. Nýju líffærin virð-
ast greinilega vera farin að gera
sitt gagn úr því að hann gat
þetta án öndunarvélarinnar,"
sagði Halldór, en sonurinn hefur
ekki getað verið án súrefniskúts
í langan tíma. „Við vorum að
reyna að tala við hann í kvöld í
gegn um glerið og við sáum að
hann skildi okkur. Það er alveg
ótrúlegt hvað þessi drengur ætl-
ar sér á kraftinum einum saman.
Hann er ákveðinn, kjarkmikill
og sjálfum sér líkur. Hjúkrunar-
fólk og læknar á sjúkrahúsinu
er allt mjög ánægt með líðan
hans.“
Foreidrar Halldórs báðu fyrir
sérstakar þakkir til séra Jóns
Baldvinssonar prests íslendinga
í London, Kristjáns Eyjólfssonar
læknis, Camillu Lister, bamanna
sinna sjö, tengdabama og §öl-
skyldunnar, sem staðið hafa með
þeim og stutt allan þennan tíma.