Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 KARATE KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Skof landsmeistari þjálfar karate hér á landi Jim Martin (4. dan), sem meðal annars hefur orðið Skotlandsmeistari í kata, hefur verið hér á landi með kennslu á vegum shotokan karatefélaganna. Hann dvelur hér í vikutíma og verður með æfíngar tvisvar á dag. Þátttakendur eru um 70 frá Þórhamri, Gerplu og Breiðabliki. Unglingameistaramótið í karate fer fram á laugardaginn kl. 14 í íþróttahúsi Hagaskólans. Búist er við að keppendur verði um 100 frá 8 félögum og er þetta fjölmennasta karatemót sem fram hefur farið hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skoskur mslstarl í kata, Jim Martin, hefur verið með kennslu á vegum shotokan karatefélagnna. Hér glímir Martin við Karl Gauta Hjaltason, formann Karatefélags íslands. Asgeir er talinn betri en Pfaff Asgeir Sigurvinsson er nú talinn næst besti útlendingurinn sem leikur í v-þýsku knattspymunni. Landsliðsmarkvörður Belgíu, Jean- Marie Pfaff, sem ver mark Bayem Munchen, er í þriðrja sæti, en í fyrsta sæti er Norðmaðurinn Rune Bratsth, sem hefur leikið mjög vel með toppliðinu Werder Bremen. Þessir leikmenn em allir í landsliðs- gæðaflokki, en enginn útlendingur er í heimsgæðsglokki að þessu sinni. Þeir Ásgeir og Pfaff eru ekki ókunnugir á listanum sem bestu leikmenn - þeir hafa átt fast sæti þar undanfarin ár og þá oft í heims- gæðaflokki. Það er hið virta og víðlesna knattspymutímarit „Kic- ker“ sem flokkar leikmenn sem leika í V-Þýskalandi - reglulega niður. Svíinn Robert Plytz, sem leikur með Bayer Uerdingen og síðan kemur Morten Olsen, fyrirliði danska landsliðsins - leikmaður með Köln, koma næstir á blaði. Ásgelr Slgurvlnsson er nú talinn næst besti útlendingurinn sem leikur í vestur-þýsku knattspymunni. REYKJAVÍKURBORG / FJÁRHAGSÁÆTLUN Reiknað með 203 milljónum króna til íþróttamála á árinu Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar munu lö mil\jónir renna til framkvæmda við Laugardalslaug. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykja- víkurborgar kom til síðari umræðu í gær og átti að af- greiða hana inótt. í tillögum meirihlutans var gert ráð fyrir 203 milljónum króna til íþróttamála Asama tíma og ríkisvaldið sker niður framlög til íþróttamála eykur Reykjavíkur- borg þau. Framlög til íþróttafé- laganna í borginni — rekstrar- og framkvæmdastyrkir — hækka um 34-85% & milli ára,“ sagði Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi, í samtali við Morgunblaðiö vegna fjár- hagsáætlunarinnai-. k>27 milljónir króna eru veittar ti! svæðisbundu félaganna í borg- inni, í geró valla, bað- og búnings- aðsíöðu. ■ÍBP. fær 33 milljónir króna og sú upphæð skiptist þannig að 16 milijónir fara í framkvæmdir og 22 í rekstur. Rekstursféð skiptist aðallega niður í húsaleigu, ferða- og kennslustyrki. ■3,5 milljónir króna eru áætlaðar í rekstur félagavalla, en borgin sér um undirbúning þeirra fýrir sumarið og viðhald á keppnistíma- bilinu. ■2,5 milljónir króna fara í Af- reks- og styrktarsjóð Reykjavík- urborgar. ■Ýmsir aðrir eru upp á 1.360.000 krónur. „Þetta eru allt fjármunir sem renna beint til félaganna. Mér er til efs að nokkurt sveitarfélag styrki íþróttahreyfínguna bétur en Reykjavfk„“ sagði Júlíus. Áður eru nefndar 27 milljónir króna til félaganna, en þá var ekki talið það fé sem fer í Sþrótta- hús, skíðaaðstöðu eða félagsað- stöðu. Að sögn Júlíusar er nú verið að greiða upp framkvæmdar á völlum á Valssvæði, ÍR er að byggja grasvöll, unnið er aö böð- um og búningsaðstaða á nýja Víkingssvæðinu og verður byrjað á þeim fljótlega. Þá er veriö að endurskipuieggja Þróttarsvæðið — verið að endurbæta grasvöll og unnið verður áfram að því í sum- ar. Þar verða einnig handbolta- og blakveilir utanhúss, og stefnt að því að svæðið verði fullklárað 1989, á 40 ára afmæli félagsins. Júlíus nefndi einnig böð og bún- ingsaðstöðu fyrir Leikni, sem væri verið að ljúka við, einnig væri verið að klára endurbygg- ingu grasvalla Ármanns og bygging grasvallar Fylkis væri lokið. ■ÍBR leggur fram 16 milljónir til framkvæmda, sem fyrr segir. Sú upphæð fer til framkvæmda við íþróttahús Vals, TBR-húsið, skíðalyftur o. fl. ■50 milljónir fara til borgar- mannvirkja á vegum fþróttaráðs Reykjavíkur: ■7 milljónum verður veitt I ný gufuböð í Sundlaug Vesturbæjar og verður því verkefni lokið á vordögum. ■ 10,5 milljónir fara í að loka stúkunni við aðalvöllinn í Laug- ardal. Hliðunum verður lokað, bæði til að verja gólflöt Baldurs- haga, íþrótthússins undir stú- kunni, og til að bæta aðstöðu stúkugesta. ■3,5 milljónir fara í endurbætur á ftjálsíþróttavelli — hlaupabraut, og atrennubrautum. ■3 milljónir eru áætlaar til byij- unarframkvæmda við gufuböð í Laugardalslaug. ■5 milljónir fara í frágang (kjall- ara við Laugardalssundlaugina — þar sem væntanlega verður æf- ingaaðstaða fyrir Júdófélag Reykjavíkur og Karatefélag Reykjavikur, og einnig þrekæf- inga aðstaða fyrir sundféiögin í borginni. ■7 milljónir eiga að fara í að koma vatnsrennibraut í Laugar- dalslaugina. ■4,5 milljónir fara í að ljúka byggingu áhorfendastúkunnar við gervigrasvöllinn í Laugardal. ■8 milljónir fara í framkvæmdir í Bláfjöllum. ■Þá iná geta þess að 81 milijón króna fer í rekstur íþróttamann- virkja borgarinnar, sundlauga, Laugardalsvallar, Fólkvangs í Bláfjöllum, skíða- og skautaað- stöðu. Alls er því gert ráð fyrir 203 milljónum króna til íþrótta- mála á árinu. Að auki má geta þess reiknað er með 30 milljónum króna á árinu í byggingu íþrótta- húss við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, við hlið sundlaugarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.