Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 42 9r fclk f fréttum SÖNGFÖR Pavarotti í Kína Hetjutenórinn Luciano Pavar- ( _ otti ætti að vera kunnur Islendingum og þá af góðu einu, eftir eftirminnilega tónleika hans á listahátíð fyrir nokkrum árum. Hann er þó víðar vinsæll en á Vesturlöndum og í næst viku verður sýnd kvikmynd sem gerð var þegar hann var á tónleikaför um Kína 1986. Þar gefur að líta gífurleg fagnaðarlæti Kínveija í hvert sinn er Luciano tók lagið, en hann sagði einmitt fyrir skemmstu að kínversk- ir áheyrendur fögnuðu líkt og ítalskir áheyrendur gerðu fyrir 20 til 30 árum. í myndinni er því einnig gerð skil er Pavarotti sminkar sig hvítan í framan og spreytir sig við óperu- - söng að hætti Kínveija, en um það sagði hann að það væri ógjömingur að skilja þá tónlistarhefð, hán yrði að vera meðfædd. TÍSKA Nýr tískukóngur Tískan virðist öllu fremur ein- kennast af ófyrirséðum stökk- breytingum en hægfara darvinískri þróun og öðru hverju koma fram á sjónarsviðið byltingarmenn sem varpa fyrir róða viðteknum hug- myndum um litasamsetningu og fatagerð og sem skapa um leið nýja tískulínu sem allir fylgja fljót- lega. Einn slíkur er á ferð í París þessa dagana, fatahönnuðurinn Christian Lacroix. Lacroix, sem er 37 ára, og kallað- ur hefur verið hinn nýi konungur tískunnar, opnaði tískuhús sitt fyrir ári og þegar hefur hann skyggt á flesta aðra sem hafa af því sitt lifí- brauð að teikna flíkur sem dauðleg- um fínnst oftar en ekki vera afkáralegar. Fötin sem Lacroix hannar einkennast af blöndu hans af kímni, dirfsku og meðvituðum þjófnaði á hugmyndum frá fortíð- inni. Mesta hrifningu vekur þó litaval hans og það hve hann heftir næmt auga fyrir litasamsetningu sem öðrum hefur ekki komið til hugar að væri möguleg. I síðustu viku kynnti hann vor- og sumartísku sína fyrir 1988 og hrifningunni sem hún vakti fylgdi straumur pantana. Sem stendur virðist því helsta hættan sem stafar af velgengni Lacroix og tískuhúss hans vera sú að fyrirtækið anni ekki hinni gífurlegu eftirspum sem er eftir fötum sem hann hefur hann- að, en það hlýtur þó að vera ánægjulegra en að hafa ekki í sig eða á. Ahugasömum má benda á það að fötin hans eru ekki ætluð öðrum en þeim sem eiga gnægð íjár til að kaupa sér flíkur, enda er meðalverð á einum kjól af ódýr- ari gerð rúmir 4000 dollarar, um 150.000 íslenskar krónur. DUKKUFIKN 924 Barbie dúkkur frá Hawaii Ollum er hollt að hafa eitthvað fyrir staftii og söfnunarárátta getur stytt mörgum stundimar. Þó á öU slík árátta einkar auðvelt að fara úr böndum og Florence Delos Santos-Lot frá Hawaii er kannski gott dæmi um það. Florence er á sextugsaldri og hefur þá áráttu að safna dúkkum, nánar tilgreint Barbie dúkkum. Allt byijaði þetta með að dóttir hennar flutti að heiman og lét eftir sig 32 slíkar dúkkur sem hún hafði viðað að sér fram á gelgjuskeið. Florence sló eign sinni á dúkkumar og hófst handa við að fjölga í safninu. Hún lýsir þvi að heitasta óskin sé að ná 1000 dúkku markinu, en í fórum hennar em nú 924 Barbie dúkkur. Það fylgir einnig sögunni að Qögur böm hennar em flutt að heiman og hún sé skilin við eiginmann sinn en ekki er ljóst hvort var orsök og hvort afleiðing. COSPER — Maðurinn minn getur farið hvert sem hann vill, bara ef hann er í garðinum. SIR CAP? Weinberger sleginn til riddara á Bretlandi Talsmaður bresku krúnunnar skýrði frá því á mánudag að Caspar Weinberger, fyrmm varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, yrði sleginni til heiðursriddara fyrir framlag sitt til vamarsamstarfs Bandaríkjanna og Bretlands. Wein- berger gegndi stöðu vamarmála- ráðherra í ríkisstjóm Reagans um sex ára skeið og þótti ötull talsmað- ur öryggis Vestur-Evrópu og vamarsamstarfs vestrænna lýðræð- isþjóða. Weinberger verður sæmdur stórrriddarakrossi af Bretadrottn- ingu í enduðum febrúar, en sá böggull fylgir skammrifi að hann fær ekki að bera titilinn „Sir“, enda Sir Cap. er sú upphefð aðeins ætluð breskum þegnum. Er því ljóst að aðdáendum Weinbergers, hérlendis sem annars staðar, gefst ekki færi á að kalla kempuna „Sir Cap“ eins og þeim hefði annars verið hvað mest og ljúfast að skapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.