Morgunblaðið - 05.02.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 05.02.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 29 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson/AP Veggspjald Greenpeace Hér gefur að líta eitt af veggspjöldum þeim sem Greenpeace samtökin hafa komið upp á fjöl- förnum stöðum í Lundúnanborg til þess að knýja íslensk stjórnvöld til þess að láta af hvalveiðum í vísindaskyni. í texta auglýsingarinnar segir meðal annars að íslendingar drepi hvali og lesendur því hvattir til þess að kaupa ekki fisk frá íslandi. Greenpeace, V-Þýskalandi: Beðið átekta áður en her- ferð gegn hvalveiðum hefst Fiskútflytjendur um aðgerðir Greenpeace: Varða hagsmuni allra landsmanna „ÞAÐ er náttúrlega alvarlegt mál að reyna eigi að sverta nafn íslands í þessum helstu viðskiptalöndum okkar,“ sagði Friðrik Pálsson for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna þegar hann var inntur álits á því að Greenpeace-samtökin hafa hleypt af stokkunum áróðurs- herferð gegn íslenskum fiski í Bandaríkjunum og Evrópu. „Ef Greenpeace tekst að ná þvi markmiði að draga úr neyslu á íslenskum fiski, þá er þar um að ræða mjög alvarlegt mál sem varðar hagsmuni allra landsmanna," sagði hann. „Ég talaði við Greenpeacemenn- ina tvo í gær og þeir skýrðu frá hvers vegna þeir ráðast á íslenskan físk,“ sagði Friðrik. „Þeir gera sér grein fyrir því að við, einstakir fisk- útflytjendur, erum bara saklaus fómarlömb en hins vegar hyggjast þeir nota íslenska fiskinn til að benda á, að þeir hafí komist að þeirri niður- stöðu, eins og mig minnir að þeir hafi tekið til orða, að hegðan okkar íslendinga í hvalveiðimálinu sé slík, að við eigum skilið að fá neikvæða umf[öllun.“ „Eg lýsti því yfír við þá að við teldum friðsamlegar viðræður deilu- aðila líklegri til skjótrar og raun- verulegrar lausnar málsins heldur en aðgerðir af þessu tagi. En sem betur fer höfum við það litla reynslu af aðgerðum af þessu tagi, að við vitum sjálfsagt minnst um það, hvers við megum vænta," sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Bíðum o g sjáum hvað setur“„ „VIÐ bíðum og sjáum hvað.setur ,“ sagði Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS. „Ég vil ekki segja fýrirfram að þetta muni engin áhrif hafa og ég vil enn síður segja að þetta geti haft mikil áhrif." Ekki vitað í hverju aðgerðirnar felast „Þeir hafa ekki haft samband við okkur og það er ómögulegt að segja til um þessar fyrirhuguðu aðgerðir fyrr en nákvæmlega er vitað í hveiju þær felast," sagði Eysteinn Helga- son forstjóri Iceland Seafood. „Hins vegar lítum við það alvarlegum aug- um, og höfum áhyggjur af því, að svona samtök ætli að fara að ráðast á okkar meginmarkaði hér vestan hafs og í Evrópu. Ég get ekkert annað sagt á þessu stigi. Enn sem komið er hefur þetta ekki vakið neina athygli okkar kaupenda. Við höfum ekkert heyrt um þetta mál nema frá íslandi og þetta hefur eng- in áhrif haft á okkar starfsemi, hvað sem síðar verður. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Ztlrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgrmblaðsins. GREENPEACE umhverfissamtökin í Vestur-Þýskalandi hyggjast bíða átekta og sjá hvað íslendingar gera í hvalveiðimálum áður en þau hefja áróðursherferð gegn landinu í Vestur-Þýskalandi og Sviss. „ísland kemur sjálft á sig óorði með því að stunda hval- veiðar,“ sagði Peter Piicschel, hvalasérfræðingur samtakanna í Hamborg. „Við ætlum að breiða þetta óorð út um heiminn ef stjórnvöld ákveða að stöðva veiðarnar ekki. Við biðum nú átekta og munum auðvitað ekki aðhafast neitt ef hætt verður við veiðarn- ar á næstu vikum.“ Piicschel sagði að herferðin yrði í fjölmiðlum, ef af henni verður. „Við höfum ekki endanlega ákveð- ið hvemig við munum standa að henni en við munum væntanlega hefla hana í okkar eigin tímariti sem er gefíð út í 400.000 eintökum í Vestur-Þýskalandi og Sviss. Það em margar leiðir til að vekja at- hygli á þessum málstað. Við munum leggja til að fólk kaupi ekki íslenskar vörur í mótmæla- skjmi við hvalveiðamar, nema íslenskir ráðamenn taki sinna- skiptum. ísland ér fallegt land og okkur er ekki vel við að þurfa að fara þessa herferð. En við verðum að gera það til að bjarga hvala- stofnunum í kringum lándið.“ Piicschel átti fund með Páli Ásgeiri Tryggvasyni, sendiherra í Bonn, fyrir nokkrum vikum og til- kynnti honum um fyrirhugaða herferð gegn íslandi og íslenskum fyrirtækjum. Hann var ekki fús til að hlusta á rök með veiðunum að sögn Páls Ásgeirs. Sendiráðinu berast af og til mótmóelabréf frá einstaklingum og skólabömum en það hefur ekki verið í miklum mæli fram til þessa. Lítíð varir við Greenpeace Starfsmenn íslensku útflutn- ingsfyrirtækjanna í Hamborg sögðust lítið hafa orðið varir við Greenpeace í Þýskalandi. „Nokkrir viðskiptavinir okkar höfðu sam- band við okkur í desember eftir að talsmenn Greenpeace töluðu við þá,“ sagði Kristinn Blöndal, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis. „Við sendum þeim upp- lýsingar um hvalveiðar, sem við fengum frá sendiráðinu, og síðan hafa þeir ekki minnst á þetta mál. Ég hef ekki teljandi áhyggjur þótt Greenpeace samtökin hafí í hótunum." Benedikt Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði að viðskiptavinir sínir hefðu ekki nefnt hvalveiðimál við sig. Hann óttaðist aðgerðir Greenpeace ef samtökin stöðva sölu á íslenskum físki í gámum, eins og gerðist með hvalkjöt í fyrra. „Það gæti haft verulegar truflanir í för með sér.“ Helgi Sigurðsson hjá Sambandinu sagðist ekki eiga von á að Gre- enpeace gæti haft eins mikil áhrif í Vestur-Þýskalandi og Banda- ríkjunum. „Þetta er allt annað þjóðfélag," sagði hann. „Greenpe- ace höfðar hér ekki nema til takmarkaðs hóps fólks." Tollahækkun á karfa kemur ekki strax fram TOLLAHÆKKUN á djúpsjávar- karfa í Vestur-Þýskalandi — úr 2% í 15% — mun ekki koma til framkvæmda næstu vikumar, að þvi Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagði i samtali við Morgunblaðið f gær. Hann taldi líklegt að tollahækkun- in, sem kom fram í nýrri tollskrá Efnahagsbandalagsins um áramót- in, væri til komin vegna mistaka, Dómskerf inu breytt? Sjö héraðsdómstólar og dómsvald frá sýslumönnum SAMKVÆMT drögum að fmmvarpi til laga um skipan dómsvalds og umboðsvalds f héraði mun landinu verða skipt f sjö umdæmi héraðs- dómstóla. Sem dæmi má nefna, að f Reykjavík verður héraðdómstóll Rcykjavíkur, sem hefur dómumdæmi í Reykjavfk, á Seltjaraamesi, f Mosfellsbæ, Kjalaraeshreppi og Kjósarhreppi. Þá mun lögreglustjór- inn í Reylgavfk fara með lögreglustjóm f Kópavogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Mosfellsbæ og Hafnarfirði, auk Kjósarhrepps og Kjalaraesshrepps. Nú þegar hefur löggæsla i Seltjaraaraeskaupstað verið sett undir lögreglustjórann í Reykjavík. Ljóst er að miklar breytingar talsins og munu þeir sjá um umboðs- verða á skipan dómsmála í landinu, ef hugmyndir nefndar, sem dóms- málaráðherra skipaði til að fjalla um aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds, verða að veruleika. Búist er við að nefndin skili ráðherra áliti um miðjan febrúar. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins verða, auk Héraðsdómstóls Reylqavíkur, hér- aðsdómstólar með aðsetur og dómumdæmi í Hafnarfirði, á Sel- fossi, Egilsstöðum, Akureyri, ísafirði og í Borgamesi. Sem dæmi um breytingamar má nefna, að Héraðs- dómstóll Reykjaness, sem hefur aðsetur í Haftiarfirði, nær til Kópa- vogs, Garðabæjar, Bessastaða- hrepps, Hafnarfjarðar, Vatnsleysu- strandarhrepps, Grindavíkur, Njarðvíkur, Keflavfkur, Gerða- hrepps, Miðneshrepps og Hafnar- hrepps. Gert mun vera ráð fyrir því f drög- um þessum, að sýslumenn verði 21 störf, en teljast þó þinglýsingardóm- arar og er gert ráð fyrir að þeir fari með lögtaksgerðir og verkefni skiptaráðanda að hluta. Embætti sýslumanna Vestur-Skaftafellssýslu og Dalasýslu verða lögð niður. Þeir menn, sem skipa embætti bæjarfóg- eta í kaupstöðum án þess að vera jafnframt sýslumenn, verða sjálf- krafa sýslumenn í sama umdæmi. Það á þó ekki við um bæjarfógetana á Bolungarvík, Ólafsfírði og f Nes- kaupstað, því embætti þeirra verða lögð niður. Með umboðsstörfum er meðal annars átt við lögreglustjóm, innheimtu tekna ríkissjóðs og sveit- arfélaga, að því leyti sem hún er ekki falin sameiginlegri gjaldheimtu, umsjón með eignum ríkisins, yfir- valdsúrskurði, lögræðismál, bama- vemdarmál, þinglýsingar, uppboð og fleira. Sýslumaður í Reykjavík í drögunum að frumvarpinu mun gert ráð fyrir • að þeir menn, sem . gegna embættum borgardómara, sakadómára í Reykjavík og saka- dómara í ávana- og fíkniefnamálum, skuli sjálfkrafá verða héraðsdómar- ■ ar í Reykjavík. Sama gildir um þá borgarfógeta, sém gegna dómstörf- um f skilningi laganna. Þá verða lögð niður embættisheiti yfirborgar- dómara og yfirsakadómara í Reykjavík, en þeir verða sjálfkrafa héraðsdómarar í Reykjavík. Yfír- borgarfógeti í Reykjavík verður sjálfkrafa sýslumaður í Reylqavík. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði ekki tímabært að ræða hugmyndir nefndarinnar. Hann staðfesti þó að rætt hefði verið um að koma á 7-8 sjálfstæðum héraðs- dómstólum og að í Reykjavík væri gert ráð fyrir sameiningu sakadóms, borgardóms og hluta af fógetarétti. „Það er hugsanlegt að sýslumenn verði færri en áður, en talsverðar breytingar verða á starfssviði þeirra. Þannig yrði einnig' sýslumannsem- bætti í Reykjavík, en fógetaheitin hyrfu. Ég vonast til að hægt verði að leggja frumvarp um þetta fyrir Alþingi á næstu vikum. Þessi að- skilnaður dómsvalds og umboðsvalds er fyrir löngu tímabær og vonandi verður hann að veruleika á næstu 2-3 árum,“ sagði ráðherra. en hinar tvær tegundir karfa hefðu ekki verið sundurgreindar fyrr á tollskrám. í hinni nýju tollskrá er tollur á grunnsjávarkarfa óbreyttur, eða 2%, en tollur á djúpsjávarkarfa hækkar í 15%. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því, að við sölu á djúp- sjávarkarfa verði á næstunni farið fram á bankatryggingu fyrir greiðslu á mismuninum á 2 og 15% tolli. „Ég hef ekki af þessu nokkrar áhyggjur. Okkur var sagt í Bremer- haven í morgun að það væri tryggt að þetta komi ekki til framkvæmda við landanir næstu vikumar, enda fæmm við ekki að selja þeim karfa ef við þyrftum að borga af honum 15% toll,“ sagði Kristján. „Okkur kemur hins vegar á óvart að þetta mál skuli koma upp með þessum hætti og að þetta skuli hafa farið fram hjá þeim sem um þessi mál eiga að Qalla og hafa gert samninga um þessi mál við Efnahágsbandalagið." Báðar 737-400 vélar Flug- leiðakomal989 FLUGLEIÐIR fá Boeing 737-400 flugvélamar tvær sem félagið hefur pantað báðar afhentar árið 1989. í frétt Morgunblaðsins síðastlið- inn þriðjudag var sagt að fyrri vélin kæmi til landsins í apríl 1989, en hin í maí 1990. Það er rangt. Hið rétta er að síðari vélin kemur í maí 1989. 0 INNLENT r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.