Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Kjarastefna Alþýðu- bandalagsins — Nýr lífskjarasáttmáli eftír ÓlafRagnar Grímsson Á undanfomum mánuðum hefur kaupmáttur almennra iauna rýmað vemlega og misréttið í kjaramálum hefur birst í æ fleiri dæmum um vaxandi launamun í landinu. Á sama tíma og fólk í fískvinnslu og' við umönnum sjúkra og aldraðra, við uppeldi bama og almenn störf í iðnaði og þjónustu nær ekki nema kringum fímmtíu þúsundum á mán- uði með mikilli yfírvinnu, nætur- vinnu og helgidagavinnu þá birtast sífellt fleiri fréttir um einstaklinga VÉLA-TENGI Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafiö eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar Jk-Ll ^ÖQ=OFÖæQO=D^)ÍU]ir Vesturgötu 16, sími 13280 eða heilar samstæour UMBODS- OG HÍUDVERSLUN BIL DSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 og hópa í peningastofnunum og ijármagnsfyrirtækjum sem hafa 150.000—300.000 króna mánaðar- laun. Lágmarkslaunin fyrir dag- vinnuna eina eru svo í grundvallar- atvinnuvegi þjóðarinnar ekki nema tíundi hlutinn af efri hluta þessa hátekjubils. Það er því eitt brýnasta verkefn- ið í íslenskum þjóðmálum að ráðast gegn þessu misrétti í launamálum og skapa öllum þær lágmarkstekjur sem duga til mannsæmandi lífs. Það sæmir ekki siðmenntuðu sam- félagi sem á margan hátt vili telja sig til fyrirmyndar að þúsundir karla og kvenna striti langan vinnu- dag fyrir litlu kaupi, geti ekki verið samvistum við böm sín og fjöl- skyldu nema blánóttina, hafi rétt fyrir greiðslum á húsnæðiskostnaði og einfaldasta mat og ekkert sé eftir af laununum til að gera sér og sínum dagamun. Orsakir kjaraskerðingar og launamisréttis Fyrir rúmu ári gerðu samtök launafólks samning við atvinnurek- endur og þáverandi ríkisstjóm og fól hann í sér hóflegar kauphækk- anir gegn því að Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson og foiystumenn VSÍ stæðu við gef- in fyrirheit um aðgerðir gegn verðbólgu. Reynslan í lok ársins 1987 sýnir hins vegar að slíkt traust var byggt á sandi. Óstjómin í peningamálum, fjár- festingum, erlendum lántökum og á öðrum áhrifasviðum ríkisvaldsins skapaði verulega þensluverðbólgu sem alfarið skrifast á reikning frá- farandi og núverandi ríkisstjómar. Jaftivel foiystumenn ríkisstjómar- innar lílga mistökunum við bruna Rómarborgar og ófreskjur úr trölla- heimi. Síðustu mánuði hefur veru- legur hluti launafólks borið þessa auknu verðbólgu án nokkurra bóta. Önnur orsök kjaraskerðingarinn- ar felst í þeirri ákvörðun ríkisstjóm- arinnar að leggja á 5 milljarða matarskatt. Þessi skattur bitnar fyrst og fremst á láglaunafólki þar eð venjuleg matvæli vega mun þyngra í heimilishaldi þeirra sem minni telq'ur hafa. Tollaíækkanir á lúxusvömm og hlutum sem aðeins em keyptir á nokkurra ára fresti eða jaftivel bara einu sinni á áratug koma þar ekki á móti. Þá hefur ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins breytt lögum um tekjuskatt á þann veg að venjulegt launafólk sem með löngum vinnu- degi og miklu striti nær rúmum 50.000 krónum í mánaðarlaun á nú að borga sömu prósentu í skatt og bankastjórinn sem hefur yfír 300.000 krónur á mánuði. í stað þess að þyngja skattbyrðina þegar ofar dregur er hún nú hlutfallslega þyngri eftir því sem tekjumar verða minni. Á sama tíma og þessi margþætta kjaraskerðing rýrir hlut venjulegs launafólks heldur tekjubilið í landinu áfram að vaxa. Fyrirtækin sem græða á þenslunni og hafa fleytt gróðann af góðærinu skapa stjómendum tekjur sem jafngilda í mörgum tilvikum fímmtánföldum launum fískvinnslufólks. Misréttið í þjóðfélaginu og óréttlætið í skipt- ingu gæðanna hafa vaxið hröðum skrefum. Ný kjarastefna Á fundi miðstjómar Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi voru lgaramálin og barátta launafólks tekin til ítarlegrar meðferðar. Framsögu í þeirri umræðu höfðu þau Bjöm Grétar Sveinsson, sem verið hefur í fararbroddi í kjarabar- áttu fískvinnslufólks, og Valgerður Eiríksdóttir sem starfað hefur í for- ystusveit kennarasamtakanna. Þessi umfjöllun miðstjómarinnar byggðist á viðræðum sem fram höfðu farið á undanfömum vikum, umræðum í miðstjóminni í desem- ber og samræðum við ýmsa forystu- menn í samtökum launafólks. Miðstjóm Alþýðubandalagsins samþykkti á þessum fundi kjara- stefnu sem felur í sér eftirfarandi höfuðatriði: 1. Nauðsyn samstöðu og nýrra baráttuaðferða. 2. Stuðning við skammtímasamn- ing sem vegur upp kjaraskerðingu undanfarinna mánaða og skapar tíma til að undirbúa varanlegan kjarasáttmála næsta vor. 3. Grundvallaratriði nýs kjarasátt- mála verði: a) 45.000-50.000 króna lág- markslaun. b) Verðtrygging iauna. e) Yfírborganir inn í launataxta. d) Áætlun um að fullnægja dag- vistarþjónustu bama fyrir árið 1990. e) Nýtt lífskjaramat. 4. Samstaða sé sköpuð á vinnu- stöðum og viðbrögð við andstöðu atvinnurekenda og ríkisstjómar verði hörð, flölþætt og markviss. Þessi kjarastefna Alþýðubanda- lagsins felur í sér áherslur flokksins í þeirri glímu sem mun fara fram á næstu vikum og mánuðum. Hún vísar veginn til aukinna kjarabóta, vaxandi jöfnuðar og framtíðar þar sem nýtt lífsgæðamat mótar til- raunir launafólks til að skapa á íslandi nýjan veruleika: samfélag sem yrði vinsamlegt vinnandi fólki og setti hagsmuni láglaunafólks, bama og eðlilegs flölskyldulífs á oddinn í baráttunni fyrir bættum kjörum. Samstaða og nýjar baráttuaðferðir í stefnuályktun miðstjómar Al- þýðubandalagsins er lögð rík áhersla á að skapa verður breiða samstöðu launafólks ef árangur á að nást í baráttunni gegn skerðing- arstefnu atvinnurekenda og ríkis- valds. Sú tortryggni og skortur á gagnkvæmum skilningi sem um of hafa sett svip á samskipti ólíkra samtaka launafólks verða að hverfa. Þess vegna er í ályktuninni sérstaklega tekið fram að samstaða Alþýðusambandsfélaga, opinberra starfsmanna og fleiri félaga launa- fólks er mikiivæg forsenda þess að árangur náist. Jafnhliða þarf að leggja drög að nýjum baráttuaðferðum, stuðla að víðtækum umræðum á vinnustöð- um, auka upplýsingar og skapa aðstöðu fyrir beina þátttöku launa- fólks í að móta kröfumar og meta jafnóðum stöðuna í samningum. Samspil gagnkvæms skilnings meðal alls launafólks, raunvem- legrar samstöðu, nýrra baráttuað- ferða og flölþættari starfshátta er lykilatriði í framvindu kjarabarátt- unnar á næstu mánuðum. Það er verkefni allra sem vilja starfa í þágu hagsmuna launafólks að stuðla að því að það nauðsynlega samspil verði að lifandi veruleika. Þá skapast möguleikar til að bijóta skerðingarstefnuna á bak aftur. Skammtímasamning’ar — Varanlegnr kjarasáttmáli Ef tekið er mið af ríkjandi að- stæðum, sem einkennast af vaxandi verðbólgu, kjararýmun og ráðaleysi ríkisstjómarinnar, þá er skynsam- legt að reyna að ná skammtíma- samningi til að vega upp kjara- Ólafur Ragnar Grimsson „í nýjum kj ar asáttmála eigfa leiðréttingar í þágn hinna lægst laun- uðu að vera efstar á blaði. í kjarastefnu Al- þýðubandalagsins er ályktað um nauðsyn þess að stefna að því að tryggja öllum lág- marksafkomu sem miðist við 45.000— 50.000 krónur á mánuði í dagvinnutekjur. Jafn- framt verði að verð- tryggja launagreiðslur til að koma í veg fyrir að stjómvöld geti áfram komið aftan að fólki í gegnum aukna verðbólgu.“ skerðingu undanfarinna mánaða og vinna tima til að undirbúa öfluga sókn í vor sem fært gæti launafólki nýjan kjarasáttmála. Það mun ráðast á næstu sólar- hringum — jafnvel áður en þessi grein birtist lesendum — hvort tekst að knýja á um gerð slíks skammtímasamnings. Ef sú tilraun mistekst vegna fjandskapar at- vinnurekenda og ríkisstjómar, þá verður að grípa til harðra aðgerða og víðtækrar baráttu. Þá er nauð- synlegt að samstaða ólfkra samtaka launafólks verði sýnd í verki um allt land og nýjum aðferðum verði beitt til að ná árangri. Hvort sem skammtímasamning- ar nást eða ekki er Ijóst að í hönd fer undirbúningur að gerð varan- legs kjarasáttmála. Spumingin er bara hvort hann kemst á dagskrá strax á næstu dögum eða hvort skammtímasamningar verða nokk- urra mánaða brú að gerð slíks nýs kjarasáttmála. Verðtryeging og 45.000-50.000 lágrnarkslaun í nýjum kjarasáttmála eiga leið- réttingar í þágu hinna lægst launuðu að vera efstar á blaði. í kjarastefnu Alþýðubandalagsins er ályktað um nauðsyn þess að steftia aðþvíað tiyggja öllum lágmarksaf- komu sem miðist við 45.000—50.000 krónur á mánuði í dagvinnutekjur. Jafnframt verði að verðtiyggja launagreiðslur til að koma í veg fyrir að sijómvöld geti áfram komið aftan að fólki í gegn- um aukna verðbólgu. Miðað við verðhækkanir á und- anfömum vikum og mánuðum, viðurkennd skattleysismörk og það lágmark sem þarf til að fullnægja brýnustu lífsnauðsynjum verður þetta að teljast lágmarksbreyting. Neðar er ekki hægt að fara í laun- um ef íslenskt samfélag ætlar ekki að halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndum okkar í lífslgör- um. Minni lauriatekjur em ekki samboðnar siðuðu samfélagi. Yfirborganir inn í launataxta Einnig er mikilvægt til að draga úr þeirri tvöfeldni sem ríkir á vinnu- markaðnum. Hún birtist í því að atvinnurekendur sem neita hækk- unum í kjarasamningum halda beint inn í fyrirtækin og deila þar út yfír- borgunum og launaskriði eftir persónulegum geðþótta. Það verður að fella allar launagreiðslur inn í umsamda launataxta og tiyggja að samningar endurspegii þau laun sem raunverulega em greidd. Á þann hátt er hægt að draga úr því félagslega óréttlæti sem geðþótta- vald atvinnurekenda skapar í gegnum margflókið kerfi yfírborg- ana og launaskriðs. Á undanfömum mánuðum hefur ýmsum samtökum launafólks tekist að semja um ný launakerfí þar sem yfírborganir og launaskrið em tekin inn í hin umsömdu laun. Þetta hef- ur haft í för með sér raunhækkun lágmarkslauna í þessum starfs- greinum og skapað heilbrigðari gmndvöll að samningum um frek- ari kjarabætur. Þessi árangur í einstökum greinum þarf að flytjast til allra samtaka launafólks og út- rýma þannig hinu tvöfalda siðgæði sem einkennt hefur kjaramálin á undanfömum ámm. Nýtt líf skjaramat — Dagvistarmál Það er hins vegar einnig mikil- vægt að nýr kjarasáttmáli beri svip nýrra viðhorfa um víðtækar umbæt- ur á lífsháttum fólks. Það em ekki launin ein sem máli skipta. Þess vegna er í kjarastefnu Alþýðu- bandalagsins lögð rík áhersla á að hrinda í framkvæmd áætlunum um að fullnægja þörf fyrir dagvistar- þjónustu bama fyrir árið 1990. í upphafí þess áratugar var samið um að þessu markmiði ætti að ná á tíu árum en engu að síður er enn langt í land. Dagvistarmálin em lykilatriði til að skapa aukið jafn- rétti í samfélaginu og veita öllum bömum jöfn skilyrði til menntunar og þroska. Þess vegna þurfa dag- vistarmálin að verða forgangsatriði í nýjum kjarasáttmála. En það er einnig orðið meira en tímabært að setja fram tillögu sem fela í sér nýtt og víðtækara lífskjaramat. Þar yrði tekið mið af styttingu vinnutímans, aðbúnaði og öryggi á vinnustað, tækifæmm til frekari starfsmenntunar og lýðræð- islegra áhrifa á stjóm eigin vinnu ásamt því að hafa aukna möguleika til að njóta samvista við Qölskyldu og böm og lifa alhliða menning- arlifi. Slíkar hugmyndir þurfa að vera á oddinum við mótun þessa nýja kjarasáttmála. Skilningur á merkingu orðanna „mannsæmandi kjör" hefur tekið vemlegum breytingum á undan- fömum ámm. Hann felur nú í sér ekki bara launin ein heldur einnig tækifæri til að njóta með fjölskyldu sinni mannbætandi tómstunda ásamt því að hafa á vinnustað möguleika á auknum þroska í gegn- um lýðræðisleg áhrif og frekari fræðslu. Mannlifið hefur margar víddir og kjarasáttmálar nútímans þurfa að taka mið af hinum nýja skilningi á gömlu kröfunni um „mannsæmandi kjör“. Samnefnari Kjarasáttmáli sem fæli í sér alla þessa þætti gæti orðið tæki til að tengja saman krafta hinna ýmsu samtaka launafólks. Hann felur í sér efnivið í þann samnefnara sem skort hefur á undanfömum misser- um til að stilla saman hugi og hendur þeirra sem um stundarsakir áttu ekki samleið. Hann getur skap- að grundvöll að gagnkvæmum skilningi hinna ýmsu samtaka launafólks og falið í sér sameigin- lega lærdóma af reynslu undanfar- inna ára. Kjarastefna Alþýðubandalagsins er því mikilvægt framlag til þeirra umræðna og stefnumótunar sem á næstunni munu fara fram í samtök- um Iaunafólks. Hún er tilraun til að stíga skref í átt að auknu jafn- rétti og bjartari framtíð fyrir launafólkið í landinu. fíöfundur er formaður Alþýðu- handa Ingnina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.