Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 5

Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 5 Ungirog' aldnir á ísdansleik Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og útvarpsstöðin Ljósvakinn stóðu fyrir ísdansleik á Tjöminni siðastliðinn sunnudag. Fjöldi skautafólks á öllum aldri renndi sér á svellinu í takt við dunandi valsa. Tónlistarveislan á skautasvellinu stóð frá tvö til sex eftir hádegi. Að sögn Jóhannesar Ola Garðarssonar hjá Iþrótta- og fomstundaráði lá stöðugur straumur fólks niður á Tjöm. „Hér komu margar flölskyld- Fjöldi fólks brá sér á skautabaU sem Iþrótta- og tómstundaráð hélt í samvinnu við Ljósvakann sfðasta sunnudag. ur, smáböm sem voru að fara á skauta í fyrsta sinn jafnt sem snill- ingar á áttræðisaldri." Jóhannes sagði að stemmningin hefði verið býsna góð og helst dalað þegar gert var hlé á léttklassfkinni og leikin popplög. Tónlistin sem hljómaði á Tjamar- svæðinu á sunnudaginn var send beint út á öldur Ljósvakans um hljómflutningstæki Reylq'avíkur- borgar. Jónas R. Jónsson útvarps- maður sagði að mikið hefði verið leikið af Straussvölsum en Schubert hefði einnig komið við sögu. Hann nefndi að Bolero Ravels hefði vakið dansgleðina sérstaklega hjá skauta- fólkinu og að sjálfsögðu hefði , Skautavals Waldteufels verið ómiss- andi. Töluverð fjölgun á trú- félögum ut- au þjóðkirkju og fríkirkna 93% tslendinga í þjóðkirkjunni LANGFLESTIR íslendingar, eða 93,1%, tilheyra þjóðkirkjunni, samkvæmt skýrslu Hagstofunn- ar um mannfjölda eftir trúfélagi þann 1. desember sl. Tæp 9.000 manns eru skráð í fríkirkjum, og rúm 5.000 manns teljast til trúfélaga utan Þjóðkirkjunnar og fríkirknanna, og hefur þeim fjölgað um 23% síðan árið 1980. Alls vom um 17.000 manns skráð utan þjóðkirkjunnar, en íbúar á Is- landi vom 247.024 þann 1. desemb- er 1987. Félögum í þjóðkirkjunni hefur flölgað um 7,9% frá 1980, sem er nær jafnri fólksfjölgun á íslandi á þessu tímabili. Félögum í fríkirkjunum hefur hins vegar að- eins Qölgað um 1,0% á þessu tíma- bili, en flestir em þeir í Fríkirkj- unni 1 Reykjavík, eða 5.783, en 1.905 em skráðir í Fríkirkjuna í Hafnarfirði, og 1.101 í Óháða söfn- uðinn í Reykjavík. Af öðmm söfnuðum er Kaþólska kirkjan flölmennust, en til hennar töldiist 1.933 félagar, oghefur þeim ijölgað um nær ‘20% síðan 1980. Þau trúfélög sem á eftir koma em Hvítasunnusöfnuðurinn með 827 félaga, hefur fjölgað um tæp 20% síðan 1980; Aðventistar með 673 félaga, hefur §ölgað um 2% síðan 1980; Vottar Jehóva með 413 fé- laga, hefur Qölgað um 30% síðan 1980; og Baháísamfélagið með 358 félaga, hefur ijölgað um 58% um síðan 1980. Utan trúfélaga em skráðir 3.157 íslendingar, eða 1,3% þjóðarinnar. Nýfædd böm em talin til trúfé- lags móður af Hagstofunni, en trú- félagaskipti em tilkynnt af einstakl- ingnum sjálfum. Umhleypingar áloðnumiðum BRÆLUR og umhleypingar hafa hamlað loðnuveiðum að undan- förnu. Gæftir hafa verið lélegar og loðnan verrið ósamvinnuþýð á skilunum út af Austfjörðum. Afli frá áramótum er orðinn um 230.000 tonn. Á föstudag fór Víkurberg GK með 250 tonn til Grindavfkur. Á laugardag var engin veiði. Á sunnu- dag fór Pétur Jónsson RE með 220 tonn til Reyðarfjarðar, Rauðsey AK 600 og Albert GK 700 til Eskifjarð- ar, Hrafn GK til Neskaupstaðar með 350 og Sighvatur Bjarnason VE 650 og Kap II VE með 550 til Vestmannaeyja. Síðdegis á mánu- dag hafði Hákon ÞH tilkynnt um 900 tonna afla til Neskaupstaðar og Huginn VE 590 til Reyðarfjarð- ar. „. . . Nonni, ég held ég hafi gleymt að borga rafmagnið. . . almáttugur allt kjötið b> í frystikistunni. . .“ jí „Hafðu engar áhyggjur elskan, Greiðsluþjónusta Verzlunarbankans , sér um að borga reikningana“ g* Eyddu ekki vetrarfriinu í áhyggjur af gjalddögum! Greiðsluþjónusta Verzlunarbankans sér um snúningana! \y(RZlUNRRBRNKINN Hvað er Greiðsluþjónusta? Greiðsluþjónustan byggist á því að í stað þess að þú fáir reikninga senda heim, geturðu búið svo um hnútana að þeir berist beint til Greiðslu- þjónustu Verzlunarbankans. Starfsfólk bankans sér um að greiða þá með því að skuldfæra greiðslurnar á viðskiptareikning þinn í bankanum og senda síðan greidda og stimplaða reikningana heim til þín. Greiðsluþjónustan tekur að sér tvenns konar greiðslur: 1. Ýmsir heimilisreikningar s.s. rafmagn hiti, sími, húsgjöld, fasteignagjöld, áskriftir o.fl. 2. Fastar greiðslur án reikninga s.s. húsaleiga, barnagæsla o.fl. „Frí“ frá snúningum allt árið! Þótt hagræðið af því að notfæra sér Greiðslu- þjónustuna sé ótvírætt þegar frí eru annars vegar er hún áreiðanlega jafn kærkomin á öllum árs- tímum. Nú er nefnilega tækifærið að taka sér „frí“ frá snúningum í kringum reikninga allt árið. Komdu í næsta Verzlunarbanka og fáðu nánari upplýsingar eða hringdu og fáðu sendan bækling. GREIÐSLUÞJÓNUSTA - þjónusta sem gengur greitt fyrir sig!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.